Morgunblaðið - 09.05.1973, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.05.1973, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. MAÍ 1973 ® 22-0-22- RAUÐARÁRSTÍG 31 ______________-J BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 BÍLALEIG A CAR RENTAL B0RGARTÚN29 STAKSTEINAR Hin styrka hönd Mafíiuís Kjartansson fagn- aði því á sínum tíma, að frjáls skoðanamyndun ætti sér ekki stað í Tékkóslóvakíu. Þessum manni hefur ætíð staðið stug-gur af þvi, sem eflt gæti frjálsa hugsun. Þetta er ósköp eðlilegt, þvi að framkoma mannsins öll er með því lagi, að ótrúlegt er, að nokkurn tima hafi hann talið frjálsa hugsun til mannréttinda. Magnús Kjartansson er sá einn ráðherra á fslandi, sem hefur atyrt þingmenn fyrir að beina til sín fyrirspiirnum. Hann hefur lýst því yfir í alþingi, að hann sé þar ekki kominn til þess að svara fyr- irspurnum þingmanna. Stend- ur þó í stjórnlagafræði for- sætisráðherrans, að slíkt sé helzta embættisskylda ráð- herrans. Og á sama hátt og Magnús Kjartansson neitar að svara fyrirspurnum þingmanna, þá svaraði hann ekki bréfi tryggingafélaganna um ósk um hækkun iðgjalda af bif- reiðatryggingum. Hafði þetta bréf þó verið sent i febrúar sl. til þess að ráðherrann hefði timann fyrir sér. En það dugði Magnúsi Kjartans- syni ekki. ftrekuðum óskum tryggingafélaganna um svar, — jákvætt eða neikvætt — var ekki sinnt. Trygginga- félögin voru þvi tilneydd til þess að segia upp sanming- um sínum um bifreiðatrygg- ingar. Astæðan fvr’r bvi. að Magn ús Kiartansson svarar ekki bréfi tryggíno-afélaganna, er sú. að iafnframt eðlislægri óbeit ráðberrans á lýðræðis- legum vinnuhrögðum, þá er Magnúsi það mjög í mun að koma ölliim heilbrigðum at- vinnurekstri á fslandi fyrir kattarnef. Magnús Kjartans- son hefur enn mesta trú á þeirri styrku hönd ríkis- valdsins, sem á sínum tíma Ieiddi Masaryk að glugga herbergis síns í Prag. Fari her og veri her Eins og kunnugt er, sam- þykkti miðstjórnarf undur Framsóknarflokksins að lýsa yfir stuðningi við stefnu rík- isstjórnarinnar i varnarmál- um eins og hún birtist í mál- efnasamningi ríkisstjórnar- innar. Hefur þessi samþykkt vak- ið mikla undrun manna, því að mikil deila hefur nú kom- ið upp milli framsi'iknar- manna, hvernig túlka berl þessa ályktun. Þannig halda Ólafur Ragnar Grimsson og grislingarnir hans því fram, að þessi samþykkt þýði í raun, að herinn eigi ekki að fara. En aðrir eru á annarri skoð un. Steingrímur Hermanns- son svarar i gær nokkrum spiirningum Þjóðviljans og segir þar m.a.: „Telurðu þá túlkun ranga, að Framsóknarflokkurinn sé með þeirri samþ. sem gerð var búinn að gefa upp á bát- inn ákvæði málefnasamnings- ins ii m endurskoðun með brottför hersins fyrir aiigum. Það tel ég alrangt.“ Með þessari yfiriýsingu sinni tekur Steingrímur und- ir túlkun kommúnista á mál- efnasamningnum. Er hann fyrsti þingmaður framsókn- armanna, sem slíkt gerir. spurt og svarad Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið i síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegl til föstudags og biðjið um Lesendaþjóniistii Morg- unhlaðsins. _ SIMI 24460 LAUGAVEGI 66 6ÍLALEIGAN EYSIR CAR RENTAL SKODA EYÐIR MINNA. Shooh LEIGAN AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. SAMVINNU- BANKINN ER HVERAVATN HOELT? Ásdís Waage, Hörðalandi 16, spyr: „Er ástæða til að bursta temrjr upp úr hveravatni og nota það í mat vegma fluor- inn-ihaidsiins í þvi?“ Baldur Johnsen, hjá Heii- brigðiseftirliti ríkisins, svar- ar: „Já, hitaveituvatn er tals- vert fluorauðu'gra en Gvend- arbrunnavatn og yfirleitt allt neyzluvatn á Islamdi, þótt inni haldið af fluor sé ekki það mikið, að það uppfylli kröf- ur, sem gerðar eru til þess með það í huga, að veruleg tannvernd fáist, aem er 1 ppm eða einn hluti í milljón. En fluorinnihaldið er talsvert en.gu að siður og ætti þess vegna frekar að vera til góðs en hitt, ef notað er í mat. — Hvað tamnburstun snertir, þá er fiuormagnið ekki það mik ið í hitaveituvatn'nu, að það hafi umtalsverð áhrif, en ef hiitaveltuvatnið er að Stað- aldri notað til matargerðar og drykkjar, þá ætti það frekar að vera til góðs en hitt.“ HLUTUR RAUÐA KROSSINS Addý Guðjónsdóttir, Sól- heimuim 25, spyr: „Hve mörg prósent fær Rauði krossinn til eigiin afnota af gjafafé, sem hingað berst?