Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 Olafur I. Olafsson, vélvirki — Minning F. 20. febrúar 1924 D.6. október 1973 Oft erum við minnt á, hvað við mennirnir erum lítilsmegnug peð á taflborði mannlífsins. Ekki göngum við eítt fótmál óstudd, og sannast æði oft gamla máltækið að „enginn ræður sínum nætur- stað“. En munum við eftir að þakka það, sem okkur er gefið meðan gæfan er innanborðs, eða reynum við þá að létta þeim byrðarnar, sem hart eru leiknir? Þessar og þvílikar hugsanir hljóta að vakna, þegar við stöldrum við grafarbeð vinar og samferðamanns, sem kvaddur var burt í blóma lífsins. Þann 6. þ.m. andaðist í Land- spítalanum Ólafur I. Ölafsson vél- virki, eftir erfið veikindi aðeins tæplega fimmtugur að aldri. Hann var fæddur 20. febrúar 1924 í Reykjavík. Foreldrar hans voru þau hjónin Stefanía Páls- dóttir og Ólafur ísleifsson, skip- stjóri. A unglingsárum hóf hann störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur, og vann við heimæðatengingar, síðan réðst hann á verkstæði Rafmagnsveitunnar og lauk þar vélvirkjanámi 1948. Þar vann hann nær óslitið til dauðadags. Margþætt voru störfin, nýsmíði, viðaukar og viðgerðir. Vel líkaði það, sem Ólafur lagði hönd að, enda fallega skilið við hvert verkefni. Fyrri hluta árs 1972 var hann ráðinn flokksstjóri á verk- stæðinu. Um það leyti hafði hann kennt lasleika, sem leiddi til þess, að hann var tekinn til læknismeð- ferðar um þriggja mánaða skeið, síðan kom hann aftur til vinnu og við gleymum ekki þeim áhuga, og gleði, sem ljómuðu af honum þá. Ólafur var kvæntur Stefaníu Guðmundsdóttur ættaðri úr Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Börn þeirra eru: Gunnar, við- skiptafræðingur, kvæntur og á eitt barn, og Guðríður Stefanía, sem enn er í foreldrahúsum. í þeim báðum fengu þau hjónin sannarlega uppfyllingu vona sinna, þvf hvað er meiri hamingja í þessum fallvalta heimi en barna- lán. Nærgætinn og hugulsamur var Ólafur konu sinni, sem um langt árabil hefur átt við vanheilsu að stríða. Vissulega hefur hún endurgoldið það með frábærri umönnun, nú í hans sjúkdóms- baráttu. Óli, eins og við samstarf- mennirnir kölluðum hann, var einn hinna kyrrlátu, manna, sem bar ekki mikið á, en spilaði með hagsýni úr þvi, sem hann hafði handa á milli. Það er hollt að takast á við erfiðleikana og það gerði Ólafur, en hann stóð ekki einn í bar- áttunni, hans ágæta kona á sannarlega sinn þátt í velgengni þeirra hjóna. Nú áttu þau sitt fallega heimili, sem þau höfðu byggt frá grunni við Ásgarð 26, hér í borg, og víst sýndist bjart framundan, en þá dynur yfir sá örlagadómur, sem við eitt sinn öll verðum að lúta. Nú biðjum við góðan Guð að varðveita og styrkja eftirlifandi eiginkonu, böm og aðra vanda- menn, og blessa þeim minninguna um hugljúfan heimilisföður og samferðamann. Guðlaugur Jakobsson. 1 dag er til moldar borinn frá Fossvogskapellu Ólafur ísleifs Ólafsson, vélvirki, Ásgarði 26. Hann var sonur hjónanna Stefaníu Pálsdóttur og Ólafs is- leifssonar skipstjóra og fæddist í Reykjavík 20. febrúar 1924. Hefði hann því orðið fimmtugur á næsta ári, ef hann hefði lifað. Ekki bjóst maður við fyrir einu og hálfu ári, þegar hann fór að finna til þessara veikinda, að þau mundu leiða til þess að hann hyrfi frá fjölskyldu sinni, ættingum og vinum. Kæri Ólafur minn, ég sakna þess mikið, að þú skulir vera horfinn frá okkur, þú, sem varst svo hjálpsamur við mig og mitt Móðir okkar t ÞURÍÐUR BENÓNÝSDÓTTIR, Bárugötu 23 lézt að morgni 1 1 október í Borgarspitalanum. ) Friðrik Sigurbjörnsson, Ingólfur Sigurbjörnsson og aðrir aðstandendur. t Móðir okkar ANIMA MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, Skeiðarvogi 83. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni, mánudaginn 15. okt. kl. 13.30. Blóm afþökkuð. