Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 10
10 MORGUN'BLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APRlL 1973 BJARKARÁSI Hér öðlast einstaklingarnir sjálfstraust, sem gerir þeim færara en ella að nýta getu sína og hæfileika til fulls .... UM það bil er blaðamað- ur Morgunblaðsins kvaddi Bjarkarás á dögunum eftir að hafa átt þar ánægjulega stund, var vistfólkið að standa upp frá kaffiborði og heitum lummum og var byrjað að telja mínúturnar til þess er tími væri kominn til að leggja af stað niður í Gamla bíó, þar sem því hafði verið boðið að koma og sjá kvikmynd Walts Disneys. Sumir vildu ólmir fara að leggja af stað, úr því klukkan var fjögur og hver spurði annan: „Ætl- arðu ekki á bíö?“„ Á ekki að fara að fara?“ Og það var þyrpzt utan um forstöðu- konuna, Grétu Bachmann, og þjálfa piltanna, Hafliða Hjartarson, sem tóku öllum spurningunum með jafnað- argeði og brosi á vör. Fram eftir síðdeginu hafði verið ofur kyrrt á vistheimil- inu, piltar og stúlkur voru nið ursokkin í störf og nám, en er á leið fór að fjörgast nokkuð. Ungur skátaforingi, Ólafur Ó1 afssan, kom með þrjá ylfinga úr Garðahieppi til að halda skátafund með piltunum og mátti heyra, að þar rikti 'grtn og gaman. Að fundinum lokn- um þrömmuðu menn út i ein- faldri röð með græna klúta um hálsinn og snúrur utanum og það var heilsazt með skáta kveðju í göngum og stigum. Ól- afur hafði fyrir nokkru tekið það upp hjá sjálfum sér að hefja skátastarf að Bjarkarási og fengið í lið með sér unga skátastúlku til að sinna kven- þjóðinni — og nú var verið að undirbúa ylfinga og Ijósálfa- próf. , p m ■Rj \ : . Margrét Guðmimdsdóttir matráðskona og Guðrún Hrólfsdóttir, starfsstúlka í eldhúsi. Gréta Bachmann hafði geng- ið með okkur um húsið og skýrt frá starfseminni og við bárum saman hinar stórkost- legu aðstæður i Bjarkarási og aðbúnaðinn á gamla Skálatúns heimilinu, þar sem við höfð- um síðast hitzt fyrir tíu áxum eða svo, þegar ekki var byrjað á nýja húsinu þar. Hún hefur sannarlega kynnzt tímunum tvennrun í aðbúnaði vangefinna á Islandi og má öllum ljóst vera, sem eitthvað þekktu til þeirra méla áður en Styrbtar- félag vanigefinna var stofnað fyrir fimmtón árum, að það hef ur fengið ótrúlega miklu áork- að á ekki lengri tkna — þó segja megi, að enn sé mikið starf óunnið. Vistheimilið að Bjarkarási er Gréta Bachmann falleg bygging, teiknuð af þeim bræðrum Helga og Vilhjálmi Hjálmarssonum. Þar eru ríkj- andi ljósir litir, svart og app- elsínugult en dökkrautt áklæði á stólum. Má því tryggt heita síféllt sólskin innan dyra, hversu grámyglulegt, sem úti kann að vera. Húsið er 1125 fermetrar að gólffleti á tveimur hœðum og lóðin umhverfis verður líklega 8—10.000 fermetrar. Þar er gert ráð fyrir aðstöðu til iþróttaiðkana og þegar hafnar framkvæmdir við íþróttavöll. Sömuleiðis á þar að verða mat- jurtarækt að sumrinu. Sagði Gréta, að vistfólkið færi mik ið út í garðinn tU alls konar leikja, þegar viðraði, auk þess sem stundum væru farnar gönguferðir um nágrennið og upp í sveit. Húsið er þrískiipt, tvær áim- ur, sem liggja frá vestri til aust urs og tengiálma þvert á þær. í henni er skrifstofa forstöðu- konu, eldhús og borðstofur, setustofa, sem ætluð er sem fri- stundaheimili jafnframt og til fundahalda fyrir féiagið. Þar er leiksvið með búningsað- stfiðu og annað svið minna, sem hugsað er fyrir hljóðfæri og hefur heimilið til umréða bæði píanó og hljómplötutæki, sem óspart eru notúð. Þama kemur vistfólkið jafnan saman eftir hádegisverð dálitla stimd áður en vinna hefst atftur. Þangað kama líka stundum góð ir gestir til þess að skemmta vistmörmum, meðal annars hafði sá kunni Vestmannaeying ur, Ási í Bæ heimsótt þá dag- inn áður og glatt með söng og skemmtilegheitum. 1 hinum álmunum eru m.a. skrifstofa fyrir lækni, sálfræð- ing og félagsráðgjafa heimilis- ins, kennslustofa fyrir bóklegt nám, vinnustofur, aðstaða til heilsuræktar og vélasalur. Bjarkarás ibyggði Styrktar- félag vangefinna og rekur, en heimilið fær lögboðin dagjöld til stuðnings starfseminni. Laun kennara em greidd af ríkinu en önnur laun af félag- inu. Þess skal og getið að ýmis félagasamtök hafa veitt heimil inu margháttaðan stuðning og stuðlað að því að aðstaða þar er svo góð sem ratun ber viitni. Miðað er við, að vistfólk á Bjarkarási sé 14—15 ára og eldra, en nú er yngsti vistmað urinn tólf ára og Sá elzti 49 ára. Þegar heimilið tók til starfa 18. nóvember 1971 voru vistmenn þrettán talsins en þeim hefur fjölgað jafnt og þétt og eru nú þrjátfu og tveir. Nú er búið að þjálfa þann flokk það vel upp í undirstöðu atriðum og vinnubrögðum, að heimilið getur vel tekið á móti allt að tuttugu vistmönnum til viðbótar. Allir búa vistmenn heima hjá sér en eru í Bjarkarási frá klukkan niu á morgnana til fimm síðdegis fimrn daga vik- unnar. Flestir fara einir á milli í strætisvögnum, að því er Gréta sagði. Tilgangur starfsins, sem unn ið er í Bjarkarási, er að þjálfa vistmenn til einhverra starfa er þeim hæfa, hvem eftir hœfi- leikum og þroska. Er markmið- ið að reyna að koma þeim til starfa úti i þjóðfélaginu ef mögulegt er, en þannig, að þeim sé sýnd tillitsemi og nauðsynlegur skilningur og gert kleift að hafa sem éðlileg ast samneyti við annað fólk. Við heimsóttum stúlkurnar fyrst, þar sem þær voru við ým is störf í syðri álmu hússins. Þar er saumastofa og önnur handaviinnustofa en handa- vinnukennsla er miðuð við Að hnýta öngla á línu. Plastpokapökkun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.