Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTOBER 1973 Af innlendum vettvangi ______Þetta er tœkifœri Ólafs Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, hefur ekki vaxið í áliti sem stjórnmálamaður á þeim tveimur árum, sem hann hefur setið í forsæti núverandi ríkis- stjórnar. Öllu heldur hafa athafn ir hans sannfært marga um, að hann sé óhæfur til þess að vera forsætisráðherra. En hvað sem því líður er óhætt að fullyrða, að nú stendur Ólafur Jóhannesson frammi fyrir stærsta tækifærinu á stjórnmálaferli sínum. Þetta Ólafur Jóhannesson, forsætisráð- herra. — Kann hann að hagnýta það tækifæri, sem fundurinn með Heath veitir honum? Lúðvfk Jósepsson — Hættir hann við hálfunnið verk öðru sinni? Björn Jónsson — Suðningur hans gerði Ólafi kleift að fara til London. tækifæri er fundurinn með Heath, forsætisráðherra Breta, á mánudaginn kemur. Hvað réð afstöðu Breta? í sjálfu sér er tilgangslaust að deila um, hvað olli því, að brezka stjórnin ákvað að hverfa á braut með flota sinn úr íslenzkri fisk- veiðilögsögu. Mestu máli skiptir, að ofbeldisaðgerðum þessum var hætt. Málsvarar ríkisstjórnarinn- ar hafa að vonum reynt að halda þvf fram, að yfirlýsing ríkis- stjórnarinnar um slit stjórnmála- „samskipta“ hafi knúið brezku stjórnina til aðgerða. Margt mætti segja um það, hvernig sú yfir- lýsing varð til, en látum það liggja milli hluta. Hínn 11. september sl. var samþykkt ályktun á ráðherra- fundi — eftir nokkrar deilur — þess efnis, að stjórnmála„sam- skiptum" við Breta yrði slitið, ef brezkar freigátur hættu ekki ásiglingum á íslenzk varðskip. Ef sú fullyrðing talsmanna ríkis- stjórnarinnar væri rétt, að yfir- lýsing um slit stjórnmálasam- bands hefði fengið brezku stjórn- ina til að sjá að sér, er ljóst, að þá þegar hefðu skiph. freigátanna fengið fyrirmæli um að hætta ásiglingum. Sú var ekki raunin. Nokkrum dögum eftir að ríkis- stjórnin samþykkti ályktun þessa, gerðu brezkar freigátur ftrekaðar tilraunir til þess að sigla á íslenzk varðskip og tókst að lokum. Þess- ar ásiglingar sýndu, að brezka ríkisstjórnin tók það ekki alvar- lega, þótt ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar hótaði slitum stjórnmálasambands. Harðnandi átök á fiskimiðunum og versnandi sambúð íslands og Bretlands gerðu Atlantshafs- bandalaginu hins vegar kleift að auka þrýsting á brezk stjórnvöld. Vitað er, að allt frá því að brezki flotinn kom á íslandsmið, hefur Josep Luns, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, lagt mikið starf af mörkum til þess að fá Breta til að hætta ofbeldisað- gerðum sínum. Enginn vafi er á þvf, að bæði Bandaríkjamenn og Norðmenn hafa einnig lagt sinn skerf af mörkum, en ríkisstjórnir beggja þessara ríkja hafa haft þungar áhyggjur af áhrifum fisk- veiðideilunnar á stöðu varnarliðs- ins á Keflavíkurflugvelli og aðild Islands að Atlantshafsbanda- laginu. Það, sem úrslitum réð um þá ákvörðun Heaths að kalla flotann til baka, án skilyrða, var tvímæla- laust heimsókn Luns til hans, sunnudaginn 30. sept. sl., en þá átti Luns tveggja klukkutíma fund með Heath. Að loknum þeim fundi fóru hjólin að snúast með þeíjn árangri, sem allir þekkja. Einn