Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 SAI BAI N 1 Ed McBain: I ó heljaiþföm 11 „Ég átti stefnumót við unnustu mína,“ svaraði Kling stuttur i spuna. „Ég veit. Þú sagðir mér það. Margsinnis. Hún þagnaði. „Þú virtist hálfhræddur. Varstu hræddur við eitthvað, Kling?“ „Losaðu þig við hana úr símanum,“ hvíslaði Virginia Dodge. „Hvað?“ sagði Marice. „Ekkert. Eg sagði ekki 0rð,“ svaraði Kling. „Ég er viss um að ég heyrði. „Nei, ég sagði ekkert. Ég á frekar annríkt núna, ungfrú Snyder. Hvað get ég gert fyrir yður?“ Marice Snyder hló þeim æsi- Iegasta hlátri, sem Bert Kling hafði nokkuru sinni heyrt á ævinni. Á þessari stundu leið honum eins og 16 ára stráklingi, sem var að stelast í hóruhús í La Via de Putas. Það munaði minnstu, að hann roðnaði. „Svona sagði hann hörkulega. „Hvað viljið þér?“ „Ekkert . Við fundum skart- gripina." „Nú. Jæja, Hvernig?" „Það kom í ljós, að þeim var ekki stolið eins og við óttuðumst. Systir mín tók þá með sér til Las Vegas.“ „Þér dragið þá kæru yðar til baka, ungfrú Snyder?" „Hvað? Já. Úr því að það var enginn þjófnaður, hvað hef ég þá að kæra?“ „Ekkert. Ég samgleðst yður með að hafa fundið skartgripina. Ef þér vilduð svo senda okkur bréfkorn þar að lútandi og til- greina, að systir yðar ..." „Hvers vegna líturðu ekki við, Kling, og nærð iþað?“ „Það mundi ég gera, ef ég gæti,“ svaraði Kling. „En það eru þessi ósköp af glæpum í borginni og ég er yfirhlaðinn verkefnum. Þakka yður samt fyrir hringing- una. Við munum eiga von á bréfi frá yður.“ Hann lagði á og sneri sér frá símanum. „Þú ert reglulegur hjartaknús- ari, heyri ég, ekki satt?“ sagði Virginia um leið og hún setti tólið frá sér. „Auðvitað, reglulegur hjarta- knúsari," svaraði Kling. Hann var í raun réttri hálf miður sin út af þvf að Vírginia skyldi hafa orðið aheyrandi að þessu tælandi simtali Maricu Snyder. Bert Kling var tuttugu og fimm ára að aldri og fremur reynslusnauður í skylmingum af því tagi, er Marice Snyder stund- aði. Hann var maður hávaxinn, ljós yfirlitum, herðabreiður, mittismjór og andlitið hafði nánast bamslegt yfirbragð. Hann hlaut að teljast fríður sýnum, en samt sem áður bar sakleysið allt svipmót hans ofurliði. Kling var heitbundinn stúlku að nafni Claire Townsend, og samband þeirra hafði staðið í tæpt ár. Hann hafði þvi afartakmarkaðan áhuga á Maricu Snyder og systur hennar, eða þessum ótal mörgu Maricum Snyder og systrum, er finna mátti alls staðar í borginni. Og því angraði það taugar hans, að Virginia kynni að halda, að þetta sfmtal væri að hans undirlagi. Hann vildi ekki, að hún héldi það. Hann fann, að þetta var undar- legt, að hann skyldi láta sig einhverju skipta, hvað flagð eins og Virginia Dodge héldi um hann, en samt sem áður særði það stolt hans, að hún héldi kannski, að hann væri á kvennafari einhvers staðar úti í bæ, þegar hann ætti að vera að rannsaka innbrot. Hann gekk þangað, sem hún sat. Svarta taskan gerði hann óró- legan. Ef einhver hrasaði nú um hana? Maður verður að vera al- gjört fífl til að vera að burðast með tösku fulla af nítró-glysseríni um allartrissur. „Út af þessari stúlku,“ sagði hann. „Já?