Morgunblaðið - 22.05.1973, Síða 21

Morgunblaðið - 22.05.1973, Síða 21
MORGUNRLAÐIÐ, MIIÐJUDAGUR 22. MAÍ 1973 21 Áttræður i dag: Sören Bögeskov Bögeskov þýðir beykiskógur — og eiini aðilinn með þessu tnafni, hér á landi, er áttræður í dag. Þetta er fyrrverandi heið- ursbóndi og ágætur kunn- inigi fjölda Reykvlkinjga, og miangra annarra vítt um sveitir landsins, Sören Bögeskov, Safa mýri 56 i Reykjavik. Að uppiruna er Bögeskov dainskur, fæddur i kóngsins Kaupmannahöfn, alinn upp við józkan vestamgust, kom til Is- lands 26 ára, eftir að hafa lokið herþjónustu og beint af skóla- bekk úr búnaðarskóla í Haslev, fyrir tilstilli og með aðstoð Áge Meyer Benedictsen, hins mikla Islandsvinar, og Dansk-íslenzka félagsins. Sören Bögeskov kveðst hafa fcomið hingað í sumarfrli, sem enn er ekki á enda runnið. Hitt er svo annað mál hve margir mundu kalla það sumarfrí að stunda bústörf á Islandi í rúm- lega 40 ár, en það heifur Böge- skov gert. Fyrstu árin hér vann hann á Hvamneyri, i Mývatnssveit, Am airbæli í Ölfuisi og Blikastöðum í Mosfellssveit, staðnæmdist síðan í Reykjavík og hóf þar eigin bú- skap við Rauðarárstíginn árið 1930. Auðvitað kunni hann öll dönsk bústörf við hingaðkomu og hin islenzku voru auðlærð, og svo vel gekk eigin búskapur, með hagsýni og dugnaði rekinn, að efnt var til umfamgsmeiri at- hafna þegar flutt var á Kringlu mýrarblett 19, eiginlega flúið frá ásókn vaxandi höfuðstaðar. Þessi búferlaflutningur gerðist árið 1938 og þar var búið til árs ins 1963 — og raumar lengur þó — en þetta ár gleypti höfuðborg arþéttbýlið spilduna hans öðru sinni og þá var flutzt í Safamýr ina með sýn til allra átta frá ágætri eigin íbúð í sambýlishúsi. Þrátt fyrir lítið landrými við Rauðarárstíg og á Kringiumýr- arbletti veittu búnytjar fjöl- skyldunni framfæri svo að hún hefur þrifizt með ágætum og margfaldazt. ,,Ég var einm en nú erum við fjórtán," segir Sören Bögeskov, en þá telur hann tengdasyni og bamabömim með. Það var árið 1934 sem hann eignaðist sína ágætu konu. Hún Ágústa kom alla leið aust an frá Kotey í Meðaliandi til þess að gerast lífsfömnaut- ur eina józka bóndans á íslandi i þá daga, og sá vefur, sem þau hafa slegið um 40 ára skeið, er hvorki hnökróttur né með blá- þráðum, enda hefur fjölskyldan öll verið sérlega samhent í at- höfnum, en dætumar em þrjár. Á litlu landi var búskapurinn rekinm með kýr og svín, hross og hænsni, sem allt var afurða- samur bústofn og gaf trygga til- veru, enda rækt og kostgæfni gætt í öilum störfum. Þrír hekt arar iannds voru til umráða á býl inu og eitthvað af smáskákum var auk þess fengið til nytja, en þanigað kom ég á bú bónd- ans er hanm hofði þrettán kýr á beit, fjögur ungneyti og tarf ásamt tveim hestum. Það mun teljast vel setið land — og allt gaf góðan arð. Á um- ræddri skák var þó ekki ein- göngu ræktað fóður heldur og manneldisjurtir, bæði kartöflur og rabarbari, sem fjölskyld- an var samhent um að nytja. „Grísimir voru lítill fjárhagsleg ur baggi á búskapnum hjá mér,“ sagði Sören Bögeskov mér fyrir allmörgum árum. Hjá venjuleg- um Jóta þýðir það, að grísim - ir hafi gefið góðan arð, en það er háttur góðra Jóta að tjá sig neikvætt, en skilja ber jákvætt. 