Morgunblaðið - 09.08.1973, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.1973, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. ÁGOST 1973 MORGUNiBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 9. ÁGÚST 1973 JltaagustlrffiMfc hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Eyjólfur Kor.ráð Jónsson. Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10-100. Auptlysingar Aðalstraeti 6. sími 22-4-80. Askriftargjald 300,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasðlu 18,00 kr. aintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Rítstjórnarfulltriii Fréttastjóri Auglýsinsastióri Rltstjóri og afgreiðsla rátt hefur vakið jafnmikla athygli á undanförnum mánuðum og hið svonefnda Watergate-mál í Bandaríkj- unum. í>ær upplýsingar, sem fram hafa komið við rann- sókn þess máls hafa opnað augu manna fyrir því, að opinber stjórnvöld í lýðræðis- ríkjum beita starfsaðferðum, sem rnenn hefðu ekki fyrir- fram trúað og jafnframt hefur það komið skýrt fram, að í opinberum yfirlýsingum bandarískra stjórnvalda hafa falizt hreinar lygar. Hér á íslandi hafa menn vanizt því, að taka yfirlýs- ingar stjórnvalda trúanlegar og engum dettur í hug að sams konar blekkingar séu hafðar í frammi af stjórn- valda hálfu hér eins og komið hefur fram í Bandaríkjunum og raunar víða um lönd. Hins vegar er því ekki að neita, að í tíð núverandi ríkisstjórn- ar hafa hvað eftir annað vaknað efasemdir um sann- leiksgildi yfirlýsinga og at- hugasemda, sem frá stjórn- völdum hafa komið — og því miður ekki að ástæðulausu. Nýlegt dæmi skal nefnt. Síðustu daga hefur birzt í flestum dagblöðum svo- kölluð „leiðrétting" frá yfir- stjórn Landhelgisgæzlunnar vegna fréttar í Morgunblað- inu hinn 29. júlí sl. um mál- efni Landhelgisgæzlunnar. 1 stjórnarblöðunum hefur þess- ari „leiðréttingu“ verið slegið upp sem daemi um „villandi fréttaflutning Morgunblaðs- ins“. „Leiðrétting“ yfirstjórn- ar Landhelgisgæzlunnar er stuttorð. í henni er fullyrt að frétt Morgunblaðsins sé röng án þess að nokkur rök séu færð fram fyrir þeim alvarlega áburði, sem í því felst á hendur Morgunblað- inu. Nú er það svo, að aldrei hefur staðið á Morgunblaðinu að leiðrétta staðreyndavillur, sem fram kunna að koma í fréttum blaðsins og blaðið telur það skyldu sína, sem ábyrgt fréttablað að birta réttar og sannar fréttir og leiðrétta það, sem rangt kann að reynast. Hins vegar lítur Morgunblaðið á það mjög alvarlegum augum er opin- ber stofnun dreifir út áburði á hendur blaðinu um rangan fréttaflutning án þess að nokkur rök séu færð fram fyrir svo alvarlegum ásökun- um. í frétt Morgunblaðsins frá 29. júlí sl. var því haldið fram, að það hefði reynzt „erfiðleikum bundið fyrir áhafnir skipanna að fá greidd laun milli aðalútborgunar- daga, sem eru um mánaða- mót, eins og hjá öðrum opin- berum starfsmönnum, en varðskipsmenn eiga sam- kvæmt sjólögum að fá greiddan hluta launa sinna vikulega eins og aðrir sjó- menn“. í „leiðréttingu“ Land- helgisgæzlunnar