Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 Jón Asgeirsson skrifar um tónlist FYRSTU TONLEIKAR SINFONIU- HLJÓMSVEITAR ÍSLANDS Stjórnandi: J.P. Jacqvillat, Einleikari: Erling Blöndal Bengtsson. Debussy: L’apresmidi d’un Faune Elgar: Cellókonsert Beethoven: Sinfónla nr. 4. ÞAÐ er eins og tónlistarlíf höfuðborgarinnar sé þá fyrst komið í fullan gang, er Sinfóniu- hljómsveitin heldur fyrstu tón- leika vetrarins. Á verkefnaskrá hljómsveitar- innar kennir margra grasa, allt frá Vatnasvítunni og Messias eft- ir Handel til West Side Story eftir Bernstein. Sem sagt, eitthvað fyr- ir alla. Fyrsta verkefni sveitarinnar var L’apresmidi d’un Faune, vin- sælt og fallegt verk, sem I fingerð- um blæbrigðum sínum gerir mikl- ar kröfur til hljóðfæraleikaranna. Þarna var hljómsveitarstjórinn heima hjá sér og flutningur sveit- arinnar áferðarfallegur. Erling Blöndal Bengtsson er snillingur og var leikur hans sam- kvæmt þvi. Cellókonsert Elgars er áferðarfallegt, en e.t.v. of enskt verk til að gleðja eyru ís- lendinga þessa dagana. Síðasta verkið á þessum tónleik- um var 4. sinfónía Beethovens. Verkið hefst á hægum og dul- mögnuðum inngangi, sem við upphaf aðalstefsins breytist í fjörugan þátt. Þessar andstæður voru ekki nægilega undirstrikað- ar og aðalþátturinn of hratt leik- inn. Ofsi er ekki sama og f jör, en í þessum ofsahraða týndust ýmis fíngerð smáatriði, sem einkenna verkið og eru, þegar allt kemur til alls, kannski undirstaða þess. Aukastefið var rúið söngrænni fegurð sinni og úrvinnslukaflinn, sem er dæmigerður fyrir mósaik vinnubrögð Beethovens, varð eitt allsherjar tónf laustur. Annar kafli verksins var í heild vel fluttur. Hann er ekki síður viðkvæmur en sá fyrsti. Einkum er punkteraða stefið, sem gengur eins og rauður þráður gegnum allan kaflann, vandasamt og krefst nákvæmni í leik. Eitt af sérkennum, þriðja kafl- ans er vixlun á áherzlum, sem Beethoven skapar með því að skipa áherzlum laglímmnar gegn taktinum. Vegna of mikils hraða missti þessi áherzluvixlun alla spennu. Þó að hljómsveitin stæði sig með mestu prýði, þjónar svona „hraðlestrar” útgáfa ekki öðrum tilgangi en að sýna „vírtúósitet” sitt. Greinilega er hljómsveitar- stjórinn frábær verkmaður, en að- gát skal höfð í nærveru sálar, því óþjálfuð eyru almennings þurfa áreiðanlega Iengri tíma til úr- vinnslu svo margbreytilegra hljóða, sem ein Beethovensin- fónía er, en sem sjálfur hljóm- sveitarstjórinn þarf og skammtaði tónleikagestum. Jón Ásgeirsson. FIMM NÝJAR BÆKUR FRÁ HELGAFELLI HELGAFELL hefur sent frá sér fimm nýjar bækur, sem bárust blaðinu í gær. Þær eru hin alkunna ævintýrabók Muggs, Dimmalimm, sem ekki hefur verið fáanleg 1 mörg ár, og er nú á fjórum tungumáium. Þá er komin ný útgáfa af Pilti og stúlku Jóns Thoroddssen, fagurlega mynd- skreytt af Halldóri Péturssyni og ný myndarleg útgáfa af sjálfsævi sögu Jóns Steingrimssonar ásamt frægum ritgerðum hans, þ.a m. Eldritið frásögn um Skaftárelda, Um Kötlugjá og „Um að ýta og lenda i brimsjó fyrir söndum”. Þessar ritgerðir koma nú út í fyrsta sinn i bók. Ný og glæsileg heildarútgáfa frumsaminna og þýddra ljóða Steingrfms Thor- steinssonar í útgáfu Hannesar Péturssonar skálds, sem einnig ritar inngang, og er hennar getið annars staðar í blaðinu. Loks er ný bók, frumverk