Morgunblaðið - 23.10.1973, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973
22-0-22*
RAUOARÁRSTÍG 31
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
Atel 14444*25555
muiwá
1 BlLALEIGA car^rentaJ
Æ BÍLALEIGAN
Í51EYSIR
CAR RENTAL
«“24460
í HVERJUM BÍL
PIONŒŒJR
ÚTVARP OG STEREO
CASETTUTÆKI
■SKODA EYÐIR MINNA.
SHaan
LEI6M
AUÐBREKKU 44-46.
SlMI 42600.
HOPFERÐIR
Til leigu í lengri og
skemmri ferðir 8—50 far-
þega bílar.
KJARTAN
INGIMARSSON,
sími 86155 og 32716.
FERÐABILAR HF.
Bllaleiga. • Sími 81260.
Fimrrt manna Citroen G.S. stat-
ion Fimm manna Cítroen G.S
8 — 22 manna Mercedes Benz
hópforðabílar (m bílstjórum)
Ný þáttaskipti
I nýútkomnum Stefni, blaði
ungra sjálfstæðismanna, er
grein eftir Friðrik Sophusson,
sem kjörinn var formaður sam-
bandsins á nýafstöðnu sam-
bandsþingi á Egilsstöðum. I
greininni segir m.a.:
„Mannkynssögu, sögu þjóða
og jafnvel félaga er gjarna
skipt f tfmabil, sem oftast af-
markast af ákveðnum atburð-
um eða straumhvörfum. Slík
þáttaskil eru gerð til hagræðis
og glöggvunar fyrir þá, sem
vilja skyggnast aftur I tfmann,
átta sig á tengslum fortíðar og
nútíðar og finna forsendur
fyrir framtíðarþróun. Sé horft
um öxl og litið yfir farinn veg
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna nokkur undanfarin ár,
er eðlilegt að staldra við árin
1968—1969. Á þessum tfma má
merkja þær straumbreytingar f
fslenskum stjórnmálum, sem
Ieiða til þáttaskila í sögu sam-
bandsins.
Um þessar mundir reis
óánægjualda meðal ungs fólks,
einkum stúdenta, víða um
heim. Minnkandi spenna milli
austurs og vesturs nokkur áður-
gengin ár, óvinsæll styrjaldar-
rekstur Bandaríkjanna f
Vfetnam og mörg fleiri atriði f
þróun heimsmála, auk fjöl-
margra óleystra vandamála
heima fyrir, virtust leysa úr
læðingi þau öfl, sem framköll-
uðu þetta rót meðal vestræns
æskulýðs. Innrásin í Tékkó-
slóvakfu hafði skammvinn póli-
tfsk áhrif á nývinstrisinnana,
sem öfluðu andlegs viðurværis
f hugsjónum Maós formanns og
heimspeki Markúse fremur en
f kenningum herranna f Kreml.
Þessi óánægjualda hafði tals-
verð áhrif hérlendis og þjapp-
aði saman annars ósamlyndum
vinstrimönnum meðal fs-
lenzkra námsmanna, sem var
og er stór og áhrifamikill hópur
yngstu kjósendanna.
Engum vafa er undirorpið, að
kommúnistar högnuðust veru-
lega á þessari hreyfingu,
eignuðu sér hana og reyndu
jafnframt að setja stimpil sinn
á vinsæl viðfangsefni næstu
ára, t. d. aukna umhverfisvemd
og baráttuna gegn risavöxnu og
steinrunnu valdakerfi þjóð-
félagsins.
Sjálfstæðisflokkurinn hafði
þá setið f stjórn ásamt
Alþýðuflokknum í áratug,
og þrátt fyrir að fyrri
hluti viðreisnartfmabils-
ins hafi einkennst af þjóð-
félagsumbótum f átt til frjáls-
byggju á vissum sviðum,
virtist tiltölulega auðvelt að
stilla flokknum upp sem
tákni fyrir lokað og flókið
valdakerfi, sem stæði f
vegi fyrir hvers konar
umbótum f þjóðfélaginu. Tms-
um sjálfstæðismönnum fannst
m. a. s. sjálfum eins og full-
trúar þeirra á þingi og f
rfkisstjórn legðu nær eingöngu
áherslu á daglegan rekstur
rfkisbúsins, þar sem stefnan
var sótt til embættismanna og
sérfræðinga í ráðuneytunum,
en minna væri lagt upp úr
stefnumótun f flokknum
sjálfum. Eðlileg endurnýjun á
túlkun þeirra hugmynda, sem
grundvallast á sjálfstæðisstefn-
unni, átti sér ekki stað, en það
leiddi m. a. til þess, að ýmsir
töldu frjálshyggju Sjálfstæðis-
flokksins eingöngu ná til
frjálsrar samkeppni í atvinnu-
lífinu.“
Sfðar f greininni segir Frið-
rik:
„1 upphafi greinarinnar
minntist ég á það, hvernig
straumhvörf valda þáttaskilum
f sögunni. Eg tel ástæðu til að
ætla, að um þessar mundir séu
einmitt að gerast þeir atburðir,
sem enn á ný orsaka kaflaskil f
sögu Sambands ungra sjálf-
stæðismanna. Vindinn, sem
fyllti segl nývinstrisinnanna,
hefur lægt, og þróunin f ná-
grannalöndunum er í átt til
frjálshyggju frá sósfalisma.
