Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 13.10.1973, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. OKTOBER 1973 11 Snyrtihús við Gull- foss í notkun 1974 Rfkissjóður hefur keypt byggingar þær, sem fyrir eru við Gullfoss og tryggt sér land til að koma þar upp sæmandi aðstöðu fyrir innlenda og erlenda ferða- menn. Ber að þakka það framtak, enda eru skúrar þeir, sem nú eru við Gullfoss þjóðarsmán á þeim stað, segir í skýrslu Ferðamála- ráðs, sem á sl. ári fór að GuIIfossi ferðir til að athuga um framtíðar- byggingu á snyrtihúsi á staðnum. Hefur nú að frumkvæði Ferða- málaráðs og með samþykki sam- gönguráðuneytisins, en undir eftirliti Ferðaskrifstofu ríkisins,' verið gerðar teikningar að snyrti- húsi við Gullfoss, sem verður væntanlega tekið i notkun árið 1974 og hverfa þá vonandi skúrar þeir og drasl, sem sett hafa smánarblett á staðinn, segir i skýrslunni. Annars staðar í skýrslunni kem- ur fram, að á starfsárinu ræddi Ferðamálaráð sérstaklega við þá aðila, sem flytja erlenda ferða- menn um óbyggðir landsins og fór þess á leit við þá, að þeir könnuðu, með hverjum hætti þeir gætu séð að minnsta kosti sínum farþegum fyrir sæmilegri salernis- og hreinlætisaðstöðu. Framangreindir aðilar tóku mála- leitan Ferðamálaráðs vel, og er nú i athugun hjá þeim að gera úrbætur þannig, að á sumrinu 1974 verði salernisaðstöðu komið upp, e.t.v. með þeim hætti, að hverri bílalest fylgi sérstakur salernisvagn, svo sem tíðkast hjá einum aðila eða með öðrum hætti svo mannsæmandi sé. 1 þessu sambandi er þess getið, að Kjartan Lárusson, viðskipta- fræðingur, sem unnið hefur í samgönguráðuneytinu varðandi könnun ísl. ferðamála, hefur kynnt sér sérstaklega á ferðum sínum erlendis, hvernig menningarþjóðir leysa framan- greindan þátt ferðamála. Hefur Kjartan komið fram með tillögur og ábendingar, sem ber að þakka. Skátaþing verður haldið um helgina SKATAÞING 1973 verður haldið 1 Iðnskóla Keflavíkur um helgina. Þingið sækja um 100 fulltrúar frá 25 félögum um allt land. Þingið er haldið f boði skátafélagsins Heiðabúa 1 Kefla- vfk. Þingið verður sett kl. 14 á laugardag og hefjast síðan venju- leg þingstörf. Síðdegis hefja starfshópar störf og f jalla m.a. um Landsmót 1974, nýju skátaprófin, foringjaþjálfun, framtíð skáta- starfs á íslandi, þátttöku í Jamb- oree 1975 í Noregi, en það er heimsmót drengjaskáta, haldið í sameiningu af Norðurlöndunum, og um Evrópuráðstefnu skáta á Islandi 1974. Á sunnudag verður þingstörfum haldið áfram og lýkur þinginu um kl. 17 á sunnu- dag, að loknu kjöri stjórnar og embættismanna. — Skátahöfðingi Islands er Páll Gislason, læknir. Utvarpsráð gegn sjónvarpsþáttum laganema EFTIRFARANDI klausa birtist f nýjasta tölublaði Ulfljóts, blaðs laganema við Háskóla Islands: „Eins og kunnugt er, hefur Orator (félag laganema) á liðnum Samkeppni um ljóð, tónverk og leikrit ÞJÓÐHATÍÐARNEFND 1974 í A- Skaftafellssýslu hefur tilkynnt, að hún efni til samkeppni um ljóð, tónverk og leikrit, sem gætu orðið vel hæfir dagskrárliðir á hátíðarsamkomu vegna afmælis landsbyggðar og hefðu menningarlegt gildi. Segir í tilkynningu nefndar- innar, að ljóðin þurfi helzt að snerta héraðið og sögu þess. Mikilsvert sé, að tónverk séu tengd tilteknum ljóðum. Leikrit þurfi að vera sögulegt að efni og að Hornafjarðarhérað komi þar við sögu. árum séð um tvo sjónvarpsþætti á vetri hverjum, þarsemtekin hafa verið til meðferðar algeng lög- fræðileg ágreiningsefni. Þættir þessir hafa hvort tveggja í senn verið til fróðleiks og skemmtunar. Nú er hins vegar fyrirsjáanlegt, að þættir þessir muni