Morgunblaðið - 20.09.1973, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 20.09.1973, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ — FFMMTUDAGUR 20. SEPTEMBBR 1973 17 ,Hlakka til að vinna hér6 „VIÐ erum nú búin að ná þeirri stöðu, að næstum því engin meiriháttar vandamál eru í samband- inu milli íslands og Dan- merkur. Hinar gömlu erj- ur okkar i milli heyra nú sögunni til. Auðvitað hef- ur farsæl lausn á handrita- deilunni skipt miklu. En nú þarf aðeins að víkka og þróa þetta góða sam- band og það yrði mér mik- il gleði, ef mér auðnaðist að leggja þar eitthvað af mörkum.“ Þetta sagði Sven Aage Nielsen, hinn nýi sendi- herra Dana á íslandi, er blaðamaður Morgunblaðs- ins hitti hann að máli nú fyrir skömmu. Hann var þá nýkominn til landsins, bjó á Hótel Sögu á meðan verið var að standsetja íbúðina í danska sendiráð- inu við Hverfisgötu, og við heyrðum dynki og ham- arshögg niður í skrifstofu. Sven Aage Nielsein. hefur gert víðreist á löngum ferli sinum iinnan dön.sku uitanrík- isþjónustunnar. Hann réðst bein.t til henna-r eftir að hafa k>kið háskóiaprófi í hagfræði frá Árósum árið 1947. Á árun- um 1950—53 starfaði hanin í sendiráðunum í Búkarest, Beígrad og Aþenu. Síðan var (LjÓ9m. Mbl.: Br. H.) — segir hinn nýi sendiherra * Dana á Islandi, Sven Aage Nielsen hann í þrjú ár í efnahags- máladeilld utanríkisráðuneyt- isiiins í Kaupmainnahöfn. Árið 1956 fór hanm með fjölskyldu sina tiil Buenos Aires í Argen- tínu og var þar tíil ársiins 1961, en þá hélt hann heim tíl Kaupmannahafnar. Harnn var formaður dönisku sendinefnd- arinmar hjá Efnahags- og fram farasltofnum Evrópu (OECD) i París á áruinum 1963 tiil 1968. Þá hélit hamn till London sem efnahags- og viðsikipta- málairáðunautur sendiráðsáns þar. Og þaðan kemur hanin til íalands. „Þet.tia er í fyrsta skipti, sem ég kem ti! Tslands," sagði Nieiisen, „en ég hef haft góð kyniná af 'lsliendiingum áður og þá ekki sízt innan OECD. Ég á auðvitað erfiitt með að tjá mig um lanidið svona nýkom- inn, en við höfuim hlotiið afar hlýlegar móttökur og orðið var við rikan vinátituhug í garð Danmerkur." Sven Aage Nielsen kemur hiingað með eigimkoniu og tvai'i’ dætur, 17 og 18 ára, og er sú eldrl innrituð í læknis- fræði í Háskóla Islands í vet- ur. Sú yngri ætilar hins veg- ar að Ijúka stúdentsprófi í London. Um stöðuna í samsk'iiptum Dana og ísiiendmga sagði hanm: „Við þurfum stöðug't að rækta og auka það góða samband, sem er á miiliiii þjóða okkar. Þetta samband nær til nokkurn veginn alira mögu- legra sviða, menningarlegra, efnahagslegra o.fl. o.fl. Margt er auðvitað liður í hirnni nánu samvinnu, sem er milii Norð- urlanda almennt, en samband ísilands og Dammerkur á sér d.júpar rætur og nú er mik- ilíl áhugi á íslienzkum máiefn- um i Dainmörku. Ég gef nefnt sem dæmii, að frétibafiiutnin'g- ur dainiskra fjölmiðfta frá Is- landi hefur færzt i mun betra horf upp á síðkasti'ð. Gagn- kvæm tengsl milli félaga, stofnaria og sambanda af svo til öllu tagd haifa sjaldan ver- ið nánari. En það, sem ég tel að leggja eigi mesta áherzlu á, eru vaxandi mannleg terugsl, persónufliegt samband á sem flestum sviðum. Sffikt ætti að vera grumdvölilur fyrir frekari þróun hins góða sambands landanna aiimennt.