Morgunblaðið - 20.09.1973, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ — FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1973
Vilja koma á föstum
skipaf erðum til Halifax
Mundi auka viðskiptin við Kanada
NOVA Scot'a í Kanada er nær
íslandi en mörgum öðrum hér
uðum í sínu eigln landi, því
6000 km eru þaðan til vestur
strandar Kanada en leiðin til
Islands yfir hafið er líklega
aðeins þriðjungur af þeirri
veg.alen.gd.
Hafandi þetta í huga, voru
hér nýlega á ferð tveir full-
trúar frá Kanada í þeim tii-
gangi að koma á reglulegum
samgön.gum á sjó milli Islands
og Halifax í Nova Scotia og
auka í framhaldi af því við-
skipti milli Islands og Kam-
ada. Það voru Robert D. Merm
er, verzlunarfulWrúi sendiráðs
Kanada í Osló, sem annast
jafnframt samskiptin við ís-
land og Rober W. Bailie, frá
markaðs- og verzlunarþróun-
arstofnuninni i Nova Scotia.
Höfðu þeir Bailie og Merm
er rætt við Óttarr Möller, for-
stjóra Eimskips um hvort
hægt væri að fá fyrirtækið til
að láta eimhvern Fossamna
koma við reglulega í Halifax.
En það kváðu þeir undirstöðu
þess að hægt yrði að vinna að
auknum viðskiptum milli land
anna, sem í raun hefðu verið
haria lítil hingað til. En Kan-
ada er geysistórt land og þar
er víðáttumikill markaður. —
Nýlega var mikil kynning á
íslenzkum iðnaðarvörum í Et
onsvöruhúsinu í Winnipeg,
sem kunnugt er, og tókst vel,
en það er átak til að komast
með islenzkar vörur inn á
kanadískan markað.
Bailie sagði að Nova Scotia
flytti inn fisk, þó undarlegt
megi virðast, þar sem þeir
veiða svo mikið sjálfir. En þar
af leiðandi er rekimn fiskiðnað
ur i stórum stíl, og þar t.d.
einhver stærsta fiskverk-
smdðja i heimi, að þvi er Bailie
sagði, og mikil þörf fyrir inn
flutnimg á vissum fisktegund
um. Auk fiskvinnslunnar eru
aðalatviinnuvegir þar landbún
aður og námagröftur. I>ví er
þar til dæmis að fá kol og salt
úr hreinum saltnámum, sem
notað er í fisk. En búskapur
er blamdaður, framleitt bæði
grænmeti og mjól'kurafurðir
og svinarækt er vaxandi með
auknum útflutnimgi.
En vegna þess hve Nova
Scotia og fleiri héruð í Kan-
ada eiga mikið undir fiskveið
um, eiga Kanadamenn það
sameigimiegt með Islending-
um að leggja mikið upp úr
stækkun á i'andhelginmi, sögðu
þessir fulitrúar Kanada. En
Kanadamenn stefna að 200
mílna mörkum þar sem land
grurm þeirra nær viða svo
langt út. Eins eru þeir ekki
aðeins að hugsa um að hafa
yfirráðarétt yfir fiskinum á
þessu svæði, heldur tala þeir
um efnahagsleg mörk og sækj
ast þar með ekki síður eftir
yfirráðum yfir botminum og
því sem þar kann að finnast,
og mengun í sjónum.
Bailie sagði að sér fyndist
ífendimgar og íbúar Nova
Scotia eiga ákaflega mikið
sameiiginlegt. Þeir, virtust lifa
mjög svipuðu l'ífi, klæðast
sams konar fötum, aka sömu
gerðum af bílum og lifsmáti
þeirra í heild er líkur, sagði
hamn. Og þeir eru að glíma
við sömu viðfangsefnir., svo
sem að uppfylla auknar iirein-
lætiskröfur fyrir bandaríska
fiskmarkaðinn. Því þar eins
og hér hófst fiskiðnaður með
því að fiskvinnsla byrjaði á
hafnarbakkamum, þar sem sið
an var byggð skemma til
skjóls, sem nú er orðin að nú
tíma fiskvinmslustöð.
