Morgunblaðið - 07.04.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.04.1973, Blaðsíða 11
MOÍiG UNBóAÐIÐ, ' IIAUGA i : ií"T. APitiL ívrs 11 listasprang Kjarval Kjarvalsstaðir slá öll met Nú eru 24 þúsund manns búnir að sjá Kjarvalssýning- una i Kjarvalsstöðum en hún hefur staðið frá 24. marz. Sýn ingin er opin alla virka daga, nema imánudaga frá kl. 4— 10 og laugardaga og sunnu- daga frá 2—10. Aðgangur er ókeypis. Sýningunni lýkur eftir um það bil viku. Atómstöðin á síðasta snúningi Sýningum er nú að ljúka á Atómstöðinni eftir Halldór Laxness. Leikurinn verður sýndur í næstsíðasta sinn í kvöld, en hann var frum- sýndur á útmánuðum í fyrra og hefur því verið á fjölun- um í Xðnó í rúmt ár. Þessi slkemmtilega sýning hefur átt hugi áhorfenda, sem hafa kunnað vel að meta að fá að sjá bráðlifandi á leiksvið- inu litrikar persónur úr þess- ari sígUdu sögu Laxness. Sýn- ingin i kvöld er 65. sýning á leiknum. Sýning Benedikts Mjög mikil aðsókn hefur verið að sýningu Benedikts Gunnarssonar listmálara í Benedikt Gunnarsson Norræna húsinu og hafa yfir 30 myndir selzt. Sýningin er opin frá kl. 2—10, en henni lýkur á sunnudagskvöld. 4000 á biðlista á Flóna FIó á skinni er nú búin að ganga 53 sinnum á þeim skamma tima sem liðinn er síðan sýningar hófust og fyr- ir skömmu voru 4000 manns á biðlista, en þar er um að ræða starfshópa. Lausnargjaldið, Elliheimilið og Kabarett Þau verkefni sem Þjóðleik- húsið á eftir að frumsýna í vetur eru: Lausnargjaldið eft ir Agnar Þórðarson og þar er Benedikt Árnason leik- stjóri. AðalhliUtverkin eru í höndum Vals Gíslasonar og Guðbjargar Þorbjarnardóttur. Þá er það Elliheimilið eftir Kemp Anderson og Bent Bratt. Leikstjóri er Stefán Baldursson. Ivan Török gerir leikmyndimar. Þriðja og síðasta verkefnið sem er ósýnt hjá Þjóðleikhús inu er Kabarett. Karl Vibach verður leikstjóri, en hann sviðsetti Faust. Edda Þórar- insdóttir leikur aðalhdutverk- ið þar auk Herdisar í>orvalds- dóttur og Bessa Bjarnasonar. Lausnargjaldið verður frum sýnt seint i april, ElHheimilið næstu daga á eftir og Kaba- rett í byrjun mai. Loki af stað Löki verður frumsýndur í Iðnó nú mjög bráðlega, en sýninigin er ætluð fyrir fólk á öllum aldri. Kvöldsýningar verða fyrir unglmga og full- orðna og eftirmiðdagssýning- ar fyrir böm. Þá er verið að athuga mögu leika á að koma upp vorsýn- ingu í Iðnó, en feíkileg að- sókn er að verkum leikhúss- ins. Hér eru þær andstæðumar, heilsteypta stúlkan norðan úr af dal og fína frúin í Keykjaví k, sem hún fer til í vist, Ugla Hrossafalsdóttir og frú Árland. Margrét Helga .lóhannsdótt- ir fer með hlutv’erk Ugiu og Sigríður Hagalín ieikur frú Ár- land. Guðni Herniansen Guðni á Hellu Guðni Hermansen listmál- ari frá Vestmannaeyjum held ur málverkasýningu í Hellu- bíói í dag og á morgun, sunnu dag. Sýningin er opin frá kl. 4—9 á laugardag og 4—10 á sunnudagskvöld. 16 myndir eru á sýningunni. — á. j. Ur Lukkuriddara Selfyssinga. Lukkuriddari Selfyssinga Leikfélag Selfoss frum- sýndi „Lukkuriddarann" eftir J. M. Synge, föst-udaginn 23. marz sl. i Selfossbíód og hef ur leikurinn verið sýndur á nokkrum stöðum i Ámes- sýslu við mjög góðar undir- tektir áíhorfenda. Lukkuriddarinn er írskur gamanleikur með söngvum. Leikstjóri er Sigurgeir Hilm- ar Friðþjófsson, en við æfing ar á söngvum aðstoðaði Jón- as Ingimundarson píanóleik- ari. Með aðalhlutverk fara: Sigríður Karlsdóttir, Gylfi Þ. Gíslason, Hörður S. Óskars- son, Ómar