Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 230. tbl. 60. árg. LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 Prentsmiðja Morgunblaðsins. son tekur við Jóhann Hafstein sagði af sér formennsku Sjálfstæðis- flokksins í gær. Hann tilkynnti þessa óvæntu ákvörðun á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, er hófst kl. 15.00 f gær. I bréfi til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins sagði Jóhann Hafstein, að af heilsufarsástæðum hefði hann ekki yfir að búa óskertri starfsorku og þvf segði hann af sér. Kæru vinir og samherjar. Ég hef þurft að taka erfiða ákvörðun, sem ég vil hér með tjá miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. Eg hef notið þess trausts, að vera kosinn formaður Sjálfstæðis- flokksins á landsfundum hans. Ég met þetta traust með þakklátum huga. Reynslan hefur kennt mér, að formaður flokksins þarf að búa yfir óskertri starfsorku og vel það. Af heilsufarsástæðum er þessu nú ekki til að dreifa hjá Éramhald á bls . 18 Geir Hallgrímsson hefur nu tekið við sem formaður Sjálf- stæðisflokksins. Skv. skipulags- reglum flokksins skal f tilviki sem þessu kjósa varaformann á fundi flokksráðs. Miðstjórn hefur ákveðið að flokksráðsfundur verði haldinn um miðjan næsta mánuð, og verður þá kjörinn nýr varaformaður Sjálfstæðisflokks- ins í stað Geirs Hallgrímssonar. Bréf Jóhanns Hafstcin Bréf Jóhanns Hafstein til mið- stjórnar Sjálfstæðisflokksins er svohljóðandi: Jóhann Hafstein: Styrkleiki Sjálfstæðisflokksins varðar mestu fyrir þjóðina „Eins og ætfð áður tel ég styrkleika Sjálfstæðisflokksins mestu varða fyrir þjóðina, og við það er ákvörðun mín mið- uð,“ sagði Jóhann Hafstein f viðtali við Morgunblaðið sfð- degis f gær, er kunnugt varð um þá ákvörðun hans að segja af sér formennsku Sjálfstæðis- flokksins. Jóhann Hafstein var f upp- hafi spurður, hvort heilsu hans hefði hrakað að undanförnu og hann svaraði: — Nei, sem betur fer ekki. Ég veit ekki betur en ég sé á öruggum batavegi, en frá upphafi sögðu læknar við mig: þetta tekur sinn tfma. Það sem mér finnst langur tími f þvf sambandi finnst þeim stutt- ur. — En hvers vegna tókstu þessa ákvörðun nú f stað þess að doka við og sjá hversu skjótt þú næðir fullum bata? — Það hefur sannarlega ekki staðið á öðrum að gegna störf- um fyrir mig, og á ég þá fyrst og fremst við varaformanninn, Geir Hallgrfmsson, sem nú tek- ur við formennskunni. En það er svo margt framundan á stjórnmálasviðinu. Nefni ég fyrst sveitarstjórnakosningar í vor. Ekki dugar, að formaður inn þurfi að hlffa sér þar. Al- þingi mun krefjast mikils af sérhverjum þingmanni, en eins og venjulega mæðir mest á forystunni. Ég ætla að sitja á Alþingi áfram og vona að mér endist kraftar, þó ekki væri nema til þess að vinna þar að öryggismálum tslands, eins og ég tel nú brýna þörf, en treysti þvf miður mörgum of lftið. Eg mun halda áfram störfum f landheigisnefnd og utanrfkis- nefnd, en ótal margt annað kallar á mikla starfsorku f störfum Alþingis. Sjálfstæðisflokkurinn velur sér nýjan varaformann í næsta mánuði. Eins og ætfð áður tel ég styrkleika Sjálfstæðisflokks- ins mestu varða fyrir þjóðina og við það er mfn ákvörðun nú miðuð. Israelar sækja enn inn í Sýrland Tel Aviv, Beirut, Kairó. Damaskus 12. okt. NTB. AP. ISRAELSKIR herflokkar héldu áfram sókn sinni inn í Sýrland, f Nixon afhendi hljóðritanir AFRYJUNARDÓMSTÓLL í Washington kvað f kvöld upp þann úrskurð, að Nixon Banda- rfkjaforseti, sé skyldugur að af- henda hljóðritanir af samtölum þeim, sem snerta Watergate- málið, en öðrum mætti hann halda eftir. Gerald Ford varaforseti Washington, 13. okt. AP. RICHARD Nixon, Bandarfkja- forseti, sagði f sjónvarpsræðu til þjóðar sinnar kl. 1 f nótt að fsl. tfma, að liann hefði ákveð- ið að tilnefna Gerald Ford sem varaforseta og eftirmann Spiros Agnew. Fyrr á föstudag hafði verið frá þvf skýrt, að forsetinn hefði ákveðið varaforsetann, en ckki var látið uppskátt um, hver hefði orðið fyrir valinu. Forsetinn lét þau orð falla f samtali við Hugh Scott, leið- toga repúblikana f öldunga- deildinni, að hann væri ekki f vafa um, að þingið myndi sam- þykkja þann, sem hann hefði augastað á, og hann væri einnig sannfærður um, að út- nefningin kæmí mörgum á óvart. áttina til Damaskus f gærkvöldi, og virtist þeim miða hægt, en sfgandi. Leyniþjónusta Banda- rfkjastjórnar telur, að þeir muni stöðva sókn sfna inn f Sýrland um helgina og svo virðist, sem tsrael- ar hafi náð öllum þeim stöðvum á Golanhæðum, er þeir misstu f upphafi, aftur á sitt vald. Irakskir hermenn berjast við hlið Sýrlend- inga. Talsmaður Israelshers sagði, að 26 sýrlenzkar vélar hefðu verið skotnar niður yfir Golanhæðum f dag. A vfgstöðvunum við Sinai var tiltölulega rólegt f kvöld. I yfir- lýsingu egypzku herstjórnarinnar sagði, að egypzkar fótgönguliðs- sveitir sem nytu aðstoðar flug- hersins, ættu í bardaga við fsra- elskar skriðdrekasveitir, og nefndir voru allmargir skriðdrek- ar og brynvagnar, sem Egyptar kváðust hafa eyðilagt. Að þvf er stjórnmálafréttaritar- ar segja, var orðalag yfirlýsingar Egypta það varfærnislegt, að ýms- ir eru þeirrar skoðunar, að þeim hafi ekki miðað eins vel og undanfarna daga. — I kvöld átti Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna að koma saman enn einu sinni, en áreiðanlegar heimildir f New York töldu ein- sýnt, að af þeim fundi yrði enginn árangur, frekar en fyrr. Henry Kissinger, utanrfkisráðherra Bandarfkjanna, hefur tjáð mönn- um þá skoðun sfna, að ástandið sé hið alvarlegasta og hvatti allar friðelskandi þjóðir til að beita áhrifum sfnum til að styrjöldin yrði til lykta leidd. Þegar stríðsaðilar gefa út skýrslur um þann usla, sem lið þeirra hafi gert í dag, eru þær Framhald á bls. 18 Jóhann Hafstein segir af sér formennsku Sj álfstæðisflokks Geir Hallgríms-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.