Morgunblaðið - 09.08.1973, Blaðsíða 11
MORGUM3LAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1973
r'* -
li -
3 bleiklaxar úr Þjórsá
ÞRlR hnúðlaxar hafa mnlanfarn-
ar tvœr vikur veiðzt í net við
Urriðafoss í Þjðrsá og voru þeir
42—48 sm á lengd og: 3—4 pimda
þungir. Er greinilegt, að hér er
um að ræða laxa úr bleiklaxa-
göngum, sem Rússar hafa kom-
ið á í Hvítahafi, með því að
flytja mikið magn hrogna frá
Kyrrahafsströndinni, klekja þeim
út og sleppa þeim síðan í Hvíta-
hafið.
Bleíklaxa varð fyrst vart hér
á landi 1960 og síðan hafa þeir
fundizt hér af og til. Bleiklax-
inum svipar til laxins okkar í út-
liti, nema hvað hann er mun
Viðlagasjóður:
Meta 1200
búslóðir
ALLS hefur Viðlagasjóður ver-
ið beðinn um að bæta tjón á 1200
búslóðum Vestmannaeyinga. Að
sögn Ilallgríms Sigurðssonar hjá
Viðlagasjóði er ekki byrjað nema
að litlu leyti að meta þessar
búslóðir, enda er það geysimikið
verk og tæki eflaust nokkra
mánuði. Menn frá tryggingafé-
lögunum liafa verið fengnir til að
meta skemmdir á húsgögnum, en
erfitt er um vik að meta sumar
búslóðir þar sem þær eru geymd-
ar á mörgum stöðum, sumar jafn
vel á 3—5 stöðum.
Kostar milljarð
að vernda Nixon
Washington, 7. ágúst AP.
SKÝRT var frá því í Wash-
ington í dag af bandariska
varnarmálaráðuneytinu að
fram tii þessa hefði kostnaður
inn við að gæta öryggis Nix-
ons Bandaríkjaforseta meðan
hann hefur dvalið í húsum
sínum i San Clemente í Kali-
forníu og Key Biscane í Flór-
ída, numið um 11 milljónum
dollara, eða um einum millj-
arði íslenzkra króna.
Tekið var fram að ráðstaf-
anir þessar hefðu ekki orðið
til þess að auka verðmæti fast
eiignanna. Nixon hefur undan
farið sætt gagnrýni fyrir að
hafa látið ríkið kosta ýmsar
framkvæmdir og endurbætur
á þessum eignum forsetans.
digrari miðað við lengd, með smá
gerðara hreistur og bláleitan
blœ líkt og sjóbleikja., einkum
á baki. Eitt greinilegasta ein-
kennið eru svartir ilangir blett-
ir á sporðinum. Nákvæmust grein
ing er þó talning geisia í got
raufarugga: Ef geislamir eru
fieiiri en 13, er um Kyrrahafs-
lax að ræða, en ef þeir eru færri,
er það A tlan t sha fsla x eða sil-
ungur. Hængarnir fá á sig sér-
kemnilegan hnúð, þegar hrygn-
ing náigast.
1 frétt frá Veiðimálastofnun-
inni segir, að æskilegt sé, að
þeir, sem varir verða sérkenni-
legra laxa í veiði s nni, látistofn
unina vita og taki hreistursýn-
ishorn, ofan við rákina undir
afturhluta bakuggans. Sýnishorn
þurfa að fylgja, upplýsingar um
lengd og þyngd fisksins, veiði-
stað og dagsetningu.
FÉLAGSSTARF
SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS
Héraðsmót
Gunnar
Pálmi
Gunnar
Eyjólfur
Skagaströnd
Föstudaginn 10. ágúst klukkan 21:00 á Skagaströnd.
Ræðumenn: Gunnar Thoroddsen, alþingismaður, og
Gunnar Gíslason, alþingismaður.
Sauðárkrókur
Laugardaginn 11. ágúst klukkan 21:00 á Sauðárkróki.
Ræðumenn: Gunnar Thoroddsen, alþingismaður, og
Pálmi Jónsson, alþingismaður.
Sigluf jörður
Sunnudaginn 12. ágúst klukkan 21:00 á Siglufirði.
Ræðumenn: Gunnar Thoroddsen, alþingismaður, og
Eyjólfur Konráð Jónsson, rtstjóri.
Fjölbreytt skemmtiatriði á héraðsmótunum annast hljómsveit
Ólafs Gauks ásamt Svanhildi, Jörundi og Þorvaldi Halldórs-
syni, en þau flytja m. a. gamanþætti, eftirhermur og söng.
Að loknu hverju héraðsmóti verður haldinn dansleikur, par
sem hljómsveit Ólafs Gauks ásamt Svanhildi leika og syngja.
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN.
S.U.S.
S.U.S.
V erkef naskipting
ríkis- og sveitarfélaga
Starfshópur Samtaka ungra sjálfstæðismanna um verkefna-
skiptingu rikis og sveitarfélaga heldur fund fimmtudaginn
9. ágúst á Selfossi.
Fundurinn hefst klukkan 20 á Hótel Setfossi, litla salnum.
Farið verður I einkabilum frá Galtafelli, Laufásvegi 46, kl. 19.
Óllu ungu áhugafólki er heimil þátttaka. Væntanlegir þátttak-
endur eru beðnir um að hafa samband við framkvæmdastjóra
S.U.S. í síma 17100 milli klukkan 9 og 17 í dag.
PÓSTUR OG SlMI
Nemendur
verða teknir í símvirkja-, loftskeyta- og póstnám
nú í haust, ef næg þátttaka fæst.
Umsaekjendur um símvirkja- og loftskeytanám
skulu hafa gagnfræðapróf eða hliðstætt próf og
ganga undir inntökupróf í stærðfræði, ensku og
dönsku. Inntökupróf verða 5. september og verða
nánar tilkynnt síðar.
Umsækjendur um póstnám skulu hafa lokið gagn-
fræðaprófi eða hliðstæðu prófi og er þá náms-
tíminn tvö ár. Hafi umsækjendur lokið verzlunar-
prófi, stúdentsprófi eða hliðstæðri menntun, er
námstíminn eitt ár.
Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá dyraverði
Póst- og símahússins við Austurvöll.
Umsóknir ásamt heilbrigðisvottorði og ljósriti af
prófskírteini skulu berast fyrir 26. ágúst 1973.
Nánari upplýsingar í síma 26000.
Póst- og símamálastjórnin.
★ PEYSUR BYFORD
★ SKYRTUR MELKA
★ SKYRTUR .... VAN HEUSEN
★ FÖT ARISTO
★ FÖT MR. ROMAN
★ SKÓR LLOYD
★ SKÓR CLARK
★ BLUSSUR MELKA
★ STAKAR BUXUR TOCAN
★ FRAKKAR MELKA
Crum að rýma fyrir nýjum vörum. Seljum alla skó
á mjög góðu verði. Aðeins fáir dag ar eftir
Skóverziun Þórðor Péturssonur
Kirkjuslræti 8, við Austurvöll — Sími 14181