Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÖBER 1973 Fyrir nokkru afhenti Lions- klúbbur Hafnarfjarðar St. Jóseps- spítala að gjöf nýtt lækningatæki. Tækið kallast á íslenzku frysti- skurðtæki og er ætlað til lækn- inga á kvensjúkdómum. Sérstak- lega er það ætlað til að eyða sár- Af Páli áttræðum Vegna línubrengla í grein Matt- híasar Johannessen um dr. Pál tsólfsson áttræðan er birtur hér sá kafli, sem verst varð úti: Tíminn líður með ógnarharða. Páll situr í rauða stólnum sínum, hugsi. „Húmorinn hverfur með elli og sjúkdómum,“ sagði hann nýlega, „en ég sakna hans ekki. Ég sakna fjörunnar. Það var yndi mitt að ganga á reka eftir óveður og sjá, hverju hafið hafði skilað á ströndina. Ég sakna þess, að geta ekki gengið i fjörunni. Það er mikill munur á því að ganga í flæðarmáli eða vera bundinn hér við stólinn og horfa á bóka- skápinn fullan af bókum, en geta ekki lesið, horfa á hjólastólinn og geta ekki gengið. Þá reyni ég að hugsa, en allt rennur saman í eitt. Ég hugsa sjaldnast neitt sérstakt. Samt flýgur mér eitt og annað í hug, t.d. sönglagastef, en ég get ekki skrifað þau niður. Það er löng leið frá heila til handar, grýtt og ógreiðfær. Fyrir því fær maður að finna.þegar elli og sjúk dómar sækja á. Ég skrifa lítið sem ekkert, stundum nafnið mitt, ef mikið liggur við. Eg hugsa oft um það, sem haft er eftir séra Frið- rik, þegar hann var orðinn blind- ur, að hann þakkaði Guði fyrir, að hann skyldi hafa gefið honum blinduna. Mér finnst þetta gott hjá séra Friðrik, en óskiljanlegt, ekki gæti ég hugsað svona. En hann var sannur guðsmaður. Eða Job, sem var kaunum sleginn og missti allt sitt, en sagði: Drottinn gaf og Drottinn tók, lofað veri nafn Drottins. Þetta er mikill lærdómur. Við verðum að taka því, sem að hönd- um ber. Um annað er ekki að ræða.“ Sýnir í SIJM Einn af meðlimum SUM, Tryggvi Ólafsson, opnar sýningu f dag, laugardag, kl. 16, í Gallerfe SÚM. Sýnir hann þar 23 málverk, máluð ás.l. hálfu öðru ári. Þetta er þriðja einkasýning um og bólgum f leshálsi. Myndin ér tekin, er Lionsfélagar afhentu teækið, en viðstaddir afhending- una voru læknarnir Jónas Bjarna- son, Jósef Ólafsson og Vfglundur Þór Þorsteinsson og priorinnan systir Eulalia. Tryggva hér á landi, en hann hef- ur einnig tekið þátt f mörgum samsýningum erlendis. Sýningin er opin frá kl. 16—22 daglega og lýkur henni eftir hálf- an mánuð. Sýning Jóhanns opin til 14. október MÁLVERKASÝNING Jóhanns G. Jóhannssonar í Hamragörðum við Hávallagötu var opnuð hinn 6. október og verður opin til 14. október daglega á tímabilinu frá klukkan 15 til 22. 1 frétt í Mbl. af opnun sýningarinnar var sagt, að sýningin stæði til 10. október, en það er rangt. Sýningin stendur til 14. október. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessari prentvillu. Athugasemd Vegna fréttar í Morgunblaðinu f dag, föstudag, um væringar á ritstjórn Tímans, vill stjórn Blaðamannafélags Islands óska þess, að það komi fram,að félag- inu hefur engin kæra borizt frá starfsmönnum Timans né öðrum, um yfirborganir blaðamanna. Samningar Blaðamannafélags- ins við blaðaútgefendur varðalág- markskaup, og allar aukagreiðsl- ur eru samkomulagsatriði útgef- enda og blaðamanna. Með þökk fyrir birtinguna. F.h. stjórnar Bí, 12. okt. 1973. Bjarni Sigtryggsson formaður. — Segir af sér formennsku Framhald af bls. 1 mér. Ég hef því ákveðið að segja af mér formennsku Sjálfstæðis- flokksins. Önnur skyldustörf fyrir flokkinn, svo -sem þing- mennsku, mun ég halda áfram að rækja eftir fyllstu getu og vona, að