af þingmönnum kommúnista sagði við starfsbróð- ur sinn, er tilkynnt hafði verið um brottköllun brezka flotans: „Þetta bjargar NATO:“ i þessum orðum fólst bæði viðurkenning á þvf, að framlag Atlantshafs- bandalagsins og Luns hefði skipt sköpum og um leið gremja kommúnista yfir því, að sterkasta vopnið í baráttu þeirra fyrir úr- sögn islands úr NATO hafði verið slegið úr höndum þeirra. Engum kemur á óvart, þótt kommúnistar vilji ekki viður- kenna hlut Atlantshafsbandal. í þessu máli. Hitt veldur meiri furðu — og hlýtur að vera nokkurt áhyggjuefni stuðnings- mönnum aðildar að NATO í Framsóknarflokknum — að forystumenn þess flokks hafa reynt að gera lítið úr hlut Atlants- hafsbandalagsins og Luns í því, að flotinn var kallaður á brott. Þó ber að geta þess, að Þórarinn Þórarinsson hefur staðfest það opinberlega, að Josep Luns og Atlantshafsbandalagið hafi lagt gott til málanna. i útvarpsþættin um „Bein lína“, sem að vísu var útvarpað nokkru áður en ákvörðun Breta var tilkynnt, sagði Þórarinn Þórarinsson m.a.: „En ég er þó þeirrar skoðunar, þó einkum í seinni tíð, að þá hafi NATO heldur reynt að hafa jákvæð áhrif á þetta og sérstak- lega hafði framkvæmdastjóri NATO fullan vilja á þvf að stuðla að lausn deúunnar, þannig að Island megi vel við una . . . Þetta er mikilsverð viðurkenning frá einum helzta forystumanni Fram- sóknarflokksins á jákvæðri af- stöðu bandalagsins. Hver eru fyrir- mœli landhelgis- gœzlunnar? 1 yfirlýsingu brezku rfkis- stjórnarinnar var þess getið, að hún hyrfi á braut með flota sinn „i trausti þess“, að varðskipin áreittu ekki togarana, meðan reynt væri að ná samkomulagi. 1 svari íslenzku ríkisstjórnarinnar er tekið fram, að „ekki er annað mögulegt en að íslenzk lög gildi á fiskimiðunum". Með hliðsjón af þessum andstæðu sjónarmiðum vaknar strax sú spurning, hvort nokkuð verði af fundi Ólafs Jóhannessonar og Edwards Heaths, þar eð ný átök milli varð- skipa og brezkra togara mundu verða til þess, að flotinn kæmi inn fyrir aftur, samkvæmt yfirlýsingu brezku stjórnarinnar. Ummæli Lúðvíks Jósepssonar, sjávarútvegsráðherra, benda ein- dregið til þess, að hann sé þess lítt fýsandi, að þeir hittist Ólafur og Heath. Fyrirsögnin á viðtali, sem Þjóðviljinn birti miðvikudaginn 3. október við Lúðvík var svo- hljóðandi: „Landhelgisgæzlan mun starfa af fullu afli“. Og í viðtalinu segir sjávarútvegsráð- herra: „En það eitt er víst, að okkar landhelgisgæzla hefur þau fyrirmæli að verja okkar land- helgi af fullu afli og klippt verður aftan úr brezkum togurum, sem hér reyna að brjóta okkar lög, og brezkur togari verður tekinn, ef aðstæður leyfa.“ Daginn eftir birtist forsíðufrétt í Þjóðviljan- um, þar sem sagði m.a.: „Klukkan 6 f gær var því ekkert aðstoðar- .skip brezka veiðiþjófaflotans né heldur njósnaþotur hans við landið og því augsýnilega gott tækifæri fyrir varðskipin að at- hafna sig.“ Laugardaginn 6. októ- ber er bersýnilegt, að komm- únistar hafa þungar áhyggjur af málefnum landhelgisgæzlunnar. Þann dag birti Þjóðviljinn stutt viðtal á forsíðu við Ólaf Jóhannes- son. Þessi orðaskipti áttu sér stað milli blaðamanns og ráðherra: „Er eitthvað hæft í þvf, að þú sem æðsti yfirmaður landhelgis- gæzlunnar, hafir fyrirskipað mildari aðgerðir gegn brezkum Iandhelgisbrjótum vegna breyttra viðhorfa?" „Það er bara bull,“ (segir Ólafur) „enda er mér sagt, að þeir hífi núna, þegar varð- skípin nálgast og eru tiltölulega fáir hér við land.