Morgunblaðið - 07.04.1973, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. APRlL 1973
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavik.
Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Augiýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjóri og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100.
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
Ásknftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands.
I lausasölu 18,00 kr. eintakið.
Um duttlunga eldgossins
getur enginn sagt fyrirfram.
Hitt sýnist augljóst, að vatns-
dælingin hefur borið veru-
legan árangur og baráttunni
við hraunið verður að sjálf-
sögðu að halda áfram, jafn-
vel spurning, hvort ekki
hefði mátt bjarga miklum
verðmætum, ef íslenzk.stjórn
völd hefðu verið snarari í
snúningum við útvegun hins
mikilvirka þrýstidæluútbún-
aðar frá Bandaríkjunum.
FRAMTÍÐ VESTMANNAEYJA
jprá því að eldgosið hófst á
Heimaey, má segja, að
skipzt hafi á bjartsýni og
svartsýni um horfur á því,
að byggð haldizt í Vest-
mannaeyjum. Eftir fyrstu
goshryðjuna hafði gosið og
hraunstraumurinn tiltölu-
lega hægt um sig, og bjart-
sýni manna fór vaxandi, en
síðustu vikurnar hefur svart-
sýnin aukizt á ný. Hraunið
hefur malað undir sig hvert
húsið á fætur öðru og liggur
nú við veggi glæsilegustu og
bezt búnu frystihúsa á land-
inu.
Atburðirnir í Vestmanria-
eyjum eru með þeim hætti,
að þá er ekki hægt að skynja
af frásögnum eða myndum.
Þá fyrst er menn koma til
Vestmannaeyja gera þeir sér
grein fyrir því, hvað þar er
raunverulega á ferðinni og
engum getur blandazt hugur
um, að haldi hraunrennslið
áfram, fer meirihluti bæjar-
ins undir hraunið. Hins veg-
ar er það skoðun kunnugra
manna, að höfnin í Vest-
mannaeyjum sé svo dýrmæt,
að jafnvel þótt mestur hluti
bæjarins færi undir hraun,
mundi samt borga sig að
byggja Vestmannaeyjakaup-
stað upp á ný vegna hafnar-
innar.
En vegna þeirrar þróunar
mála, sem orðið hefur í Vest-
mannaeyjum að undanförnu,
hafa allir þingmenn Suður-
landskjördæmis undir for-
ystu Guðlaugs Gíslasonar
flutt þingsályktunartillögu á
Alþingi þess efnis, að ríkis-
stjórnin láti nú þegar hefja
athugun á staðsetningu nýrr-
ar hafnar á suðurströnd
landsins á svæðinu frá Dyr-
hólaey og vestur um. Þessa
athugun vilja þingmennimir
láta fara fram í Ijósi þess,
að svo gæti farið, að höfnin
í Vestmannaeyjum og hafn-
arstæðið þar færi forgörðum
af völdum eldgossins.
Um þetta mál segja þing-
menn Sunnlendinga í grein-
argerð með tillögunni: „Flest
ir munu telja, að ef svo
hörmulega tækist til, mundi
vera hagkvæmast fyrir alla
aðila, bæði Vestmannaey-
inga og þjóðarheildina, að
þeir héldu sem mest hópinn
og byggðu upp nýtt bæjarfé-
lag við sitt hæfi. En frum-
skilyrði fyrir því, að hægt sé
að gera þessa hugmynd að
veruleika, er að byggð verði
ný höfn á suðurströnd lands-
ins, sem lægi sem bezt við
þeim fiskimiðum, sem Vest-
mannaeyingar eru vanir að
stunda og að nægilegt at-
hafnasvæði væri við höfnina
fyrir þau fiskvinnslu og
þjónustufyrirtæki, sem báta-
flotinn þarfnast, auk land-
rýmis fyrir íbúðarhús, al-
menn þjónustufyrirtæki og
opinberar byggingar miðað
við kaupstað af ekki minni
stærðargráðu en áætlun hafi
verið gerð um, að Vestmanna
eyjar yrðu er fram liðu
stundir/1
Tillaga þingmanna Sunn-
lendinga sýnir, að forystu-
menn Vestmannaeyinga vilja
nú vera undir það búnir, að
hið versta komi fyrir, að
V estmannaeyj akaupstaður
leggist í auðn og höfnin lok-
ist gersamlega. Slík fyrir-
hyggja er sjálfsögð, því að
enginn getur sagt fyrir um
framvindu þessa goss og
hvernig ástandið verður orð-
ið í Vestmannaeyjum að
nokkrum mánuðum liðnum.
