Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 | iÞBflTTAFBÉTTlB MOBGOiyBLAÐSHIS ísland — Italía á morgun; Góðursigurog feti nær HM LANDSLEIKUR íslands og ltalfu f Laugardalshöllinni á sunnudaginn er afar mikilvægur fyrir fslenzka landsliðið. Telja verður íslenzkan sigur nokkuð vfsan en á miklu rfður, að sigra Italina örugglega. Hvert mark er dýrmætt, því ef Island og Frakkland verða jöfn f riðli undankeppninnar, verður markatala látin ráða úrslitum um hvaða lið tekur þátt f úrslitakeppni HM í A-Þýzkalandi eftir áramótin. Um ítalska liðið er lítíð vitað, en Italir eru nýlega farnir að leggja rækt við handknattleikinn. ítalskt stúdentalið tók þátt í Verkefni Karls Benediktssonar landsliðsþjálfara og hans manna verða mörg og ströng f vetur. heimsmeistarakeppni stúdenta í Svíþjóð um síðustu áramót, Ital- irnir voru ekki sterkir til að byrja með, en sóttu sig mikið er Ieið á mítið. Margir af leikmönnum ítalska landsliðsins nú voru í stúdentaliðinu í fyrra. Leikmenn ítalska liðsins eru ungir að árum og meðalaldur liðsins er rúmlega 20 ár. Islenzka Iiðið hefur ekki endan- lega verið valið, en sá 14 manna hópur, sem til greina kemur, var tilkynntur í blaðinu f gær. Mjög ólíklegt verður að telja, að Björg- vin Björgvinsson geti leikið á morgun, en hann er ekki orðinn góður af meiðslum þeim, sem hann hlaut í leik Fram og IR um síðustu helgi. Ef Björgvin verður ekki með, er ekki annað eftir en að gera upþ á milli þeirra Guðjóns Erlendssonar og Sigurgeirs Sig- urðssonar f markinu, Gunnar Einarsson Haukamarkvörður hlýtur að vera öruggur með sæti sitt eftir hina góðu frammistöðu f leikjunum við Noreg á dögunum. Leikrejmdastur íslenzku lands- liðsmannanna er Ólafur H. Jóns- son, sem leikið hefur 58 lands- leiki. Fjórir íslenzkir handknatt- leiksmenn hafa leikið fleiri leiki með landsliðinu en Ólafur. Þeir Geir Hallsteinsson (73), Hjalti Einarsson (68) og Sigurbergur Sigsteinsson (59). Ef bæði Viðar Símonarson og Björgvin leika á morgun eiga þeir aðeins eftir einn leik í ermahnappana, en þá fá landsliðsmennirnir að loknum 50 landsleikjum. Flest mörk landsliðsmannanna hefur Jón Hjaltalín skorað, alls 144, en Ólafur Jónsson hefur einnig skorað meira en 100 mörk í sínum landsleikjum, 121. Einar Magnússon hefur skorað 82 mörk og Viðar Sfmonarson 74. Leikur Islands og Italíu hefst í Laugardalshöllinni á sunnudag- inn klukkan 15.00. Næstu verk- efni íslenzka landsliðsins verða svo útileikirnir við Frakka og ítali 21. og 23. október. Sunnudag- inn 4. nóvember leika Islendingar síðasta leik undankeppninnar við Frakka í Laugardalshöllinni. Að þeim leiklolnum verður ljóst hvaðalið kemst í úrslitakeppnina. Framhald á bls. 31. Jón Hjaltalfn hefur skorað 144 mörk með landsliðinu, vonandi verður hann heppinn með skot sfn á sunnudaginn. HSÍ safnar milljón kr. til landsliðsmannanna, er eyða 22 vikum í æfingar og leiki Verkefni fslenzka landsliðsins f handknattleik á komandi vetri verða bæði meiri og erfiðari en oftast áður. Þeir, sem koma til með að standa f eldlfnunni, landsliðsmennirnir sjálfir, þurfa að leggja mikið á sig til að gera veg Islands sem mestan á alþjóðavettvangi. Það er ótrúlegt en satt, að þeir leikmenn, sem leika munu alla landsleiki Islands næsta vetur þurfa að fórna sem svarar til 22 fjörutfu stunda vinnuviku hver. Gulltryggja KR-ingar sig á mánudaginn? Á mánudagskvöld fara fram tveir leikir í m.fl. í Reykjavíkur- mótinu í körfubolta. Ármann leikur gegn IR og KR gegn IS. Óhætt er að reikna með skemmti- legum leikjum, og um úrslitin er erfitt að spá. Helzt hallast maður nú að sigri Armanns gegn IR, eftir góða frammistöðu liðsins gegn KR um síðustu helgi, en þess ber þó að geta, að þrátt fyrir hinar miklu mannabrejdingar hjá IR, kom liðið mjög vel út úr leik sínum gegn