Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 25
hún geislaði af honum og smlt- aði frá sér hvar sem hann fór og átti ekki minnstan þátt í þvi, að hann var hvers manns hug- Ijúfi. Ég bjó með Páli Þór á her- bergi í heimavist MA tvo vet- ur og kynntist honum því náið; seinni veturinn bjó ég einungis í heimavistinni af þvi ég átti kost á að búa á herbergi með honum. Hann var hélt heim til Húsavikur að einstakur herbergisfélagi, jafn- iyndur, glaðvær, tillitssamur og hjálpsamur, enda man ég ekki til þess að okkur yrði nokkurn tima sundurorða þessa tvo sam- býlisvetur, þó okkur greindi stundum á um sitt af hverju. Páli Þór var snemma mikill áhugamaður um leiklist, enda gæddur miklum leikarahæfileik um. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Leikfélags MA, drif- fjöðrin í starfi þess síðustu ár sin í menntaskóla og aðalleikari þess samtimis. Auk þessa hæfi- ieika var hann ágætur iþrótta- maður og tók allmikinn þátt í þeim á mennfcaskólaárunum. Páil Þór lagði stund á við- skiptafræði að loknu stúdents- prófi og lauk prófi í henni frá Háskóla Islands 1954. Hann hélt heim t il Húsavíkur að loknu háskólanámi. 1955 varð hann bæjarstjóri á Húsavík og gegndi þvi starfi til 1958. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og hóf að starfa hjá Olíufélaginu Skeljungi og vann þar til 1962. Þá fluttist hann aftur til Húsa- víkur og setti þar á stofn hluta félagið Öskju, verzlunarfyrir tæki, sem hann veitti forstöðu til dauðadags. Páll var mikils virtur og vin- margur borgari á Húsavík og setti svip á bæjarlífið þar. Hiann tók sem áður mikinn þátt í félagsstarísemi og á hann hlóð ust ýmis trúnaðarstörf. Hann var m.a. um skeið formaður Sjáifstæðisféiags Húsavíkur, formaður Ekknasjóðs Húsavík- ur og Lánasjóðs smábátaútvegs ins á Húsavík um tíma. Hann var í Lionsklúbb Húsavíkur og starfaði mikið fyrir hann og söng I Kirkjukór Húsavikur. Hann var um skeið formaður Bandalags íslenzkra leikfélaga og starfaði einnig mikið hjá Leikfélagi Húsavíkur og var einn aðalleikkraftur þess um árabil. Páll Þór Kristinsson var fæddur á Húsavík 11. júlí 1927 og var því 45 ára að aldri, þeg- air hann lézt 27. febrúar síðast- liðinn eftir langa vanheilsu. Hann kvæntist Aldísi Friðriks- dótfcur hjúkrunarkonu, sem eininig er frá Húsavik, árið 1956 og eignuðust þau þrjú böm, tvær dætur og einn son. Ég votta fjölskyldu hans dýpstu samúð mina við fráfall hans og ég veit að gömlu bekkjarsystk- inin úr MA fcaka undir það af heilum hug. 1 okkar röðum er nú skarð fyrir skildi, þar sem hann var og það skarð verður aldrei fyllt. En mér er það ofurlitil huggun að eiga eingöngu um hann góðar minningar. Slíkur mannkostamaður v>ar hann. Eyþór Einarsson. LOKAÐ I KVÖLD vegna einkasamkvæmis. f hádegisverSartímamjm fram- reiðum við að venju fyrsta flokks kaft borS, auk fjötbreyttra vaitinga allan daginn. MORGUNBLAEHÐ. LAUGARÐAGUR 10. MARZ 1973 25 INGÓLFS-CAFÉ GÖMLU DANSARNIR ( KVÖLD. HLJÓMSVEIT RÚTS KR. HANNESSONAR LEIKUR. Aðgöngumiðasalan er opin frá kl. 5. — Símí 12826. MS SKIPHÓLL ÁSAR Matur framreiddur frá kj. 7. Borðpantanir í síma 525Ö2. SKiPHÖLL, Strandgötu 1, Hafnarfirði. leika í kvöld. — Sætaferðir frá B.S.Í. kL 9.30. UNGÓ. Ungó (^V,//cmóVcÆn ELDRIDANSA- KLUBBURINN Gömlu dansarnir i Brautarholti 4 i kvöld kl. 9. Hijómsveit Guð- jóns Matthíassonar leikur. Söngvarí Sverrír Guðjónsson. Sími 20345 eftir klukkan 8. STAPÍ — Munið nafnskirteinin. STAPI. Svanfríður skemmtir i kvöld. Simi 11544. frumsýnfr "FREE, TENÐER, LIFE-LOVING, CREATIVE AND CONCERNED ABOUT VALOES. A MIUEU IN WHICH INTER-RACIAL SEXUALITY IS A SIMPLE FACT RATHER THAN A REBEL CAUSE." -Playboy Bönnuð innan 12 ára. Sýud kL 5, 7 og 9. Kveðjum Trúbrot í Tónabæ í kvöld Aðgangur 175,00 krónur. Aldurstakmark fædd 1957 og eldri. Nafnskírteini.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.