Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 Þessi mynd var tekin þegar Ingi Ingvarsson, ambassador og fastafulltrúi íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, afhenti Kurt Waldheim trúnaðarbréf sitt, en það var 14. september síðastliðinn. Tony Curtis hefur nú fallið frá kröfu sinni um forráðaréttinn yfir fimmtán ára dóttur sinni, Jamie Lee, en móðir hennar er Janet Leigh. Þau áttu saman aðra dóttur, Kelly, sem nú er sautján ára, en föður hennar var dæmdur forráðaréttur yfir henni í febrúarmánuði siðastliðnum að undangengnu miklu stappi. * Fjórír heimsfrægir kvikmynda- stjórar hafa gert samning við kvikmyndafélag eitt i Los Angeles. Þeir eru Antonioni, Fellini, Ken Russel og Terence Young, en þeir munu allir íslenzk- um kvikmyndahúsgestum að góðu kunnir. í samningnum er gert ráð fyrir, að hver þeirra taki þrjár kvikmyndir á næstu fimm árum, nema Fellini, sem þarf ekki að skila nema einni. Kvikmynda- stjórarnir eru allir meðeigendur i fyrirtækinu. * Ast er. . . Guy de Rothschild heitir franskur bankajöfur. Hann á konu sem heitir Helene, og eru þau hjónin alldjarftæk í sam- kvæmislífi Parísarborgar. Þau eru iðin við að bjóða fólki heim til sín, og fá vonandi borgað aftur í sömu mynt. Eitthvað virðist þeim vaxa í augum kostnaðurinn við alla risnuna, þvf að nýlega buðu þau til sín 100 manns í mat, og svo öðrum 300 að koma eftir matinn til að fá sér kaffisopa og dansa. Merkilegt nokk móðgaðist eng- inn, nema einn „eldri herra“, sem afþakkaði boðið með þeirra at- hugasemd, að hann væri vanur að drekka kaffi á sama stað og hann mataðist. * Danir eiga sinn „Silfurlampa“, eins og við. Reyndar er það nú ekki lampi, heldur f eiginlegri merkingu, heldur köttur úr gleri, sem er einfaldlega kallaður „leikhúskötturinn“. Nú hafa danskir leikhúsgagnrýnendur ákveðið, að leikstjórinn Svend- Aage Larsen skuli hljóta „leikhúsköttinn" í -ár, en það er í sextánda sinn, sem „kötturinn" fær samastað hjá einhverjum, sem þótt hefur skara fram úr á sviði leiklistar. 1 fyrra hlaut ballettmeistarinn Fleming Flint „Leikhúsköttinn“. Svend-Aage Larsen hlýtur hnossið fynr upp- færslur sínar á „My Fair Lady“, en þær eru nú orðnar 25 talsins, og hafa alls staðar hlotið einróma lof gagnrýnenda, sem og áhorf- enda ef marka má af aðsókn þeirri, sem söngleikurinn hefur hlotið. Eins og íslenzka leikhúsgesti mun reka minni til, var það ein- mitt Svend-Aage Larsen, sem sá um uppfærsluna hér í Þjóðleik- húsinu á sínum tíma. * Dietrich Fischer-Dieskau ætlar nú að freista gæfunnar við hljóm- sveitarstjórn, en ákveðið er að hann stjórni Mozarthljómsveit- inni í Salzburg siðar í þessum mánuði. Einleikari verður Jaqueline de Pré, en á efnis- skránni verða eingöngu verk eftir Haydn. Við birtum hér mynd af Tínu Önassis og nýja kærastanum hennar. Nýlega sagði Tina, að hún ætlaði að láta það eftir sér, að giftast manninum, sem hún elskar, hvort sem hann passar inn í fjárhagsáætlanir föður hennar eðaekki. En Aristóteles Onassis þarf ekki að hafa neinar áhyggjur af því, að tengdasonurinn tilvonandi sé einhver þurfaling- ur. Hann heitir Thierry Roussel, og er ríkismannssonur frá París. Faðir hans á eina stærstu lyfjaverksmiðju í Frakk- landi. Tína og Thierry opinberuðu trúlofun sína um borð í lysti- snekkju Rousselfjölskyldunnar, bar sem hún lá við festar í Mar- bella á Spáni. Onassis-hjónin voru ekki boðin í trúlof- unargillið, og Tína hafði ekki einu sinni varað föð- ur sinn við. Sagt er, að hann hbnum barst fréttin. Tína er enginn græningi í giftingarmál- unum. Hún var áður gift Jósepi Bolker, sem er Amerikani, en talsverður aldursmunur var á þeim hjónum, þar sem hann var þrjátíu árum eldri en Txna. Það er ljóta þrasið, sem Mick Jagger stendur f sí og æ. Nú hefur söngkonan Marsha Hunt (sjá mynd hér að ofan) kennt honum telpu, sem hún átti einmitt um sama leyti og Bianca kona hans fæddi honum dóttur, en sfðan eru tvö ár. Mick er ekkert á því að gangast við barninu, og hefur Marsha þessi nú höfðað barnsfað- ernismál gegn honum. Heyrzt hefur, að aðsókn að dómssalnum þar sem réttarhöldin fara fram sé eins mikil og tónleikum RoIIing Stones. Hvernig sem þessu máli lyktar getur Marsha Hunt allavega verið ánægð með þá athygli, sem hún hefur vakið með þessu umstangi sínu, — og kannski hefur það líka verið tilgangurinn. Sýslan er að síga undir Þingeyingum! Lfm og bætur f hvelli. . . . smáskammtur af himnaríki á jörðu. ÍM R*g. U.S. Foi. Off—All righu reterved 'C 1973 by Lot Angelet Timet HÆTTA A NÆSTA LEITI — Eftir John Saunders og Alan McWilIiams ... ///; ’.ý'; A5 THE PLANE.TOUCHES THE RUNV/A'ý THE 'S'-OW" LA.NO:!' 13 INSTANTL/CON7ERTED IN'.^ / - . - FSISHTENINS CRCUNO SPEEO/ //TÁ | / ANO THROLiSH A COMBINATION OFPANICAUD INEXPERENCE, IE »'.•'/ •V/- ,y/ HEIOI APPLIES UNE7EN PRESSURE V¥\l ING JÁ’' // TO THE WHEELSRAKES/ ,-JT X ” nto \\ ' / .' —-—-v ________' C ,'v x Þegar fiugvélin snertir brautina, breytist hæg lending f skelfilegan hraðan akstur á j örðu. Vegna hugaræsings og reynsluleysis gefur Heidi hjólhemlunum ójafnan þrýsting.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.