“ „Eg vona, að þér hafið ekki fengið ranga hugmynd." „Hvaða hugmynd ætti það svo sem að vera?“ sagði Virginia Dodge. „Já, ég var að rannsaka innbrot, það var allt og sumt.“ „Nú? Hvað hefðirðu svo sem átt að vera að gera annað, væni?“ „Ekkert. Og við skulum sleppa þessu. Ég veit ekki hvers vegna ég er yfirleitt að reyna að útskýra þetta fyrir yður." I þýóingu Björns Vignis. „Nú? Er eitthvað við mig að athuga?" „Þér getið tæplega talizt máttarstólpi þjóðfélagsins. Ekki svo að skilja, að ég vilji vera móðgandi, frú Dodge. Ég á bara við, að venjulegt fólk spásserar ekki um veifandi byssu og flösku af glundri." „Ja hérna. Ekki það?“ Virginia var farin að brosa, hún skemmti sér augsýnilega konunglega. Birgdavarzla Borgarspítalinn óskar eftir að ráða mann til aðstoðar við birgðavörzlu. Nánari upplýsingar veittar n.k. mánudag og þriðjudag í Borgarspítalanum hjá Kristjáni Reykdal, birgðaverði, sem jafnframt tekur á móti umsóknum um starfið. Reykjavík 1 1. okt. 1 973. BORGARSPÍTALINN Þetta er, sem sagt, tekið úr kennslubók f bókmenntasögu. Orðið er laust. Oddný Guðmundsdóttir." Lýkur hér bréfinu, og skulu lesendur sjálfir látnir um að draga sínar ályktanir af þvf, sem hér um ræðir. Þó er ekki úr vegi að spyrja, hvort þeir nemendur, sem eru þessumkomnir að skrifa skóla- bækurnar sjálfir, eigi yfirleitt erindi í skóla. 0 Ha^pdrættis- Hjördís Jensdóttir skrif ar: „Ég get nú ekki orða bundizt f Velvakanda um daginn. Hvað erum við íslendingar að kvarta þótt fáein líknarfélög sendi okkur heim happdrættis- miða fyrir nokkur hundruð krón- ur? Erum við ekki velmegunar- þjóð? Eyðum við ekki öðru eins í hrein an óþarfa? Fólk ætti að hugsa málið og reyna að gera sér grein fyrir hvað gert er fyrir þá peninga, sem inn koma fyrir happdrættismiða. Líknarfélögin eiga tilveru sína að þakka dug- legu fólki, sem lyft hefur Grettis- taki með störfum sínum í þágu fólks, sem að einhverju leyti hef- ur orðið undir í þjóðfélaginu og þarf á aðstoð að halda. Það er kvartað undan aðferðinni, þ.e.a.s. því, að miðarnir séu sendir heim, en reynslan hefur sýnt, að fólk kaupir frekar miðana séu þeir sendir til þess. Enginn er skyldugur til að kaupa miðana. Aðeins er verið að fara þess á leit, að fólk styrki gott málefni, ef það sjái sér það fært. Hjördfs Jensdóttir." 0 Góður Sjónvarps- þáttur Söngelsk húsmóðir skrifar: „Kærar þakkir vil ég senda til Björgvins Halldórssonar og hans ágætu félaga fyrir ágætan þátt þeirra í sjónvarpinu um daginn. Vonandi koma þeir þar fram sem oftast með svipað skemmtiefni. Söngelsk húsmfðir f Austurbænum." FESTI GRINDAVÍK BRIMKLÓ Sætaferðir frá Umferðamiðstöðinni kl. 9.30. um. Eftir hvern er hún? Getið þið upp á! Hún er eftir nemendurna sjálfa. Umsjónarmaður þessa rits. Jón Böðvarsson, segir svo f eftirmála: „Drög þessi eru, að verulegu leyti, verk nemenda minna í Menntaskólanum í Hamrahlíð. Ymist hafa þeir gert útdrætti úr fyrirlestrum í