IS. Með sigri yfir IS á mánudaginn munu KR-ingar næstum tryggja sér Reykjavíkurmeistaratitilinn. KR-ingar eru samt ekki búnir að vinna IS fyrr en að leik loknum, og alls ekki öruggt að það takist hjá þeim. Er skemmst að minnast hins'nauma sigurs KR gegn IS ...munið trimmið.... f úrslitaleik Bikarkeppninnar á dögunum. Það getur þvl ýmislegt gerzt i leikjunum á mánudags- kvöld, en þeir hefjast kl. 20.15 í Laugardalshöll. gk. Fólki finnst þessi tala ef til vill of há, en hægt er að setja verkefni landsliðsmannanna upp i einfalt reikningsdæmi. Æfingar og keppni hjá félagi 234 stundir. Æfingar hjá landsliði 219 stundir. Fundir hjá landsliði 40 stundir. Leikir hérlendis 36 stundir. Samtals 529 stundir. 529 stundir gera 13 vinnuvikur. Auk þess verður svo dvalið erlendis i 45 daga eða f 9 vinnuvikur. Þessi útreikningur miðast við það að Island sigri i sínum riðli undankeppni HM. og komist f úr- slitakeppnina, sem fram fer í A- Þýzkalandi í febrúar og marz. Þegar ljóst varð, hversu mikil verkefni landsl. yrðu f vetur, kom í ljós, að óhugsandi var ann- að en að koma til móts við leik- menn og þá helzt með greiðslu vinnutaps. Þar sem fjárhagur HSI er bágborinn og erfitt hefur verið að ná endum saman hjá þessu dugmikla sambandi, var ákveðið að setja á laggirnar sér- staka fjáröflunarnefnd. Verkefn, þeirrar nefndar á að vera það eitt, að afla tekna til greiðslu á vinnu- tapi leikmanna. Áætlað er, að til að standa straum af þessum kostnaði þurfi um eina milljón króna. Fjáröflunarnefndina skipa þeir Ólafur Thordarson, Sigurður Jónsson, Birgir Lúðvíksson og Karl Benediktsson. Nefndin starf- ar algerlega sjálfstætt, hún fer sínar eigin leiðir, en ábyrgist hins vegar greiðslur til leikmanna vegna utanferða fram yfir heims- meistarakeppni. A næstu vikum og mánuðum mun fjáröflunarnefnd HSl leita til almennings og fyrirtækja um Framhald á bls. 31. Dómararnir spyrtir saman Eins og frá var skýrt í blaðinu í gær hefst Islandsmótið í 1. deild 7. nóvember. Dómurum hefur verið raðað niður á leiki vetrarins og munu 18 dómarar dæma leiki 1. deildar, eða 9 pör. I fyrra var tekin upp sú nýbreyttni að raða dómurum í hópa, 3 og 3 saman, en þar sem það gaf ekki góða raun var gamla kerfið tekið upp á ný. Dómarar 1. deildar karla í vetur verða eftirtaldir: Hannes Þ. Sigurðsson og Karl Jóhannsson, Björn Kristjánsson og Óli Olsen, Valur Benediktsson og Magnús Pétursson, Haukur Þorvaldsson og Jón Friðsteinsson, Ingvar Viktorsson og Eysteinn Guðmundsson, Sigurður Hannes- son og Einar Hjartarson, Gunnar Gunnarsson og Hilmar Ólafsson, Haukur Hallsson og Þorvarður Björnsson, Kjartan Steinback og Kristján Örn Ingibergsson, 10 fyrsttöldu dómararnir munu dæma 8 leiki hver, en hinir minna. Dómarar héldu fyrir skömmu fund með handknattleiksþjálfur- um og var þar rætt um reglur og dómgæzlu almennt. Áður en Islandsmótið hefst er ráðgert að halda annan fund og þá með þjálfurum 1. deildar. Islenzkir dómarar hafa undanfarið verið hundsaðir af Alþjóðasambandinu og eru þeir að vonum óánægðir með slfkt. Ástæðan fyrir því að dómarar frá tslandi eru ekki notaðir í Evrópu- og Heimsmeistarakeppni segir Alþjóðasambandið vera þá, að of kostnaðarsamt sé að fá dómara frá íslandi. Vonir standa þó til, að úr þessu verði bætt og íslenzkir dómarar verði í framtíðinni virkari I alþjóðasamskiptum. I vetur munu fjögur dómarapör dæma leiki á Norðurlandamótum, þeir Björn Kristjánsson og Óli Olsen á NM kvenna í Helsinki í nóvember, Hannes Sigurðsson og Karl Jóhannsson dæma leiki á NM karla í Kaupmannahöfn um ára- mótin, en auk þess verða svo íslenzkir dómarar á NM pilta og stúlkna, en ekki er ákveðið hverj- ir það verða. Hannes Þ. Sigurðsson einn okkar beztu dómurum I starfi. af

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.