1 búsbap og fjölskyldulifi hafa vist flestir hlutir verið já- kvæðir hvernig svo sem hús bóndinn hefur tjáð sig, i alvöru eða gámni, en gamansemi er Sör en Bögeskov í blóð borin. Hann kom með farfuglunum til íslands fyrir 54 árum, en hvarf ekki með þeim héðan á haust- nóttum heldur gerðist „stað- fuigl“, góður og ágætur borgari með okkur, vinsæll og góður fé- lagi í öllum félagsskap, bæði með dönskum og íslenzkum. Og enn er hann virkur að þeim hlut verkum, er við hæfi þykja, og keikur gengur hann og hvergi lotinn. Við anddyri níunda tug- ar á ævi Sören Bögeskovs erum emn er hann virkur í þeim hlut- ar, að honum og allri fjölskyld- unni, fjórtánfaldri, megi ætið vel vegna. Heill Sören Bögeskov átt ræðum!! Gísli Kristjánsson. Hvers eiga Gríms- eyingar að gjalda? STUTTU fyrir þinglok, var lagt fram á Alþingi „Frumvarp til laga, um veiði með botnvörpu, flotvörpu og dragnót í fiskveiði landhelginni". Frumvarp þetta virðist nokk- uð seint á ferðinni, hefði átt að li'ggja fyrir, samþykkt, áður en að landhelgin var færð út 1. sept. 1972. En hvað um það, þessi vinnu- brögð virðast þóknanleg hinu háa Alþimgi og hvað skyldum við, sauðsvartur almúginn, þá vera að fetta fingur út í þetta. Jú, ennþá megum við útkjálkamenn láta í okkur heyra, þó að við sé- um ekki sammála öllum aðgerð- um valdhaf a. Án vafa, hafa flest byggðar- lög gert sér von um að komið yrði til móts við óskir þeirra varðandi friðun og takmarkaða veiði innan landhelginnar. Og rétt er það, v'iða hefur það verið gert, en þó á engu að breyta á nokkrum stöðum. Einn þeirra staða, sem að mati nefndarinnar virðist hafa búið við nógu gott ástand í þessum efnum, er Grimsey. Það er ef til viil frekja, en þó langar mig til þess að spyrja nefndarmenn, hvernig komuzt þið að þeirri merkiliegu niður- stöðu, að Grímsey, ein allra byggða á Norðurlandi, byggi við svo gott ástand í friðunarmál- um, að ástæðulaust væri að bæta nokkuð þar um? Ef til vill er hægt að finna einhver rök, sem réttlæta þessi vinnubrögð, þó að mér sé um megn að festa auga á þau. Svo sem tillögurnar bera með sér, er togveiðiskipum heimilt að veiða á mjóu belti sunnan Grímseyjar, sem að mér sýnist að bjóði hættunni heim, um á- framhaldandi brot á fiskveiðiland helginni og örugglega auðveldar þessi hrimgveiði ekki Landhelg- isgæzlunni að vinna sín erfiðu störf, enda trúlegast, að ekki hafi verið haft samráð við þá stofnun. Ég hygg, að það hafi vakið furðu fleiri en mér, að ekki var kjörinn einn einasti fiski- fræðingur i þessa fiskveiðilaga- nefnd. Svo virðist þó að fiski- fræðingarnir ættu öðrum frem- ur að vera vel til þess fallnir að fjalla um þessi mál. Er það af vantrú á fiskifræðingum að þeim skuli haldið utan við allt, sem að lanidhel'gismiá'lium lýtur, eða er eitthvað annað sem velduir? Spyr sá, er ekki veiit. Mér sýnist að flest rök hnígi í þá átt, að hyggilegast sé að færa út hringinn við Grimsey svo að lokist að sunnan og um leið koma tiil móts við óskir Gríms- eyimga um aukna friðun og minnkandi ágang togveiðiskipa, í stað þess að sýna þeim hver vald ið hefur. A. Jónsson. LE5IÐ DRCLEGII Hátt endursöluverð á Sunbeam er engin tilviljun. ítalska línaníteikningu þeirra gerir þá stílhreina og glæsilega. Þeir eru rúmgóðir 5-mannabílar. Traust bygging eftir reyndum formúlum tryggir endinguna. Tvær vélastærðir bjóðast, 1250 ogl500cc.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.