á þvf verði ekki misbrestur. Ég hef tekið þessa ákvörðun, án þess að aðrir beri ábyrgð á henni en ég sjálfur, en hún er tekin af einlæg- um huga í trausti þess, að hún sé öllum viðkomandi fyrir beztu. Með vinarhug. Jóhann Hafstein. Ummæli Geirs Hallgrímssonar Morgunblaðið sneri sér í gær til Geirs Hallgrímssonar, sem nú hefur tekið við sem formaður Sjálfstæðisflokksins og leitaði umsagnar hans um ákvörðun Jóhanns Hafstein. Geir Hall- grimsson sagði: „Við sjálfstæðismenn hörmum, að formaður okkar, Jóhann Haf- stein, hefur talið nauðsynlegt af heilsufarsástæðum að taka þá ákvörðun að segja af sér sem for- maður Sjálfstæðisflokksins. Flokkurinn hefur mikið misst, þegar hann lætur af starfi sem formaður hans. Á þessari stundu eru okkur sjálfstæðismönnum efst í huga þakkir, sem við víljum flytja Jóhanni Hafstein og óskoruð virð- ing, sem við viljum tjá honum. Við óskum þess, að hann megi sem fyrst ná fullum bata. Jóhann Hafstein tók við for- mennsku Sjálfstæðisflokksins við erfiðar aðstæður, en hefur innt formannsstörf af hendi með dugnaði og dómgreind, reisn og lagni. í starfi mínu sem formaður Sjálfstæðisflokksins er mér mikill styrkur að fá að njóta ráða og atbeina Jóhanns Hafstein. Ég æski eftir góðu samstarfi við allt sjálfstæðisfólk, hvarvetna á land- inu og vonast til, að með samstarfi okkar allra getum við laðað sem flesta islendinga til fylgis við hugsjónir sjálfstæðisstefnunnar.“ — Alfreð Flóki Framhald af bls. 3 gildi hans fyrir listina. „Ég held, að það sé nauðsynlegt fvri listamann að kynna sér magíu, þar sem öll list er upp úr henni sprottin." Hitt er svo annað mál, að Flóki kvað galdur Crowleys vera nokkuð varasaman. „Hann átti það til að leggja snörur fyrir amatörana, þannig að ef menn ætluðu að granda tengdamóður sinni með galdri, gat vel svo farið að menn dræpu ömmu sína í stað- inn.“ Alfreð Flóki sagði þessa sýningu vera í stórum dráttum framhald síðustu sýningar í Boga- salnum, sem var 1970. „En nú held ég að einhver gerjun sé að eiga sér stað, — og þá helzt 1 demóniskri, fantastískri átt.“ Myndirnar á sýningunni eru 37 talsins, þar af 30 til sölu, og eru gerðar í iauðkrit, svartkrít og túss. Hún er opin í Bogasalnum 13. — 21. október frá 14—22. — Israelsmenn Framhald af bls. 1 mjög ósamhljóða, og hvor um sig hreykir sér af því að hafa eyðilagt ótölulegan grúa flugvéla og skrið- dreka fyrir hinum aðilanum. Segja fréttamenn mjög erfitt að afla nákvæmra og sannra frétta af gangi mála. EGYPTAR GAGNRYNA VOPNASENDINGAR TIL ÍSRAELA Egypzka stjórnin hefur gagn- rýnt mjög harðlega, að Bandarík- in senda vopn til israela og segir, að það sé dæmigert, að Bandarík- in ætli af göflunum að ganga. þegar hergögn komi til þeirra og Sýrlendinga frá Sovétrikjunum, en þyki sjálfum ekkert eðlilegra en birgja Israela upp af vopnum. Sé þetta fullkomin ögrun við Arabarikin. ÍSRAELAR TAKA LlKLEGA EKKI DAMASKUS. Talsmaður israelshers var að því spurður í dag, hvort israelar hefðu í hyggju að reyna að taka Damaskus herskildi. Hann sagði, að Israelar væru að verja hendur sínar og fyrir þeim vekti það eitt að reka árásarmennina af hönd- um sér. Hann gaf í skyn, að ekki vekti fyrir israélum að gera áhlaup á Damaskus. Samkvæmt AP — fréttum í kvöld voru ísraelskir herflokkarkomnir milli 12 og 16 mflur inn fyrir gömlu vopnahléslínyna við sýrlenzku landamærin. Blaðið Ma-ariv i Tel Aviv sagði í morgun, að þegar Sýrlendingar hefðu verið gjör- sigraðir, myndu Israelar snúa sér að því af fullum krafti að yfir- buga hersveitir Egypta á Sinai- skaga. KISSINGER