Morgunblaðið - 25.04.1973, Page 17

Morgunblaðið - 25.04.1973, Page 17
MQftGUN'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 25. APRÍL 1973 Fyrir um það bil þrem vik- um fengu Eyjabúar loks sin- ar langþráðu dœlur, þær voru settar upp og öflug kæling á hraunjaðrinum bæjarmegin komst í gang. Brátt fengist úr því skorið hvort dælu- bramboltið bæri þann árang- ur sem til var ætlazt. í>ví biðu Eyjabúar í ofvæni eftir nýrri hrinu í gosinu. Pottur eldfjalls ins var brðinn fullur af hrauni og viðbúið var nýtt hraun- rennsli. Á föstudag og laugardag er sjáanleg glóð í hraunkantin- um þar sem húsin tvö stóðu sem lengst við Urðarveg og í norður frá gígopinu upp af Kirkjubæjarbraut. Þessi glóð gat boðað frekari hraun- rennsli i átt að bænum. Varn- argarðurinn upp af Kirkjubæj arbrautinni var breikkaður og lagður nýr vegur meðfram eld fjallinu norðanverðu, svo hægt væri að koma við kæl- ingu á hættusvæðinu. Smá hraunrennsli er ofan við Kirkjubæjarbraut og mikill hiti í jarðveginum á svæðinu þar um kring. Hitinn er svo ofboðslegur að efstu húsin við Kirkjubæjarbrautina sjóða. Veggklæðningar flettast af, viðurinn verpist og á móti manni gýs óþefurinn, blanda af gasi og soðnum innrétting- um. Á páskadag brýst fram hraun við rætur eldfjallsins norðanvert, það rennur með- fram fjallinu, í suður með ströndinni, sem áður var og fer í sjó sunnan við Flugna- tanga. Hraunelfan er fimmtán til tuttugu metra breið, tveir metrar á dýpt og rennur hálf- an metra á sekúndu. I>á um kvöldið er hraunmyndunin í gígnum orðin 30 til 40 tonn á sekúndu. Á annan i páskum heldur hraunelfurinn áfram með Aðalskipulag kaupstaðarins fer í endurskoðun, þannig að þegar gosinu lýkur verði hægt að hefja uppbyggingu af full- um krafti. Það verður eftir 20 til 30 daga, segja Eyjabúar. svipuðum hraða, en kemst upp í metra á sekúndu þegar mest rennur. Nýi Flakkarinn fór 4 metra i norðurátt þann sólarhring. Töluverður hiti er í öllum hraunkantinum en eng in hreyfing er bæjarmegin á hrauninu, þó er fylgzt gaum- gæfilega með hraunkantinum bæjarmegin, við höfnina og innsiglinguna. Bærinn er hólp inn að sinni. Um það bil ein milljón rúm- metra af vikri er í bænuim. í athugun er að nota vikur- inn til gatnagerðar og uppfyll ingar á fyrirhuguðu bygging- arsvæði í vesturbænum, i ör- yggissvæðið við flugvöllinin og lengingu flugbrauta. 280 hús eru ónýt, þar eru talin þau sem fóru undir hraun, vikur og eyddust í eldi, um 180 hús þarfnast mikillar viðgerðar og annar eins fjöldi minni viðgerðar. Verður nú hafizt handa við að lagfæra og halda við litt skemmdum og óskemmdum húsum. Ljósmyndir og texti Valdís Óskarsdóttir 1 EYJUM UM PÁSKANA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.