Morgunblaðið - 22.05.1973, Page 4

Morgunblaðið - 22.05.1973, Page 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. MAl 1973 T Fa jl BÍLiLl lOi \ UiAit: ® 22*0*22* RAUOARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL TS 21190 21188 BÍLALEIG A CAR RENTAL BORGARTÚW 29 CAR RENTAL BÍLALEIGA TRAUSTI ÞVERHOLT 15ATEL. 25780 FERÐABÍLAR HF. Bílaleiga. - Simi 81260. Tveggja manna Citroen Mehari. F!mm manna Citroen G.S. 8—22 manna Mercedes Benz hópferðabílar (m. bílstjórum). SKODA EYÐIR MINNA. Shobh LEIGAH AUÐBREKKU 44-46. SÍMI 42600. AV/S _____SIMI 24460 LAUGAVEGI 66 BÍLALEIGAN vfelEYSIR CAR RENTAL HÓPFERÐIN Til leigu í lengri og skemmri ferðir, 8—34 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON, símar 86155 og 32716. STAKSTEINAR Allt eru nú fréttir Fréttamaður ríkisútvarps- ins sótti miðstjórnarfund Franisóknarflokksins á dög- untim og var þar sem frétta- maönr en ekki framsóknar- rnaður. Var þó fundurinn lokaður. Þegar fiindinum lauk átti fréttamaðurinn viðtal við dr. Ólaf Ragnar Grímsson, sem féll í framkvæmda- st.jörnarkosningum, um mið- stjórnarfundinn og var aðal- lega talað um fall Ólafs í kosning-iimim. Hins vegar var ekki haft samband við Ólaf Jóhannesson, formann Fram- sóknarflokksins til viðtals. Þegar kveinstafir dr. Ólafs Ragnars höfðu heyrzt í út- varpinu, hringdi Ólafur Jó- hannesson óðara í útvarps- stjóra og kvartaði undan fréttinni og spurði, hvort það v;eri ætlun ríkisútvarpsins að birta í framtíðinni sem stór- fréttir, ef einhver Ólafur félli í kaupfélagskosningtim úti á landi. Nú líður tíminn. Síðast liðinn laugardag skýrir svo útvarpið frá því í morgun- fréttum, að verið sé að mála húsin á Bernhöftstorfunni. Að lokinni fréttinni var svo spilað Öxar við ána. Skömmu eftir þetta hringir forsætisráðherrann enn í út- varpsstjóra og er r.iikið niðri fyrir. Kvartar hann nú undan morgunfréttunum og spyr síðan útvarpsstjóra hvort út- varpið ætlaði að segja sér- staklega frá þvrí, ef einhverjir tækju sig til og máluðu kaup- félagshúsin á Sauðárkróki, og hvort útvarpið myndi þá spila „Skín við sólu Skagafjörður“ af því tilefni. Hljótt er um Svövu Það hefur vakið nokkra tindrun manna, að Svava Jakobsdóttir hefur ekki haft sig eins i frammi undanfarið og fyrst eftir að hún tók virk- an þátt í stjórnmálum. Nýtt Iand kemur með nokkuð at- hyglisverða skýringu á minnk andi umsvifum þingmannsins í síðasta tbl. sínu: „Fins og rakið hefur verið er það sérgrein Alþýðubanda- lags-„kerfisins“ að „ræna“ einstaklingum úr öðrum flokkum. Er jafnvel ekki skirrzt við að fara til þess alla leið inn á skrifstofu Morgimblaðsins. Gyllt er fyrir þessum ein- staklingum, hvers miklu þeir og þeir einir geti komið til leiðar í samvinnu við „kerf- ið“, og með því ýtt fast á hé- gómleikataug viðkomandi. Ástæðan til þessara „rána“ er framar öðru sú, að „kerf- ið“ væntir þess að í slóð þess- ara einstaklinga fylgi veru- legur hópur, sem kosninga- f.vlgi „kerfisins“. Þegar „kerfinu“ heppnast að fá á lista sinn bandingja t.d. úr Morgunblaðsliðinu, þá lítur „kerfið" svo á, að