GAGNRÝNDI RÚSSA HENRY Kissinger, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sagði í dag, að Sovétríkin hefðu ekki verið beinlínis hjálpfús í Miðaustur landastyrjöldinni og hefðu ekki sýnt þá ábyrgðartilfinningu, sem af þeim hefði mátt vænta, vegna ástandsins f flestum öðrum heimshlutum. Kissinger vék að vopnasendingum Sovétríkjanna til Araba og sagði, að héldu þær áfram, yrði stjórn Nixons að gripa til mótleiks. En hann lét ekki uppi, hver sá leikur gæti orðið. Varað við flutningum sjálf- boðaliða. Samband arabfskra flutningáverkamanna varaði 1 dag erlend flugfélög við þvf að flytja sjálfboðaliða til tsraels 1 stórum stíl og hótaði kröftugum hefndaraðgerðum, ef slfkt héldi áfram. Væri ekki unnt að túlka slika flutninga öðruvfsi en sem beina ögrun við Arabarfkin. ORÐSENDINGAR GANGA A VtXL I AP-fréttum er skýrt frá því, að Nixon Bandarfkjaforseti hafi sent orðsendingu til Houari Bou- mediene, forseta Alsír, þar sem hann lætur í ljós vonir um, að bar.daríska stjórnin geti treyst þvi, að Alsírstjórn reyni af fremsta megni að finna leiðir til að binda enda á styrjöldina. Nixon segir Bandaríkjstjórn vinna ötullega að því marki. Þá bárust um það fréttir i dag, að Feisal konungur Saudi Arabiu hefði sent „mikilvæg einkaskila- boð“ til Nixons, og fór utanríkis- ráðherra landsins í skyndi til Washington, en hann hefur verið á þingi S.Þ. i Hvíta húsinu hefur ekki verið staðfest, að þangað hafi komið orðsending frá konungi. Nokkur ríki f Asíu hafa lýst yfir stuðningi við Araba í striðinu, meðal annars var sagt frá því í Kuala Lumpur í Malaysiu, að sent hefði verið skeyti til Kairó, þar sem látinn var I ljós stuðningur við málstað Araba. Þá hafa sam- tök „Frjálsra bardagamanna", sem telja um 5 þúsund sjálfboða- liða, lýst yfir því, að þeir séu reiðubúnir að fara til Miðaustur- landa til að berjast gegn ísrael- um. Svo virðist sem stjórn Bangla Desh sé á þessari sömu línu, og hefur hún heitið Arabaríkjunum öllum þeim stuðningi, sem landið geti látið þeim í té. GRÍSKU SKIPI SÖKKT OG SOVÉZKT LASKAÐ Gríska utanrfkisráðuneytið mótmælti í dag harðlega í Aþenu, að ísraelar hefðu sökkt grísku skipi í höfninni í Latakia í Sýr- landi á miðvikudag. Létust þá tveir skipverjar og sjö slösuð- ust. Þá segir í fréttum frá Beirut, að sovézkt flutningaskip hafi orð- ið fyrir árás ísraelskra eldflauga í sýrlenzku hafnarborginni Tartus. Að sögn var verið að skipa upp sovézkum tækjum. Engar fréttir voru um manntjón. ÍSRAELAR GETA BÚIÐ TIL 5—10 KJARNORKUSPRENGJ- UR Samkvæmt fréttum frá Alþjóð- legu friðarransóknastofnun- inni í Stokkhólmi eiga israelar í fórum sínum 75 pund af puntoni- um, og dugar það til að framleiða 5—10 kjarnorkusprengjur. Vitað er, að israelar hafa kunnað að framleiða kjarnorkusprengjur síðan 1968, en ekki vitað, hvort þeir hafa gert það. Ekki hefur heldur verið gefið í skyn, að þeir kunni að beita slíkum vopnum nú. — Vonbrigði í Japan Framhald af bls. 15 fuglategundar, sem er að verða útdauð á eyjaklösunum. Helzti árangur ferðarinnar var annars sá að sovézku leiðtogarnir sögðu Tanaka, að Japanir myndu, í samvinnu við evrópsk og banda- rísk fyrirtæki, fá forgang við vinnslu gas-, olíu- og timburnáma í Sovétrikjunum. Þó er ekki ljóst, hvort leysa þarf deilurnar um Kúrileyjarnar, áður en þeir geta gengið inn í námuvinnsluna. Kínverjar eru sagðir einkar ánægðir með þetta ástand mála milli Rússa og Japana. Þeir hafa í sjálfu sér ekkert á móti því, að japönsk fyrirtæki vinni sovézkar námur f samráði við Evrópumenn eða Bandarfkjamenn, — en