Morgunblaðið - 22.05.1973, Síða 1

Morgunblaðið - 22.05.1973, Síða 1
48 blaðsíður (tvö blöð) Freigátan Cleopatra fylgtli Þór eins og skuggi í allan gærdag. Ljósm. Mbl. Kr. Ben. Slr Alec um lendingarbannið: „Ætti ekki að koma fyrir milli bandalagsríkj a“! Hróp gert að þingmanni, sem tók málstað íslendinga London, Briissel, 21. maí — AP 0 Sú ákvörðun íslenzku rík- isstjórnarinnar að banna lendingar brezkra flugvéla á ölluin íslcnzkum flugvöllum, þar á meðal á Keflavíkur- flugvelli, var rædd í neðri málstofu brezka þingsins í dag, að því er segir í einka- skeyti AP-fréttastofunnar til Morgunblaðsins. 0 Sir Alec Douglas-Home, utanríkisráðherra Bret- lands, sagði, að bannið skipti Breta litlu máli, en „engu að síður ætti þetta ekki að koma fyrir milli tveggja bandalagsríkja innan At- lantshafsbandalagsins11, eins og hann komst að orði. £ Gerði ráðherrann síðan grein fyrir þeirri ákvörð- un brezku stjórnarinnar að senda herskip til verridar brezkum togurum innan 50 mílna markanna, og sagði, að herskipin yrðu kölluð þaðan brott, þegar íslcndingar hættu að áreita brezku fiski- skipin. 9 Tveir brezkir þingmenn andmæltu stefnu brezku stjórnarinnar, þeir Donald Stewart, þingmaður skozkra þjóðernissinna, og Erif Heff- er úr Verkamannaflokknum. 0 Ákvörðun íslenzku ríkis- stjórnarinnar var einnig rædd á fundi í Norður-At- lantshafsráðinu og af hálfu vestur-þýzku stjórnarinnar var því Iýst yfir, að flotaað- gerðir Breta væru að þeirra dómi bæði réttmætar og rök- réttar. — Sjá nánar afstöðu hennar í frétt á bls. 31. • EDWARD Clifton, skipst-jóri á eftirlitsskipinu Othello, sagði seint á laugardagskvöldið, að brezkir togarar væru nú sem óðast að byrja veiðar að nýju innan 50 niílnanna undir her- skipavernd. Herskipin eru búin öflugum vopnum, og þar eru þyrlur um borð, sem niunu fl.júga í eftiiiitsferðir. Var frið- sanit á niiðununi, að sögn Clift- ons, og ekki varð þann dag vart við islenzk varðskip i grennd við togarana. • Þá segir í fréttum AP, að siinskeytiim og yfirlýsing- um um stuðning við ákvörðun Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.