Morgunblaðið - 07.04.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.04.1973, Blaðsíða 10
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRÍL 1973 Ford Ghia. „Öryggis-smábíU“. Piymoutii GrandAm í DETROIT eru aðalbæki- stöðvar bílaframleiðslu í Bandaríkjunum. Árið 1972 var óvenjulegt ár í Detroit. 1 fyrsta sinn í sögunni voru aft- urkallaðir fleiri bílar heldur en framleiddir voru — yfir 10 milljónir. Meðal þeirra voru 6 milljón Chevrolet bilar, sem grunur lék á að hefðu gallaða vélar- ísetningu. Nú eru gengnar í gildi í Bandaríkjunum reglur um að allir nýir bílar skuli vera með höggdeyfum er þola árekstur allt að 8 km/klst hraða. Ýms- ir töldu að með þessum regl- um hyrfi fjöldi tegunda af markaðnum. En svo fór alls ekki og bílasmiðir Detroit sýndu mikla hugvitssemi við gerð nýrra höggdeyfa. Spurningar um kostnaðinn við þessa framleiðslu og þá notagildið voru ekki látnar sitja í fyrirrúmi er þessar reglur voru settar. Hvað ger- VW Buggy. ist við árekstur á 10 km/klst hraða? Þá er miklu dýrara að gera við skemmdirnar heldur en þegar venjulegur útbúnað- ur er. En slit er höfuðverkur neytandans, ekki stjórnmála- mannsins, sem kemur fram með lögin. Hér eru þegar farnir að sjást ameriskir bíl- Um höggdeyfa og fleira ar með þessum klunnaiegu höggdeyfum. Annars verður meira .rætt um ameríska bíla i þessum þætti á næstunni. Ford verksmiðjurnar brezku keyptu í desember 1972 stór- an hlut í fyirirtækinu de Tom aso Inc., sem er á Ítalíu og sérsmíðar og hannar bíla (t.d. De Tomaso Panterna). Ford hefur einnig sameinað hönnunar- og framleiðsiuað- stöðu frægra ítalskra bila- smiðja Carrozzerie, Ghia, Vign ale og Ford Italiana í eitt fyrirtæki, kallast Ghia. Hér fylgir mynd af Ford Ghia MK I, sem er byggður eftir Ford Granada þriggja litra gerðinni, en aftur- og framenda hefur verið breytt og að innan er bíllinn allur vandaðri. Bíllinn var fyrst sýndur á bílasýningunni í Genf 15.— 25. marz sl. Enn er óvíst hvort þessi gerð verður sett óbreytt í fjöldaframleiðslu. >á eru hér myndir af tveim smábílum. Annars vegar er VW Buggy (sandhólabíli) frá Kaliforníu, á breiðum dekkj- um og án vélarhlífar. Hætt er við að ila gengi að f á skoð un á siikt tæki hérlendis. Hins vegar er öryggis-smá- bíll, sem gengur fyrir raf- magni en varla er hægt að taka þessa gerð alvarlega. En hvert er stefnt? Meinleg viila slæddist inn í þáttinn fyrir 2 vikum og skal af því tilefni skýrt tek- ið fram að sportbíllinn frá Datsun, Datsun 240 Z er aft- urdrifinn. Dátar — gamalt nafn, ný hljómsveit Fyrir sex árum eða svo lognaðist hljómsveitin Dátar út af eftir nokknrra ára starf. Hljómsveitardauði er ekki ýkja merkilegt fyrir- bæri og það var heldur ekki meiningin að skrifa langa tölu um það. Tilefni þessara skrifa er það, að nú eru Dát- ar aftur komnir í sviðsijósið, ákveðnir í að hasla sér völi á nýjan leik. Og hverjir skyldu svo vera í nýjum Dátum? Aldursforset inn heitir Hilmar Kristjáns- son og hann er sá eini þeirra, sem var í gömlu Dátunum — kallar sjálfan sig uppgjafa- hermann. Hilmar spilar á gít- Hiimar. ar. Ari Brimar Gústafsson leikur á bassa og hann hefur m.a. leikið með Fjörkum. Guð mundur Daði Pétursson heit- ir ungur maður; sá spilar á gítar og er eini nýliðinn í hópnum. Síðast en ekki sízt skal svo nefndur fjórði dát- inn, Grimur Bjarnason, fyrr- um trommuleikari í Tilveru, hann ber húðirnar í Dátum. Við ræddum fyrir skömmu stuttlega við þá félaga Grím og Hilmar og voru þeir báðir hressir i bragði — ánægðir með að vera komnir aftur í hljómsveitarbransann. Við spurðum Hilmar fyrst hve- nær þeir ætiuðu að byrja að leika opinberlega og hvernig Guðmundur. tónlist þeir ætluðu að flytja væntanlegum hlustendum sín um. — Við komum sinn úr hverri áttinni og ég reikna með að við flytjum blandaða tónlist. Við erum búnir að æfa í mánuð og byrjum að spila af fullum krafti um þessa helgi. Siðan Tilvera andaðist hefur lítið heyrzt frá Grimi og því spurðum við hann hvort hann hefði alveg hvílt sig frá húðslætti i þetta ár sem nú er liðið frá láti Tilveru. — Ég eyddi fyrri hluta árs ins við að æfa með „súper- grúbbu" sem bar nafnið Axis Grímur. sagði Grímur. En því miður varð hljómsveitin aldrei nema nafnið, að vísu fórum við í eina Ameríkuferð, en þá ferð ætti frekar að kalla æv- intýri en hljómleikaferð. Seinni hluta ársins slappaði ég svo af. Þá inntum við félagana eft ir því hvort þeir semdu sjálf ir lögin, sem þeir ætla að flytja. Sögðust þeir ailir föndra lítillega við að semja, en til að byrja með ætluðu þeir aðeins að hugsa um að skemmta fólki og hafa gam- an af því að spila. Þegar fram í sækti væri aldrei að vita hvað þeir gerðu, tíminn yrði að skera úr um það. Ari. Loks spurðum við þá hvernig tónlist þeir héldu að fólkið vildi heyra og látum við álit þeirra fylgja með 1 lokin. — Fólkið vill heyra tón- list, sem lætur þægilega i eyr um og það getur tekið und- ir. Góður kunningi okkar sagði einu sinni að fólkið vildi fá að syngja fyrsta vers ið, skála í miðju lagi o.s.frv. Okkur finnst talsvert til í þessu hjá honum og á þessu verður tæpast breyting fyrr en upp kemur staður þar sem fólk getur hitzt til að tala um tónlist og hlusta. - áij. Húmgott húsnæði ósknst á leigu, hentugt fyrir bílaleigu. Upplýsingar í síma 30674. Einbýlishús ósknst til leigu Starfsmaður bandaríska sendiráðsins óskar að taka einbýlishús á leigu frá 1. júlí nk. til langs tíma. Upplýsingar í símum 11084 og 19331 á skrifstofutíma. JúorrsunþTaWt) nucLvsincnR ^-»22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.