leggjast niður. Þó er ekki fullljóst, hvort annar þátturinn heldur áfram. Ekki er vitað með fullri vissu, hvers vegna útvarpsráð er and- vigt þáttum þesssum, en í samtali formanns Orators við dr. Ólaf Ragnar Grímsson, prófessor, sem sæti á í útvarpsráði, kom m.a. fram, að meirhluti útvarpsráðs telur ekki eðlilegt, að laganemar njóti þeirrar aðstöðu að geta aug- lýst sjálfa sig í sjónvarpi með þessum hætti. I framhaldi af þessu lagði formaður útvarpsráðs til í ráðinu, að sjónvarpið tæki til sýninga bandaríska þætti, sem sýna laganema við góðgerðar- störf. Sú tillaga náði hins vegar ekki fram að ganga. Citroén-verksmiðjurnar í Frakklandi eru að ýmsu leyti einstakar í sinni röð. Þær hafa lag á að framleiða rétta bfl- tegund fyrir gefinn markað án þess að lfkja eftir tækniatrið- um eða útlitshönnun annarra framleiðenda. Merkilegast er þó, tvfmælalaust, hversu vel bflarnir eru gerðir og samt svo ólfkir öðrum bflum. Það voru Citroén-verksmiðjurnar, sem fyrst f jöldaframleiddu bfla með framhjóladrifi. Citroén DS-23 Pallas er dýrastur og vandaðastur D- gerðanna svonefndu og býður upp á mikil þægindi fyrir fimm manns eða tvo að viðbættu miklu farangursrými. Mýkt sætanna jafnast á við beztu stofusófa og vökvajafnvægis-, eða lyftubúnaðurinn, veldur því, að bíllinn er ávalit f láréttri stöðu. Ef hann er t.d. þyngri að aftan en framan, jafnar vökva- kerfið sjálfkrafa þann hæðar- mismun er fram kemur á flest- um bílum. Þess vegna lýsa ljósin ekki upp í himin, þótt hleðsla sé aftur í. Með þessu vökvakerfi má einnig hækka bílinn og lækka að vild. Frágangur ýmissa boddýhluta er athyglisverður. Fram- og afturbretti eru losuð af með einni skrúfu hvert og er það verk bæði fljótlegt og auð- unnið. Það er raunar nauðsyn- legt að taka afturbretti af ef skipta þarf um afturhjól. Lyftara þarf hins vegar engan, því bílnum má lyfta hátt með með eigin búnaði og heldur hann jafnvægi á þrem hjólum. Því er haldið fram, að ekki verði vart við þó að hvellspringi á öðru framhjóli á alit að 120 km/klst. hraða, svo gott er jafn- vægið. Einfalt er einnig, að losa aftur- og/eða framrúðu úr bílnum. Citroén var einnig fyrstur með vökvajafnvægisbúnaðinn og kom hann á markaðinn 1956. Þó að öðrum bílaframleiðend- um hafi, enn sem komið er, ekki gengið vel að ná sömu leikni í framleiðslu þessa búnaður, halda Citroén unnendur því óspart fram, að slíkur búnaður sé það, sem koma skal. Citroén Pallas vegur um 1280 kg. Hann hefur 2347 rúmsm vél, sem er 124 hestöfl (SAE) og með þjöppunarhlutfalli 8,75:1. Hámarkshraðinn er yfir 170 km/klst. Með beinni inn- spýtingu er sama vél 141 hestafl. Gírkassinn er fjögurra gíra alsamhæfður. Bíllinn er með vökvaskiptingu þannig, að enginn kúplingspedali er til staðar en gírstönginni rennt lipurlega á milli gira. Bremsupedalinn er óvenjuleg- ur: Kringlóttur, eins og bóla upp úr gólfinu, en með vökva- stýri og vitanlega framdrifinn. DS-23 liggur mjög vel á vegi, hvort sem hann er á möl eða malbik. Bremsukerfið er tvö- falt og diskabremsur eru að framan. Þegar hái ljósgeislinn er tendraður má einnig kveikja ljós, sem eru við hlið aðallamp- anna og snúast með framhjól- unum þegar beygt er. — Auk venjulegra stjórntækja er elektrónískur snúningshraða- mælir í mælaborðinu. Á hraða- mælinum eru gefnar upp áætl- aðar stöðvunarvegalengdir mið- að við að ekið sé t.d. á 80 km/klst. hraða. Citroén DS-23 Pallas kostar um kr. 980 þúsund er óýrust D-gerðanna er D Special, sem kostar rúml. 700 þúsund krón- ur. Umboðið hefur Glóbus hf. Lágmúla 5. Br.H.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.