“ Eggert Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri, svarar: „0% — ekkert." RÖÐ FRÉTTA 1 HLJÓÐVARPI Jón Magnússon, Álfhekn'um 34, spyr: „Mig iangar til að vita, hver tilgangur hlj óðvarpsins er með því að hefja alltaf frétta tima sinn á fréttuim frá Viet nam, og um að Thieu og ÍSIix on hafi komizt að þessu og hirvu samkomulaginu, hvernig málin standa í Cambodiu og svo framvegis? Hvers vegna er ekki minnzt á innlendu fréttirnar að fyrra bragði, þegar ekkert sérstakt er að gerast erlendis? Ég hefði hald ið að úr nógu væri að velja úr innlendum fréttum?" Margrét Indriðadóttir, fréttastjóri hljóðvarps, svar- ar: „Það er alllangt síðan hætt var að aðgreina innlend ar fréttir og erlemdar í lestri, eins og áður fyrr var gert. Nú er meginreglan sú, að reyna að raða fréttunum eftir frétta gildi, og þannig hafa inmlend- ar fréttir oft verið lesnar ir. Má þar sem dæmi nefna fyrstar og þær erlendu á eft Vestmaninaeyjafréttir, sem hafa mjög oft á undamfömum vilkum verið lesmiar fyrstar, einnig fréttir um landhelgis- málið og þaninig mætiti lengi telja.“ VERÐUR GEIR MEÐ í HM? Birgir Blomsterberg, Lamba stekk 2, spyr: „Til Geiirs Hallsteinssonar: Hvort hann muni leika með i he imsmeis tarakeppninni í handknattleik?“ Geir Hallsteinsson svarar: „Að sjálfsögðu verður það fýrst og fremsrt landsliðs- nefndar HSÍ að álkveða, hvort ég verð valinn í liðið fyrir HM eða ekki, en mér hefur verið boðið að taka þátt í laindsliðs æfingum í sumar — hófust reyndar í fyrradag. Einn.ig miun það skipta máli, hvemig stendur á hjá félaginu i Dan mörku, Stadion, á þessum tíma og hvemig stendur á hjá mér í sambandi við nám mitt í íþróttakermaraháskólanuim þar ytra.“ TÍU Á TOPPNUM - NÝR ÚTVARPSÞÁTTUR HRUND Laugavegi 27 — sími 15135. Ný sending Jersey-blússur VerS: 835,00 krónur. Ég þakka af aiihu g öllum sem glöddu mi'g með gjöfuna, skeytum og blómum á 95 ára afmæiimi. Guð blessí ykkur öll. Jón Þórðarson. Loksins virðist ætla að verða af þvi, að íslenzkir popp tónlistaráhngamenn fái viku- legan lista yfir vinsælustu lög in á íslandi, því að á laugar- daginn kemur, kl. 16.30, verð- ur fyrsta sinni á dagskrá hljóð varpsins stundarlangur þátt- ur, sem nefnist „Tíu á toppn- um“ og er ætlað það hlut- verk að vera vikuleg kynn- ing á tíu vinsælustu Iögunum meðai islenzkra ungmenna, topp 10. Stjómandi þáttarins verður Örn Petersen, sem í vetur hef ur haft umsjón með einu „Popphomi" I viku i hljóð- varpinu. I viðtali við Mbl. í gær sagði hann, að í fyrsta þættinum yrðu kynnt 15 lög, sem vinsæl væru eða líkleg til vinsælda, og síðan gæfist hlustendum kostur á að greiða þremur þeirra atkvæði sitt með því að senda þættin- um miða með einkennisnúm- erum þeirra þriggja laga. Síð an yrði hafizt handa um há- degi á miðvikudag að reikna út, hvaða tíu lög hefðu feng- ið flest atkvæði, og þau lög skipuðu siðan sætin tíu á vin- sæidalistanum í næsta þætti. Þá kæmu fimm ný lög inn, í stað þeirra, sem fæst at- kvæði fengu, og þannig yrði síðan haldið áfram á hverj- um laugardegi. Við munum kynna efni fyrsta þáttarins betur í blað- inu fyrir eða um helgina og birta þá lista yfir lögin 15. Og alltaf er einhver að hætta... Undarlegir menn þessir popptónlistarmenn; þeir virð- ast enga eirð hafa i sér til að spila í sömu hljómsveitinni lengur en eitt ár í senn, eða svo virðist a.m.k. ástatt um suma þeirra. Skal hér getið nokkurra breytinga, sem orð- ið hafa að undanfömu: ANDY FRASER, fyrrum bassaleikari FREE, hafði stofnað hljómsveitina Sharks með engu minni manni en gítarleikaranum Chris Spedd- ing. Nú er Andy hættur, en líklegur eftirmaður hans er Rik Kenton, fyrrum liðsmað- ur Roxy Music. CHRIS FARLOWE, eitt sinn forystusöngvari með hijóm- sveitina Thunderbirds að baki, siðan einn á báti, síðan liðs- maður Colosseum og loks fé- lagi í hljómsveitinni Atomic Rooster, hefur nú að nýju haf ið einkaútgerð á sjálfum sér — hættur i Atomic Rooster. PATTO, hljómsveit stofnuð upp úr rústum hljómsveitar- innar TIMEBOX, hefur nú gengið sinn feril á enda, a.m. k. virðist svo vera, enda þótt alilrei sé að vita hverju þess- ar hljómsveitir kunna að taka upp á. BREAD, bandaríska hljóm- sveitin, sem hefur náð gífur- legum vinsældum í heima- landi sínu fyrir falleg og vel unnin lög, hefur ranibað á barmi djúprar gjár tipplausn- arinnar, en með lagni hefur tekizt að koma máluin svo fyrir, að liðsmenn hljómsveit arinnar fari í langt frí ttl að hvila sig og sinna hugðarefn- um sínum og taki svo aftur upp samstarfið, sem hingað til hefur svo góðan árangur borið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.