ungs manns, Sigurðar Guðjónssonar, sem hann kallar Truntusól. Um bók séra Jóns segir bók- menntaráðunautur forlagsins: Séra Jón Steingrímsson var Skagfirðingur að uppruna, og gekk í Hólaskóla, gerðist djákni á Reynisstað, fór síðan búferlum suður í Skaftafellssýslu og eignaðist þar mikla sögu. Hann gerðist mikill guðsmaður, en líka hugvitssamur búandi og sjósókn- ari, læknir, skáld, þýðari og rit- höfundur en endaði ævi sína harmkvælamaður, snauður og þrotinn að heilsu. Þvf verður saga hans margbreytileg og snertir þjóðlífið allt. Með þessari nýju útgáfu ævi- sögunnar hefur Kristján Alberts- son tekið til viðbótar þrjár rit- gerðir séra Jóns, Eldritið, hina mikilfenglegu frásögn um Skaft- árelda, Um að ýta og lenda í brim- sjó fyrir söndum, um Kötlugjá. Eru þá meginrit séra Jóns komin saman á einn stað. Enginn íslenzkur rithöfundur á undan séra Jóni hefur lýst tilfinningalífi sínu jafn-bersögult (og raunar ekki margir síðan). I þeim skilningi má hann með réttu kall- ast okkar fyrsti nútímahöfundur. Bókin er 440 bls. og fylgir henni teikning af Skaftáreldasvæðinu með nöfnum þeirra bæja, sem getið er í bókinni. Um „Truntusól” Sigurðar Guð- jónssonar segir á bókarkápu: Bókin er raunveruleg frásögn úr lífi höfundar. Hann er ungur maður, sem á við andlega van- heilsu að etja um skeið og leitar lækningar á geðdeild stofnunar einnar, sem hann nefnir Mikla- spítala. Hann rekur ýtarlega og að því er virðist ýkulaust skipti sín við lækna og sálfræðinga og kynni af fjölda fólks, sem hann um- gengst á spítalanum. Það er fólk á ýmsum aldri og sízt „undarlegra”, a.m.k. í fljótu bragði, heldur en fólk gerist og gengur, en það hefur leitað hér aðhlynningar, at- hvarfs eða lækningar. Suma þjáir eituriyfjanotkun til dæmis, aðra þunglyndi eða taugabilun, eiris og það myndi vera kallað hversdags- lega, hvað sem það kann að heita á máli læknisfræðinnar. Höfundur lýsir þessu fólki með skarpri eftirtektargáfu, nákvæmni og yfirleitt mikilli samúð. Bókin er safn fjölbreyttra mannlýsinga. Hver lesandi mun að sjálfsögðu draga af þessari bók þær sálfræði- legu athuganir og skýringar, sem honum standa næst. Höfundur fer síður en svo í launkofa með sálarástand sitt, heldur lýsir því í smáatriðum. Samt fer þvi fjarri, að bókin leiði til vonleysis. Fjörugur stíll og hugmyndaflug höfundar, bókmenntaáhugi og tónlistariðkun (hann mun einmitt hafa mjög góða hæfileika í þeirri grein) benda þvert á móti til lífs- vilja. Vll kaupa góffa jörff á Suður eða Suð-Vesturlandi. Þarf að vera vel hýst og góð til búreksturs. Tilb. sendist Mbl. fyrir 30. þ.m. Merkt: Jörð 3006. EINBÝLISHÚS TIL SÖLU Fallegt einbýlishús í austurborginni. Rúmgott hol, stofa, 4 svefn- herbergi. stórt eldhús, tvö baðherbergi, þvottahús, góðar geymslur ásamt 40 ferm. bílskúr. Upplýsingar i sima 85306. Til sölu Trilla 8'/2 tonn. Báturinn er byggður i Bátalóni '62. Vél Bólinder Mustad. Fasteignasalan, Laugavegi 1 7, 3. hæð. sími 18138. Dómkórinn óskar eftir söngfólki. Upplýsingar í síma 19958. Stjórnin. TROPICANA er hreinn safi úr u.þ.b. 2V4kg. af Flórida appelsinum. í hverjum dl. eru minnst 40 mg. af C-vitamini og ekki meira en 50 hita einingar. sólargeislinn frá Florida kr 85- l^kg appelsínur kr 169,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.