Morgunblaðið - 09.05.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1973
HVAÐ ER EINS SPENNANDI
FYRIR VESTMANNAEYING?
Staöan í eldgosinu í Eyjum og nærvera sálarinnar
Hegðun eldgossins á Heima-
ey hefur nú verið þannig und-
anfarnar vikur að allt útlit er
fyrir að af völdum þess eigi
ekki eftir að verða meiri vand-
rœði og skemmdir svo nokkru
nemi miðað við það sem orðið
er. Hraunrennslið er nú orðið
mjög lítið og mælar visinda-
manna sýna stöðugt minni
þrýsting. Hraun kann að renna
einhverjar vikur og ef verst
lætur einhverja mánuði ennþá,
en staðan nú er nokkuð skýr
og út frá henni getur maður
velt vöngum.
Minnkandi gos,
„þegar“ og „ef“
Um 300 hús eru farin í Eyj-
um, eða um 25% af bænum,
nokkur hluti er einnig talsvert
skemmdur, en þó ekki meira en
svo að auðvelt er að gera við
þau hús.
Þetta eldgos er landeldgos
og það sér fyrir endann á því,
enda hafa landeldgos á Islandi
aldrei tekið sig upp á öðrum
stöðum eins og Surtsey gerði.
Surtsey var algjör undantekn-
ing og þess má geta að þrjú
síðustu gosin í Surtsey voru
smágos með mjög litlu efnis-
magni miðað við fyrsta gosið.
Allan gostímann í Eyjum
hafa menn verið misjafnlega
bjartsýnir og sumir hafa aldrei
verið bjartsýnir eins og gengur
en oft hefur verið miðað við
þessi tvö orð, þegar og ef.
Menn hafa sagt „Þegar upp-
byggingin hefst aftur“, og aðr-
ir „Ef Eyjarnar byggjast aft-
ur“.
Þeir bjartsýnu og kannski
raunsæju, sem sögðu þegar,
virðast ætla að verða ofan á,
þvi nú er aðeins spurning um
það hvenær unnt verður að
setja allt í gang aftur í at-
vinnu- og mannlífi Eyjanna.
Það er eins víst og það að
Heimaklettur hefur ekki færzt
úr stað, að Vestmannaeyjar
verða áfram byggðar því fólki
sem ann því að lifa þar.
Auöveld uppbygging
með samstilltu átaki
Aldrei hefur verið eins
spennandi að vera Vestmanna-
eyingur og einmitt nú, því
aldrej hefur það skipt eins
miklu máii fyrir Eyjarnar og
fyrir fólkið sjálft. Hvað er eins
spennandi fyrir Vestmannaey-
inga og það að byggja aftur
upp bæinn, byggja aftur upp
það samfélag sem er á marg-
an hátt svo sérstætt og ham-
ingjusamt? Og það er auðvelt
með samstilltu átaki, ótrúlega
auðvelt með sameinuðu afli,
eins og það er vonlítið með
sundrungu.
Fólkinu vantreyst og
hræðslan við að tala
En nú þýðir ekkert að ganga
fram hjá því að fólk er mis-
jafnlega gert og margir Eyja-
menn eru ennþá harmi lostnir
yfir því ástandi sem eldgosið
hefur skapað. Og ekki hefur
það bætt líðan þessa fólks að
stjórnvöld bæði í Eyjum og á
meginlandinu hafa aldrei talað
skýrt í þessu máli. Engin
ástæða er til þess að van-
treysta þvi sem lofað hefur
verið í þvi sambandi, að tjón
fólks, hús og annað verði bætt,
en stjórnvöld hafa ekki af-
greitt þessi mál eins og mann-
eskjur við manneskjur. 1 þessu
efni hafa stjórnvöld gleymt
frumkvæðinu og valið þann
kostinn að bíða. Þetta sjónar-
mið er á sinn hátt eðlilegt, þvi
hvað er það í rauninni að
býggja upp 300—400 hús,
hreinsa bæinn og svo framveg-
is þegar annað eins stórmál er
á annað borð komið fram. En
flest fólk er ekki þannig gert að
það geti tekið þetta eins og ein-
hverju eðlilegu og því hlýtur
það að þjást af rótleysi. Þama
vantar á sambandið milli
stjórnvalda og fólksins. Ef tal-
að er um málin og þau skýrð
þá má leysa öll mál o alveg
eins og eitt bæjarfélag vili
skipuleggja byggingu 300
húsa þá vill fólkið sjálft skipu
leggja sitt líf eins og hægt er
miðað við það þjóðfélag sem
við lifum í.
