Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBL.AÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1973 23 Miiming: Páll Þór Kristinsson framkvæmdastjóri Fæddur 11. júlí 1927. Dáinn 27. febrúar 1973. Páll Þór Kristinsson fram- kvæmdastjóri verður jarðsung- inn frá Húsavikurkirkju í dag. Hann var fæddur hinn 11. júlí 1927, sonur hjónanna Kristins kaupmanns Jónssonar prests Arasonar, bróður Matthíasar þjóðskálds og sálmaskálds Joch umssonar og Guðbjargar, syst- ur Árna Óla og þeirra systkina, Óladóttur bónda og smiðs Krist- jánssonar og Hólmfríðar Þórar- insdóttur, og voru þau bræðra- börn Hólmfríður og rithöfundur inn Jón Sveinsson, Nonni. Heimili þeirra Kristins og Guð bjargar var fyrir margra hluta sakir sérstakt og barnahópur- inn stór. Kristinn var stórbrot- inn persónuleiki, hafði skarpa greind og góða og sá heim- ili sínu vel farborða efnalega. Guðbjörg var listhneigð mjög og einkar ljúf i viðmóti. Þau systk inin hún og Kristján voru í fremstu röð leikara á Húsavík og ákaflega vinsæl af leikhúsgest- um. Páll Þór erfði þessa gáfu og átti sem þau létt með að ná hylli leikhúsgesta bæði í gamni og al- vöru. Ég átti þess kost að sjá hann á leiksviði og er hann mér ógleymanlegur sem slíkur. En einnig man ég eftir mörgum svip myndum, sem hann brá upp í heimahúsum, þegar vel lá á honum. Leikur hans og gáski á slíkum stundum hreif menn með sér. Páll Þór lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1949, og viðskiptafræðingur varð hann frá Háskóla íslands 1954. Þá réðst hann til Sparisjóðs Húsa víkur, en var ári síðar kosinn bæjarstjóri á Húsavik og gegndi því embætti fram yfir bæjar- stjórnarkosningarnar 1958. Mér hefur verið sagt, að í því starfi hafi hann notið sín bezt: Hann var duglegur bæjarstjóri, óvenju vinsæll og fljótur að átta sig, og þótti það einkum einkenn andi fyrir hann, hversu mikill sáttamaður og samningamað- ur hann var, hverjir sem i hlut áttu, og réttlætiskenndin rík. Það fór þvi sem vænta mátti að mörgum Húsvíkingum kom það á óvart og þótti það óverðugt, er annar maður var kjörinn bæj arstjóri í stað Páls Þórs, svo að hann varð að hverfa til Reykja- víkur og hóf þá að starfa hjá Olíufélaginu Skeljungi h.f. En Páll Þór undi sér ekki sunnan fjalla og 1962 setti hann á stofn hlutafélagið Öskju á Húsavík og var framkvæmdastjóri þess til dauðadags. Hann lézt á Borgar- spitalanum hinn 27. febrúar s.l. eftir langa vanheilsu. Páll Þór kvæntist 1956 Aidísi hjúkrunarkonu, dóttur Friðriks prófasts Friðrikssonar, fjölhæfs gáfumanns og Geirþrúðar, danskrar ættar, og hefur hún mjög unnið með manni sínum að menningarmálum. Þeim Páli Þór og Aldísi varð þriggja barna auðið. Þau eru: Geirþrúður 15 ára, Guðbjörg 12 ára og Ari Páll 8 ára. Enn er Sigurjón, 23 ára gam- all, sonur Páls Þórs og vinnur við Öskju h.f. Móðir hans er Helga Sigurjónsdóttir Ármanns sonar, er lengi vann hjá Húsa- víkurhreppi og bæ. Páll Þór var mikill félags- hyggjumaður, svo sem hann átti kyn til og starfaði m.a. mjög með Leikfélagi Húsavíkur og minnast Húsvíkingar hans í mörgum, ógleymanlegum gervum, eins og fyrr er að vikið. Hann var söng maður ágætur, hafði mjúkan og góðan bassa og var í