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti líknarstofnanir njóta þess. Véný Viðarsdóttir, Unnur Marie Figved, Hildur Viðarsdóttir, Halldór Skúli Viðarsson. t Konan mín og móðir okkar, KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR, Kárastlg 8, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudagínn 15 okt. kl 1 30 eh. Halldór Oddsson Oddur Halldórsson, Guðrún Halldórsdóttir, Asta Oddsdóttir, Sigríður Oddsdóttir, Magnús Oddsson. fólk. Ég minnist þess þegar ég þurfti að fá eitthvað gert, það var sama hvað það var, alltaf varst þú boðinn og búinn að rétta mér hjálparhönd. Ég fór þá niður í smiðju til þín, og þá var mér borgið. Ef þú varst ekki við, þá fékk ég aðstoð hjá þínum góðu vinnufélögum. Ölafur kvæntist 19. júní 1948, eftirlifandi konu sinni Stefaníu Guðmundsdóttur frá Guðrúnar- stöðum, Vatnsdal í Húnavatns- sýslu. Þau eignuðust tvö börn. Gunnar, fæddur 1949, við nám 1 viðskiptafræði, kvæntúr Aðal- heiði Vilhjálmsdóttur, eiga þau árs gamlan son, Helga Þór og Guðríður, fædd 1957, nemandi í gagnfræðaskóla. Ólafur var góður og ástríkur heimilisfaðir og er mikill missir Stefaníu og börnunum fráfall hans. Jæja góði vinur minn, ég ætla ekki að fara að skrifa langt mál. Ég tel mig ekki færan um það, en samt langar mig til að þakka þér innilega fyrir samverustundir okkar. A sumrin fóru fjölskyldur okkar oft saman í ferðalög og á ég margar ánægjulegar minningar frá þeim ferðum. Að endingu bið ég Guð að blessa minningu þina og halda hjálparhendi yfir eftirlifandi konu þinni og börnum. Hafðu þökk fyrir allt. KJ.H. Þegar ég spurði lát móðurbróð- ur mins og nafna s.l. laugardag varð mér við eins og strengur brysti innra. Ekki svo að skilja, að andlátsfregnin kæmi svo mjög á óvart eftir hans þungbæru veik- Hjartkær eiginmaður minn GRÍMUR GUÐMUNDSSON. MÁLARI, MelgerSi 19, Kóp., andaðist 30. september 1973. Af alhug þakka ég góðvinum okkar fyrir mikla hjálp og marg- háttaða vináttu, svo og þakklr til lækna og hjúkrunarkvenna á sjúkradeikd D (4.hæð) Land- spítalans tyrir góða umhyggju. Að hans eigin ósk hefur jarðar- förin farið fram i kyrrþey. Sigurbjörg Baldvinsdóttir. indi i nærri tvö ár. Hann var einn I þeim tiltölulega þrönga hópi, sem ég hefi þekkt frá því ég fyrst man eftir mér og hafði nær dag- legt samneyti við I bernsku og fram á unglingsár. Hann var um margt eftirminnilegur maður. Harmdauði ástvinum sínum og vinum aðeins49 ára að aldri. Ólafur Isleifs Ólafsson var fæddur í Reykjavik 20. febrúar 1924, sonur hjónanna Stefaniu Pálsdóttur frá Neðra Dal í Biskupstungum og Ólafs Isleifs- sonar, skipstjóra, sem ættaðurvar frá Arnarstöðum i Flóa, en hann drukknaði af skipi sínu togaran- um „Skúla fógeta" í veiðiferð hinn 22. maí 1924. Þá var elzta barn þeirra hjónanna nýfermt, en Ólafur heitinn 3ja mánaða gam- all. Hann ólst upp í stórum syst- kinahópi á heimili móður sinnar að Grettisgötu 22. Þar sleit hann barnsskónum og lifði sín bernsku- og unglingsár. Þessi ár á Grettisgötunni var á heimilinu föðurmóðir hans, Vilborg Ólafs- dóttir, en hjá henni naut hann sérstaks skjóls og atlætis. Að skyldunámi loknu var Ólaf- ur veturinn 1939 — ’40 við nám í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Árið 1943 réðst hann í þjónustu Rafmagnsveitu Reykjavíkur og starfaði þar í vélsmiðju þeirrar stofnunar æ siðan og til dauða- dags. Hann lauk prófi sem vél- virki árið 1948 og öðlaðist meist- araréttindi í iðn sinni 1952. Gegndi hann verkstjórastörfum í smiðjunni seinasta skeiðið. Hinn 19. júní 1948 gekk Ölafur að eiga Stefaníu Guðmundsdóttur frá Guðrúnarstöðum i Vatnsdal. Var hjónaband þeirra með af- brigðum farsælt og ástríki mikið þeirra í millum. Þau eignuðust tvö börn, dreng og stúlku. Sonur þeirra Gunnar er 24 ára og stund- ar nám í viðskiptafræðum við Há- skóla Islands. Hann er kvæntur Aðalheiði Vilhjálmsdóttur, deildarhjúkrunarkonu. Guðríður Stefanía, dóttir þeirra, er á 16. ári og stundar nám I gagnfræðaskóla. Olafur var liðlega meðalmaður vexti og samsvaraði sér