Morgunblaðið - 29.09.1973, Síða 12
1 o
ATriP Cl\ T\TRT ___ T A T WJ 4 P r> A m T'R 90 CÍTTlPT'TTiTUPTT'R, 1073
Göng undir
Ermarsund
GÖNG undir Ermarsund eru
gömul hugmynd. Fyrir tæpri
öld var byrjað á slíku verki, en
hætt við það af ótta við, að
Frakkar notuðu göngin til þess
að gera innrás. Bretar vildu
ekki rjúfa þá einangrun, sem
hefur verið bezta vörn þeirra
gegn erlendum átroðningi.
Frakkar hafa alltaf verið hrifn-
ir af hugmyndinni.
Nú hefur Edward Heath
forsætisráðherra ákveðið, að
hafizt verði handa um að grafa
göng undir Ermarsund. Og nú
bregður svo við, að þótt and-
staðan gegn framkvæmdunum
sé útbreidd sem fyrr, eru
nánast einu mótmælin, sem
heyrast, frá dýravinum. Þeir
óttast að mýs, og rottur og önn-
ur kvikindi flæði um göngin og
beri með sér hundaæði.
Ákvörðun Heaths kemur ekki
á óvart. Málið hefur verið í
undirbúningi i níu ár, bæði i
stjórnartíð íhaldsflokksins og
Verkamannaflokksins. Þótt
framkvæmdirnar muni sæta
gagnrýni á þingi, bentir ekkert
til þess að það verði gert að
pólitisku hitamáli.
Bretar og Frakkar munu
skipta með sér kostnaðinum af
gerð gangnanna og grafa þau í
sameiningu. Verkið verður
bæði unnið með opinberu fram-
taki og einkaframtaki. Tveir
fyrirtækjahópar, annarbrezkur
með bandarískri aðstoð, en
hinn franskur, eiga að afla
þeirra tveggja milljarða doll-
ara, sem áætlað er að fram-
kvæmdirnar muni kosta, og
vinna verkið. Ríkisstjörnirnar
munu hins vegar ábyrgjast lán-
in. Ef göngin skila ekki
hagnaði, verða skattgreiðendur
að borga brúsann.
Brezka stjórnin er sannfærð
um, að verkinu verði lokið fyrir
1980 og hagnaður verði af þeim.
Samkvæmt áætlunum hennar
munu 30 milljónir farþega og
10 milljónir lesta af vörufarmi
fara um göngin 1990. Göngin
verða i tvennu lagi. Tvær risa-
stórar pfpur verða boraðar
gegnum kalkmyndanir á botni
Ermarsunds fyrir -eina járn-
braut hvor. Á milli þeirra verð-
ur þriðja rörið fyrir loftræst-
ingu og aðstöðu til viðgerða.
Göngin verða 32 milna löng, þar
af 23 milur neðansjávar.
Tilgangur gangnanna verður
tvíþættur. 1 fyrsta lagi sá að
vera tengiliður járnbrauta
Bretlands og Evrópu, draga að
nýja farþega með þriggja og
hálfs tíma ferð frá London til
Parísar (álika löng ferð og með
f lugvél, ef meðtaldar eru tafir á
flugvöllum) og draga vörufarm
frá vörubifreiðum. Ferð með
lest og ferju milli London og
Parisar tekur nú um sex
klukkutíma.
Hinn tilgangurinn er að
bjóða bílaflutninga undir
Ermarsund milli endastöðv-
anna í Calais og Folkestone.
Bilarnir verða fluttir með sér-
stökum lestum, sem munu fara
með allt að fjögurra mínútna
millibili, og færðin á að taka 35
mínútur.
Helzta gagnrýnin á fram-
kvæmdirnar beinist að þessu
tviþætta hlutverki, sem
stangast nokkuð á. Of margt
fólk býr í Suður-Englandi —
vegirnir eru fullir, lífsrýmið
minnkar stöðugt og alltof stór
hluti atvinnulifsins hefur þar
aðsetur. Bretar hafa tekið upp
byggðastefnu og vilja beina
efnahagslífinu i auknum mæli
til norður hluta Englands.
Fyrri tilgangur framkvæmd-
anna er í samræmi við þetta,
hinn ef til vill ekki.
Ef vöruflutningar beinast í
auknum mæli til járnbrauta
með tilkomu gangnanna, þarf
lítið rask að koma til, aðeins
landrými fyrir endastöðina og,
nýju járnbrautina norður á
bóginn. En ef göngin verða
aðallega notuð til þess að flytja
vörubila til Kent eins og and-
stæðinga framkvæmdanna
grunar, verður ástandið á yfir-
fullum vegum suðausturhluta
Englands ennþá verra en það
er nú.