kirkjukórn um í mörg ár. Á unga aldri gat hann sér góðan orðstír á vett- vangi íþróttanna og veit ég ekki betur en Norðurlandsmet hans í hástökki sé enn óslegið. Þá hef- ur hann og starfað með Lions- hreyfingunni á Húsavík. Páll Þór hefur gegnt fjölmörg um trúnaðarstörfum á veg- um Sjálfstæðisflokksins. Hann átti sæti í flokksráði og kjör- dæmisráði um árabil, var í mörg ár formaður Sjálfstæðisfélags Suður-Þingeyinga og um skeið fyrsti varafulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í bæjarstjórn Húsavík ur. Við Páll Þór kynntumst fyrst, er ég fór að vinna að málefnum Sjálfstæðisflokksins á Norður- landi fyrir um áratug. 1 öllu okk ar samstarfi reyndi ég hann aldrei að öðru en drengskap og aldrei minnist ég þess, að hann hafi ekki reynt að greiða götu mína, og einatt meir og betur en efni stóðu til. Ég kann ekki að orða þá hugs un er flýgur í gegnum hugann við hið ótímabæra fráfall Páls Þórs. Hann var slíkur maður, að í nærveru fárra manna hefur mér betur liðið. Hann var hisp- urslaus í allri framkomu og for- dómalaus og gæddur þeirri gáfu, er fæstir hafa, að honum var óhætt að segja hug sinn allan. Við fráfall hans verður mér því fyrst að orði: Hann fór of snemma. Heimili þeirra Aldísar og Páls Þórs var eins og þau sjálf hlýtt og stóð mönnum opið. Þau voru samhent hjón og samrýnd og öðl uðust þá miklu gæfu að geta bú- ið óvenjumannvænlegum börn- um sínum gott heimili. Á þessum degi óskum við vinir Páls Þórs og Aldísar þessu heimili og börn um þeirra Guðs blessunar í fram tíðinni. Halldór Blöndal. Lát Páls Þórs Kristinssonar kom ekki á óvart þeim sem til þekktu. Sláttumaðurinn slyngi felldi hann ekki í einu vetfangi, heldur lézt Páll eftir þunga og stranga sjúkdómsbaráttu. En þótt honum væri sjálfsagt ljóst, hvernig orrustan stóð, þá æðr- aðist hann hvergi til hinztu stundar. Þar fór góðmenni og karlmenni í senn. Páll Þór Kristinsson var fæddur 11. júlí 1927 og var því enn í blóma lífsins er hann lézt á Landakotsspítala aðfararnótt 27. febrúar s.l. Páll var fædd- ur og uppalinn á Húsavík og lifði þar mestan sinn aldur. Hann lauk stúdentsprófi frá M.A. 1949 og nam síðan við- skiptafræði við Háskóla íslands og tók þar kandidatspróf á ár inu 1954. Hann hélt þá fljótlega til heimabyggðar sinnar og tók við störfum bæjarstjóra af Frið finni Árnasyni, er verið hafði bæjarstjóri i Húsavík frá því skömmu eftir að bærinn fékk kaupstaðarréttindi. Var hann bæjarstjóri til ársins 1958, er hann lét af störfum vegna breyt inga á bæjarstjórnarmeirihluta. Páll fluttist þá til Reykjavíkur og tók við ábyrgðarstöðu hjá olíufélaginu Skeljungi, en árið 1962 fluttist hann norður á nýj an leik og tók við forstöðu ný- stofnaðs verzlunarfyrirtækis, öskju hf. sem hann stýrði til dauðadags. Páll var einkar vel látinn maður og með menntun sinni og margvíslegum hæfileikum lagði hann mikið af mörkum til þess samfélags, sem hann kaus að búa með og helga starfskrafta sína. I starfi sínu vildi hann jafnan hvers manns vanda leysa, hann var traustur og áreiðanlegur og í kringum hann var jafnan blær hlýleika og kimni. Utan daglegra starfa veitti hann bæjarlífinu riku- lega af áhuga sínum og hæfi- leikum. Hann var af samferða- mönnunum kjörinn til fjöl- margra trúnaðarstarfa, sem hann rækti af kostgæfni. M.a. sinnti hann nokkuð sveitar- stjórnarmálefnum, sem hann kunni góð skil á. Hann var stjórnarformaður Fiskiðjusam- lags Húsavíkur h.f. á erfiðum tímum og hann hafði með rekstr arlánasjóð smábátaútgerðar í Húsavík að gera frá stofnun hans. Þá sinnti hann nokkuð stjórnmálum innan samtaka Sjálfstæðisflokksmanna. 