Morgunblaðið - 10.03.1973, Blaðsíða 28
2^
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. MARZ 1973
AGAN
Eliszabet Ferrars:
Saíníar^a i dsuúwiri
1. kafli.
Laglega smáhósið hennar
Margot Dalziel, undir sandhól-
unum glitraði af hrími, þennan
laugardagsmorgun. Rakel
Hardwicke, sem átti heima í
nœsta húsi, sá blikið á stráþak-
inu, þegar hún fór út í garðinn
til að hengja skyrtu föð-
ur síns til þerris. Hún sá ofur-
litla regnboga á silfurhvitu strá
þakinu og kuldalegan blámann
á morgunhimninum, og hún var
gripin hrifningu af þessum töfr
um, sem minntu mest á fallegt
málverk. En um leið
datt henni í hug, hvort það
mundi nú nokkuð þýða að
hengja út skyrtuna, þar eð hún
yrði stokkfrosin á fáum mínút-
um.
En það var ólíklegt, að kuld-
inn héldist, þó að dagurinn byrj
aði svona. Sólin skein, og þetta
var of snemma vetrar (nóv.) til
þess að búast mætti við stöð-
ugu frosti. Ef skyrtan frysi,
mundi hún að minnsta kosti fljót
lega þiðna aftur.
En þetta næturfrost hafði
samt valdið hræðilegu tjóni á
rósunum — einu blómunum í
garðinum, sem höfðu lifað
af þessa sumarlöngu vanrækslu,
meðan húsið hafði staðið autt,
og höfðu haldið áfram að blómg
ast, alveg fram á haust. Allt
þangað til í gær höfðu drottn-
ingarrósimar við hliðið verið
þaktar ljósrauðum blómum
og hálfopnum blómhnöppum, en
nú var þetta allt orðið brúnt og
skorpið.
Rakel vissi, að þetta mundi
falla föður hennar þungt. Hann
hafði verið viðkvæmnislega
hreykinn af þessum runn-
um, rétt eins og hann hefði
sjálfur átt einhvern þátt í sköp-
un þeirra. Sannast að segja
höfðu þeir staðið þarna í fullum
blóma, fyrir þremur mánuðum,
þegar þau Hardwicke-feðginin
höfðu komið þarna fyrst. En
Paul Hardwicke var þannig
gerður maður, að honum hætti
til að eigna sjálfum sér bæði lof
og last fyrir ýmislegt, sem var
honum algjörlega óviðkomandi.
Hann var vís til að fá samvizku
bit vegna þess, að sér skyldi
ekki hafa dottið timanlega í hug
að verja rósimar þessari
óvæntu vetrarhörku i nóvember
mánuði.
Rakel gekk út að snúr-
unni, sem var strengd
milli tveggja trjáa, og fann gras
ið braka undir fæti. Þegár hún
festi skyrtuna upp, beit kuld-
inn sárt í fingur hennar, og þá
duttu henni snögglega í hug
frosnar vatnsleiðslur. Hún hugs
aði með sjálfri sér, að raunveru
lega þekkti maður alls ekki hús
og væri þar ekki raunverulega
heima hjá sér, nema vita, hvað
vatnsleiðslurnar þyldu á hörð
um vetri.
I litla tvílyfta húsinu í norð-
urhluta Lundúnaborgar, þar
sem þau feðgin höfðu búið i tíu
ár, þangað til faðir hennar hætti
störfum, hafði Rakel orðið fyrir
biturri reynslu af vatnsleiðslum.
Hún hafði þekkt allar hætturn-
ar sem við varð að stríða, all-
an veturinn, og varnirnar, sem
hægt var að koma við, ef heppn
in var með. Aldrei gerðu þau
róttækar ráðstafanir til úrbóta,
en það var af því, að þarna ætl-
uðu þau ekki að vera til fram-
búðar. Jafnskjótt og þau hættu
störfum, ætluðu þau að flytjast
upp i sveit.
Það hafði alltaf verið vöku-
draumur föður hennar að búa í
sveit. Hann hafði alltaf kunnað
vel við skólakennsluna, en von-
in um að geta einhvern tima
horft út um sinn eiginn glugga,
á tré og gras, í staðinn fyrir að
horfa á þessi lágkúrulegu hús,
sem voru alveg eins og hans eig
ið, hafði sífellt verið efst í huga
h»ins. Sjálf hafði Rakel starfað
sem nuddlæknir í sjúkrahúsi í
höfuðborginni, og hafði alltaf
kviðið því að geta ekki fengið
jafn skemmtilega vinnu, þegar
þau flyttust úr borginni.