Mermer sagði, að þeir féiag
ar væru komnir tii Islands til
að kanna almennt mö.guieik-
ana á auknum viðskiptum, og
þá gagnkvæmum viðskiptum.
Nú kaupa Islendingar meira
af Kanadamönnum en þeir af
okkur og mun hlutfallið vera
nálægt 3 á móti 1, en viðskipt
im eru í heild lítií. En ef hægt
væri að koma á regiuiegum
skipaferðum, ætti það að geta
breytzt og kváðust Kanada-
menn'rnir hafa séð á íslandi
.ýmsar greinar útflutnings,
sem hentað gætu Kanadamönn
um. En þarna væri auðvitað
spurningin gamla um það á
hvoru ætti að byrja, egginu
eða hænumni. Þeir teidu að
ekki væri hægt að auka við-
skiptin fyrr en komnar væru
á reglulegar ferðir á milli
landanna, en skipafélagið
hefði sína hagsmuni í huga
og teldi að fyrst þyrfti að
tryggja ákveðið magn flutn-
ings áður en hægt yrði að
taka upp fastar ferðir. En
Kanadamennirmir kváðust
þe'rrar skoðunar að hægt yrði
að finna lausn á þvi, með
vilja begigja aðila.
íslenzku sk'piin á leið til
Bandarikjanna fara mjög ná-
lægt Halifax í ferðum sínum.
En þar er svo aðdjúpt, að
hægt er að taka stærstu skip
heims inn í höfnina. Ekki lok
ar ís leiðinni, en seint á vetr
um koma borgarísjakar suð-
ur um. Þeir hafa þó etngin
áhrif á siglingar, að því er
Bailie sagði.
Áður en Bailie fór frá ts-
landi, fóru þeir félagar til að
líta á húsin, sem Kanadamenn
sendu hingað vegna Vest-
mannaeyjagossins rneð sér-
stakri Hercul'es-fl'Ugvél frá
flugher Kanada. Þau eru 10
talsins og eiga að setjast upp
í Hafnarfirði og á Akureyri.
En svo skemmtilega vill til að
húsin eru einmitt smíðuð í
Gimli, hjarta Islendimgabyggð
arinnar í Kanada, sagði Merm
er. -— En allir vita um þau
nánu tengsl sem eru á milli
Kanada og Islands vegna
þeirra Islendinga, sem settust
að í Kanada og afkomenda
þeirra.
Og Bailie bæfti við, að ís-
land væri eiginlega næsti ná-
gramni Nova Scotia og þvi
mikl'u eðl.legra f.ð sækjast eft
ir samskiptum þangað en til
fjariægari landa. Kvaðst hann
vonast tll að hægt yrði að
taka upp reglubundnar skipa-
ferðir milli þessara staða.
Vetrarstarf Varðar að hef jast
MEÐAL þeirra félaga sem
um þessar mundir eru að
hef ja vetrarstarf sitt er Lands
málafélagið Vörður, en það
er sem kumnugt er fjölmenn-
asta stjómmálafélaig í land-
inu.
Af því tilefni hitti frétta-
rnaður Morgunblaðsins að
máii Valgarð Briem, hæsta-
réttarlögmann, formann fé-
lagsins og leitaði frétta af
starfinu í sumar og haust. .
1 hverju var starf félagsins
fólgið yfir sumarniánuðina
Valgarð?
Þegar landsfumdi lauk í vor
en í störfum hans tóku sjálf-
stæðismenn i Reykjavík vitam
lega mikinn þátt, hófst undir
búningur að sumarferðatm fé-
lagsins en þær voru að þessu
sinni þrjár, ein innanliamds og
tvær til Kaupmamnahafnar.
Varðarferð rnar hafa verið
snar þáttur i sumarstarfimu
sl. 20 ár og til eru þeir sem
farið hafa þær á hverju sumri
frá upphafi.