1 öllu þessu nýttust Páli að sjálfsögðu menntun hans og meðfæddur hæfileiki til að umgangast fólk. En utan þessa veraldarvafst- urs, þá er ómælt það starf, sem Páll lét í té á sviði menningar- og annarra félagsmála i Húsa- vík. Hann var leikari af guðs náð og hef ég loft leikið mér með þá hugsun, hversu Páll hefði getað náð langt, ef hann hefði gert starf leikarans að ævi- starfi. Þau eru orðin mörg hlut- verkin, sem Páll hefur gert áhorfendunum ógleymanleg með túlkun sinni. Leikstarfsemin var Páli brennandi áhugamál og finnst mér það táknrænt fyrir þann áhuga, að er ég sá hann sárþjáðan á sjúkrahúsi skömmu fyrir andlát hans, þá var það fyrsta sem hann spurði mig um að norðan, hvort ég vissi, hvern ig æfingar á næsta verkefni leikfélagsins gengju. Páll hafði afar næmt skopskyn og eftir- hermuhæfileikar hans voru slík ir, að hann gat brugðið sér í flestra manna líki. Páll var formaður Lions- klúbbs Húsavíkur um skeið, hann var lengi söngmaður í kirkjukórnum og þannig mætti tíunda hlut Páls á mörgum svið- um. Hann lá hvergi á getu sinni, þar sem hann taldi sig geta orð ið góðu máli að liði og hann hlaut fyrir virðingu og þökk allra samborgara sinna. ■ Hann sannaði með lífi sínu og starfi, hversu mikilvægt það er fyrir hinar smærri byggðir landsins, að þeim auðnist að halda því fólki, sem velur sér langskólanám, í stað þess að menntunin geri það að eins kon ar útlögum frá heimabyggð sinni. Páll var lánsmaður i einkalífi sínu. Hann kvæntist Aldísi Friðriksdóttur hjúkrunarkonu, dóttur sr. Friðriks A. Friðriks- sonar prófasts á Húsavík og áttu þau þrjú börn sem enn eru á ungum aldri, Geirþrúði, Guð- björgu og Ara Pál. Auk þess átti Páll son fyrir hjónaband, Sigurjón, sem nú er uppköminn og starfað hefur við fyrirtæki föður síns síðustu árin og verið honum stoð í veikindum hans. Veikindi Páls voru mikil raun fyrir eiginkonu hans, en aðdáun arverður er sá styrkur sem hún sýndi og veitti honum af sið asta spölinn á lífsleið hans. Ég bið Guð að styrkja eigin- konu Páls, börn hans, systkini og tengdafólk í þungum harmi, sem allir þeir er nutu samvista við Pál eru nú slegnir. En eftir situr endurminningin um „góð- an dreng“ í fyllstu merkingu þess hugtaks. Björn Friðfinnsson. Kveðja norður yfir f jöllin. Það var haust. Nýliðarnir í MA voru hljóðir, hikandi. Flest- ir höfðu fyrir fáum stundum sleppt pilsfaldi mömmu, og nú var sem allt öryggi vantaði i þá á þessum virðulega stað, innan um þetta virðulega fólk, sem bar það með sér, að það kunni utan að heilar hillur af bókum. Skimandi leituðum við vars og fundum það. Norðan frá Húsa- vík hafði komið renglulegur snáði sem átti lengri og örugg- ari skref en við hin, og djörf- ung t.