Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1973 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthias Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstraeti 6, srmi 10-100. Auelýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasólu 18,00 kr. eintakið. T ritstjórnargreinum aðal- stjómarblaðanna í gær er að finna samræmdar árásir á Björn Jónsson, forseta Al- þýðusambands íslands, og forustumann Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. Tíminn nefnir forustugrein sína: Björn í geitarhúsi, og segir þar: „Alþýðublaðið skýrir frá því, að Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands íslands, hafi nýlega gengið á fund Alþýðu- flokksins og beðið hann um liðveizlu gegn vondri ríkis- stjórn, sem gangi á hlut laun- þega. Sé þetta rétt, hefur Bjöm sannarlega villzt í geit- arhús til að leita ullar, því enginn stjómmálamaður hef- ur oftar staðið að því að skerða kaupmátt launa en Gylfi Þ. Gíslason.“ Og í ritstjórnargrein Þjóð- viljans segir: „Samkvæmt frásögn Al- þýðublaðsins og Morgun- blaðsins hefur Björn nýlega setið fund í flokki dr. Gylfa og skorað þar á þetta útibú íhaldsins að gerast varnarlið verkalýðsins gegn ríkis- stjórninni. Skýri blöðin rétt frá, hefur Björn á sama fundi lýst sig ábyrgan fyrir því ásamt liði Jóhanns Haf- stein og dr. Gylfa að hleypa verðbólgunni lausri 1. marz — og reyndar fylgir með að eitt árásarefni Bjöms á ríkis- stjórnina hafi verið það, að gengið hafi átt að fella mun meira en gert var. Þessi ganga Bjöms Jóns- sonar á vit dr. Gylfa og lags- bræðra hans, sætir vissulega nokkrum tíðindum. Vilji menn komast eins langt og kostur er til að verja eða bæta kjör íslenzks verkafólks, þá ber að knýja á um róttæk- ar þjóðfélagsbreytingar með samtakamætti verkalýðs- hreyfingarinnar. Til slíkra verka er ekki liðs að vænta, þar sem dr. Gylfi er, það veit forseti Alþýðusambandsins jafnvel og aðrir landsmenn. Vissulega ber íslenzkri verkalýðshreyfingu að veita sérhverri ríkisstjórn aðhald og vera jafnan á verði. En margar hættur eru við veg- inn á langri göngu verkalýðs- hreyfingarinnar, og er sú hættan þó mest fyrir þá, sem trúnaðarstörfum gegna, að hlaupa vitandi eða óafvitandi í fang stéttaróvinarins. Það gildir enn sem fyrr, að lendi menn í þoku og Morg- unblaðið bjóði þá velkomna, þegar komið er út úr þokunni — þá Lafa rnenn villzt af leið. Þess vegna er auðvelt að þekkja úlfinn á eyrunum.“ Ekki leynir sér, að hér er um að ræða samræmda að- för þessara blaða að Birni Jónssyni, vegna þess að hann hefur, ásamt þeim Eðvarð Sigurðssyni, Karvel Pálma- syni og Bjarna Guðnasyni, gagnrýnt fyrirhugaðar að- gerðir ríkisstjórnarinnar í kaupgjaldsmálum og bent á, að „stjórn hinna vinnandi stétta" hafi hvorki meira né minná en 8 sinnum reynt að ógilda gerða kjarasamninga með valdboði. Þessar árásir á Björn Jóns- son, einn öflugasta stjórn- málamann í fylkingu hinna svonefndu stjórnarflokka, sýnir, að átökin innan flokk- anna færast nú stöðugt í auk- ana, og engum getur lengur dulizt, að ríkisstjórnin er gjörsamlega úrræðalaus og þar skortir alla samstöðu. Vera má, að Birni Jónssyni finnist litlu máii skipta, þótt