Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 32
 IESIO 0tri0nml DRGLECR LAUGARDAGUR 13. OKTÓBER 1973 40 tonna jarðýta Afnám tolla á vörum til iðnaðar-nemur 400 millj. kr. í fyrri lotu Við smelltum mynd af þessari stóru jarðýtu, þar sem hún stendur I vöruporti Eimskips, en þetta er 40 tonna ýta, sem fer væntanlega til Vestmannaeyja á næstunni. Nokkrir einstaklingar f Vestmannaeyjum hyggjast kaupa ýtuna og flytja hana til Vestmannaeyja til þess að flýta fyrir og létta endurreisn Eyjabyggðar, en f Eyjum er nú aðeins til ein 20 ára gömul ýta. Samkvæmt upplýsingum iðnaðarráðherra verður lagt fyrir 32.50 fyrir síldarkíló Aðeins eitt skip seldi sild í Dan- mörku í gærmorgun. Var það Víð- ir NK-175, (áður Gissur hvíti SF), sem seldi 1225 kassa fyrir 1.6 millj. kr. Meðalverðið, sem báturinn fékk, var mjög gott, eða 32.50 kr. 1 gær og fyrradag var bræla á Norðursjávarmiðum, en búizt er við batnandi veðri f kvöld. Alþingi nú f haust frumvarp, sem miðar að þvf að afncma tolla á hráefni og vélum til iðnaðar. Samkvæmt frumvarpinu, sem ráðherra taldi að þyrfti að af- greiða fyrir áramót, yrðu tollar á þessum vörum lækkaðir um helming um næstu áramót og er þar um að ræða urn 400 millj. kr lækkun, að sögn ráðherra. Sfðari lækkunin er ráðgerð 1976, og þá er reiknað með, að tollarnir falli alveg niður. Nefnd hefur að undanförnu verið að kanna þessi mál og undirbúa með það fyrir augum jafnframt að búa í haginn fyrir fslenzkan iðnað með lækkuðum tollum, samkvæmt EFTA- samningum, en þeir samningar leiða til 10% lækkunar um næstu áramót. Tollar, sem nú eru á hráefni og vélum til iðnaðar, eru allt frá 0—100%, en flestir á bilinu frá 20—30%. Frjáls álagning á iðnaðarvöru VERÐLAGSNEFND hefur sam- þykkt að gefa frjálsa verðlagn- ingu í heildsölu á nokkrum teg- undum iðnaðarvöru. Kristján Gíslason verðlagsstjóri kvað ástæðu til að taka fram, að þetta gæfi ekki mikla breytingu i reynd, en létti islenzkum iðnaði samkeppnina við erlend fyrirtæki á EFTA-markaðinum. Hér er eingöngu um að ræða vörur, sem eiga í harðri sam- keppni við erlendar vörur eins og t.d. vefjarefni, dúka og gólfteppi, skó, efnagerðarvörur eins og sultu, saftir, sósur og krydd. ► Lampar og önnur lýsingatæki falla einnig undir þessa breyt- íngu, svo og kex. Þessi frjálsa verðlagning er háð ýmsum skiiyrðum, m.a. verður viðkomandi framleiðandi að senda verðlagsstjóra gjaldskrár ef hann hyggst breyta verði á vörum sinum og jafnframt verður hann að gera grein fyrir ástæðun- um. Fannst látinn við húströppur A ellefta tfmanum f morgun fannst maður örendur í húsr- sundi bak við hús eitt við aðal- götu á Sauðárkróki. Averkar voru á Ifkinu, en málið er f rannsókn. Maðurinn var gest- komandi á staðnum. Hann hét Skarphéðinn Eirfksson bóndi frá Vatnshlfð f Bólstaðarhlíð- hreppi, A-Hún., 56 ára gamall, ókvæntur. Yfirheyrslur stóðu yfir f gær í þessu máli, að sögn Jóhanns Salbergs Guðmundssonar bæj- arfógeta. Kvað hann Skarphéð- in heitinn hafa dvalið f húsi því, sem hann fannst við, nótt- ina áður, en áverki hefði verið á hægra kinnbeini, sem ekki væri vitað, hvort hann hefði fengið af falli niður húströpp- urnar, þar sem hann fannst liggjandi á bakinu með fæturna uppi á tröppunum, eða af öðr- um völdum. Jóhann kvað mann- inn hafa verið nýlátinn (sam- kvæmt úrskurði læknis) er hann fannst, en hann kvað eng- an hafa verið úrskurðaðan i varðhald vegna þessa máls. Margt um manninn hjá dr. Páli „ÞAÐ hafa borizt hingað feikn af blómum og gjöfum, og hér hefur verið stanzlaus straumur fólks sfðan kl. 8 í morgun,“ sagði frú Sigrún Eirfksdóttir, kona dr. Páls tsólfssonar, þegar Morgunblaðið hafði samband við heimili þeirra hjóna f gær á áttræðisafmæli tón- skáldsins og orgelleikarans. Sigrún kvað daginn hafa byrjað mjög ánægjulega, er Lúðrasveit Rcykjavfkur lék fyrir utan heim- ili þeirra hjóna f gærmorgun, um kl. 8 og sfðan hefði verið svo gestkvæmt, að ekki hefði unnizt tfmi til að taka upp þær gjafir, sem hefðu borizt. Frú Sigrún kvað þau hjón mjög glöð yfir deginum, en f gær var afhjúpuð stytta, sem Ragnar Kjartansson myndhöggvari er að Ijúka við, af dr. Páli. Stokkseyrar- hr. lætur gera brjóstmyndina, og var hún afhjúpuð á heimili Páls f gær, en verður sfðar komið fyrir á blettinum fyrir framan Isólfsskála. Þá hélt menntamála- ráðherra, Magnús Torfi Ólafsson, boð fyrir dr. Pál og fjölda gesta f Ráðherrabústaðnum f gær. Meðfylgjandi myndir voru teknar f Ráðherrabústaðnum f gær. Lengst til vinstri er Gunnar Gunnarsson skáld að heilsa af- mælisbarninu dr. Páli Isólfssyni. Við hiið þeirra standa Hinrika Kristjánsdóttir kona mennta- málaráðherra og Sigrún Eirfks- dóttir kona Páls. A myndinni f miðjunni er Sigurður Nordal að ræða við menntamálaráðherra, Magnús Torfa Ólafsson og á myndinni til hægri eru Sigrún, dr. Páll, Halldór Laxness skáld og Ragnar f Smára. Ljósmyndirnar tók Ólafur K. Magnússon Ijós- myndari Morgunblaðsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.