“ Þá sagði Sven Aage Niel- sen að ekki mætitd gleyma mikiilvægi sam.sUöðu Norður- landanna út á við á aflþjóð- lega svlðinu og gait þeisis, að samsrtairfið hefði verið ákaf- lega gott er hartn starfaði ininan OECD. Um ástandið i he'malandi sinu nú saigði hann, að Damir ættu við svipuð vandamál að etja og flestair aðrar vestræn- ar þjóðir, verðlból'gu, greiðslu- jöfnuðinm við útíönd o.s.frv. En hantn taldi að inmigamga Dana. i Efnahagsbandalag Evrópu ætiti eftir að verka hvetjandi á efnaihagsflif lands- iinis, ekki aðeins er varðair hagstæðara verð fyrir land- búnaðarvörur, heldur ekki sdð- ■ur sem sprauta fyrir iðmað- inn. Sen-diherrann kvaðst hlakka mjög til að koraasit í nánari kynm við land og þjóð, eftir þvi sem lengra liði á dvölima. Hann hefði nú þegar skoðað sig nokkuð um í nágrenmi Reykjavíkur og ætlaði að sjá meira hið fyrsta. Á skrifborð- inu hjá honum var islenzk málfræði og kennsliubók, en hann hefur í hyggju að reyna að læra mállið, „a.m.k. nógu Framhald á l)ls. 23, Skagaströnd: Erfiðleikaárin að baki Rætt við Lárus Ægi Guð mundsson sveitarstjóra „VIÐ teljum okkur nú vera komna yfir erfiðleikaárin og í suniar hefur verið mikil at- vinna hér og jafnvel skortur á vinnuafli," sagði Lárus Ægir Guðmiindsson sveitarstjóri á Skagaströnd, er blaðainaður Mbl. hitti hann að niáli nú fyr ir skömmu. Það ern ekki mörg ár síðan atvinnulíf á Skagaströnd var í kalda kol- um, mikið atvinnuleysi og niargir karlmenn við störf annars staðar. Þetta hefur nú verið að breytast til hins betra sl. 4—5 ár og nú er atvinnu- leysið horfið. mikið byggt Lárus, sem er fæddur og uppalinn á Skagaströnd, tók við embætti sveitarstjóra í júlí á sl. ári, eftir að hamn hafði lokið viðskiptafræði- prófi. Hann segir okkur að nú séu í byggingu 15—17 ibúðar hús á Skagaströnd, en á sl. 10 árum voru aðeins byggð 2 íbúðarhús þar. Allir húsbyggj endurnir eru ungt fólk og er Skagstrendimigum nú farið að haldast nokkuð vel á ungu fólki, eftír að atvinna fór að aukast, enda er atvinmuörygigi alger undirstaða þess að fólk setjist að á staðnum. Um aðrar byggingafram- kvæmdir segir Lárus. „Það er helzt að nefna byggingu raekjuvinnslunnar, sem er • 000 fermetrar, en þar verða auk rækjuvinnslunnar lagðar niður ýmsar afurðdr, svo sem lifur, hrogn o.fl. Framkvæmd- ir eru komnar nokkuð á veg, en þó ekki eins langt og ráð hafði ver'ö gert fyrir, m.a. vegna skorts á iðnaðarmönm- um og hefðbundinna erfið- leika á útvegun fjármagns. Þá áformar Kaupfélag Hún- vetninga að hefja byggimgu á nýju verzlunarhúsi á þessu ári.