Morgunblaðið - 09.05.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.05.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUN'BLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGU'R 9. MAÍ 1973 íslandsmeistarar Víkings og Völsunga Völsungnr frá Húsavík varð Islíindsmeistari í öðrum og þriðja flokki kvenna i nýafstöðmi ís- landsmóti í handknattleik. f 3ja flokki þurfti að fara fram aukaúrslitakeppni á milli þriggja liða, Völsungs, Fylkis og Vikings. Völsungur vann báða sína leiki og Fylkir vann svo Viking. Mynd þessi var tekin af Völsun gum að úrslitunum loknum. Fremri röð frá Gnstri: Sigurhanna Sigfúsdóttir, Guðný Stefánsdóttir, Jóhanna Guðjónsdöt"'-, Fríða Rúnarsdóttir, Linda Stefánsdótt Ir og Gunnlaug Eiðsdóttir. Aftari röð frá vinstri: Va.Idís Helgadóttir, Olga Valdimarsdóttir, Anna María Kristjánsdóttir, Sveinn Pálsson, þjálfari, Margrét Jónsdóttir og Þómý Jónsdóttir. Víkingur varð ísiandsmeistari í öðmm flokki karla í handknattleik eftir aukaúrslitaleik við FH, Vikingur vann þann leik með 10 mörkum gegn 9. Myndin er af Víkingsliðinu, aftari röð frá vinstri: Gunnar Leifsson, Hjörtur Hjartarson, Gunnar Öm Kristjánsson, Hafþór Krist- jánsson, Jóhann Guðmundsson, fyrirliði og Pétur Bjarnason, þjálfari liðsins. — Fremri röð: Magnús Guðmundsson, Erlendur Hermannsson, Óskar Tómasson, Eggert Guðmundsson, Ragn- ar Gíslason og Tryggvi Haraldsson. Á myndina vantar Jakob I»órarinsson. Lélegur leikur Víkings og Ármanns í Reykjavíkurmótinu Þær fáu hræður sem lögðu leið sína á Melavöllinn í fyrra- kvöld, til að fylgjast með viður- eign Víkings og Ármanns í Reykjavíkurmótinu i knatt- spyrnu, hafa örugglega ekki far ið ánægðar heim á ný. Leikur liðanna var vægast sagt lélegur, Vikingar voru ekki alveg eins langt niðri og unnu leikinn með tveimur mörkum gegn engu. Ef Víkingar ætla að gera sér ein- hverjar vonir um sigur í ann- arri deild í sumar verða þeir að gera betur en í þessum leik, miklu betur. Fyrri hálfleikurinn leið án þess að mark væri skorað, þó hötfðu framherjar beggja liða átt hin þægilegustu marktækifæri, sem þeim tókst þó að misnota. Vikingur tók forystu á 10. mín- útu síðari hálfleiks með marki Stefáns Haildórssonar, eftir und irbúning Eiríks Þorsteinssonar. Átta mínútum síðar komst Jó- hannes Bárðarson einn inn fyr- ir vöm Ármanns og renndi kpettinum framhjá markverðin- um. Megn rangstöðulykt var af marki þessu. Fleiri mörk voru ekki skorúð í leiknum. Staðan STAÐAN í ReyUjai íkurmótiim í knattspymu er nú þessi og em þá leikir Vestmannaeyinga meðtaldir. ÍBV getwr orðið sig- urvegari í mótinu, en ekki Reykjavíkurmeistari. FVam 5 3 2 0 14:2 8 Vaiur 5 3 1 1 6:2 7 Víkingur 4 2 1 1 6:5 5 IBV 3 1 2 0 2:1 4 KR 4 2 0 2 8:2 4 Þróttour 5 0 2 3 0:7 2 Ármamon 4 0 0 4 1:15 0 Ef leikjum Vestmannaeyinga er sleppt og staðan tekin varð- andi keppnina um Reykjavíknr- meistaratitiiinn, þá er hún þann ig: Fram 4 3 10 13:1 7 Valur 4 3 1 0 6:1 7 Víkingur 4 2 11 6:5 5 KR 4 2 0 2 8:2 4 Þróttour 4 0 1 3 0:7 1 Ármann 3 0 0 3 1:15 0 Eins og sést á töflunni, enu það aðeins Fram og Valur sem geta unnið mótið, em þau eiga eftir að leika innbyrðis og fer sá leikur fram neesta laiugardag. Það félagið sem viimiur þann leik verður Reykjavikurmeistari. KR á aðeins eftir einn leik (að viðbættum leiknum við IBV) gegn Víkimig og á því ekki mögu leika á nema 6 stoiiguim, en Vík- ingur á möguleika á 7 stoigum með því að vinma KR. íslandsmótið í