kennslustundum, eða samið stuttar ritsmíðar, eftir heimildum, sem ég hef bent á. Síðan hef ég valið úr, stytt, skeytt saman og prjónað við með ýmsum hætti — sett saman drögin." Nöfn nemenda fylgja ekki, að- eins upphafsstafir, og er ókunnur lesandi þar engu nær. 1 síðara hefti „Draganna" eru, að auki, nokkrir kaflar eftir tvo nafn- greinda menn (bókmenntafræð- ing og kennara). Þar eð búast má við, að „drög“ þessi verði gefin út sem fullgerð og viðurkennd kennslubók, er sanngjarnt, að sem flestir fræðist um, hvernig þessi aðferð, að nem- andinn semji námsbók sína sjálf- ur, hefur lánazt. Fer hér á eftir stutt sýnishorn. Það er úr kaflan- um um skáldverk millistríðsár- anna: „-----Ekki ber þó að taka það svo, að almenningur hafi sam- stundis verið fær um að velja og hafna f bókmenntalegu tilliti. Má í þvf sambandi nefna viðtökurn- ar, sem Halldór Laxness fékk hjá mörgum manninum, lærðum og leikum, þegar hinar stóru skáld- sögur hans koma fram á sjónar- sviðið. Margt ffflið ropaði þá hátt um lús og skft, sökum raunsannra lýsinga hans á kjörum fátækrar alþýðu. Önnur fffl, sem ekki höfðu lesið stafkrók eftir Halldór, átu svo eftir hinum, sjálfum sér og fyrirmyndum sfnum til ævar- andi smánar. Enn f dag má jafn- vel heyra á góðviðrisdegi slíkt hljóð f fávfsu fólki, en þær raddir eru þó ekki margar, sem betur fer. En slfkir unnendur bók- mennta eru rcyndar til enn þann dag í dag, og verða sennilega lengi sbr. heimskulegt kjaftæði klysjugerðarmanna um kúk og piss f bókum Guðbergs Bergsson- ar. Fæst af þvf fólki hefur lesið stafkrók eftir hann sjálft, heldur étur ósómann eftir öðrum.----- og siðferðislega biluðu fólki er það sameiginlegt, hvar sem það stendur f pólitfk, að það getur engar bókmenntir lesið, nema þær, sem enduróma þeirra eigin skoðanir.-----Margur er einnig sá kreppukomminn, sem enn f dag hrópar vei — vei yfir Ijóðum Tómasar Guðmundssonar, sökum þess að þar er ekki snefill að ádeiiu á helvftis fhaldið". UNGÓ UNGÓ Roof Tops leika í kvöld Sætaferðir frá Umferðamiðstöðinni kl. 9.30 Munið nafnskírteinin. velvakandi Velvakandi svarar i sima 10- 100 kl. 10.30—11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Nemendur fræða sjálfa sig í Landfara Tímans birtist eftir- farandi bréf frá Oddnýju Guðmundsdóttur, rithöfundi, s.l. fimmtudag. Þar eð efni þess er einkar athyglisvert hefur kunn- ingi Velvakanda mælzt til þess, að bréf þetta verði birt f dálkum hans, svo að sem flestum gefist kostur á að lesa það. Tekur Vel- vakandi sér það bessaleyfi að verða við þessari ósk hans — og er það vonandi öllum að mein- lausu: „Fólk talar um það sín á milli í heimahúsum, að einhver ringul- reið sé í útgáfu skólabóka: stöðug umskipti, ekki sömu bækur í sams konar skólum og allt sé þetta dýrt. Efni þessara bóka er minna rætt og það, hvort umskiptin eru til ills eða góðs. Almenningur ætti að kynna sér skólabækur, eftir því sem tök eru á. Ég sá af hendingu Drög að bók- menntasögu handa menntaskól-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.