Morgunblaðið - 15.04.1973, Blaðsíða 13
MORGL NBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. APR'lL 1973
13
— f Bjarkarási
Framh. af bls. 11
Þeir þuría að iklomast í störf Ihjá
vel viljuðum verkstjórum, sem
gætu fengið annað starfsfólk
til samviinnu við sig um að taka
tillit til þisirra. Þama spilar fé
lagsráðgjaifinn inn í. Fólkið
yrði ráðið í vinnu í samráði við
hann og hann mundi fylgjast
með þvi, hvernig hverjum og
einum vegnaði. Sem stendur
stjómar hann fundum með for-
eldrum og starfsliðinu — en
þedr eru nú með talsvert öðru
sniðd en áður — og finnst mér
þeir gefa góða raun.
— Margt af þessu fólki er af
ar erfitt að þjálfa upp, þvi að
það er orðið svo fullorðið og
hefur aldrei áður notið neinnar
starfsþjálfunar. En flestum má
kenna einhver störf. Þess má
geta að vistmenn settu öll
handíöng á stólana hér á heim-
ilinu og er ekki annað að sjá
en þar hafi fagmenn verið að
verki. Þeir sáu einnig um
pússningu á bekkjunum á böð-
unum og búningsherbergjunum
niðri í kjaliaranum.
— Það er hins vegar mjög
áberandi hvað úthaldið við
vinnuna hefur aukizt og þar
með vinnuhraðinn. Margt af
þessu fólki hafði alltaf verið
heima hjá sér og aldrei þurft
að sinna ákvéðnum verkefnum.
Það hafði þvi hvorki eirð í sér
né sjálfsaga til að halda sér að
vinnu nema smástund í senn.
Þettav hefur smám saman
breytzt og sýnix þessi aukning
úthalds og vinnuhraða, að
hægt er að þjálfa marga vist-
menn hér upp til að verða nýt-
ir sjálfum sér og sínu samfé-
lagi. Sömuleiðis er sýnilegt, að
félagslegur þroski vistmanna
hefur aukizt verulega — um
það ber öllum saman, starfs-
fólki, foreldrum og sérfræðing
um. Þess ber að gæta, að mikilil
stigsmunur getur verið á van-
gefnu fólki — og margir þeirra
sem hér starfa, hafa ekki verið
á hæli fyrir vangefna heldur í
heimahúsum, þar sem þeir hafa
þá kannski einangrazt nokk-
uð og ekki samrýmzt leikfélög-
um. Hér finna einstaklingamir
félagsskap og öðlast sjálfs-
traust, sem getur gert þeim
færara en ella að nýta getu
sína og hæfileika til fuils.
• mbj.
Agatha Christie
- List erlendis
Framh. af bls. 5
hvorki segja eitt né neitt og
eru í stuttu máli undur mik-
ið kjaftæði. Enginn veit neitt,
man neitt, finnst þetta enigu
skipta. Fyrr en auðvitað er
göldruð fram á sjónarsviðið
manneskja, sem öll þessi ár
hefur vitað hvernig í málinu
lá og segir nú allt af létta,
eftir að þau Hercule Poirot
og frú Oliver hafa beitt snilld
sinni og lævisi i viðskiptum
við hana.
Leysist nú gátan snarlega.
Enginn léttir. Manni er ná-
kvæmlega sama. Það gerir
hvorki til né frá hver drap
hvem og hvers vegna. h.k.
I
i
1
CREME
FRAICHE
Notið sýrðan rjóma sem ídýfu með
söxuðu grœnmeti í stað t. d.
mayonnaise.
MJÓLKURSAMSALAN í REYKJAVÍK
éMeð ávöxtum í eftirrétti
BlandiÖ smátt skornum ávöxtum og sýrð-
um rjóma í ábœtisglös. Frískandi eftir-
réttur, sem strax nœr hylli fjölskyldunnar.
MJÓLKURSAMSALAN Í REYKJAVÍK
* CRÉME
FRAÍCHE
i
í
1
<
CREME
FRAICHE
Notið sýrðan rjóma sem ídýfu með
söxuðu grœnmeti í stað t. d.
mayonnaise.
MJÓLKURSAMSALAN i REYKJAVÍK