Morgunblaðið - 29.09.1973, Page 7
MORGUN'BLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 29. SEPTEMBER 1973
Svlþjóð sigraði Bretland í opna
flokknum i Evrópumótinu, seir.
nýlega fór fraxn I Belgíu með 13
stigum gegn 7. Hér er spil frá
þessum ieik.
Norður
S 9-6-2
H G-8-7-4
T D 8
L A-K-G-7
Vestwr Austnr
S D S G-10-5-4-3
H K-D-10-9-6-3-2 H 5
T 10-9-4-3 T G-7-6
L 2 L 10-9-6-5
Suðiur
S A-K-8-7
H A
T A-K-5-2
L D-8-4-3
Við annað borðið sátu sænsku
spilararnir N.-S. og sögðu 7 lauf,
en spilið varð einn niður og
brezka sveitin græddi 100.
Við hitt borðið sat brezki spilar-
inn, Ciaude Rodrigue, i suðri og
þegar hann tók spilin úr spila-
bakkanum, þá var tígul 5 hjá
hjarta ásnum, þannig að honum
fannst hann hafa 2 hjörtu og 3
tígla. Hann opnaði á 2 gröndum
(hann hefði átt að opna á 2
tlglum, sem sýna skiptinguna
444-1). Vestur sagði 5 hjörtu, sú
sögn var dobluð og varð 4 niður.
Brezka sveitin græddi 900 á
spilinu við þetta borð eða samtals
14 stig á spilinu, en það nægði
ekki til sigurs eins og fyrr segir.
FRETTIR
Kvenfélag Bésfaðaséknar
Munið fjölskylduskemmtunina að
Hótel Sögu.
Kvemmadeild
Slysavamafélagsins i Reykjavlk
heldur fund að Hótel Borg mánu-
daginn 1. oktöber kl. 20.30. Jón B.
Gunnlaugsson skemmtir og spiluð
verður félagsvist.
Stjórnin.
Kvenfélag Laugarnessðknar
Fundur verður haldinn mánudag-
inn' 1. október kl. 20.301 fundarsal
kirkjunnar, Sagt frá sumarferða-
lögum o.fl.
Stjórnin.
Kvehfélag Garðahrepps
Fundur að Garðaholti þriðjudag-
inn 2. október kl. 20.30. Handa-
vinnukynning.
Stjórnin.
DAGBÓK
BARWWA..
ÆVWTÝRI
MÚSADRENGS
Alexander King skrásetti
Gleði minni verður ekki með orðum lýst. Við
tókum strax tal saman, og Bakar sagði mér, að nú
hefði hann ákveðið að hverfa aftur til sinna fyrri
heimkynna, koma sér þar í góða vist og eiga rólega
daga. En áður en hann færi, fannst honum hann
verða að kveðjá mig, þvi ég væri eini vinurinn, sem
hann ætti í þessum heimshluta.
Það var komið undir morgun, þegar Bakar kvaddi
loks. Ég sofnaði vært eftir þessar ánægjulegu sam-
verustundir og vaknaði ekki aftur fyrr en seinni
hluta mánudags. Þá sá ég, að líklega hefði verið heitt’
um daginn, því Pétur hafði skilið eftir opinn glugg-
ann á skrifstofunni beint fyrir framan mig.
Og þar sem ég sat þarna á ábreiðunni minni og
horfði út yfir garðinn, sá ég allt í einu hvar mús kom
hlaupandi upp stiginn og heim að húsinu.
Ég hafði ekki haft nein afskipti af músum lengi og
mér lék því forvitni á að vitá hverra erinda þessi
mýsla fæpi. Ég horfði með eftirvæntingu á glugga-
sylluna og, mikið rétt, þarna birtist hún nokkur
skref frá mér.
Og nú skal ég segja ykkur, hvaða mús þetta var.
Þetta var engin önnur en Tsi-Tsi, sem hafði reynzt
mér svo ráðholl fyrsta kvöldið á ævintýragöngu
minni.
„Tsi-Tsi,“ hrópaði ég himinlifandi. „Mikið varstu
væn að heimsækja mig. Það er ég viss um, að
mömmu þinni er það ekki að skapi.“
„Mamma veit vel, hvert ég fór,“ sagði Tsi-Tsi.
„Hún biður eftir mér hjá gíraffábúrinu. Henni er
bað ekkert á móti skapi, að ég heimsæki þig. Henni
snerist nefnilega hugur, þegar öll músaþjöðin tök
að lofa þig fyrir hugrekki þitt, og ég heyrði hana
meira að segja státa af því einu sinní að hún hefði
haft heiðurinn af að hitta þig. Þess vegna fékk ég
sírax leyfi, þegar ég bað um að fá að fara.“
„Og enginn er fegnari að sjá þig en ég, kæra
Tsi-Tsi,“ sagði ég. „Og ég er þakklátur fyrir, að þú
skyldir takast þessa hættulegu ferð á hendur bara
mín vegna.“
„Þetta er í þriðja sinn, sem ég kem hingað,“ sagði
Tsi-Tsi. „Við höfum alltaf komið að nóttu til, en þetta
hús, sem þú býrð í, er svo rammbyggilega lokað, að
okkur hefur ekki tekizt að komast inn.“
„Músunum í garðinum hefur aldrei þótt það
fciaksins vert að gera sér inngang hingað, vegna
þess að hér er engan matarbita að fá, nema auðvitað
inni í glerkassanum mínum. Og vel á minnst, það
mætti víst ekki bjóða þér smáhressingu, áður en þú
ferð? Ég á hér ýmislegt góðgæti frá þvi í gær. Gerðu
svo vel að koma inn fyrir.“
Þótt hún væri dálítið treg í fyrstu, vissi ég, að það
var henni siður en svo á móti skapi að þiggja bita.
Mér var hægðarleikur að lyfta netinu ofan af búrinu,
svo að hún gat smeygt sér inn, og augnabliki siðar
vorum við bæði farin að gæða okkur á úrvalsostum
og gleymdum stund og stað.
Hoppandi
kengúrur
Leggðu glerplötu yfir og milli tveggja jafnþykkra böka. Klipptu út
fleiri kengúrur eins og myndin sýnir og notaðu til þess þunnan
pappír. Legðu þær sfðan milli bðkanna undir glerið. Nuddaðu svo
glerplötuna með vasaklút, á sama hátt og þú værir að pússa glugga-
rúðu. Og þá byrja kengúrurnar að hoppa um undir glerinu.
SMÁFOLK
Gerðu villu, gerðu villu,
gerðu villu, villu villu!!
FERDINAND