Morgunblaðið - 07.04.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.04.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1973 3 Sjómenn í Eyjum þæfast við lögreglima í gærkvöldi. Ljósm. Mbl. Sigurg-eir. Sjómenn fá landgöngu- leyfi í Eyjum Töldu illa að sér vegið með banninu EINS og skýrt var frá í Mbl. í igsar, efndu sjómenn í Vest- mannaeyjum til mótmæla í fyrrakvöld, gegn landgöngu- banmi því, sem sett var á þá ekki alls fyrir löngu, en sam- kvæmt þvi fá þeir ekki að yf- irgefa báta sína eftir ki. 19. Þar eð bannið náði aðeins til sjómanna og að yfirvöld töldu að með því mætti koma í veg fyrir gripdeildir í bænum, álitu sjómenn að með þvi væri að þeim vagið og þeir jafn- vel stimplaðir þjófar. Eftir ncvkkurt þóf var skotið á fundi strax þá um kvöldið með full trúum sjómanna og almanna varnaráði og náðist fljótt sam komulag. Samkvæmt þvi fá sjómann af Vestmannaeyja- bátum lamdgönguleyfi á við aðra. Þegar landgöngubannið gekk í gildi kl. 19 í fyrra- kvöld, tóku skipvarjar á þeim 10—12 Eyjabátum, sem þá lágu í Vestmannaeyjahöfn, að safnast saman á bryggj- unni. 1 fyrstu áttu þeir í stappi við iögreglu'þjóna, -sem þar voru á vakt, en héldu síð an í hóp inn í bæinn, í átt að lögreglustöðinni. Fljótlega mætti þeim þó um 15 manna lögreglulið, sem meinaði þeim að halda áfram. Upphófust köll, en til ryskinga kom þó ekki. Eftir nokkurt þóf féll- ust sjómenn á að kjósa úr sín um hópi fulltrúa, sem skyldu ræða við almamnavarnaráð og snúa síðan til báta sinna. Kusu þeir, sem íuiltrúa sína þá Daníel Traustason, skip- stjóra á Kópi, Ágúst Guð- mundsson, vélstjóra á Kap, Kristin Sigurðsson, stýri- mann á Hrönn og Sigurð Gunnarsson, skipstjóra á Sæ- unni. Áður en þeir héldu til fund ar við almannavarnaráð í Gagnfræðaskólanum náði blm. Mbl. í Vestmannaeyjum af þeim tali. Sögðu þeir að sjómenn væru eina stéttin, sem hefði takmarkað ferðafrelsi á Heimaey, og væru þeir þannig meðhöndlaðir, sem þriðja flokks meðborgarar. Ennfrem ur sögðu þeir sjómenn ekki vilja sitja undir þvi að vera stimplaðir þjófar, i fjölmiðl- um og annars staðar, en land göngubannið væri til að gefa það í skyn. Töldu þeir ekki ástæðu til að gruna sjómenn um þjófnaði frekar en aðra, sem í Vestmanmaeyjum eru. Jafnframt því, að full- trúarnir álitu bannið vera mjög meiðandi fyrir sjómenn, sögðu þeir það valda sér mikl um óþægindum. Þeir ættu lögheimili i Vestmannaeyj- um og þar ættu þeir sín hús og eignir, sem þeir fengju ekki að vitja. Þá væru Vest- mannaeyjar heimahöfn bát- anna og ættu þeir margir net og önnur veiðarfæri í landi, sem þeiir fengju ekki að kom- ast að eftir M. 19, en flestir bátanna koma ekki inn fyrr en eftir þann tíma. Að komast í síma sögðu þeir einnig vera bundið mikl- um erfiðleikum, og hefði jafn vel gengið sVo langt að ein áhöfnin átti i miklum vand- ræðum með að koma rifbeins- brotnum manni til læknis. 