Og þetta hafði lika komið á
daginn — enn sem komið var,
að minnsta kosti hafði hún enga
fengið. En hún hafði nú heldur
ekki leitað fyrir sér að neinu
gagni enn. Flutningarnir höfðu
verið þreytandi, og svo var það
nú líka þægilegt að hafa um
stundarsakir ekki neitt sérstakt
um að hugsa, og loks þegar hún
tók að svipast um eftir atvinnu,
hafði faðir hennar hindrað það,
með lagi — og kannski án þess
að vita af því sjálfur.
Og svo hafði Brian Borden
komið til sögunnar. Undanfar-
ið hafði Rakel eiginlega ekki get
að einbeitt huganum að nokkr-
um hlut, nema því einu, hvenær
hún mundi hitta hann næst. En
iðjuleysið, eða öllu heldur það
að þurfa alltaf að vera heima
— en þar var annars alltaf nóg
að gera — var nú farið að
valda henni taugaspennu.
Og nú, þegar hún sneri sér við
til að fara inn og leit aftur á
hrímað stráþakið, sem glitraði
svo fallega, færðist þunglyndis-
svipur yfir andlit hennar. Tvær
litlar hrukkur, sem þó voru
dýpri en eðlilegt mátti telja á
þrjátíu og þriggja ára konu,
komu i ljós milli augna hennar.
Sem snöggvast fór hún að öf-
unda Margot Dalziel af því lifi,
sem hún lifði, af íbúðinni henn-
ar í London, utanlandsferðun-
um og stóra kunningjahópnum.
Og þetta var heimskulegt, af því
að Rakel vissi mætavel, að til
þess að vera aðstoðarrit-
stjóri tímarits á við Worldwide
og Iifa því lífi, sem því fylgdi,
varð maður bæði að hafa til að
bera hæfileika og seiglu, og að
sjálfa hana skorti þá eiginleika,
sem mundu gera slíkt lif þolan-
legt. Að eigin áliti var
hún ósköp alvanaleg kona,
hærri vexti og horaðri en hún
hefði viljað vera, frekar stirð í
hreyfingum og klaufaleg, hvað
í þýóingu
Póls Skúlasonar.
klæðnað og snyrtingu snerti, og
svo kunni hún ekki einu sinni
að notfæra sér það eina, sem
prýddi hana — hrokkna, rauð-
gullna hárið.
Þegar hún kom inn aftur,
hitti hún föður sinn í eldhúsinu.
Eins og var, hafði hann tvennt
fyrir stafni. Annað var að mála
baðherbergið, og hitt var að
semja kennslubók í líffræði
handa skólum. Þennan morgun
hafði hann legið yfir bókinni, en
gert hlé, til þess að fá sér morg-
unkaffi. Hann spurði Rakel, þeg
ar hún kom inn, hvort hún vildi
ekki kaffi. Síðan opnaði hann
kexdós og leitaði í henni að
uppáhaldskökunum sínum, sem
voru engiferhnúðar.
— Ég held þeir séu alveg bún
ir, sagði Rakel, sem sá
að hverju hann var að leita. —
Þú fékkst þá síðustu í
gærkvöldi.
— Jæja, þá ætla ég að fá mér
meltingarkex. Hann tók þrjár
kökur upp úr dósinni. — En þú?
— Nei, þakka þér fyrir.
— Þú ert þó ekki hrædd um
að fitna? sagði hann. — Með
þitt vaxtarlag er þér óhætt að
háma í þig hvað sem er, án þess
að þú bætir við þig einu pundi.
velvakandi
Veivakandi svarar í síma
10100 frá mánudegi til
föstudags kl. 14—15.
0 Gám-hýsi
7877-8083 hefur sent okkur
tvo pistla. Og ef þið haldið að
það sé duinefni þá er það himn
mesti misskMiningur. 7877-8083
er bara fljótur að semja sig að
breyttum tímum á tölvuöld.
Fyrri greimma nefinir 7877-8083
„Gám-hýsi“, og fer hún hér á
eftir:
„Eitt af nýyrðum íslenzks
Simplicity
smóin
eru fyrir alla í
öllum stæróum
Það er oft erfitt að fá fatnað úr
þeim efnum sem þér helzt óskið
eftir. En vandinn er leystur með
Simplicity sniðunum, sem gera
yður kleift að hagnýta yður hið
fjölbreytta úrval efna, sem við
höfum á boðstólum.
© Vörumarkaðurinn hf. ARMÚUA 1A, StMI 86113 REVKJAVlK
y f
máls er orðið GÁMUR og heyr-
ist nú oft i fjölmiðilum í sam-
bandi við búslóðarflutnimga frá
Vestmanmaeyjum. Á erlemdu
máii, ensku, er þetta nefmit
CONTAINER (geymur), sem
er alit amnað orð. Eimhverjum
smjöllum islenzkumammi datt í
hug að kalia þessi tæki GÁMA
og mú er þetta orðið fast orð í
ísienzkunmi.