vel. Hann var ljós yfirlitum, svipurinn hreinn og drengilegur. Hann var einstakt prúðmenni og snyrti- mennska í blóð borin. I návist hans skynjaði maður glögglega þann styrk og innra jafnvægi, sem einkennir þá menn, sem vita hvað þeir vfelja og kunna að meta hvað þeir vilja og kunna að meta Ólafur var gæfumaður í lífi sínu. Hornsteinn lífshamingju hans var eiginkonan og börnin. Hann var maður starfsins. Þegar ég nú kveð þig hinztu kveðju, vil ég þakka þér samferð- ina, kæri frændi. HUn var mér dýrmæt og lærdómsrfk. Ég bið þér blessunar og huggunar þinni góðu eiginkonu og börnunum ykkar tveimur. Hvíl þú í friði. ÓStS. Minning: Agúst Hjartarson frá Mgrum í Eyrarsveit Að kvöldi þess 3. þ.m. var líf hans fullkomnað, hans lífsbikar fullur og hans krossganga til enda gengin, eftir rúmlega 40 ára veikindastríð, þar af 20 ára dvöl á Reykjalundi. Þegar þessi fregn barst til mín, að Gústi vinur minn væri dáinn, þá komu fram í huga minn bæði gleði og söknuður. Fyrir hans hönd gleði, að hann er laus frá sínu kvalastríði og söknuður í sál að missa einn sinn bezta vin. Mig setti hljóðan, og i huganum fór ég að rifja upp liðnar minningar, áratugi aftur í tímann, þá er ég var ungur maður heima i átthögunum og hann unglingur heima f föðurhúsum. Það var einn fagran og sólríkan vormorgun, að ég skrapp út að Mýrum, að hitta þau glaðværu heiðurshjón, Kristfnu Svein- bjarnardóttur og Hjört Jónsson, sem þar bjuggu með börnum sínum 6. Það var tvennt, sem mætti manni í hlaðvarpanum á þvf g^ða heimili, hreinlætið og gestrisnin. Þótt efnin væru ekki mikil og húsakynnin ekki stór, þá var allt í föstum skorðum og hreint, börnin prúð vel til fara og myndarleg. Ekki stóð á góð- gerðunum. Hjörtur var búhöldur góður og sjógarpur mikill, en það sýndi hann bezt er hann lenti í ofsaroki á smábát við fjórða mann og þá hrakti inn allan Breiðaf jörð og náðu í Bjarneyjar. Hjörtur stóð í austri allan tímann og reyndi að halda bátnum þurrum og sýndi þar mikla karlmennsku og þrek. Er ég sat þarna og ræddi við hjónin kom ínn unglings- piltur, rjóður og heitur af göngu, andlit hans ljómaði af æskugleði og lífsorka geislaði úr augum hans. Hjörtur sagði þetta vera elzta barn þeirra hjóna, Ágúst, og var hann farinn að hjálpa þeim mikið við búskapinn. Ræddum við Eiginmaður minn ÓLAFUR H. JÓNSSON forstjóri Flókagötu 33 verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni þriðjudaginn 16. október nk. kl 1 3.30 Fyrir hönd aðstandenda Sigþrúður Guðjónsdóttir. um það, að þarna væri gott efni f bónda á ferðinni, enda til efni- legra og dugandi bænda að telja í báðar ættir. Fyrir ofan bæinn að Mýrum stendur hátt fjall, sem Mýrar- hyrna heitir, með grónum kletta- jgirðingum, sem fé sækir mikið í, og er einn þó verstur og og heitir hann „Bekrablettur". Má heita ófært f hann að komast nema fyrir harðduglega og fótvissa klettamenn. Gústi hafði heyrt, að móðurafi hans, Sveinbjörn Finnsson, hefði ungur komizt upp í blettinn, svo að honum hljóp kapp í kinn að feta í fótspor afa síns og tókst það giftusamlega, enda þarf áræði, karlmennsku, hug og fótvissu til. Sagði Gústi mér það mörgum árum seinna, að þetta væri sú mesta glæfraför, sem enginn ætti að fara. Svo liðu árin, ég fluttist burtu úr sveitinni til Reykjavíkur, en Gústi vann foreldrum sfnum allt það, sem hann gat, eftir því sem þroski og kraftar leyfðu. Þá var það einn dimman og drungalegan skammdegisdag, að ég hitti mann að heiman og spurði almennra tíðinda. Sagði hann meðal annars í fréttum, að Ágúst Hjartarson væri kominn á Landspítalann, mikið veikur. Þar var hans lukku- teningi kastað og lífsbrautin mörkuð. Upp frá því er hans líf óslitin þrauta-, þjáninga-, og veikindabraut og böl. Tilfærsla á milli sjúkrahúsa og dvalarspítala eftir margar lífshættulegar að- gerðir, sem hann gekkst undir. Maður hefði því getað búizt við.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.