þ.a. líta beint fram, jafn- vel þó að hálærðum annars bekking væri að mæta. Það skal ekki orðléngt, en frá þessari stundu var Palli Þór foringi okkar. Ár liðu. Við þurftum ekki að breyta vali okkar, svo vel hafði það tekizt. Já, skapanornirnai’ höfðu verið honum sérlega gjaf mildar. Þær höfðu fært honum dugnað, ósérhlífni sem fágæt er, ég man ekki það verk, að hann þættist yfir það hafinn, ég man heldur ekki stunu frá brjósti hans, þó að hann yrði að bretta upp ermar til tiltekta, þá aðrir gengu frá skemmtun til náða. Dísirnar höfðu gefið honum. meir: Það var aldrei svo dimmt um þunglyndan vin að kátínan hans Palla og bjartsýnin hans gætu ekki breytt grettu í bros, stunu í hlátur. Hann var vorsins bam og bar þrótt þess með sér, birtu og yL Enn liðu ár. Hann lauk prófi og eftir að hafa starfað hér syðra um stund hélt hann til þess staðar er hann unni, Húsa víkur. Þar gaf hann mest af sjálfum sér. 1 starfi reyndist hann trúr, vann að framtíðar- heill, setti hana ofar öllu öðru, og i hvíld var hann hinn góði félagi með fangið fullt af tilboð- um um íhugunar- eða hlátur- efni. En nú erum við vinir hans hljóðir, er beðurinn hans er orp inn moldu um miðjan dag. Víst fögnum við að veikindaþjáning hans er á enda. Skuggakrumla hennar hafði elt hann um lang- an veg og við trúum því, að laus úr fjötrum duftsins gangi hann nú um á himinslendum. Við trú- um því líka, að engill kærleik- ans vaki yfir framtiðarbraut ást vina hans. Þessi dagur er yljaður þökk til hans er gaf okkur Pál Þór að vini, og við biðjum þess, að Island eignist marga slíka sonu, þá verður bjart á vegi, lífið betra. Norður yfir fjöllin til þín Al- dís, og ástvina hópsins ykkar, leita hugir okkar nú. Guð styrki ykkur öll. Kristín og Haukur. Björt vornótt á Húsavík fyr- ir 14 árum. Nýlokið 10 ára stúd- entsafmæli, og við hjónin sitjum heima hjá Páli Þór og Aldísi ásamt heimilisvini þeirra, Silla. Andrúmsloftið er enn þrungið vongleði og eftirvæntingu, þótt áratugur sé liðinn, síðan við lékum knattspyrnu án bolta á menntaskólalóðinni á Akureyri. Og hvað er einn áratugur? Við erum ákveðin i að lifa hundrað ár eða að minnsta kosti til næstu aldamóta. Páll er sem fyrr gleðigjafinn mesti, óþrot- leg uppspretta gamansamra til tekta. Hann er ágætur leikari og skopvís með afbrigðum. Það er gott. En þó er hitt betra, að undir býr hlýr hugur, heitt hjarta. — Frá Húsavík höldum við daginn eftir, er sól skín á Kinnarfjöll, auðugri en við kom um þangað. Við erum að vísu ekki ríkari af þeim hlutum sem mölur og ryð granda, heldur þeim dýrgripum, sem fara í sæ og sökkva ekki og fyrir björg og brotna ekki. Kaldranalegt og dimmt kvöld i Reykjavik á þorra. Við hjón- in stöndum við sjúkrabeð vinar okkar. Aldís, kona hans, vakir yfir hverri hreyfingu hans. Og nú er Páli Þór brugðið. Þó er hlýja enn í augum og eldur í hjarta ókulnaður. Það örlar jafnvel á gamalkunnri skopvísi. — Þegar við höldum brott og útsynningsélin löðgruna bílinn, er okkur tregt um mál. Páll Þór Kristinsson var karl- menni. Hann var allra manna glaðastur, hlýr og einlægur. Það var ekki tilviljun, að hann var jafnan í fyrirsvari fyrir bekk- inn okkar, umsjónarmaður lengl og inspector scholae, áður en lauk. Við treystum honum og áttum vináttu hans. Og sá var