Að vera slitinn
frá viðmiðuninni
Eitt geta þó allir verið sam-
mála um að eldgosið á Heima-
ey er slíkt stórmál að með
engu móti er hægt að ætlast
til þess að al'lir þræðir séu eins
og þeir ættu að vera í þvi máli.
ÖM orka hefur farið í það að
meta stöðuna frá degi til dags
og vinna samkvæmt þvi og
fjórir mánuðir eru ekki langur
tími þótt hann hafi verið lang-
ur fyrir það fólk, sem hefur
orðið að lifa í óvissunni, hús-
næðislaust, peningalaust og slit
ið frá því samfélagi sem það
miðaði allt við.
Allt það góða fólk,
en annað einnig
Það er gott og Guðs þakkar
vert að geta hugsað til alls
þess fólks á meginlandinu sem
hefur aðstoðað Eyjafólk í þeim
harðindum sem það hefur orð-
ið að þola í hjarta sínu síðustu
mánuði, en það er einnig önnur
hlið á því máii eins og öðrum
málum og sú hlið verður ekki
afmáð. Það er lika til fólk, þó
að það sé ekki stór hópur af
heildinni, sem hefur komið
fram við Eyjafólk á skammar-
legan hátt, leigt þvi lélegt hús-
næði fyrir okurfé og látið orð
falla, sem aðeins vont fólk læt-
ur frá sér fara. Þetta fólk hugs
ar ekki út fyrir sína eigin skel
og það hefur ekki verið rifið
upp með rótum, það hefur ekki
þurft að flýja sín hús, burt frá
öllum vonum, burt úr jarðvegi
sínum.
1 öllum félagsskap og hjá öll
um þjóðum geta verið til and-
styggilegir menn, fantar, fífl og
morðingjar. Og það geta verið'
til menn sem aldrei geta sýnt
annað en vesælt andlit og ræt-
ið, en þegar bezt lætur er mað-
urinn svo göfug vera að ekk-
ert er eins fagurt í lífi voru.
Þessi flekklausa karl-
mennska er svo djúpt í sálu
okkar að hún helzt ósnortin, þó
allur ytri persónuleiki virðist
horfinn og þessum þætti í
manninum blæðir bitrustu sál-
arkvölum við að sjá nekt
manns, sem rúinn er þori og
sæmd.
Það er margt Eyjafólk, sem á
erfiða daga og nætur i hug-
skoti sínu, bitra sálarkvöl
óvissunnar, en megi það öðlast
styrk Guðs, trú á það að úr
öliu megi gott gjöra.
Frumkvæði
Eyjamanna sjálfra
Þegar á það er litið má
leggja fram nokkur atriði,
höfnin i Vestmannaeyjum virð-
ist ætla að verða betri eftir eld
gosið, frystihúsin geta með
stuttum fyrirvara byrjað að
framleiða og þar með er kom-
inn vettvangur fyrir fólkið.
Það er ekki víst að fólk geti
í miklum mæli farið heim til
Eyja á þessu ári, en þó benda
allar líkur tíl þess. En þegar
Heimaey er aftur til’búin til að
taka við sínu fólki þá verður
ugglaust fljótt gengið frá hús-
næði fyrir alla sem treysta sér
strax heim. Fólk verður þá ef
Eftir Árna Johnsen
Vestmannaeyingar eru byrjaðir að dytta að húsgörðum sfnum
eins og sjá má á þessari mynd. Ljósmynd Mbl. Sigurgeir.
til vill að sitja þröngt um sinn,
en það er hægt að byggja 300
hús á einu ári. Slikt munu
Eyjaskeggjar ekki setja fyrir
sig þegar þeir fá aftur tæki-
færi til eins og annað fólk á
Islandi og þegar bæjarstjórn
Vestmannaeyja fær aftur það
umboð sem Eyjafólkið kaus
hana til, þegar bæjarstjórnin
snýr andlitinu að fólkinu. Ekk-
ert nema frumkvæði Eyja-
manna sjálfra hefur dugað
þeim hingað til eins og þeir
vildu.
