Morgunblaðið - 07.04.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.04.1973, Blaðsíða 30
30 MÖRGUNBLAÐIÐ, LAIJGARDAGUR 7. APRlL 1973 Grótta eða Þór í fyrstu deild? Mikið um að vera í handknattleiknum um helgina Sveinlaugur Kristinsson hefur verið iðinn við að skora með I>rótti í vetur og hér sést hann kominn í færi í leik við Stjörnuna, sem verður að bíta í það súra epli að falla niður í þriðju deild. (Ljósm.: Sv. I».) Fylkir vann UBK og sendi Stjörnuna niður í þriðju deild þriðju deild. Er sárt að sjá á eft- ir hinu unga, en efnilega liði Stjörnunnar niður í þriðju deild, þar eru ekki verkefni við hæfi liðsins. Næsta haust fær Stjarn- an langþráð iþróttahús í Garða- hreppi og þarf því ekki lengur að æfa í kennslustofu í skóla- húsinu. Dvöl Stjörnunnar í þriðju deild verður tæplega löng og að öllum líkindum kemur Stjarnan aftur upp að ári. — áij. íslandsmótið í liandknattleik l'M þessa helgi fara fram 29 leikir í hinum ýmsu flokkum fs- landsmótsins í handknattleik og mun því láta nærri að 700 manns á öllum aldri verði i keppni þessa daga. Sá leikur sem vafalaust vekur mesta athygli er leikur I»órs og Gróttu í 2. deild, er þar um úrslitaleik deildarinnar að ræða og fer leikurinn fram á Ak- ureyri. í 1. deild karla fara fram tveir leikir í Laugardalshöllinni á sunnudagskvöldið. Fyrst leika Fram-KR og síðan Víkingur-Ár- mann, úrsiit þessara leikja skipta ekki máli um röð liðanna á toppi eða botni, en geta breytt innbyrð is röð. Fram ætti að sigra KR örugglega, en leikur Víkings og Ármanns gæti orðið spennandi, þó svo að Víkingar séu sigur- stranglegri. Þrír leikir, eða heil umferð, fara fram i 1. deild kvenna á sunnudaginn og hafa allir leik- Undan- úrslitin í dag f BAG fara fram undanúrslit ensku bikarkeppninnar og ræðst þá væntanlega hvaða félög mætast á Wembley í úr slitunum 5. maí næstkom- andi. Almennt er talið, að Arsenal og Leeds leiki til úr- slita í ár sem og í fyrra, en þá vann Leeds Arsenal í úr- slitaleikmim, 1:0. I undanúr- slitunum í dag leika þessi lið: Arsenal — Sunderland... Leeds — Wolves ........ irnir mikla þýðingu, því sjaldan hefur verið eins mjótt á munun- um í 1. deild kvenna og einmitt nú. f 2. deild karla fara fram tveir leikir um helgina og verða þeir báðir leiknir á Akureyri. f dag leika Þór og Grótta og á morg- un KA og Grótta. Fyrri leikur- inn er úrslitaleikur deildarinnar, en bæði liðin hafa aðeins tapað tveimur stigum, Þór nýtur heima vallarins, en Gróttumenn hafa æft vel að undanförnu og eru ákveðnir í að hreppa sæti KR- inga í 1. deild. Leikur Gróttu og Þórs ætti að geta orðið spenn- andi og skemmtilegur, þó svo að Þór hafi unnið fyrri leik liðanna með átta marka mun. Leikur KA og Gróttu, sem fram fer á morgun, ætti sömuleiðis að geta orðið jafn. FYLKIR og Stjarnan hafa í all- an vetur setið tvö ein og yfir- gefin á botni 2. deildar og eftir að Stjarnan hafði unnið báða Ieiki sína gegn Fylki var allt útlit fyrir að Árbæjarliðið myndi falla niður í þriðju deild. En í tveimur síðustu leikjum sinurn spjöruðu Fylkismenn sig heldur betur, gerðu fyrst jafntefli við ÍBK og á miðvikudagskvöidið burstaði Fylkir Breiðablik öllum á óvart. Þá Iéku Stjaman og Þróttur einnig á miðvikudaginn og hafði Stjarnan lítið í hendur Þróttara að gera, sem unnu leik- inn með 31 marki gegn 21. f leik kattarins að músinni, eða Þróttar og Stjörnunnar var staðan í hálfleik 17-9, en í seinni hálfleiknum greip allsherjar kæruleysi leikmenn Þróttar og þeir juku forystu sína aðeins lít- illega. Þróttarar hefðu hæglega getað unnið þennan leik með meiri mun hefðu þeir kært sig um, en úrslitin skiptu Þróttara engu máli. Eyjólfur Kárason var at- kvæðamestur í liði Stjörnunnar og jafnframt markhæstur, en hjá Þrótti skoruðu Sveinlaugur og