Morgunblaðið - 07.04.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.04.1973, Blaðsíða 12
1 O H If/'VT* r"»T T'*-'T » T>tr> hjUíiU U x\ LAUGAUDAGUR 7. APRiL. 1973 íslendingar á sam- yrkjubúi í ísrael Rætt við Sigurð Grímsson frá Ísafirði sem stóð fyrir ferð ungmennahóps þangað A SAMYRKJUBÚINU SHAMIR, nyrzt í ísrael, starfa nú 15 íslenzk ung- menni á aldrinum 18—25 ára, 12 piltar og þrjár stúlk- ur, frá höfuðborgarsvæðinu og úr Borgarfirði og frá ísa- firði. Hópur þessi fór til búsins til þriggja mánaða dvalar eða lengur fyrir milligöngu íslenzks pilts, sem þar hafði dvalizt um skeið í fyrrasumar og haft svo mikla ánægju af, að hann taldi rétt að gefa öðr- um kost á að njóta slíkrar ánægju líka. Hann heitir Sigurður Grímsson og er frá ísafirði og eftir um fjögurra vikna dvöl í ísrael að þessu sinni er hann nú kominn aftur heim til fslands. Atti Mbl. viðtal við hann um þessa dvöl íslendinganna á samyrkjubúinu. „Við lögðum af stað frá Keflavíkurflugvelli. 20. febrú- ar og fórum fyrst til Kaup- mannahafnar, þar sem dvalizt var i tvo daga, en síðan var áfram haldið beint til Tel Aviv. Á flugveliinum beið bifreið eftir okkur og ók beinustu leið til búsins, um fjögurra stunda akstur. Þegar í áfangastað var komið, var rigning og dálítið kalt, sem er óvenjulegt á þess- um árstíma. Þetta var á fimmtu dagskvöldi og næsta dag átti hópurinn frí, eins og alltaf er eftir komu tii búsins, en síðan kom laugardagur, sabbath, hvíldardagur Gyðinga og þá er aldrei unnið. En síðan var hafizt handa á sunnudagsmorg un; þá var sitytt upp og hefur verið sólskin þar syðra síðan. Flestir íslenzku unglinganna unnu á eplaekrum eða á greip- aldin- og appelsínuekrum. Vinnan hófst kl. 07 á morgn- ana og lauk fljótlega eftir há- degi. Hámarksvinnan á hveirj- um degi er sex tímar, en sum verk er hægt að vinna i ákvæð isvinnu og ljúka þeim kannski á tveimur tímum. Menn geta svo safnað sér frídögum með því að vinna meira en sex tíma á degi hverjum og alltaf er frí á laugardögum. Auk þess fá all ir tvo heila frídaga i mánuði að auki. Síðdegis voru menn lausir og gátu gert hvað sem þeir vildu; körfubolti var mikið iðkaður og margt annað var gert. Nú ætti sundlaugin á staðnum líka að vera komin i gagnið, en hún er alltaf mjög vinsæl. Á kvöld- in vorum við mikið í klúbbn um á staðnum, drukkum kaffi, hlustuðum á tónlist og létum okkur líða vel. Öllum íslenzku Nú er vor þarna og allur gróð- ur blómsírar, en síðan kemur þurrkatími frá maí til október- loka. Þá kemur ekki dropi úr lofti og allt skrælnar. Hitinn er þó aðeins um 35 gráður að jafnaði, getur farið upp i 40 gráður, en þar sem lítill raki er í loftinu, finnur maður ekki svo mjög fyrir þessu. Þessi timi er kallaður ,,hamsim“-dag ar. „Hamsim“ er arabískt orð og þýðir 50 og er talið, að slík „Jú, fiskurinn er dálítið sér- stakur — þeir rsekta hann sjálfir. Þeir eru með margar fiskitjarnir, sem eru um 1/2 ferkílómetri hver að stærð, fremur grunnar. Þar rækta þeir vatnafisk, sem þeir kalla á ensku „watercarb". Þeir fóðra hann bæði með því að setja næringarefni út í tjarn- irnar og með þvi að blása yfir þær einhvers konar mjöli. Svo er alltaf verið að færa á milli tjarnanna, eftir þvi sem fiskur inn stækkar. Þegar hann svo hefur náð fullri stærð, er tapp inn tekinn úr tjörninni, ef svo má að orði komast; allt vatnið er látið renna úr henni um skurðakerfi, þar til aðeins er eftir smápollur i enda hennar og allur fiskurinn þar í. Þar vaða þeir út í með litla herpi- nót og loka fiskinn inni í henni rétt eins og við veiðum síld, og síðan háfa þeir hann upp úr og setja í tanka, þar sem hann geymist lifandi til næsta Tveir piltanna að starfi á epla krn — við undirbúning fyrir sumarið. unglingunum líkaði mjög vel vistin á búinu og vandamál komu engin upp, nema smá- erfiðleikar í upphafi vegna ókunnugleika, t.d. vegna matar ins, en hann er um sumt mjög frábrugðinn þvi, sem við eig- um að venjast, sérstaklega mik ið af grænmeti, ávöxtum og siíku." — Hrjáði hitinn Islending- ana ekkert? „Nei, ekki svo að heitið gæti. Menn gættu sín vel í upphafi og aðeins örfáir fengu lítils háttar sólbruna. Hitastigið er nú að jafnaði 20—25 gráður, en getur farið upp í 30 gráður. Islendingarnir i skemmtiferð um vörubíl. Golan-lueðlr aftan ir dagar séu 50 á hverju ári, en sú tala stenzt sjaldnast. Á þeim árstíma er heitast kl. 10—14, en síðan kemur heit gola, þurr vindur frá arabísku eyðimörkinni á leið til strand- ar. Auðvitað var þessi hiti, sem algengastur var 20—25 gráður, mikill í Islendinga augum og krakkarnir hlupu um fáklædd ir, á stuttbuxum og slíku. Þessi tími er hins vegar ekki hlýr timi í hugum Israelsmanna og þeir gengu ennþá í síðbux- um og jafnvel þykkum úlp- um. Enda hlógu þeir að krökk- unum, þegar þau voru að stripl ast — og skjannahvít að auki.