Andstæðingar framkvæmd-
anna tína fleira til. Um þessar
mundir þjaka sprengjuárásir
og sprengjuótti íbúa Lundúna,
og þetta ástand sýnir, að göngin
verða gersamlega varnarlaus
gagnvart hryðjuverkamönnum.
Þá munu margar ferjur á
Ermarsundi leggjast niður.
Göngin verða í tvennu
lagi, eins og sjá má á
uppdrættinum og líkan-
inu.
Glundroði, sem getur orðið af
töfum i göngunum, getur orðið
mikill.
En hvað sem líður öllum rök-
um með og á móti, þá hefur
verið hafizt handa um stórvirki,
sem hefur verið til umræðu f
170 ár og allt bendir til þess, að
það verði að veruleika. Heath
forsætisráðherra er þess full-
viss, að eftir einn eða tvo ára-
tugi verði mikill meirihluti
landsmanna fylgjandi göngun-
um.
Skortur á Bibllum og prestum
Umræður milli marxista og
kristinna eru nokkuð, sem að-
eins á við í hinum kristna. vest-
ræna heimi. Þær hafa þó af og
til verið leyfðar i Sovétríkjun-
um. Þar gildir ennþá kjörorð
rússneska einvaldsins
Krústsjoffs: „Vinsamleg sam-
búð við kirkjurnar i útlöndum,
en hin harðasta barátta gegn
trúnni í okkar eigin landi.“
Hið flokkstrygga ráð um
trúarleg málefni ákveður hvaða
söfnuði ber að leyfa, hverjir
mega gegna kirkjulegum em-
bættum, hvaða prestur fái at-
vinnu og námsleyfi, hvaða
kirkjur trúfólk má taka á leigu,
hve há kirkjuleigan skuli vera,
hvort rífa eigi einhverja gamla
kirkju eða byggja nýja.
Ráðið um trúarleg málefni
tilkynnir oft ákvarðanir sínar
munnlega en ekki skriflega.
Þetta eykur á óöryggi hinna
trúuðu um, hvar mörkin eru á
milli þeirra trúarathafna, sem
leyfðar eru og trúaráróðurs,
sem er bannaður. Nóbelsverð-
launahafinn Alexander
Solzhenitsyn skrifaði um
páskana 1972 athyglisvert bréf
til leiðtoga rétttrúaðarkirkj-
unnar f Sovétríkjunum, Pimen
patriarka. Nóbelsverðlauna-
hafinn sagði m.a. að „kirkja
sem er undir einræðisstjórn
guðleysingja er siónarsDÍl. sem
ekki hefði sézt í aldaraðir,,.
Ráðið hefur frá byrjun verið
deild í öryggislögreglunni
KGB.
Embæt. smenn ráðsins í
Eystrasaltslöndunum og annars
staðar í Sovétríkjunum virðast
líta á það sem sitt meginhlut-
verk að að reyna á allan
hUgsardegan máta að gera
iðkanir trúarathafna sem
erfiðastar. Þeir hafa ö.ll völd i
þeim efnum ísinum höndum og
nota þau til að koma I veg fyrir
að kirkjunni takist að mennta
nægilega marga nýja presta og
gefaúttrúarrit.
Flestir prestanna eru nú
aldraðir eða miðaldra. Þeir
munu ekki af frjálsum vilja
fara á ellilaun, enda er presta-
skorturinn mikill. Mót-
mælendakirkjan hefur 125
Eftir
Andres Kung
presta i Eistlandi og 90 I Lett-
iandi, þar sem kaþólskir hafa
um 170 og babtistar 60. 1 dag
eru um 700 starfandi kaþólskir
prestar í Litháen og álíka marg-
ir eru landflótta. Árið 1930
voru prestrnir 1650.
Litlir guðfræðiskólar eru enn
starfræktir, en nemendafjöld-
inn er ákveðinn af ráðinu um
trúarleg málefni. A fyrsía ára-
tugnum eftir stríð voru fjórir
rektorar við kaþólska presta-
skólann í Litháen handteknír
og reknir úr landi. Nóbelsverð-
launahafinn Solzhenitsyn og
aðrir trúmenn hafa mótmælt
því, að yfirvöldin planta KGB-
njósnurum meðal stúdentanna.
Litháfski biskupinn , Step-
onavicius var settur af árið
1961 vegna þess að hann neitaði
að vígja þrjá menn til prests
sem' taldir voru njósnarar.