minni-bolta ÍSLANDSMÓT í minni-bolta verður haldið 26. og 27. mal Þátt tökutilkynningar, ásamt þátot- töikugjaldi la'ónium 500 fyrir hvert lið, sendist til KKl, póst- hóQf 864 fyrir 20. mai. *__ Sportmenn IBK Sportmenn IBK halda aðal- fund sinn næstkomandi fimmtu- dag, 10. maí, í Aðalveri og hefst fundurinn klukkan 21.00. Fund- arefni verður venjuleg aðalfund arstörf og einnig verður rætt um fjáröflunarleiðir. Jackie Charlton Við sögðum frá því í íþróttafréttum Mbl. í gær að Bobby Chariton hefði verið ráðinn framkvæmdastjóri 2. deildar iiðsins Preston. Bróð ir hans, Jackie Charlton, réð sig svo í fyrradag sem fram- kvæmdastjóra hjá öðru liði í annarri deild, Middiesbor- ough. Jackie er 39 ára að aldri og hefur leikið með að- alliði Leeds meira og minna síðastliðin 20 ár. Bræðurnir Jackie og Bobby voru báð- ir í heimsmeistaraliði Eng- lands 1966. Stórsvigsmót Armanns; Strákarnir höfðu ekki við henni ^12 ára stúlka fékk beztan tíma allra unglinganna Steinunn Sæmundsdóttir hefur sýnt mikið öryggi á mótum þeim sem hún hefur tekið þátt í og enn ekki tapað. Stórsvigsmót Ármanns var haldið við skíðaskála Ármenn- inga í Bláfjölliim síðastliðinn sunnudag í einstaklega góðu veðri og góðu skíðafæri. Að þessu sinni var keppt í tveimur flokkum fullorðinna og sjö flokkum unglinga og bama. Brautir þóttu skemmtilegar og mótið fór vel fram, árangur keppenda var kynntur jafnharð an og voru ávallt tveir kepp- endur í brautinni í einu. Sérstaka athygli vakti frammi staða þeirra Jóhanns Vilbergs- sonar, sem náði brautartíma und ir einni mínútu í báðum ferð- um og Steinunnar Sæmundsdótt ur, sem náði beztum brautar- tíma unglinga þó aðeins 12 ára sé. Jafnaldrar Steinunnar höfðu ekki roð við henni og nokkru eldri strákar urðu að sætta sig við lakari tíma en hennar og þykja þeir þó efnilegir skiða- menn. Snjór er enn mikill í Bláfjöll- um og var þar margt um mann- inn á skíðum um s.l. helgi, enda þykir flestum vorið skemmtileg- asti skíðatíminn. Lyftur verða í gangi um helgar og á þriðju- dags- og fimmtudagskvöld- um ‘eins og undanfarið, en auk þess alla góðviðrisdaga meðan snjór endist. Braut barna 10 ára og yngri hafði 25 hlið og 170 m fallhæð, braut uniglinga í öllum flokíkum hafði 36 hlið og 240 m failhæð og braut fullorð- inna hafði 34 hlið og 240 m fall- hæð. Fullorðnir fóru tvær ferð- ir í brautinni, en böm og ungl- ingar eina. Keppendur voru 83 frá Reykjavíkurfélögunum og einn frá Siglufirði. Helztu úrslit urðu sem hér segir: Stúlkur 10 ára og yngri tími Ása Hrönn Sæmundsd. 52,4 Þórunn Egilsdóttir Á 57,8 Bryndís Pétursdóttir Á 58.0 Drengir 10 ára og yngri Einar Olfsson Á 51,3 Kormákur Geirharðsson Á 51,5 Rikhard Sigurðsson Á 54,4 Stúlkur 11 og 12 ára Steinunn Sæmundsdóttir Á 65,3 Berglind Friðþjófsdóttir Á 79,0 Nína Helgadóttir IR 80,0 Drengir 11 og 12 ára Helgi Geirharðsson Á 70,2 Sigurður Kolbeinsson Á 71,2 Árni Þór Árnason Á 72,0 Stúlkur 13—15 ára Helga Möller KR 71,9 Guðbjörg Árnadóttir Á 77,4 Guðrún Harðardóttir Á 78,8 Drengir 13 og 14 ára Bjöm Ingóílfsso'n Á 69,9 Ragnar Einarsson iR 70,2 Öm Sæmundsson Á 71,3 Drengir 15 og 16 ára Magni Pétursson KR 65,5 Sigurgeir Tómasson KR 66,3 Guðni Ingvarsson KR 67,6 Kvennaflokkur Auður Harðardóttir Á 139,8 Hrafnhildur Helgadóttir Á 148,7 Ingunn Egilsdóttir KR 200,8 Karlaflokkur Jóhann Vilbergsson KR 117,4 Ilákon Ölafsson Sigto. 121,7 James Major Á 123,5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.