B. Jónasson, Edda Holm og Jón Holm. Undirleik ari er Theódór Kristjánsson. Næsta sýning er á sunnu- dagskvöld að Hvoli og þar- næsta sunnudag að Ámesi, en í miMitíðinm verður sýning á Selfossi. Agnar Guðnason: Borga ærnar vorbeitina? Nýgi’æðingurinn er dýrasta fóðrið sem lambærnar fá. MJÖG algengt er það að beita ánum yfir sauðburðinn á tún, en þó nokkuð margir bændur friða samt tún sín fyrir beit fyrst á vorin. Mjög er sú skoðun útbreidd að erf itt sé að fóðra æmar á hey fóðri, þegar tún fara að grænka. Það hefur ekki reynzt erfitt hjá Stranda- mönnum að fóðra æmar á votheyi á vorin og hliðstæður árangur feingist eflaust víðar á landinu. Við tSeingrims- fjorð á Ströndum eiga bænd ur aðfurðamesta fé hér á landi. Það má þakka að ein- hverju leyti góðum sumarhög urh, en ekki lít'nn þátt í þess um góðu afurðum á vorfóðr un ánna. Nokkrar tilráunir hafa ver ið gerðar hér á landi á seinni árum til að ganga úr skugga um hvaða áhrif vorbeitin hef ur á uppskeruna. Hér verður drepið á nokkrar niðurstöð- ur. Á vegium tiiraunastöðvar innár á Akureyri var gerð til raun með mismunandi beit á túni á Torfufelli í Saurbæjar hreppi. Hluti túnsins hefur y?rið friðaður fyrir bejt i tvö ár. Tilraunin var þriskipt, e nn hluti var beittur haust og vetur, en friðaður fyrir vorbeit frá 5. maí, ann.ar hluti var alfriðaður, en á þann þriðja var beitt haust, vetur og vor fram til 10. júní. Allir reitir fengu sama áburðar- skammt, 500 kg af 22:11:11 á ha. Þar sem túnið var aifriðað, fengust 70,1 hestb. af ha. Þar sem beitt var haust og vetur, fengust 61,5 hestb., en þar sem eimni’g var beitt um vorið fram til 10. júní, fengust að- eins 34,2 hestb. eða 35,9 hestb. minni uppskera en af alfrið aða hlutanum. Vegna háust- og vetrarbeitar rýmaði upp- skeran um 8,6 hestb./ha., en vegna vorbeitarinnar einnar um 27,3 heistb./ha. Á vegurn tilraunastöðvar- innar á Sámsstöðu'm var gerð athugun árið 1970 á tveim stöðum á Suðurlandi, á Hæli og Ásvöllum um áhrif beitar á uppskeru. Sami áburðar skammitur var borinn á og í tilrauninni á Torfufelli. Á Ás- völlutm minnkaði heyfengur vegma beitarinnar u*m 23,8 hestb. aí ha„ en á Hæli um 37,2 hestb. Niðurstöður athug ana og tilrauna á fleiri stöð- um hér á landi eru mjög hlið- stæðar þessum. HVAÐ TAPAST? Reikna má með, að ekki þurfi fleiri en 20 ær á hektara til að nauðbeita einn hektara á vorin. Ef miðað er við, að heyfengur mlnnki um 27 hest burði af ha. vegna vorbeitar nnar einnar, þá mun láta nærri, að hagnast meetti um 14 hestburði á ha„ með því að friða túnið fyrir beit fyrst á vorin og gefa án um fulla hey gjöf, þar til nægilega er s-prott ið, svo óhætt sé að beita. — Bóndi, sem hefur 200 ær, ætti að hafa sem svarar 140 hestb. meira í hlöðu að hausti, ef hann fóðrar vel fram úr á sauðburði og hlifir túninu. Verðmæti þessa heyfengs er um 70 þús. kr. Aukin vinna vegna gjafar fæst borguð í auknum afurðum. Þar sem illa hefur gengið áð fá aemar til að éta þurrtiey á vorin, mætti verka handa þeim vothey, sem geymt væri fram á sauðburð. Lamibæmar væru hafðar í tiltöiulega þröngu hólfi og jotur hafðar úti. Þar væri vot'hsy og gras kögglar gefið. Eftir að sæmi- legt gras væri kom ð á túnið, mætti beita á ákveðnar spiid ur, þar sem síðast ætti að slá. Á þanin hátt er hægt að hafa áhrlf á þroska gróðurs ins, betur en með því að bera seint á. Skynsamleg nýting túns stuðlar að meiri upp- skeru og varanlegri gróðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.