Tíminn segi hann kominn á bás í geitarhúsi, en hins veg- ar er ólíklegt, að hann taki með þökkinni þeirri lýsingu Þjóðviljans, að hann sé úlfur- inn, ■ auðþekktur á eyrunurri. Björn Jónsson hefur náin kynni af kommúnistum og starfsaðferðum þeirra. Hann mun áreiðanlega ekki líkja þeim við nein húsdýr, hvorki geitur né aðra gripi, heldur einmitt það villidýr, sem Þjóðviljinn glepst á að nefna, er hann reynir að ná sér niðri á forseta Alþýðusambands- ins. Ljóst er nú, að fjör mun færast í leikinn og „villi- dýrin“ í íslenzkum stjómmál- um kljást „með kjafti og klóm“ eins og Björn Jóns- son hefur komizt að orði. SAMRÆMDAR ÁRÁSIR Á BJÖRN JÓNSSON Ingólfur Jónsson: Lífskjörin og staða at- vinnuvega f ara saman NÝLEGA er lokiS umræðum á Alþingi um vantrauststil- lögu sjálfstæðismanna á ríkis stjórnina. Sjálfstæðismenn bentu rækilega á, hvers vegna tillagan væri flutt, og að brýna nauðsyn bæri ti! þess að fá þingkosningar og aðra rík- isstjórn. Virtist forsætisráð- herra Ólafur Jóhannesson vera ánægður með stjórnar- farið og áleit að ríkisstjórnin myndi sitja út kjörtímabilið. Taldi hann þó vel koma til greina að breikka þann grund völl, sem stjórnin stendur á. Mun forsætisráðherra hafa haft i huga Alþýðuflokkinn, sem vitað er að hefur átt þess kost að fá aðgang að stjórnar- herbúðunum undanfarið. Al- þýðuflokksmenn virðast ekki hafa áhuga fyrir því að ganga um borð í stjórnarskútuna. 1 umræðunum um vantraustið kom fram, að Alþýðuflokkur- inn telur stjórnarfarið vera hættulegt og striða gegn hags munum þjóðarinnar. Bjarni Guðnason hefur lýst afstöðu sinni til rikisstjórnar innar og tók ekki þátt í at- kvæðagreiðslu við vantraust- ið. Þar með losnaðí fyrsti steinn'nn úr þeim grunni, sem ríkisstjórnin stendur á. Að þessu sinni skal ekkert fuilyrt um, hve iengi ríkis- stjórnin situr, en öruggt má telja, að þjóðin óskar eftir því að hún fari frá völdum sem ailra fyrst. Forsætisráðherra sagði í umræðunum á Alþingi, að eng inn hefðl ástæðu’ til þess að kvarta. Ailir hefðu vel borg- aða atvinnu og peninga eftir þörfum. En slikt er af skamm sýni mælt og byggist ekki á raunsæi. Fyrrverandi ríkis- stjórn vann að því, að gera at- vinnulífið fjölbreytt og traust. Ennþá nýtur almenningur þess og hefur fulla atvinnu meðan atvinnuvegirn r ganga. En kostnaðarverðbólga ríkis- stjórnar nnar ógnar nú öllum atvinnurekstri í iandinu. Tap- rekstur atvinnuveganna get- ur leitt til stöðvunar þeirra og atvinnuleysis. Hættumerkin eru nú þegar augljós á mörg- um sviðum. Togaraverkfallið hefur nú staðið í sjö v'kur þjóðinni til mikils tjóns. Ríkisstjórnin hef- ur haldið að sér höndum og Mtið gert til þess að leysa deil una. Lengi hefur verið að því keppt að gera fjárhag þjóðar- innar traustan. Stjórnvöld hafa á ýmsum tímum að þvl unnið að búa atvinnuvegunum sæmilegan rekstrargrundvöll. Sé starfsaðstaða atvinnuveg- anna traust fæst atvinnuör- yggfi og bætt kjör almenningi til handa. Núverandi ríkis- stjórn virðist hafa mjög tak- markaðan skilning á þessum þáttum þjóðlifsins. í þeirri verðbólguna eru fjárlög yfir ir yfir fer gildi íslenzkrar krónu sífellt minnkandL Allur kostnaður v:ð hvers konar