ekki snauður, sem hana átti. Hún var mikil eign og góð. Páll var örlátur á tima sinn og óspar á að miðla af þeirri and- ans auðlegð, sem honum var gef- inn ríflegri skerfur af en flestum öðrum. Ef til vill sleit það ör- læti honum um aldur fram. Þó að vik yrði siðar milli vina, varð engin breyting á viðhorfi Páls til fornra félaga. Hann var æ hinn sami. Þær taugar, sem tengdu hann vinum, voru sterk- ari en svo, að strjálir samfundir fengju slitið. Páll Þór var góður drengur og glaður. Ef til vill duldist þeim, sem kynntust honum ekki náið, hve næmgeðja hann var og hversu auðvelt var að særa viðkvæma lund hans. Frjáls- mannleg framkoma og glaðbeitt karlmennska brugðust honum aldrei, þótt undir kynni að svíða og blæða. Mannslund hans verð ur kannski bezt lýzt með orðum frænda hans, Fjallaskáldsins: „Við skulum ekki víla hót; það varla léttir trega. Það er þó ávallt búningsbót að bera sig karlmannalega." Páll var vel kvæntur og gekk þess sízt dulinn sjálfur. Konu hans og börnum sendum við al- úðarkveðjur og vottum þeim samúð á þessum dimmu dögum. Það er ekki sársaukalaust að mæla eftir góðan vin, sem kvaddur er brott, löngu áður en dagur er að kvöldi kominn. Við áttum eftir að gera svo margt. Samfundum var skotið á frest í önnum manndómsára. „Og þó skal engum dýrðardraumi glat- að.“ Um sinn skiljast leiðir líkt og forðum, er við héldum hvert í sína áttina að lokinni skóla- vist. En aftur mun hitzt og þeir söngvar sungnir og þau kvæði kveðin, sem tókst ekki að ljúka á þeirri svipstund, er við nefn- um mannsævi. Ólafur Haukur Árnason. „Þér eruð ljós heimsins, borg, sem stendur uppi á fjalli, fær ekki dulizt." Þegar él harmanna ganga yf- ir okkur jarðarinnar börn, er ekki ótítt, að sorta bregði um sinn yfir lif okkar, okkur reyn- ist örðugt að skilja sköpin og missum gjarnan sjónar á eðli lífsins og margbreytileik. Þegar skugga ber á af því, að dauðinn hrífur á brott kæran vin, er það þó tíðast minningin um ljósið, sem hann bar, sem minnir okkur á, að öll él birtir upp um síðir, og varpar á ný birtu og yl inn í tilveru okkar. Við lát Páls Þórs Kristinsson ar eru það einmitt slíkar ljúf ar minningar, sem leiða hug okk ar aftur að ljósi heimsins og varpa geislum á lífsbrautina. Ótal atvik, sum áður fallin í gleymsku, ber fyrir hugskots- sjónir og laða fram hina björtu mynd eðliseiginda hans, sem er svo ljúft að minnast. Páll Þór var í lífi sinu og starfi ljóssins barn. Honum var óvenju hægt að blanda geði við samborgarana, og þá með þeim hætti, sem honum var svo eðli- legur og tamur, hvort heldur var í sorg eða gleði. Hann naut þvi maklegra vinsælda, langt út fyrir raðir ættmenna og vina. Eðliskostir hans voru þannig, að það var sjálfsagður hlutur að líða vel í návist hans. Hann hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu, og þá gjarnan því skop- lega, þegar svo stóð á. Heim- sóknir hans voru tilhlökkunar- efni, þeim fylgdi ósvikinn, hress andi blær, og græskulaus gam- ansemi hans gerði mönnum glatt í geði. Sá þáttur skaphafnar hans hefur og örugglega létt honum erfið veikindi og stuðlað að því æðruleysi, sem hann Framh. á bls. 24

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.