Nú er farið að byggja nokk-
urs komar GÁM-HÝSI aif hálfu
Reykjarvikurborgar og ríkisins
fyrir hina efnaminmi, en hver
treystir sér til að segja tii um
hver er fátækur eða rikur á Is-
lamdi mú. Ég tel ekki þessi
GÁM-HÝSI heppiiegt bygging-
arform af ástæðum, sem ég nú
skal greima.
Það, að þjappa samam fólki
í GÁM-HÝSI eða í sérstök
hverfi, fólki, sem er kanmski
efnalitið, hefur ekká reymzt vel
til þessa. Þetta mumu að nokkru
vera leifar frá þeim tíma, er
iðmvæðingin í Vestur-Evrópu
var í uppsigiimigu, t.d. í Bret-
lamdi, en þá voru byggð tugir
þúsunda af húsum fyrir alls
konar iðmaðar- og verkafólk
öll eiins að ytra útlitd, og vafa-
laust einnig inman dyra. AMr
gátu séð iamgt að, að þarna
var hverfi ffábrugðið öðrum
hverfum, og þetita fótk fékk á
sig hinn litiausa hversdaigsiega
blæ, edms og húsim og umhverf-
ið, og vandist smátt og smátit á
að taila iitlaust, fátæktegit mál
eða máiilýzku.
Þessum brezku hreysum má
auðvitað ekki iikja samam við
þær hailir, sem byggðar eru
eða hafa verið byggðar, t.d. í
Breiðholitimu, em ég álít að ekki
sé rétt að þjappa samam of
mörgu fóiki á sama stað, staðla
það eins og nú er sagt-
Því hefur verið haíldið fram,
að stærri byggimgaeinimigar
væru ódýrari, en það hefur ekki
reynzt svo, og er því sú for-
senda um byggingu GÁM-
HÝSA úr sögunmi.
Ég held, að þetta bygginga-
fyrirkomulag, eða ölliu heldur
skiputogming sé ekki hentugt
frá þjóðfélagsiegu sjómarmiði,
og ég er hræddur um að þeir,
er búa í þessum GÁM-HVERF-
UM fari smátt og smátit að líta
á sig sem eiinhvers komiar amm-
ars flokks fyrirbæri. Norð-
menn, „frændur“ okkar, kalla
þessi hús „FOLKE-SILOER".
Hvað segja ammars þessir
miaikalausu sálfræðiingar um
þetta.
7877-8083.“
0 Sparifjáreigendur
blekktir
J.G. skriíar:
„Árum saman hefur verið
hamrað á því af stjómmáto-
mönmium og öðrum ábyrgum
(./) aðilum, að sparifjármynd-
um tondsmamma væri umdirstaða
framfara með þjóðiinmd og
helzta haidreipi trausts efna-
hags og fólk þannig hvatt tdl
spamaðar.
Margir hafa togt hart að sér
árum samarn til þess að geta
togt fé til hliðar, oftast með
það fyrir auguim að geta séð
sér farborða í ellinmii. Þetta
fólk, sem er him trausti kjarmi
þjóðarimmar, hefur verið herfi-
tega blekkt.
Vegna genigisfelliiniga og ört
vaxandi dýrtiðar heíur verð-
gildi sparifjárms farið simimmk-
amidd og í reynd kemur þetta
fram sem hreirn eignaupptaka.
Ég vii hér með skora á stjóm
máiliaimenm og bamikavald að
sýna þessu fóliki heiðarleik og
láta það ekki dragast lemgur
að leiðrétta ramglætið. Réttlæt-
iskenind ístendiimga leyflr ekki
slíka skefjaiausia rangsteitmi.
J.G.“
Tæknifræðingur
nýkominn frá námi erlendis, óskar eftir lítilli íbúð
til leigu strax. Mætti vera tii skemmri tíma.
Upplýsingar í síma 10942.
_____________FRÍMERKI.
íslenzk og erlend
Frímerkjaalbúm
Innstungubækur
Stærsta frímerkjaverzlun
landsins
FRÍMERKJAMIÐSTÖÐIN
Skólavörðustig 21 A-Sími 21170
Gnrðnhreppur — bílskúr
Óska eftir að taka á leigu bílskúr, sem næst kaup-
félaginu eða Garðakjöri.
Upplýsingar í síma 18353 í vinmutíma og 85446 á
kvöldin og um helgar.
Iðnnðarbnnhi íslnnds hf.
tilkynnir:
Nýir arðmiðastofnar með hlutabréfum bankans útg.
árið 1953, eru nú til afgreiðslu i bankanum hjá Guð-
rúnu Björnsdóttur, gegn framvísun eldri stofna og
upplýsingum um nafnnúmer og heimilisfang.
IÐNAÐARBANKI ÍSLANDS HF.