at- vinnurekstur eykst úr hófl fram og veldur samdrætti og tapi. Gleggsta dæmið um óða- verðbólguna eru fjárlög yfir- standandi árs, sem eru 100% hærri en fjárlög ársins 1971. Á árinu 1973 þarf í mörgum tilvikuim tvöfalt hærri upp- hæð heidur en á árinu 1971 til sams konar framkvæmda. Það er þvi barnalegt tal sumra manna, sem reyna að telja ríkisstjórninni það til hróss, að fleiri krónur eru veittar til vissra fram- kvæmda, eða útlána heldur en var fyrir 2 árum. Lítur út fyr- ir, að menn gleyrai því stund- um, að krónan 1973 er all't önnur að gildi en hún var árið 1971. Krónuhækkanir til fram kvæmda verða að vera mjög miklar 1973, til þess að þær hafi ekki minna notagildi en var 1971. Framkvæmdakostn- aður eykst gífurlega með minnkandi krónum. Fjárveit- ingar þessa árs sem í fyrstu virðast vera ríflegar reynast, þegar til á að taka hafa lítið raungi'di í dýrtíðarflóðinu. Síðan núverandi ríkisstjórn komst til valda hefur kostnað ur við alla stjórnun og rekst- ur tekíð stöðugt hærra hlut- fall af heildarútgjöldum fjár- laga. Fé til verkíegra fram- kvæmda verður þannig miklu minna hlutfallslega heldur en áður, þegar reynt var að halda vel í horfi. Árið 1971 fóru 28.4% af heildarútgjöld- um fjárlaga til framikvæmda. Samkvæmt fjárlögum 1973 fara aðeins 18.9% af fjár- lagaupphæð'nni til fram- kvæmda. Þetta er sú rauna- lega staðreynd, sem við blasir. Það er raungildi fjárlaganna, sem þarf að hafa í huga, þeg- ar um framkvæmdafé er rætt. í fjárlögum verða ýmsar töl- ur athyglisverðar, þegar þær eru skoðaðar á raunhæfan hátt. Árið 1971 voru greiðslur til landbúnaðar 6.1% af heild- arútgjöldum fjárlaga, en 1973 eru sömu greiðslur aðeins 3.8%. Þannig hefur fjármagn ið færzt til og framlög til land búnaðarins lækkað í hlutfalli við heildarútgjöldin. Ríkis- stjórnin hefur stefnt að því, að ná sem mestu fjármagni undir ríkisvaldið. Ýmsir trúðu því í fyrstu að stór hluti af hinum gífurlegu skattaálögum færi til nauð- synlegra framkvæmda i land- inu. En reynslan er sú dapur- lega staðreynd, sem við blasir. Skattheimta til rikisins hefur tvöfaldazt á tveimur árum. Horfur eru á, að hald ð verði áfram á sömu braut, meðan núverandi ríkisstjórn situr. Nauðsynlegt er að breyta sem allra fyrst um stjórnarstefnu. Verðbólguskriðuna, sem ógnar atvinnurekstrinum og öryggi almennings verður að stöðva. Atvinnuvegunum þarf að búa traustan starfs- og rekstrar- grundvöll. Gengi íslenzkrar krónu þarf að tryggja með fastmótaðri stefnu í efna- hagsmálum. Atvinnuöryggi og góð lifskjör í landinu verða þvi aðeins tryggð, að heil- brigð atvinnumálastefna sé ráðandi. Tekjur þjóðarbúsins verður að auka með því að nýta auðlindir hafsins og landsins. Orkugjafa í fallvötn unum þarf að halda áfram að beizla og nota í auknum mæli til framJeiðsluaukningar. 1 jarðhitanum eru miklir mögu leikar fólgnir, sem enn hafa ekki verið nýttir nema að litl'U leyti. Með þvi að hafa fjöl- þætt atvinnulíf á traustum grunni, verður þjóðarfram- leiðslan aukin. Þannig munu þjóðartekjurnar vaxa, en með því fæst undirstaða að góðum lífskjörum og atvinnuöryggi fyrir landsmenn alla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.