Morgunblaðið - 22.05.1973, Síða 3

Morgunblaðið - 22.05.1973, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, URIÐJUDAGUR 22. MAl 1973 3 ÞAU eru nú orðin tíu skipin, sem brezka stjórn- in hefur sent á Islandsmið til að reyna að tryggja togurum sínum áframhald- andi veiðar innan fimmtíu mílna fiskveiðilandhelg- innar. Það eru freigáturn- ar Líncoin. Plymouth, Cleopatra og Jupiter, vopn- aðar stórum ratsjárstýrð- um fallbyssum, fjarstýrð- um eldflaugum, rakettum og djúpsprengjum, drátt- arbátarnir þrír, Statesman, Englishman og Irishman, olíuskipið Wave Chief og eftirlitsskipin Miranda og Othello. Þrjár freigátanina eru auk þess með þyrlur um borð sem geta borið bæði tundurskeyti og fjarstýrð- ar eldflaugar. Þessum flota stjórnar svo Martin Lucey, aðmíráll, frá neðan- jarðarbyrgi sínu (150 fet undir vfirborði jarðar) í Englandi. Gegn þessum flota stefn- um við svo Ægi, Óðni, Þór, Albert og Arvakri. Ef svo virðist sem íslendingar ætli nú með sínum mikla flota að ná yfirhöndinni, þurfa togaraskipstjórarnir ekki beinlínis að örvænta, þvi að þeir geta fengið pínuJitla aukaaðstoð að heiman. Eí nauðsyn krefur er hægt að kalla á vettvang tvö flugmóðurskip, fimm víkingasveitaskip, tólf tundurspilla búna fjar- stýrðum eldflaugum, þrjú beitiskip og sextíu og sex freigátur. Ef þetta dugar ekki til, er hægt að kalla á vígvöllinn þr j átíu kafbáta, af hverjum níu eru kjarn- orkuknúnir og búnir kjarn orkueldflaugum og kjarn- orkutundurskeytum. Má gera ráð fyrir að þá fari versnandi hagur íslenzka þorskstofnsins. — ót. Á þessari mynd sést flotinn ósigrandi. Efst eru freigáturnar fjórar, þá birgðasldpið og dráttarbátarnir þrir. Á myndina vantar Othello og Miröndu en þau eru aðeins aðstoðarsldp í slysa- eða veikindatilvikum. I'rjár freigátur eru til verndar tognrunum — hin fjórða leysir hinar af. Á hinni myndinni á móti er svo islenzki varðskipaflotinn. Stærðarhlutföllin eru þau sömu. Efst er Ægir, þá Þór, Óðinn, Árvakur og Al- bert. <

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.