Að láta ekki sinn
hlut eftir liggja
Flest Eyjafólk sem ég hef
hitt bíður þess eins og biður að
það geti komizt sem fyrst heim
til þess að drífa bæinn upp aft-
ur, leggja hönd á plóginn við
að koma öllu i gang aftur. Tvo
skipstjóra og útgerðarmenn
hitti ég fyrir skömmu á sitt
hvorum staðnum. Báðir töluðu
um það að fyrir gos hefðu þeir
verið að hugsa um að hætta út-
gerðarbrasinu, enda farnir að
eldast. Nú er annað upp á ten-
ingnum. Þeir hafa harðnað
við hverja raun og ætla ekki
að láta sinn hlut eftir liggja
við uppbyggingu Eyjanna. Þær
skulu ná stöðu sinni aftur.
Fá íbúana til starfa
Ein hugmynd til dæmis í sam
bandi við hreinsun gæti verið
sú að þegar ákveðin gata verð-
Með samstilltu átaki verður
auðvelt að hreinsa bæinn.
ur hreinsuð, verði íbúum við
hana boðið að vinna við hreins-
un lóðanna um leið á launum
að sjálfsögðu. Til annars er
ekki hægt að ætlast eins og á
stendur. Með þessu móti myndi
verkið ganga bezt og minnstar
skemmdir myndu verða um leið
og fólki ganist kostur á að
kynna sér ástandið af eigin
raun.
Að sigra eða tapa
Nýja eldfjallið og hraunið
verður ekki fjarlægt, en það
verður ræktað upp og þegar á
allt er Ltið er það fallegt.
Menn munu sakna ákveðinna
sjónarmynda, en það koma
bara ný sjónarhorn og þó að
það sé sárt að hugsa til þess að
maður eigi aldrei framar eftir
að labba fram hjá Viipu austur
á Kirkjubæi, og þó að það sé
sárt fyrir fólk að horfa á eftir
húsum sínum undir nýja
jörð, þá skiptir það öllu máli að
fólkið lifir, byggir ný hús, nýja
byggð og setur sinn svip á saim
félagið. Það hefur sigrað.
Þegar maður veltir því fyr
ir sér hvort það geti verið
skynsamlegt hjá fólki að ætla
ekki út í Eyjar aftur, þá kemur
margt í hugann. Maður veit að
vísu svo lítið í lífinu hvað þá
að maður geti skipulagt öryggi
þess, en það er til dæmis á
hreinu að Helgafell gaus fyrir
5000 árum og það er einnig á
hreinu að ísland er eldfjalla-
land og það er lika á hreinu
að allar framfarir i þessu landi
hafa orðið fyrir baráttu, bar-
áttu og aftur baráttu. Þann
ig er lífið og á meðan maður
hefur ekki tapað lífinu og þar
með heilsunni, þá er í rauninni
engu tapað. Vestmannaeyingar
hafa orðið fyrir stærri blóðtök
um I gegn um tíðina en aðrir
landsmenn, en þeir hafa aldrei
lagt árar í bát. Þeir hafa sann-
anlega herzt við hverja ráun
og því hefur þeirra þátt-
ur verið svo mikilvægur í is-
lenzku þjóðlífi sem raun ber
vitni.
Hús er hægt að bæta og þau
eru fljótbyggð þegar fjármagn
er fyrir hendi og heinsun gatna
lóða og húsa er smámál þegar
allt kemur til alls. Það er hins
vegar sitthvað annað sém
aldrei er hægt að bætá. Lif