Hitt er svo annað mál, að
jaínvel þótt kannað verði,
hvar hagkvæmast mundi að
byggja nýja höfn við suður-
ströndina, verður að verja
því fé og kröftum, sem til
þarf, til þess að verjast ásókn
hraunsins í Heimaey. Þótt
áfallið, sem orðið hefur í
Vestmannaeyjum sé mikið,
og eigi kannski eftir að verða
meira, má með nokkrum
sanni segja, að íslenzk þjóð
sé vel undir það búin, að tak-
ast á við slík áföll og með
nokkrum hætti er eldgosið í
Heimaey og eyðilegging
hraunstraumsins áskorun til
okkar allra um að einbeita
sameiginlegum kröftum þjóð
arinnar að því marki að sigr-
ast á náttúruhamförunum og
byggja upp nýja og glæsilega
verstöð í Vestmannaeyjum
með nýjum og glæsilegum
fiskvinnslustöðvum og nýj-
um fyrirmyndar kaupstað.
Áreiðanlega væru slík við-
brögð mest að skapi Vest-
mannaeyinga sjálfra og verð-
ugt verkefni fyrir þá ungu
kynslóð, sem nú er að vaxa
úr grasi og hefur tekið
við góðu búi úr höndum for-
eldra sinna og annarra for-
vera, að byggja nýjar Vest-
mannaeyjar upp.
Ingólfur Jónsson;
Ný höfn á suðurströndinni
er þjóðhagslega mikilvæg
Að ósk Seðlabankans hafa
komið hingað til lands þrir
trúnaðarmenn, sem Alþjóða-
bankinn útvegaði frá Mat-
væla- og iandbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna. Var einn
mannanna fiskifræðingur en
hinir verkfræðingar. Dvöldu
þeir hér í 10 daga og kynntu
sér aðstöðu til hafnargerðar
og stækkunar hafna, sem gæti
komið fljótt til nota og leyst
brýnustu þarfir til bráða-
birgða með tilliti til bátaflot-
ans frá Vestmannaeyjum.
Munu trúnaðarmennirnir gefa
stjóm Alþjóðabankans
skýrslu um ferðina. Vonandi
lítur stjórn Alþjóðabankans
á málin með skilningi og vel-
vilja. Trúnaðarmennirnir
komu til margra staða á Suð-
urströndinni og skoðuðu m.a.
Grindavíkurhöfn, Þorláks-
höfn, Stokkseyrar- og Eyrar-
bakkahafnir, auk Dyrhólaóss.
Fyrir liggur áætlun um stækk
un og endurbætur á Grinda-
víkurhöfn, sem nauðsynlegt
er að framkvæma, þótt Vest-
mannaeyjabátar noti ekki
höfnina. Einnig hefur verið
unnið að áætlunargerð um
stækkun Þorlákshafnar og
bættri aðstöðu þar. Ber brýna
nauðsyn til þess að koma
áætluninni í framkvæmd, án
hliðsjónar af Vestmannaeyja-
bátunum. Fyrir liggur að rann
saka ítarlega, hvernig hafnar-
framkvæmdum verður bezt
fyrir komið á Eyrarbakka og
Stokkseyri.
Með því að flýta hafnarbót-
um og stækkunum þeirra
hafna, sem fyrir eru á Suð-
urströndinni gæti bátafloti
Vestmannaeyja fengið fljótt
betri aðstöðu til bráðabirgða.
XXX
Um síðustu áramót voru
skrásett í Vestmannaeyjum
85 fiskiskig af ýmsum stærð-
um. Sá mikli floti þarf stóra
höfn og góða til þess að hann
notist að fullu. Fiskimiðin út
frá Vestmannaeyjum verða
ekki nýtt með hagkvæmu
móti, nema hafnaraðstaða sé
fyrir hendi í Vestmannaeyj-
um, eða á þeim stað á strönd-
inni, sem iiggur vel við mið-
unum. Áður en náttúruham-
farirnar byrjuðu í Vestmanna
eyjum hafði mikið verið rætt
um að gera nýja höfn á Suð-
urströndinni. Hefur mest ver-
ið rætt um hafnargerð við
Dyrhólaey. Þar hafa miklar
rannsóknir farið fram undan
farin ár og úrskurður um það
fallið, að aðstaða til hafnar-
gerðar þar sé sæmilega góð.
Áætlun liggur fyrir um gerð
hafnarinnar og kostnað. Tal-
ið er þó, að áætlunin gæti
breytzt við lokarannsókn.