“ Og í Þjóðviljan- um þriðjudaginn 9. október birtist baksfðufrétt, þar sem sagði m.a.: „Einnig munu forvígismenn gæzlunnar í landi fátt hafa vitað um ferðir og aðgerðir brezkra landhelgisbrjóta um helgina, því að öll varðskipin voru við annað en gæzlustörf og stingur það illi- lega í stúf við það, sem yfirlýsing- ar hafa verið gefnar út um, en þær hljóða á þann veg, að ekki verði slakað á gæzlunni. Þykir mörgum þó, sem svo hafi þegar verið gert eftir að brezku her- skipin fóru út fyrir 50 mílurnar, þvf nær daglegur viðburður var að varðskip skæru á vörpu veiði- þjófa meðan herskip voru innan 50 mílnanna. En síðan þau fóru út hefur ekki verið skorið á hjá ein- um einasta þjófi.“ A blaðamannafundi þeim, sem forsætisráðherra efndi til á dögunum, vegna síðustu atburða f landhelgisdeilunni, var hann spurður í þaula um fyrirmæli þau, er landhelgisgæzlan hefði frá honum. Ráðherrann lét þá f ljós þá von, að brezku togararnir mundu hífa, ef varðskip nálgað- ist, svo að ekki kæmi til frekari árekstra. Forsætisráðherra hefur orðið að von sinni, því að nákvæmlega þannig haga brezku togararnir sér, þegar varðskip koma að þeim. Menn geta sjálfir myndað sér skoðun á því, hvort þetta er tilviljun eða ekki. Hitt er ljóst, að einn stjórnarflokkanna beitir opinberum þrýstingi til þess að knýja fram auknar að- gerðir landhelgisgæzlunnar, sem bersýnilega mundu verða þess valdandi, að flotinn kæmi inn fyrir aftur og ekkert yrði af fundi Ólafs og Heaths. Eru stjórnmála- leg skilyrði fyrir hendi? Til þess að samkomulag geti tekizt í þeirri samningahríð, sem nú er váentanlega framundan, þarf tvennt að vera til staðar. í fyrsta lagi stjórnmálaleg skilyrði hér innanlands, þ.e., að ríkis- stjórn Ólafs Jóhannessonar vilji í raun og veru samkomulag. í öðru lagi efnislegur grundvöllur til samninga en við skoðun á því er ekki á öðru að byggja en stöðunni, þegar sfðasta viðræðufundi aðila lauk í Reykjavík hinn 4. maí s.l. Á blaðamannafundi Ólafs Jóhannessonar, sem fyrr var getið, sagði hann, að á ráðherra- fundi þá um morguninn hefðu „mismunandi sjónarmið“ verið uppi um viðbrögð við tilboði Heaths. Herferð Þjóðviljans síðustu daga, í sambandi við land- helgisgæzluna, staðfestir þessi ummæli forsætisráðherra, og raunar er vitað, að ráðherra- fundur þessi fór ekki hljóðlaust fram. Ráðherrar Alþýðubanda- lagsins voru andvígir þvf að taka tilboði brezka forsætisráðherrans. En f þetta sinn voru þeir beygðir vegna ósveigjanlegrar afstöðu forsætisráðherra, sem naut til- styrks Björns Jónssonar. í rauninni væri ofur skiljan- legt, að Alþýðubandalagið tæki þá afstöðu að leggjast alveg gegn hvers konar samningum við Breta og Þjóðverja. Óbreytt ástand, þ.e. brezki flotinn innan fiskveiði- markanna, stöðugir árekstrar á miðunum o.s.frv. getur auðveldað Alþýðubandalaginu að ná fram þeim pólitísku markmiðum að koma varnarliðinu úr landi og knýja fram úrsögn