Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1973 11 I KVIKMYNDA HÚSUNUM ★★★★ FRÁBÆR ★★★ MJÖGGÓÐ ★★ GÓÐ ★ SÆMILEG * LELEG Erlendur Sveinsson Sæbjörn V aldimarsson Steinunn Sig- urðardóttir Gamta bíó: DULCIMA Sveitastúlkan Dulcima, elzt margra systkina, gerist ráðskona hjá ekkjumanni, bóndanum Park- er, og fyrir henni vakir að sölsa undir sig fjármuni hans, en fyrir honum vakir að sölsa hana undir sig. Það tekst honum gegn vægu gjaldi og siðar vill hann ganga að eiga hana. En Dulcima er einn ig i tygjum við ungan skógar* vörð. Parker má ekki til þess hugsa, að annar eignist hana og skýtur því skógarvörðinn. ★ ★ Aðalkostur myndarirm- ar er sá, að skýrar línur eru dregnar og ekkert verið að veíta sér uppúr hlutunum, samanber endinn. Allgóð lýs- ing á umhverfi sveitafólks og einnig athyglisverð sem per- sónulýsing. John M lls er góð ur, sem Parker bóndi. Háskólabíó: ÞETTA ER UNGT OG LEIKUR SÉR Jerry Paine er á leið í Harrison háskóla, þegar hann kynnist „Pookie“ Adams, sem biður hann að taka mynd af sér handa föður hennar. 1 langferðabílnum heyrir hann hana segja samferðafólkinu að þau séu systkini á leið til jarð arfarar móður þeirra. Pookie er reyndar á feið 1 kvennaskóla. — Þegar þau skilja, lofar hún að heimsækja hann. Pookie er engin venjuleg stúlka og áður en varir takast með þeim kærleikar. ★★★ Sérstaklega fíngerð mynd frá hendi Alan J. Pa- kula (Höf. Klute). Meðvituð stílræn vinnubrögð hans eru áhrifamikil. Pakula forðast allt tækniskraut, en á móti kemur grandskoðun mannlífs ins í gegnum kyrrar langar tökur. Liza Minelli er frábær. Austurbæjarbíó: HVAR ER VÍGVÖLLURINN? Leiðindin eru farin að þjaka Brendan Byers (Jerry Lewis) rik asta mann heimsins, sem hefur reynt allt nema hermennsku, sem hann reynist ekki hæfur til að gegna. Hann grípur þá til þess ráðs að stofna eigin her ásamt þremur öðrum, sem meinuð var innganga i herinn og fljótlega bætast tveir þjóna hans I herinn. Eftir nauðsynlega þjálfun er siglt til Evrópu, þar sem Byers nær yfirmanni alls þýzka hersins á sitt vald, en verður sjálfur stað gengill hans. Laugarásbíó: VALD BYSSUNNAR Frank Patch er lögreglustjóri i bænum Cottonwood Springs. Leið togar bæjarbúa telja hann of i- k Af þessari mynd Jerry Ar Algerlega misheppnaðor Lewis að dæma virðist hnign farsi og lélegur vitn-isburður unin blasa við honum. Það fyrir álitsvon höfundarins. — f ' jjpl m skal fúsl'ega viðurkennt, að hann bjó einu sinni yfir gam Kannski mynd fyrir fransk menntaða JerriLúista. H \ 'tt* ansemi, nú tekst honum ekki . einu sinni að endurtaka sjálf an sig. Efnið er útþvælt og 11 '$íss!» \ fá er hugmyndafátækin alger. , haldssaman, enda er hann búinn að gegna þar störfum í 20 ár. Þeir hétu Patch þvi að hann mætti gegna þar störfum svo lengi sem hann víldi, en nú samræmist hann ekki lengur „umbótastarf- semi“ þeirra. Þykir standa í vegi fyrir framtiðarplönunum, vera of gamal dags. Þeir gera því allt til að koma Fatch á kné . . . ★ Þessi mynd, ef svo mætti segja, er skemmtilega léleg. Efnisrneðferðin er á köflum góð, en því miður eru of oft útjaskaðar atburðasenur látn ar halda atburðarásinini gang andi. V Það furðulega við þessa mynd er, að maður fer ekki út í hléi. Þetta framtaksleysi er erfitt að útskýra, en senni lega stafar það af því, að mynd nni eru nokkur áhrifa- mikil augnablik, innan um alla vitleysuna. Volvo /972 Volvo 1972, sjálfskiptur. Staðgreiðsla. Upplýsingar í síma 81895 eða 10115. Tilboð óskast í eitt st. Volvo 485, 1962, 2ja hásinga. Eitt st. Volvo 485, 1963, 2ja hásinga. Eitt st. Land Rover diesel, 1966. Eitt st. Land Rover diesel, 1969. Eitt st. malarflutningavagn, 2ja hásinga. Bifreiðarnar verða til sýnis við Trönuhraun 2, Hafnar- firði, í dag, laugardag 10. marz. Aðstoðarlæknar Stöður tveggja aðstoðarlækna við skurðlækninga- deild Borgarspítalans eru lausar til umsóknar. Stöðurnar veitast frá 1. apríl 1973 til allt að 12 mán- aða eftir samkomulagi. Laun samkvæmt samningi Læknaifélags Reykjavík- ur við Reykjavíkurborg. Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist Heilbrigðismálaráði Reykjavíkurborg- ar fyrir 27. marz nk. Upplýsingar um stöðumar veitir yfirlæknir deildar- innar. Reykjavík, 7. marz 1973. Heilbrigðismálaráð Reykjavíkurborgar. Rýmmgorsala aldaríoaor ☆ Aldrei hefur verið betra tœkifœri ti! að gera góð kaup í Gardínum Stóresum og gluggatjaldaefnum ☆ Allt glœný etni — keypf á árinu 7972 — ensk, dönsk, þýxk, frönsk ☆ Allt að seljast ☆ Opið til kl. 4 í dag Austurstrœti 22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.