Að þessu sinni var ekið um
landnám Ingólfs Amarsonar.
Leiðsogumaður í ferðimni var
Einar Guðjohnsen, framkvstj.
Ferðafélags íslands.
Ámi Óla, rithöfundur var
lejðsögumaður féiagsins mörg
ár en tvö umdamfarin sumur
hefur hann ekki treyst sér til
að fara með.
Geir Hallgrímsson flutti
ræðu á matstað en Sigurberg
ur Þorleifsson, vitavörður
lýsti Garðskagavita og sagði
frá láfi manna í sínum hreppi
Var þátttaka góð?
Nei, það er ekki hægt að
segja, hafa sjaldan farið færri
síðustu árin. Hins vegar hafa
ferðir félagsins um þessar
slóðir yfirleitt verið frekar fá
mennar miðað við aðrar leiðir.
Hvemig gengu svo Kaup
mannahafnarferðir félag’sins?
Þær gemgu ágætlega. Voru
báðar fullsk.paðar. 1 fyrri
ferðinni voru fararstj(\ar
Hilrmar Guðlaugsson tyg Val
Frá trúmálaráðstefnu Varðar
garð Briem. Var þá gengið um
slóðir Islendinga í Höfn und
ir leiðsögn Jónasar El'íassonar
prófessors. í húsi Jóns Sig-
urðssonar var kvöldverður
sem Jónas og Júlíus Sólnes
prófessor höfðu undirbúið
með komum sínum.
Daginn eftir var ek'ð uro
Sjáland, skoðuð víkingaskip
sem verið er að grafa úr sæ í
Hróarskeldu og ekið til Hels-
ingjaeyrar. Á heimleiðinini var
komið við i Tuborg verksmiðj
unn', þær skoðaðar og bragð
að á framleiðslunni.
Að öðru leyti ráðstöfuðu
þátttakendur sjálfir tíma sín
um. Þessi ferð var farin 29.
júlí. Síðari ferðin var svo 26.
ágúst og fararstjórar Hilmar
Guðlaugsson og Valdís Garð
arsdóttir.
Og hvað er nú framundan?
Stjómin hefur ákveðið að
hafa a.m.k. tvö spilakvöld til
áramóta og falið skemmti-
nefndinni að undibúa þau.
Fyrsti félagsfundurinn verð
ur svo n.k. mánudag. Þá verð
ur uppstillingarnefnd fyrir
stjórnarkjör kosin og auk
þess verður rætt um fyrirhuig
aða breytinigu á skipulagi
sjálfstæðisfélaganna í Reykja
vík.
I hverju er sú breyting
fólgin?
Aðalbreytinigin er sú, að
hverfasamtökin í hinum
ýmsu hverfum borgarinnar
verða sjálfstæð Sjálfstæðisfé
lög með eigin félagatali og
fjárhag en Vörður verður
samband þessara félaga.
Hverfafélöigin munu þá
halda uppi venjulegu félaigs-
starfi í hverfunum em Vörður
halda stóra fundi sem snerta
öll hverfin sameigiinlega, sjá
um Varðarferðirnar og vera
leiðbeinandi og styrkjandi fyr
ir hin nýju 10 hverfafélög.
Er ákveðið um ráðstefnu-
hald á vetrinum?
Nei, það er ekki. 1 fyrra
héldum við ráðstefnur um trú
mál og sjávarútveg. Fullvist
má telja að ráðstefnur um hlið
stæð efni verði haidnar í vet
ur en ákvarðanir um slíkt
hafa ekki verið teknar.
Þið ætlið að ræða lax- og
siltmgsveiðilöggjöfina á næsta
fundi?
Rétt er það. Þessi mál eru
nú mjög fersk í huga manna í
lok vertíðar en vandamál þar
mörg og viðkvæm. BarSi Frið
riksson, hinn ötuli formaður
Stanigveiðifélags Reykjavíkur
ætlar að hafa framsögu um
málið.
Vona ég að umræður verði
líflegar um þetta mikla fram-
tíðarmál.