íslands úr Atlantshafsbandalaginu. Öfga- flokkar hagnast að jafnaði á því, að æsingur og ófriður rfki, og því miður hefur komið greinilega í Ijós, í þessari landhelgisdeilu, að auðvelt er að rugla dómgreind almennings með öfgum og of- stæki. Á hinn bóginn hlýtur það að vega nokkuð í huga Lúðvíks Jósepssonar, að hann gaf einnig út reglugerðina um 12 mflna land- helgi, en tókst ekki að tryggja hana f raun. Þeir flokkar, sem gerðu samningana við Breta 1961, sem tryggðu viðurkenningu þeirra á 12 mílna fiskveiðilög- sögu, biðu ekkert tjón af þeirri samningsgerð og unnu hverjar kosningar næsta áratuginn. Enda þótt skammtíma sjónarmið geti freistað kommúnista að leggjast alveg gegn samningum er ekki ólíklegt, að í þeirra huga stuðli langtíma sjónarmið að því, að þeir á endanum fallist á samkomulag. Eða sættir Lúðvfk Jósepsson sig við það, öðru sinni, að gefast upp við hálfunnið verk? I júnímánuði var höfundur þessarar greinar á fundum á Austfjörðum. Vildi svo til, að sjávarútvegsráðherra hélt fundi á sömu stöðum degi áður. Þeim, sem talað var við og sótt höfðu fundi Lúðvfks, bar saman um, að hann hefði alls staðar boðað samninga við Breta, og var raunar ekki hægt að skilja málflutning hans á annan veg en þann, að hann væri að undirbúa jarð- veginn undir samkomulag. Ráð- herrann hélt fjölmarga fundi annars staðar á landinu í kjölfar þessara funda fyrir austan, og alls staðar voru menn á einu máli um, að hann hefði í ræðum sínum boðað samninga. Hins vegar brá svo við, að í viðtali, sem birtist við Lúðvik í Þjóðviljanum eftir þessa fundi, lýsti hann því yfir, að hvar- vetna um landið væri fólk andvígt samningum. Þetta voru ósannindi um alla landshluta nema Vest- firði, þar sem andstaða gegn samningum hefur ætíð verið mjög eindregin. Af framansögðu er ljóst, að engan veginn er vist, hvernig kommúnistar bregðast við, ef svo fér, að möguleikar verða á samningum við Breta. jafnvíst er hitt, að afstaða þeirra getur ekki ráðið úrslitum, ef á annað borð er ákveðinn vilji fyrir hendi hjá ráð- herrum Framsóknarflokksins og SFV til þess að ná samkomulagi og afstaða Breta verður sveigjan- legri en verið hefur. Ástæða er til að vekja athygli á forystugrein, sem birtist hér f Morgunblaðinu fyrir nokkrum dögum. í henni lýsti Morgun- blaðið yfir eindregnum stuðningi við Ólaf Jóhannesson, forsætis- ráðherra, iþeirri viðleitni hans að tryggja frið á fiskimiðunum í viðræðunum við Heath. Óhætt er að fullyrða, að afstaða forystu- manna Sjálfstæðisflokksins er mjög svipuð þeirri, sem fram kemur í þessari forystúgrein Mbl., enda þótt ekki liggi fyrir opinberar yfirlýsingar frá þeim um þetta efni. Og mjög kæmi á óvart, ef afstaða Alþýðuflokksins væri ekki mjög áþekk. Þannig bendir flest til þess, að fjórir stjórnmálaflokkar af fimm styðji þá viðleitni Ölafs Jóhannessonar að brjótast út úr þeirri kyrrstöðu, sem ríkt hefur í landhelgisdeil- unni. Þetta er athyglisverð stjórn- málalegstaðreynd, sem haftgetur mikla þýðingu á næstu mánuðum. A að semja? — Er hœgt að semja? Spyrja má, hvort yfirleitt sé hægt að semja við Breta. Greinar- Ftanihald á bls. 19

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.