1 almannavarnaráði rikti fullur skilningur á óskum sjómanna og féllst ráðið þeg- ar á að skilríki yrðu gefin út handa þeim skipshöfnum, sem eðlileg erindi ættu í land á Heimaey. Þessi skilriki eiga að vera í vörzlu skipstjóra, sem tilkynnir lögreglu um landgöngu og erindi. Að er- indi i landi loknu skilar svo skipverjinm skilríkinu til skip stjóra. Ef skipverji á erindi inn á svæði þau sem nú hafa verið úrskurðuð, sem hættu- leg, skal hann snúa sér til lögreglunnar, sem veitir hon- um 'tilskilin auðkenni. Að fundinum loknum sendi Almannavamanefnd Vest- mannaeyja frá sér eftirfar- andi tilikynninigu: Almannavarnanefnd Vest- mannaeyja viil að gefnu til- efni lýsa því yfir, að reglur þær um takmörkun á ferðum fólks um Heimaey, og þar á meðal reglur um landgöngu- bann- skipshafna eftir kl. 19, eru einungis settar af örygg- isástæðum, og eiga ekkert skylt við fréttir um þjófnaði og gripdeildir í bænum, sem birzt hafa í fjölmiðlum. Nefnd in harmar að þessu tvennu hefur verið blandað saman. Þá vill nefndin taka fram, að þeir sjómenn, sem lögleg erindi eiga á Heimaey geta að sjálfsögðu fengið landgöngu- leyfi, enda afli þeir sér nauð- synlegra skilríkja. — pje. Ráðstefna um landnýtingu Byggðu bóli skipt í 7000 jarðir í GÆR hófst í Loftleiðahótel- inu tveggja daga ráðstefna um landnýtingu, sem efnt er til í þeim tilgangi að lzsftða saman fulltrúa frá sem flest- um þeiin aðilum, sem á ein- hvern hátt gera tilkall til landsins, gæða þess, og með starfsemi sinni hafa áhrif á eðli landsins og framtíð þess. Er að því stefnt að fá yfirlit um hin ýmsu sjónar- mið, er varða nýtingu lands- ins, og þá jafnframt að rædd- ir séu möguleikar, sem á því eru að þessi sjónarmið verði samræmd, eins og Hákon Guðmundsson, formaður Landverndar, sagði í setn- ingarræðu sinni. Um 90 fulltrúar sóttu fundinn í gær. Voru þar fikuitt 12 erind'i og fóru fram l'íflegar umræður. Páll Línda'l taliaöi 'uirn ski'pulags- skyldu landsins, Páíl Bergþórs- son um veðurfar og liandnýt- ingu, Ingvi Þorsteénissom um gróður og liandnýtiinigu, Gunnar Gu'ðbjartsision uim landnýtingu og sklpullag liaindbúniaið'Etrfraim- leiðsilu, Óttar Geii's.son um land- nýtingu og ræk iun, Sveinn Run- ólfsson um landgiræ’ðslu og land- nýtimigu, Hákon Bjamason um sikógrækt og laindnýtingu, Sig- urður Sigurðsson uim veiði i ám og vötnum, Þorleifur Einars- sion um jarðfræði og lamdnýt- ingu, Agnar Guðmason flútti erindi Gunnars Bjamasonar um tómistundabúsikaip, Jiaikob Björns son ræddi arkumál og Snœbjörn Jónassion vegagerð. Heldur fund- urinn áfram í dag og þá flutt jafmmörg eriimdi, 1 s'etniingiarræðu siinni sagði Hákon Guðimundsison m.a. og laigð.i áherziiu á að könnunar væri þörf á hversiu skymsam- legt væri að nýtia land vort til heii’idanhagsimunia þjóðiarinnar. Hamm siagói m.a.: „Kiin uppruinalega skipting landsiinis í jarðir, lögþýK, hefur haldizi aiiiiar gö'tur frá landnáms- öld og sitendur enn. Nokkrar þei’rra ha.fa að vísu horfð und- ir kiaiuptún og kiaiupstað’i, en það er ekki sitó.r hluti landsi'ns að f'latarmáM. Byg.gðu bóli liands- ims u.tiain kaupsitaða er sam- kvæmit þessu nú sfcipt i um það bil 7000 jarðir. Em nálægt 5000 þesisara jarða byggðar, en 2000 em taldar vera í eyði. Sam- kvæmt upplýsingum, sem fram kormu á aiilþiinigi nýlega, á ríkis- sjóður 