segir það eitt um þetta atriði fréttar- innar, að starfsmenn hennar fái greidd laun sín að fullu við hver mánaðamót. Þetta hefur aldrei verið dregið í efa í Morgunblaðinu eins og skýrt kemur fram í ofan- greindri tilvitnun. Samt sem áður heldur yfirstjórn Land- helgisgæzlunnar því fram að fréttin sé röng. Eins og ljóst er felst ekkert efnislegt andsvar í þessari „leiðrétt- ingu“. ÁSKORUN TIL YFIRSTJÓRNAR LANDHELGISGÆZLU Yfirstjórn Landhelgisgæzl- unnar heldur því einnig fram í hinum órökstudda áburði sínum á hendur Morgun- blaðinu, að frétt blaðsins um tækjaskort varðskipa og ástæður þeirra sé röng. Engin efnisleg rök eru færð fram fyrir þedm alvarlega áburði. Af því tilefni beindi Morgun- blaðið í gær fimm fyrir- spurnum til Landhelgisgæzl- unnar og skulu þær nú ítrek- aðar, enda hafði í gær ekkert svar borizt til blaðsins við þessum spurningum. 1. Er það rangt, að Landhelgis- gæzlan eigi Loran-C staðar- ákvörðunartæki í tolli? 2. Er það rangt, að þau hafi ekki verið leyst út a. m. k. þann 29. júlí, þegar fréttin birtist? 3. Er það rangt, að slíkt tæki vanti í varðskipið Ægi? 4. Er það rangt, að Ægir hafi haft slíkt tæki að láni frá 'varnar- liðinu, en því hafi verið skil- að? 5. Ef það er ekki peninga- leysi, sem veldur því að tæk- in hafi ekki verið leyst út, hvað er það þá? Hér með eru þessar fyrir- spurnir ítrekaðar og Morg- unblaðið skorar á yfir- stjórn Landhelgisgæzlunnar að veita svör við þessum fyrirspurnum í stað þess að dreifa út til fjölmiðla róg- burði um fréttaflutning Morgunblaðsins. Brúin yfir Súln og Núpsvötn er 420 metra löng og- er sem stendur lengsta brú á landinu. Á næsta ári verður þessi brú að vikja fyrir brúnni á Skeiðará hvað lengd snertir, en sú brú verður 904 metrar að lengd. I>essi rnynd var telsin í gærdagv eftir að vatnið í Súlu fór að sjatna. 1 ba ksýn er Lómagnúpur. Ljósm. Mbl.: Kr. Ben. Það ólgaði i Súlu, þar sem áin rann i miklum ham undir brúna á Skelðarársandi í morgunsár- inu í gærmorgun. Þegar þessi mynd var tekin var mikið vatn í ánni, en skömmu seinna fór að sjatna í ánni og í gærkvöldi var talið að ekki væri nema um 650 sekúndulifra rennsli í ánni. I baksýn má greina Öræfajökul í morgunskímunni. Ljósm. Mbl.: Kr. Ben. — vel heppnuð vegagerð á Skeiðarársandi Rætt við Sigurjón Rist og Helga Hallgrímsson ÞEIR voru margir, sem biðu spenntir eftir fyrsta hlaupinu á Skeiðarársandi, eftir að bygg- ingu fyrstu mannvirkjanna lauk þar. Og menn þurftu ekki að biða lengi, því hlaup kom úr Grænalóni í Súlu á þriðjudags- nótt, og nú fyrst reyndi á hvort mannvirkin, sem risið hafa á Skeiðarársandi i sambandi við vegagerðina þar þyldu það álag, sem til var ætlazt. Að vísu var hlaupið í Súlu ekki mjög stórt, en öil mannvirki virtust þoia það, sem til var ætlazt og ís- lenzkir verkfræðingar voru bún- ir að reikna út. Morgimbiaðs- menn voru á ferð á Skeiðarár- sandi í gærmorgim og þar hitt- um við tvo menn, sem mjög hafa komið við sögu vegagerðarinnar á Skeiðarársandi, en