þeir hafa af því áhyggjur, að fram- kvæmdir þeirra eigi eftir að styrkja mjög hernaðaraðstöðu Sovétríkjanna f Síberíu. Sjálfboða- liðar Sjálfboðaliða vantar f dag f bygg- ingarvinnu við nýja Sjálfstæðis- húsið kl. 13—19. Sjálfstæðis- menn. Leggið ykkar af mörkum. Mætið á morgun. — Agnew-málið Framhald af bls. 3 mikið um mál hans f fjölmiðlum, og kannski eru ekki öll kurl komin til grafar. Það, sem nú liggur fyrir, er að velja nýjan varaforseta, og Nixon hefur lýst því yfir, að hann muni leggja áherzlu á að leggja sem allra fyrst fyrir þingið útnefningu á nýjum varaforseta. Þrjú nöfn ber hæst: Nelson Rockefeller, fylkisstjóri f New York, John Connally, fyrrum fylkisstjóri í Texas og f yrrverandi fjármálaráðherra, og Ronald Reagan, fylkisstjóri í Kaliforniu. Nixon vill fá mann, sem ekki kemur á stað deilum við þingið, og demókratar reyna áreiðanlega að koma í veg fyrir, að maður, sem gæti farið sterkur í framboð 1976, verði fyrir valinu. Er ekki ólíklegt, að John Conally, sem áður var demókrati, sé sá maður, sem þingið helzt gæti sætt sig við. Enginn veit, hvað við tekur hjá Agnew. Hann er ekki efnaður maður og er nýbúinn að kaupa sér hús, sem hann skuldar mikið f. Hann verður því að fá sér ein- hverja vinnu, og það kann að verða erfitt fyrir hann að fá vel- launað starf, sem hann getur sætt sig við eftir að hafa gegnt í 5 ár embætti næstæðsta manns Banda- ríkjanna. Þessi málalok eru mikið áfall fyrir bandarísku þjóðina í heild, og þau hljóta að vera það fyrir Nixon. I bréfinu, sem hann skrifaði Agnew f gær og hann byrjaði „Kæri Ted“, segir Nixon, að afsögn hans sé sér mikill „per- sónulegur" missir. Líklegast er þó, að f dag sé enginn maður fegnari en Nixon. Komist hann sæmilega klakklaust gegnum Watergatemálið hefur hann 3 ár til að reyna að snúa mótvindi í meðbyr, en hann er ekki öfunds- verður af þvf hlutskipti. — Þingvikan Framhald af bls. 14 sem allir flokksbræður hans geta sætt sig við, og á hann þar áreið- anlega erfitt verkefni fyrir hönd- tim. Er sennilega bezt að spá sem minnst um, hver framvinda þess máls verður. Efnahagsmálin munu að venju verða meðal aðalverkefna Al- þingis. Þegar hefur fjárlagafrum- varpið verið lagt fram, eru niður- stöðutölur þess nú í upphafi 27Vé miiljarður króna. Að venju mun frumvarpið hækka verulega í meðförum þingsins, og er ekki óeðlilegt að álykta sem svo, að niðurstöðutölurnar verði farnar að nálgast 30 milljarða, áður en yfir lýkur. Sennilega hefur þvf Halldór E. Sigurðsson verið að ásaka Magnús Jónsson fyrrver- andi fjármálaráðh. fyrir of mikla aðhaldssemi í fjármálum ríkisins, þegar hann spáði þvf á þingi 1969, að með sama áfram- haldi yrðu fjárlög Magnúsar kom- in í 19,5 milljarða árið 1975. Þessa fyrstu daga þingsins hefur fátt markvert gerst, sem ástæða er til að f jalla um. Þó vakti það athygli við kosningu forseta efri deildar þingsins, að Alþýðu- flokkurinn hafnaði boði Samtaka frjálslyndra um forsetasætið. Gylfi Þ. Gíslas. gaf þá skýingu í viðtali við Morgunblaðið í gær, að ekki bæri að brjóta þá gömlu hefð, að forsetar þingsins væru stjórnarþingm. Þetta eru nú varla sannfærandi rök. Einhver hefði nú haldið, að Alþýðuflokk- urinn sæi stefnumálum sínum best borgið með því að koma liðs- mönnum sínum til áhrifa á sem flestum stöðum. Trúlegra er, að hér sé um að ræða einhverja hernaðartækni i sameiningarmál- inu, en samningamakkið í því máli er svo flókið, að venjulegum mönnum er varla ætlandi að spá þar í. Jón Steinar Gunnlaugsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.