búið sé að breiða svo vandlega yf- ir það, að það sjáist ekki með augum venjulegs kjósanda. Bandinginn úr Morgunblaðs- höllinni er aUt í einu orðinn allur framboðslistinn. Áróð- ursmeistarar „kerfisins" syngja nú bandingjanum lof og dýrð. Ágæti hans er að vísu óskilgreint en ágieti samt. Síðan er kosið. I Ijós kemur að bandinginn hefur fært „kerfinu“ drjúgt fylgi. En nú fara „timburmennim- ir“ að segja til sin. Hægt og hægt er byrjað að draga úr lofinu um bandingjann unz nafn hans heyrist varla. Jafnframt fara að koma greinar í „Blaðinu“ um ágæti „kerfisins". Sannað er með „rökum“ að ágæti „kerfisins" sé í hámarki. Á meðan raula áróðursmeistararnir pólitisk vögguljóð yfir bandingjanum, unz hann sofnar inn í nafn- leysið og „kerfið“.“ spurt og svarað Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS Hringið í síma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg- unblaðsins. GJALD VH) SÖLUTILKYNNINGU BIFREIÐA Örnólfur Örnólfsson, Egils stöðum, spyr: „Ég hef orðið var við, að þegar seldar eru bifreiðar, er gjaldið við sölutilkynningu bifreiða mjög mismunandi. 1. Hversu hátt er gjaldið og er ekki sama verð um allt landið? 2. Hvor sýslumaðurinn fær gjaldið, þegar bifreið er seld milli sýslna? 3. Hvers vegna gefa sýslu menn ekki kvittun fyrir um- ræddu gjaldi ?“ Fjármálaráðuneytið svarar: „Þegar eigendaskipti verða að bifreið ber að greiða skrán ingargjald, sem er það sama um allt land, kr. 400,00. Gjald ið greiðist þar sem skráning- in fer fram, sem getur verið hvar sem er á landinu. Hvaða aðili, sem við gjald- inu tekur, er skyldur að gefa kvittun og frá ársbyrjun 1972 eiga þær kvittanir að vera staðalkvittanir, sérstaklega númeraðar. Almennt er eng- um skylt að greiða opinber- um aðila neins konar greiðslu nema gegn sérstakri kvittun. Verið getur, að við um- skráningu bifreiða komi til innheimtu ýmis önnur gjöld vegna bifreiðarinn- ar, sem eru gjaldfallin, en ógreidd, s.s. bifreiðaskatt- ur, skoðunargjald eða trygg- ingargjald. Getur slík inn- heimta valdið því, að gjöld, sem falla til greiðslu við eig- endaskipti verða mishá.“ MEÐÖL ÓBEINT FRÁDREGIN SKATTI Erla Bjarnadóttir, Hall- veigarstig 9, spyr: „Fást meðöl dregin frá skatti?“ Bergur Guðnason, Skatt- stofu ríkisins svarar: Það má segja það óbeint að meðöl fáist frádregin skatti, þar sem heimilt er að veita ívilnun vegna sjúkra kostnaðar, m.a. vegna lyfja- kaupa, samkvæmt 52. grein skattalaganna. Þó er það skilyrði fyrir íviinun að gjaldþol skattþeg ans sé verulega skert vegna þessara kaupa, þ.e. lyfja- kaup þurfa að vera talsverð til að hafa áhrif á skatt- greiðslu viðkomandi. Til þess að ívilnun fáist þarf að útfyl'ta eyðublað, og voru lög um það sett á þessu ári. Einnig er æskilegt að læknisvottorð fylgi eyðu- blaði. UM ÚTVARPSGJÖLD Sigríður Sigfúsdóttir, KLeppsvegi 22, spyr: „Hvers vegna þarf maður, sem á sjónvarp en ekkert út- varp, nema í bil, þar sem hann borgar það auðvitað sér staklega, að borga gjald til Rikisútvarpsins? Er ekki hægt að fá leiðréttingu á þessu?