Prestsnámið fer einkum fram
gegnum bréfaskóla og náms-
mennirnir verða að hafa
„heiðarlega atvinnu" með
náminu. Laun þeirra eru
greidd af sóknarbörnunum og
skattayfirvöld lfta á þau sem
„tekjur utan atvinnu" og skatt-
leggja þau því harðar en venju-
legar tekjur.
Fjöldi nemenda í prestsnámi
hefur verið skorinn niður smátt
og smátt þannig, að nú nægja
nýir nemendur alls ekki til að
fylla þau skörð sem myndast af
eðlilegum orsökum. Aðeins 10
lútherskir prestar voru út-
skrifaðir í Lettlandi á árunum
1955 til 1966. Fyrir stríð voru
fjórir kaþólskir prestaskólar i
Litháen með meir en 400
stúdentum; aðeins einn hélt
áfram starfsemi eftir strfð.
Nemendafjöldinn hefur
minnkað stig af stigi úr 150 f 10.
Skorturinn á trúarritum er
næstum þvi jafn áberandi og
prestaskorturinn. Mót-
mælendakirkjan í Eistlandi
hefur eftir stríð aðeins fengið
að gefa út eitt rit, trúanlega
árbók (1956), sem ekki hafði að
geyma mikið trúanlegt efni.
Nýja eistneska Bibliuþýðinin,
sem gefin var út i Svíþjóð, er
þvi fágætur dýrgripur i Eist-
landi. Bannað er að flytja hana
inn í landið, en af og til er reynt
að smygla henni inn.
Sálmabækurnar, sem ég sá f
kirkjum í eistnesku höfuðborg-
inni Tallin, voru svo snjáðar, að
maður gat varla rýnt í textann.
Ég reyndi að taka eitt sálma-
blað með mér sem minjagrip.
Gömul svartklædd kona elti
mig uppi á götunni og álasaði
mér fyrir að vera svo tillitslaus.
Trúmönnum er svo annt um
hvert sálmablað, að þeir mega
ekki missa það i hendur for-
vitinna ferðamanna.
Ríkið yfirtók allar eignir
kirkjunnar í Eystrasaltslöndun-
um eftir hernám Sovétmanna
1940. Flestum kirkjum var þá
Iokað, eða þær notaðar fyrir
annars konar starfsemi. St.
Casimir-kirkjan í Vilnius er nú
orðin guðleysissafn, og ekkert
safn á því sviði stendur þvi
framar, nema Guðleysissafnið í
Leningrad.
Þeir söfnuðir, sem fengið
hafa skrásetningarleyfi geta
sótt um til ráðsins um trúarleg
málefni, að fá að taka kirkju á
leigu. Söfnuður, sem ég heim-
sótti i Tallin 1970, hafði 4000
skráða meðlimi og þurfti að
greiða 370.000 ísl. kr. árlega
fyrir að fá að halda guðs-
þjónusturí kirkju „sinni“.
Trúmönnum hefur hingað til
tekizt að leigja kirkjur og halda
guðsþjónustur, vegna fórnfýsi
safnaðarfólks. Stundum kemur
það fyrir að margir söfnuðir slá
sér saman um að leigja kirkju.
En oft koma þeir sér saman um
einn prest og lána hvor öðrum
sálmabækur og Bibliur.
Tveir stærstu, hinna fimm
lúthersku söfnuða i höfuðborg
Eistlands, hafa nú aðeins
tiunda hluta þess meðlima-
fjölda, sem þeir höfðu á sjálf-
stæðistimabilinu á milli heims-
styrjaldanna. En nú eru þeir
allir virkir félagar i baráttu-
glaðri kirkju, margir safnaðar-
félagar tóku litinn þátt í starfi
safnaðarins á milli striða og
greiddu jafnyel ekki kirkju-
skatt.-
Trúfólk í Eystrasaltslöndun-
um i dag er sjaldan hálfvolgt i
trú sinni eins og fólk á Norður-
löndum og í Vestur Evrópu,
heldur einlægar manneskjur,
sem fórna vilja næstum öllu til
að standa vörð um trú sína og
safnaðarlíf. Sauðirnir hafa
skilist frá höfrunum. Það
virðist þvi sem það sé auð-
veldara að vera einlæglega
kristinn i austri en i vestri, þar
sem vanakristni er meira út-
breídd og samkeppni á milli
hugmyndakerfa er frjálsari og
þar sem engin mismunun eða
ofsóknir eru til að styrkja hina
kristnu í trú sinni, þótt
mótsagnakennt hljóti að
virðast.