það eru þeir Sigurjón Rist, vatnamæl- ingamaður, og Helgi Hallgríms- son, verkfræðingur. „Þetta hlaup, sem mú kotn í Súliu er af sömu teigund og stærð og þau hlaup, sem hafa ko#úð í ánia umdainifarin ár. Það er ekkert óvænt, sieim hefur gerzt,“ sagði Sigurjón Ri®t, vatn,amiælinga- maður, þegar við rædduim við han,n austur á Skeiðarársandi í gær. Og hann sagði ennfremur: „Þeir varnargarðar, sem byggðir eru við brýrnar á Skieiðarár- sandi eru byggðir mieð það fyrir augum að þeir þoli venjuleg hlaup, sem koma í árnar. Hiins vegar eiga þeir að bresita, ef stórhlaup koima, en sjál'far brýi'n ar el:ga að standa eftir. Ef varn- angarðarnir ættu að standiasit stærstu h'aup, þá þyrftu þeir að vera igríðarstór- ir. Ef itil daemis vatnið í Gænalóni næði að komast und- ir jökulsporðinn og það tæmd- ist á skammri stuindu, er hætt við að engir varnargarðar væru svo sterfcir að þeir stæðust slílkt hlaup.“ Vatnið hækkar um 20 metra áður en það brýzt fram „Hvermiig verða þessi hliaiup úr Grænalóni til og hvernig er hægt að sjá fyrir hlaupi.n?" ,,Á hverju ári rennur jökull- inn aðeins fram, og þegar fer að hausta þá frýs fyrir frárennsli Grænalóns. Vatndð í því nær eikki að brjótast fram fyrr en það hefur hæklkað um 15—20 metra. Þegar það hefur náð þess ari hæð æðir það fram og að undanförnu hefur hlaupiið fram úr lóniiniu á hverju ári. Nú erutm við hjá Vatnam-æ'l.inigum búnir að koma fyrir stitaum við vatníð, sem sýna hve mikið vatnið hækkar. ÞaOTniig á að vera hæigit að sjá á hœð vatnsins hvenær von er á nœsta Maupi. Það er ekki þar með sagt, að hiaup úr Grænalóni sé svo til árvisst, þvi eigi alls fyrir löngu kom það fyrir að ekki fraus fyrir frá- renmsli lónsins í þrjú ár og gat vatnið því runnið hindrunar- laust fram. „Sumir hafa látið í Ijós ugg um, að erfitt muni að halda Skeiðará frá núverandi farvegi Þeir standa í eldlínunni á Skei ðarársandi. Taiið frá vinstri: •lón Helgason, Eiður Sveinsso n, Loftur Þorsteinsson og Helgl Hallgrimsson. á meðan á brúargerðinni stend- ur, er hætta á að svo verði?" „Það verða engin vandkvæði á þvi að halda Sbeiðará frá venju'legum farvegum. Áin mininikar niik'ð er l'íða tefcur á sept.embei', ein þá far að frjósa á Vatna.jökli. Er iíða tiekur á haust ið er Skeiðará venjulega í kring- um 25 siekúridulítrar, sem þýðir að hún er þá efcfci stærri en venj'uleg lækjarspræna. Aft- ur á móti getur áim verið erfið vtðureignar yfir siuima'rtimiainn, ag þegar flóðin koma, þá ráða fáir eða engir við hana.“ Helgi Hallgrímsson venkfræð- ingur hjá Vegagerð ríkiisins hef- uir unnið mantna mest að uridir- búningi framkvæmda á Skeiðar- ársandi og er hann umsjónar- verkfræðingur þar. Þeir eru margir, seim vilja þakka Heliga hve vel þotfta mifcLa verk hiefur sótzit, og eru það orð að sönnu. Helgi var s'taddur í Reyfcjavik, þegar flóðið í Súlu byrjaði, en hann hraðaði sér strax austur og þar hittum við hann í gær- morg'un, þar sem hann var að athuga hvort varnargarðarnir hefðu nofckiuð látið sig. Alíí