“ Axel Ó. Ólafsson, inn- heimtustjóri Ríkisútvairpsins, svarar: Innheimta skal árlegt afnotagjald, sjónvarps- gjald, af hverju sjónvarps- viðtæki. Með greiðslu sjónvarps- gjaldsins hefur eigandi sjón- varpsviðtækis fullnægt skyld um sínum um gréiðslu afnota gjalds fyrir hljóðvarpstæki. Hér er um nýjar reglur að ræða skv. 15. gr. útvarpslaga 1971. Afnotagjöld af útvarps- tækjum i einkabíium eru nú aðeins innheimt að % hluta og faila niður frá og með 1. jan. 1974, nema af bílum sem not aðir eru vegna atvinnu- reksturs og einnig hjá þeim bíleigendum sem ekki hafa út varpsafnot. MELODY MAKER birti nýlega yfirlit yfir stöðu 20 vinsælla brezkra bljómsveita og nefndist yfirlitið „The Rock Report“. í því var rak- in — mjög gagnort — for- tið og nútíð hverrar hijóm- sveitar — og einnig framtíð- in, eins og blaðamenn blaðs- ins sjá hana. Við hefjum nú birtingu umsagnanna um hljómsveitirnar og tökum fyr ir eina hljómsveit í senn — undir hausnum „Popp- skýrslan“. Fyrst í röðinni er hl.jómsveit, sem íslendingar þekkja vel: Led Zeppelin. Popp-skýrslpn FORTÍÐ: Stofnuð síðla árs ’69 sem rökrétt fylgja út- brunninna Yardbirds. Sem slík lilaut hún skjótt vinsæld ir vegna fylgis Jimmy Page í Bandaríkjunum, sem siðan margfölduðust um allan lieim þegar „Communication Break down“ og „Whole Lotta Love“ gáfu „þungri tónlist“ nýja vídd. NÚTÍÐ: Óvefengdir heims- meistarar þar til fyrir ári síð an, en hafa dalað nokkuð vegna nýjustu stóru plötunn ar sinnar; vandræðalegt stefnuleysi hennar hefur svipt þá fylgismönnum. En á sviði eru þeir enn stórkost- legir. FRAMTÍÐ: Page og Plant hafa lengi reynt að víkka út svið tónlistar sinnar, en hafa átt í barningi vegna að- dáenda, sem i grundvall- aratriðum vilja enn „þrumu- og eldinga" tónstyrkinn frá fyrri tímum. Hljómsveitin mun alltaf verða góð á hljóm leikum, en sjötta stóra plat- an mun hafa algera úrslita- þýðingu. Og svo eru þeir iíka alltaf að græða . . . Og fyrst við vorum með Led Zeppelin á dagskrá, er ekki úr vegi að geta þess, að nú er hljómsveitin á myndarlegu hljómleikaferðalagi um Bandaríkin, troðfyllir hvern hljómleikasalinn á fætur öðr- um af fólki og liðsmenn hljóm sveitarinnar troðfylla hvern vasann á fætur öðrum af seðlum! Og þar sem ekki liafa alls staðar fundizt nógu stórir hljómleikasalir, hefur verið gripið til þess ráðs, þar sem því hefur verið við komið, að halda hljómleikana utan dyra í góða veðrinu — eink- um á íþróttaleikvöngum. f einum slíkum í Tampa í Flor ida borguðu sig ekki færri en 56,800 manns inn og mun það nýtt vallarmet og jafn- framt Bandarikjamet í að sókn á hljómleika einn- ar hljómsveitar. Þegar Bítl- arnir héldu sína hljómleika í Shea Stadium leikvanginum í New York hér fyrr á árum, var aðsóknin allt að því eins mikil, en þó aðeins minni, vegna rúmleysis á vellinum þeim. Og að sjálfsögðu hef ur stemmningin verið góð á hljómleikum Led Zeppelin að undanförnu — ekki sízt meðal álieyrenda, sem liafa, þegar húsrúm leyfði, farið í Woodstockleik og látið al- veg eins og þeir væru á |>opp hátið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.