Halldór flest mörk. Seinni leikurinn á milli Fylk- is og Breiðabliks var afar áríð- andi fyrir Fylkismenn, sem sáu fram á fall niður í þriðju deild ef þeir töpuðu þessum leik. Fylk ismenn mættu mjög ákveðnir til leiks og hreinlega brutu Breiða- bliksliðið niður þegar í upphafi. Fylkir náði strax góðri forystu, og í hálfleik var staðan 14-8 fyr- ir Fylki. Fyrri hluti síðari hálfleiksins hefur oft verið Fylki erfiður og banabiti i mörgum leikjum. En nú varð allt annað uppi á teningn um og með leikgleði og baráttu- vilja tókst þeim að auka foryst- una enn meira og sigra í leikn- um með 12 marka mun, 27-15. Fylkir lék nú sinn langbezta leik í vetur og ef fleiri slíkir hefðu farið á undan hefði liðið ekki staðið í erfiðri fallbaráttu. Ásgeir, Ásbjörn, Einar E. og Ein- ar Ágústsson bera Fylkisliðið uppi og að þessu sinni skoruðu þeir sex mörk hver. Þá átti Hilm ar í markinu einnig góðan dag. 1 liði Blikanna var Helgi Þóris- son sá eini sem hélt höfði og skoraði nokkur lagleg mörk með lúmskum lágskotum. Fylkir á kærðan leik á móti ÍBK og að öllum líkindum vinn- ur Fylkir þann leik á kæru og hlýtur þár með fimm stig í deild inni. Stjarnan fékk hins vegar ekki nema fjögur stig og fellur því að öllum líkindum niður i 1179 í happdrætti KSI DREGIÐ hefur verið í happ- drætti Knattspyrnusambands Is- lands og kom vinningurinn, sem er Volkswagen Fastback, árgerð 1973, upp á miða númer 1179. Vinningsins má vitja hjá Alberti Guðmundssyni, Brautarholti 20. 1. deild karla Staðan Valur 12 10 0 2 243:176 20 FH 12 9 1 2 241:214 19 Fram 11 7 1 3 209:195 15 iR 12 6 1 5 236:219 13 Víkingur 13 5 2 6 278:278 12 Haukar 13 4 2 7 218:235 10 Ármann 12 3 2 7 203:232 8 KR 13 0 1 12 208:290 1 Mörkin Einar Magnússon, Vikingi 91 Geir Hallsteinsson, FH 82 Brynjólfur Markússon, ÍR 69 Bergur Guðnason, Val 69 Haukur Ottesen, KR 64 Ingólfur Óskarsson, Fram 63 Ólafur Ólafsson, Haukum 60 Vilhjálmur Sigurgeirsson, ÍR 52 Guðjón Magnússon, Víkingi 51 Vilberg Sigtryggsson, Árm. 50 Stigin Einar Magnússon, Vík. 37 (13) Geir Hallsteinsson, FH 36 (12) Ólafur H. Jónsson, Val 36 (11) Ólafur Ólafsson, H 36 (13) Bergur Guðnason, Val 35 (12) Brynjólfur Markúss., ÍR 34 (12) Ólafur Benediktsson, Val 34 (11) Ágúst Ögmundsson, Val 32 (12) Guðjón Magnússon, Vík. 32 (13) Vítin Gunnar Einarsson, Haukum 10 Ólafur Benediktsson, Val 10 Rósmundur Jónsson, Víkingi 9 Geir Thorsteinsson, ÍR 7 ívar Gissurarson, KR 6 Brottvísanir Ágúst Ögmundssón, Val 16 mín. Ólafur H. Jónsson, Val 10 mín. Vilberg Sigtryggsson, Árm. 10 mín. Ragnar Jónsson, Árm. 8 mín. Stefán Gunnarsson, Val 8 mín. 1. deild kvenna Valur 8 5 1 2 102:83 11 Fram 8 5 1 2 102:84 11 Víkingur 8 3 2 3 63:69 8 Ármann 8 3 1 4 96:94 7 Breiðabl. 9 2 3 4 96:110 7 KR 9 2 2 5 93:124 6 Markhæstar Alda Helgadóttir, Breiðabliki 49 Erla Sverrisdóttir, Ármanni 48 Svala Sigtryggsdóttir, Val 42 Hjördís Sigurjónsdóttir, KR 41 Arnþrúður Karlsdóttir, Fram 37 Agnes Bragac’óttir, Vikingi 22 Guðrún Sigurþórsdóttir, Árm. 22 Halldóra Hetgadóttir, Fram 22 Björg Guðmundsdóttir, Val 18 Kristín Jónsdóttir, Breiðabliki 18 Sigþrúður H. Sigurbjarnardótt- ir, KR 18 Björg Jónsdóttir, Val 17 ÍBK — Fram Á MORGUN fer fram einn leikur í meistarakeppni og eigast þar við Fram og iBK, fer leikurinn fram í Kefla- vík og hefst kl. 15.00. Keflvík ingar hafa forystu í meistara- keppninni, hafa unnið alla leiki sína og hafa mikinn hug á að sigra í þessu fyrsta stór- móti knattspyrnuvertíðarinn- ar. Framarar hafa hins vegar ekki hiotið stig ennþá, en verða nú að spjara sig til að bjarga andlitinu. Þeir bera hið unga lið Fylkis uppi, Ásgeir Ólafsson, Ás- björn Skúlason fyrir aftan og nafnarnir liinar Einarsson og Ágústsson fyrir framan. (Ljósm.: R.A.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.