samkvæmt áætlun „Hvern’g hefur brúar- og vega gerðin gemgið?" „Verkið hefur srtórt séð geng- ið samkvæmt áætlun. Sumt hef ur gengið eilítið betur, og annað eilítið verr. Brúin á Súliu var opnuð umferð i maí og á Gígju var brúin opmuð til umferðar um miðjan júní. Þá er húið að byggja stólpana fyrir þriðju brúna, en það er brú á Sœlu- húsavatn, og þessa dagana er verið að undirbúa brúargerðina á Skeiðará. Þó að brýmar á Súlu og Gígju hafi verið tefcnar til notkunar fyrir nokkru þá er gei'ð varnargarða efcfci afj fufflu lofciið, en gerð þeirra lýfcur í þessum mánuði. Segja má, að garðarniir. hafi staðið siig eftir vonuim í nýaístöðntu Súluhlaupi. Rennslið í Súl'u reyndist vera um 2000 seHaúndul'ítarar, sem er svi.pað og hefur verið í hlaupum síðuisitu ára. Þetta er þó ekfcert á vi'ð hiaup fyrri áratuiga. Varnargarðarnir 17 kílómetrar „1 vannaLrga.rðana“, sagði Hpligi, „þurfuim við um 100 þús- uind teiningismetra af sitórigrýti. Grjóitið sækjum við í námur bæði vesta.n og austan Skeið'ar- ársands. Hver vörubíll tekur u-m 5 ten'inigsimetra í ferð, og getur því hver maðiur ■ séð, að þær eru margar ferði'nnar, sem þarf að fara með grjótið. Og aliis verða varnargarðarnir sam- tals 17 kilómetrar að lemgd þegar þe'im 'liýkur. Þar af verða 8 9 km við Skeiðairá.“ „Hvenniig er vrim'unni hagað hjá ykkur?“ „VinmunOTÍ er tvíiskipt, annars vegar er brúarger8arfto»kkur uinidi/r sitjórn Jónasar GisOasoinar, en hins vegar e.r fliokkur, s,em annaist vega- og vamargarða- gerð undir stjónn Eiðs Sveins- sonar. — Tæknillteg umsjón hér á sandin'um er í höndum Jóns Helgasonar verkfræðings. Þá er mú unmið að gerð vega- og varnargarða auetan Skeiðar- ár <undir stjórn Þorstieins Jóhanmssonar i Svín'afeiM. Á meðan framkvæmdir hafa sitaðið hafa oftast 80—100 mamns ver- ið í vinnu á sanidiinum." „Hvenær hefst gerð brúarinn- ar yfir Skeiðará?“ „Niðurrekstur und:r bi'únia hofat siðast í ágúst, og síðan verður unnið við gerð brúarinin- ar þar 'til henni verðu.r liokið á miðju næsta sum.ri. Brúin á Skeiðará verður 904 metra lömg og að sjálfsögðu lamgleinigista brú á liandiniu. Brúin yfir Súlu er nú 420 me'trar og er l'engsta brú landsins i billli, þá kemur brúiin yfir Gígju, 376 metrar. Allar brýrnar eins aö gerö „Hvernig verður gerð brúar- innar yfir Skeiðará háttað?“ „Brúnni yfir Skeiðará verður skipt niður í 20 höf og að auki verða 2 lítil landhöf. Á miilli hafa verða 44 metrar. Sex metra hæð verður upp í brúna. Allar stóru brýrnar þrjár eru eins að gerð. Það ákváðum við að gera tiíl þess, að ná upp byggingar'hraða. Bn stærsta atrið'ð tiil þess, að hægt sé að gera þessar brýr með góðú móti á sem ódýrastan hátt, er að geta veitt ánum úr núver- andi farvegum í aðra, sem við Framhald á bls. 20. Hinar svonefndu grjótpylsur eru nauðsynlegar í varnargarð- ana, en þær binda þá vel saman. Hér eru rnenn vegagerðarinn ar að ganga frá einni „pylsu“. annvirkin stóðust vatnsflauminn í Súlu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.