820 jarðir, eða röskan tíunda hluta þeirra. Ekki l'iiggja fyrir upplýsingar um flatarmái jarða. Verður því eigi séð, hve ríiki'S’jarðiirnar vega miíkið í liamdstærðinni, en meginhluti þeirra er leigður lil ábúðar. Ekki hefi ég heldur kannað til h'litar, hve margir eru eigendur þeirra rúmlega 6000 jarða, sem eru í einkaeign. En þeir munu þó vera töluvert fleiri en jarð- irnar. En sé gert ráð fyrir svo sem tveirn eigendum á jörð, sem Mklega er of milcið, eiga um það b'l 11—12 þúsund einstaiklingar 4/5 hiliutia byggðarinnar, utan kaiupsitaða og kauptúna, auk þess sem eiigendur sumra jarða telja sér tii'l eignar drjúgan hl’Utia hiinis óbyggða eða hins óbygigillega land's. Hafa ber í huga að hér er um mjög grófar töluir að ræða og að eigendur líitil'Ia spiiiidna em ekki taldlr með. En með sáaukinni iðnvæðingu, mdkiill'i fólksfjölgun á þét Ibýlis- svæðum, kaupstöðum og kaup- túnum og margs konar umsvif- urn, sem fyligja nútíma þjóðfé- lagi — þrýsta ný viðhorf úr ýmisum áttum að hinum gamla og góða eiiignarrétti, og á grund- vefflli þeirra viðhorfa krefjast* nýir aðiiar hl/utdeiiiMar í gæð- um, sem áður áttu sér ósikorað friðlatnd innan marka hans. Jón JónissO’n skrifstofumaður, sem býr í leiguibúð í Þ.'n'gholt- rýmis og landrýmis, sér og sin- um ttil andlegrar og Mkamiegrar heilisuræk'iar. Og honum dettur meiira að segja í hug, að full- næginig þessarar lífsþarfar hans eigi að njóta sömu réttarvcrnd- ar og eignarrétitur Sveins Sveiin^ sonar að eyðijörð vestur á Snæ- feilsnesi, sem Sveinn fékk í arf eftir föðurbróður sinn, en hefur ekki augum litið. Og við heyr- um Jón Jónsson spyrja með vaxandi spennu: Hver er réttur mdnn sem Isfiendimgs til gasða þess lands, sem ól mi.g og telur mig sér þegmskyldan ? Þarf ég, spyr hann enn, og samþegnar mínár, að kaupa dýru verði eðli- leg not af gæðum landsinis, eða naiuðsymlega aðstöðu tii þess að skapa mér og öðrum samborg- urum sikilyrði til Mfvænle'grar af- komu i mínu eigiin föðurlandi? Þessar spurningar Jóms leiða aftur tlil amnarra spumdnga. Hver eru eðlileg eða sjáMsögð not hvers elnstakliings af gæð- um ættlands síns? Hvað á eign- | anrétturinn að vega mikið í því sairmbamdi? Og þá er einndg spurt: Hver er réttur samfélags- ilns tiil að setja eigendum landa reglur um ákveðna notkun þein'a vegna hagsmuna heiidar- !n.nar?“ Ráðstefnan er ha’.din á vegum Liandverndár, Búnaðarfélags ís- lands, Landgræðslu-■ og landnýt- ingarnefndar, Náftúruverndar- ráðs, Samb. sveiitarfélaga og Skipulags'stjórnar ríkisins. Und- irbúnl’ng önnuðust Agnar Guðna son, ráðunaiutur, Ámd Reynds- son, framkvæmdastljóri, Ingvi Þorsteinsson, magister, Jórnas Jómsson, aðsitoðarráðherra, Magnús G. Bjömsson, arkitekt, Unnar Stefánsson, framkvæmda stjóri og Vilhjálmur Lúðvíks- son, verlcfræðmgur. Ráðstefnustjóri er Haukur Hafsitað, framkvæmdastjórd Landverndar. unum t.d., gerir kröfu tid and- Hákon Guðmundsson setur ráðstefnu um landnýtingu, sem hófst í gær á vegum Land- verndar, Búnaðarfélagsins, Landgræðslu- og iandnýtingarnefndar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.