Einnig hefir verið rætt um
Þykkvabæ og Þjórsárós sem
líkleg hafnarstæði. Árið 1952
fóru fram mælingar og athug
anir varðajndi hafnargerð við
Þykkvabæ. Voru gerðar teikn
ingar og kostnaðaráætlun um
hafnargerðina á vegum varn-
arliðsins. Létu verkfræðing-
arnir ve-l yfir hafnarstæði
þar og aðslöðu til hafnargerð
ar. Ekki munu íslenzkir verk
fræðingar hafa enn haft tæki
færi til þess að kynna sér
þá áætlun að nokkru ráði.
Verkþekking og tækni hefur
aukizt mjög á flestum svið-
um. Það, sem virtist vera ó-
vinnandi áður, er nú auðvelt
í framkvæmd vegna reynslu
og nýrrar verktækni. Það er
nauðsynlegt að gera nýja
höfn á Suðurströndinni, þótt
Vestmannaeyjahöfn verði á-
fram í notkun. En óvissan
um framtíð Vestmannaeyja
rekur nú sérstaklega á eftir
fullnaðarrannsóknum og
framkværndum, sem enga bið
þolir.
XXX
Þingmenn Sunnlendinga, all
ir sex, hafa flutt þáltill. af
því tilefni. 1 till. segir m.a.:
„Alþingi ályktar að fela rikis
stjórninni að láta nú þegar
hefja athu.gun á staðsetningu
nýrrar hafnar á Suðurströnd
landsins á svæðinu frá Dyr-
hólaey og vestur um. Athug-
uninni verði hraðað eins og
kostur er á, sérstaklega með
tilliti til þess ef svo kynnl að
fara, að höfnin í Vestmanna-
eyjum og hafnarstæðið þar
færi forgörðum af völdum eld
Ingólfur Jónsson
gossins." Með því að styðjast
við og notfæra sér þær rann-
sóknir, sem fyrir liggja um
hafnarstæði á suðurströnd-
inni má ætla, að ekki þurfi
mjög langan tíma til fullnað-
arrannsókna og undirbúnings.
XXX
Ný höfn á suðurströndinni
verður að koma sem fyrst.
Hún tæki við því hlutverki,
sem Vestmannaeyjahöfn hef-
ur gegnt, ef svo skyldi fara,
að sú höfn yrði ónothæf. Ný
höfn á suðurströndinni hefði
þó nægileg verkefni, þótt Vest
mannaeyjahöfn yrði nothæf
áfram. En ný hafnargerð má
ekki verða til þess að draga
úr öðrum hafnarframkvæmd
um á suðurströndinni eða
annars staðar. Fjár til nýrrar
hafnar, sem gæti tekið að sér
hlutverk Vestmannaeyjahafn
ar verður að afla með sér-
stökum hætti. Er ástæða til
þess að ætla, að veruleg er-
lend aðstoð verði boðin fram
til þess að gera nýja höfn og
byggja upp kaupstað, eða
kauptún við höfnina, ef svo
fer, að Vestmannaeyjar verða
ekki byggilegar. Vestmanna-
eyingar myndu setjast að við
nýju höfnina á ströndinni og
byggja upp nýtt, blómlegt
byggðarlag á æskilegum stað.
XXX
Það mun tryggja þjóðar-
hag, ef fólk, sem byggt hefur
Vestmannaeyjar getur búið
áfram við svipuð skilyrði, og
haldið sem mest hópinn, þótt
eyjarnar verði ekki byggðar
aftur. Það væri þjóðarskaði ef
Vestmannaeyjaflotinn fengi
ekki hafnaraðstöðu á ný,
nærri þeim fiskimiðum,
sem Vestmannaeyjasjómenn
þekkja bezt og reynzt hafa
með afbrigðum fengsæl.
Stað fyrir nýja höfn á suð-
urströndinni og byggð þar
verður að velja af kunnáttu
og raunsæi eftir nákvæma at-
hugun. Staðarvalið verður að
byggjast á þjóðhagslegu og
tæknilegu mati færustu
manna. Líklegt er, að Alþingi
samþykki áðurnefnda tillögu
þm. Sunnlendinga um fullnað
arrannsókn á nýju hafnar-
stæði á nýju hafnarstæði á
suðurströndinni. Vonandi
gefst þá brátt tækifæri til
þess að koma áfram stóru
hagsmunamáli, ekki aðeins
vegna Sunnlendinga, heldur
fyrir alla þjóðina, sem mun
njóta góðs af mikilvægum
framkvæmdum.