“ VARANLEG VEGAGERÐ — Hverjar eru helztu fram- kvæmdir á vegum sveitarfé- lagsins? — Fyrst ber að nefna fram- kvæmdir við nýja vatnsveitu í Hrafmsdal, sem er í um 5 km fjarlægð frá þorpinu. Þar var borað fyrir vatni og við von- umst til áð geta tekið þá nýju veitu í notkun um áramótin. Það verður raunar bylting fyr ir þorpsbúa, því að við höfum hingað til tekið vatn úr á, sem hefur oft skapað mikla erfið- leika vegna óhreininda og krapa á vetuitia og höfum við stundum verið vatnslaus svo dögum skipti. Þá hefur verið undirbyggður nokkur hundruð metra kafli í aðal- veginum og verður lögð á hann olíumöl næsta sumar. Er fullur áhugi hjá sveitarfé laginu á að halda áfram fram kvæmdum við varanlega vega lagningu eins og frekast er unnt. Helztu verkefnin, sem framundan eru auk þessa, er knýjandi þörf á að stækka hús næði barna- og miðskólans. — Skólinn er orðinn of lítill og aðstaða mjög erfið bæði fyr- ir kennara og nemendur og auk þess eru sífellt að koma fram auknar kröfur vegna kenmsluaðstöðu. Við skólann hefur verið starfrækt lands- prófsdeild i 11 ár. Þess má til gamans geta hér að við aug lýstum eftir þremur kennur- um hér og fengum 6 umsókn- ir, og hefur slíkt ekki gerzt áður. ÍRBÆTUR í IIAFNARMÁL- UM NAUÐSYNLEGAR — Hvemig eruð þið settir m-eð hafnaraðstöðu? — Með auknum og stækk- andi bátaflota er aðkallandi að gera talsverðar endurbæt- ur á hafnaraðstöðunni. Eink- um er það koma hins nýja skuttogara í byrjun næsta mánaðar, sem knýr á um skjótar úrbætur. Eins og mál in standa í dag getur hann nefnilega ekki lagzt að aðal- bátabryggjunni, vegna þess að þar er ekki nægilegt dýpi. Hins vegar getur hann lagzt að aðalbátabryggjunni, en þvi miður helzt hann þar ekki við sökum ókyrrðar í sjó, um leið og eitthvað verður að veðri. Og verður að segja að þá er ástandið orðið alvarlegt og öfugsnúið ef skipið þarf að leita burt úr heimahöfn sinni þegar eitthvað er að veðri í stað þess að eðlilegt væri að það gæti leitað þar skjóls. — Rannsóknir hafa leitt 1 Ijós að í höfninni er mjög hörð mó- hella, sem erfitt er fyrir dýpk unarskip að vinna á. En tak- ist ekk: að dýpka, er ekki um annað að ræða en nýjan við- legukant eða framlengingu á gömlum viðleguköntum. Von umst við til að hægt verði að leysa mál þetta fljótiega. Þess má geta að við femgum á sl. ári 7 milljónir króna á Norð- urlandsáætlun og 3 milljónir á fjárlög’um til hafnarfram- kvæmda og verður þetta fé notað til að kosta akstur á 'grjóti utan við aðalhafnar- garðinn, sem er mjög ilfla far- inn. Nú um aðrar framkvæmdir hér er þaö að segja, að Hóla- nes h.f. er nú að ljúka endur- bótum á frystihúsi síaTU og verða afköst hússins tvöföld- uð. Er húsið nú hið glæsileg- asta og fullmægir ströngustu kröfum um hollustu og heil- brigðshætti. Með tiflkomu nýja skuttogarans er gert ráð fyrir að vinnslugeta hússins verði fullnýtt við vinnsiu afla hans og togskipsins örvars. Rækjuvertíð hefst 1. október og fara allir 5 heimabátar á þær veiðar. Er því mikil at- vinna framundan. — Er eitthvað um ferðafólk hér yfir sumartímann? — Það er mikið um ferða- fólk á þessum slóðum, eink- um um veginn um Skaga. Við höfum því miður ekki haft meina aðstöðu til að taka á móti ferðafólki, en næsta sum ar á að nota samkomuhúsið til þess. — Hvað eru margir íbúar á Skagaströnd nú? ■— Þeir voru 550 1. des. sl. og fer heldur fjölgandi, eins og fram kemur af bygginga- framkvæmdunum og við er- um bjartsýnir á að sú þróun haldi áfram. — ihj.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.