“ — Þú sagðir, að fæðið hefði verið frábrugðið þvi, sem við eigum að venjast. „Já, að sumu leyti. En þetta mætti helzt kallast alþjóðlegt fæði — það íslenzka er í raun mjög sérhæft -— einkum var mikið um grænmeti, en annars var svo margt á boðstólum. T.d. á morgnana var hlaðborð með alls konar réttum, t.d, grautum, brauði, áleggi, ávöxt- um og öðrum léttum réttum. 1 hádeginu er eina heita máltíð- in og þá er alls konar kjöt eða fiskur, allt nema svínakjöt, sem Gyðingar borða ekki af trúar- ástæðum. Annars var það einn morguninn, sem við vorum þarna, að gefið var bacon í fyrsta skipti í sÖgu búsins — og Israelsmennirnir átu það með beztu lyst og þótti mjög gott. Kvöldmaturinn er aft- ur létt máltíð, svipaður morg- unverðinum. Nú, og svo er að sjálfsögðu kaffi um miðjan dag inn, eins og alls staðar." ,— Hvernig var sá fiskur, sem þama var borðaður? Var hann ekki mun verri en sá ís- lenzki ? morguns, að hann er Duttur í tankbílum til markaðanna og og seldur þar lifandi. Þeir seldu þetta 12 lestir á viku af 30—35 sentimetra stórum fiski. Ég er ekkert hrifinn af honum. — Hann er helzt. svipaður vatnasilungi og borðaður steiktur eða soðinn, auk þess sem súrsaðir fiskhausarnir eru herramannsmatur í augum ísraelsmanna." — Er fiskirækt aðalatvinnu- vegurinn? „Nei, en það er stór liðux í framleiðslu búsins. Epla- og greipaldinrækt er stærs-ta greinin, en síðan koma appel- sínu- og bómullarrækt. Þá eiga þeir í SHAMIR stærsta býflugnabúið i landinu og reka nautgripabúskap með um 500 gripum. Svo eru þeir einn- ig með litla verksmiðju, sem framleiðir smásjárgler. Hún er kafli út af fyrir sig. Fyrir nokkrum árum voru tveir menn sendir til Banda- rikjanna til að nema glerslíp- un og við komuna þangað voru þeir spurðir, hvað þeir hefðu unnið við áður. Það vakti ekki litla kátinu þegar þeir sögð- ust m.a. hafa verið við kúa- rekstur og eplarækt, En þeir luku náminu og komu svo heim og stofnsettu verksmiðjuna, fyr ir um fjórum árum síðan. Þeir keyptu i upphafi þýzkar vélar, en hafa nú upp á síðkastið smíð að allar sínar vélar sjálfir. Og í fyrra sendu þeir slípuð gler á sýningu i Bandaríkjunum og þá kom i ljós, að það voru langbezt unnu glerin, setn þar voru á boðstólum. Þetta eru dæmiigerðir Gyðingar.“ — Br þetta þá ekki alveg risastórt samyrkjubú? „Jú, það er geysistórt, eitt af þeim stærstu í landinu. T.d. má nefna, að bómullarframleiðslan var á síðasta ári um 1.000 lest ir. Þarna vinna að jafnaði um 400 manns: 280 félagar í sam- yrkjubúskapnum og fjölskyld- ur þeirra og svo aðkomufólk, sem skipta má í þrennt: ísra- elsk börn frá vandræðaheimil um, sem alast þarna upp að öllu leyti, að jafnaði um 30 talsins; sjálfboðaliða, eins og Is lendingarnirK sem eru þarna um skeið, frá 20—70 talsins, og um 20 mannis eru að jafnaði í „ulp- an“, sem er hebresikuskóli fyrir innflytjendur eða Gyðingaböm frá Bandaríkjunum. Þetta sam- yrkjubú hefur geysilegt land- flæmi til afnota endurgjalds- laust, en allt landið er í eigu ríkisins. — Þess má geta að í ísrael eru um 230 samyrkju- bú og í þeim eru um 80 þúsund manns. íbúar ísraels eru um þrjár milljónir talsins. Hebr- eska er að sjálfsögðu aðalmál ið, en allir geta skilið ensku, þannig að við áttum ekki í nein um erfiðleikum með að tjá okk- ur.“ — Voru íslendingarnir al- gjörir sjálfboðaliðar, eða fengu þeir eittvert kaup? „Sjálfboðaliðar á það að heita, en allir slíkir fá vasapen inga, sem nema um 1.000 ísl. krónum á mánuði, og svo fá all ir sérstaka peninga, sem ein- ungis gilda i verzlun búsins, og þar fá þeir keypt tóbak, snyrti vörur og ýmiss konar hress- ingu o.fl. Og að sjálfsögðu fá allir fæði og húsnæði og vinnu fatnað. íslendingarnir höfðu allir með sér gjaldeyri að heim an og gátu m.a. verzlað á mark aði í Jerúsalem, þar sem mikið úrval var af arabískum vörum, t.d. fatnaði o.fl. Þar gildir sú Framhald á bls. 24. I skemmtiferð um Golanhæðir. legur fyrir Gamall skriðdreki var forvitni Islendinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.