Óvinsæl og úrræðalaus rfkis-
stjórn vinstri flokkanna nýtur
ekki lengur átrúnaðar unga
fólksins, sem á sfnum tfma
vildi breyta til. Rfkisstjórnin
verður þó væntanlega ekki
sjálfdauð, enda hefur hún lifað
af hverja sjálfsmorðstilraunina
á fætur annarri. Hún getur
hins vegar beðið afhroð f kosn-
ingum, og það gerist áreiðan-
lega, ef við virkjum þann kraft,
sem býr f samtökum okkar og f
röðum þess unga fólks, sem
styður stefnu okkar og baráttu.
Hið fjölmenna sambandsþing á
Egilsstöðum, sú málefnalega
samstaða, sem þar náðist, og
hinn mikli baráttuhugur, sem
f okkur býr, hlýtur að gefa
okkur fyrirheit um það, að
næsti kafli f sögu sambandsins
verði tímabil sóknar til sigurs.“
spurt og svarad Hringið f sfma 10100 kl. 10—11 frá mánudegi til föstudags og biðjið um Lesendaþjónustu Morg-
Lesendaþjónusta MORGUNBLAÐSINS unblaðsins.
BÆTIR
VIÐLAGASJÓÐUR
ÓVEÐURSTJÖNIÐ?
Guðbjartur Cesilsson,
Grundarfirði, spyr:
E3ga þeir, sem hafa orðið
fjrir tugþúsundatjóni vegna
veðurofsa, eldsvoða eða ann-
arra óhappa, með illa eða
ótryggt, að greiða tugþúsunda
Viðlagasjóðsgjald, án þess að
þeir fái tjón sitt bætt Ur
Viðlagasjóði?
Er Viðlagasjóður uppbyggður
sem samábyrgðarsjóður allra
landsmanna og þar af leiðandi
réttur þeirra, sem verða fyrir
tjóni, með illa eða ótryggt, jafn
til bóta?
Hver er stjórnunar- og
skrifstofukostnaður Viðlaga-
sjóðs?
Helgi Bergs, formaður
stjórnar Viðlagasjóðs, svarar:
Viðlagasjóður var stofnaður
með lögum no. 4 7. febrúar
1973, en I þeim lögum segirsvo:
1. gr: I lögum þessum er mælt
fyrir um sameiginlegt átak
íslenzku þjóðarinnar til þess að
veita Vestmanneyingum stuðn
ing vegna eldgossins á Heima-
ey og draga úr þeim búsifjum,
sem jarðeldarnir valda þeim og
þjóðinni í heild.
2. gr: Stofna skal Viðlagasjóð
vegna náttúruhamfaranna í
Vestmannaeyjum.
3. gr: Hlutverk Viðlagasjóðs
er:
1. Að tryggja hag Vestmann-
eyinga og stuðla að vernd og
endurreisn byggðar þeirra.
2. Að greiða kostnað vegna
björgunarstarfs, flutninga og
röskunar á högum vegna elds-
umbrotanna í Vestmanna-
eyjum.
3. Að bæta tekjumissi og
eignatjón af völdum eldgossins
á Heimaey.
4. Að draga úr áhrifum
náttúruhamfara 1 Vestmanna-
eyjum á afkomu og atvinnulíf
TlU vinsælustu lögin f Bretlandi þessa dagana, samkvæmt útreikn-
ingum Melody Maker:
1 ( 1) Eye level ........................Simon Park Orchestra
2 (2) Nutbush city limits...................Ike & Tina Turner
3 ( 6) My friend Stan..................................Slade
4 (5) Laughing gnome..............................David Bowie
5 (9) Caroline.....................................Status Quo
6 (24) Daydreamer/The Puppy song................David Cassidy
7 (4) Monstermash ...............Bobby Pickett & Crypt Kickers
8 ( 3) Ballroom blitz..................................Sweet
9 (8) For the good times..........................Perry Como
10 (13) Goodbye Yellow Brick Road ..................Elton John
Eye level — lag Simon Park og hljómsveitar er þriðju vikuna í röð í
efsta sætinu. Lagið er einungis spilað, ekki sungið, og er ættað úr
sjónvarpsmyndaflokknum „Van der Valk“, sem er mjög vinsæll, enda
um leynilögreglumann.
David Cassidy hefur ákveðið að leggja jafn mikla áherzlu á bæði
lögin á nýjustu tveggja laga plötunni sinni, þ.e. að báðar hliðarnarséu
aðalhliðar og þar af Ieiðandi jafn mikið spilaðar í útvarpi og sjónvarpi,
nema stjórnendur og hlustendur taki sérstöku ástfóstri við annað.
Ýmsir listamenn og hljómsveitir hafa valið þennan kostinn áður, þegar
um sérlega góð lög hefur verið að ræða, þ.á m. Bitlarnir og Rolling
Stones. Hinu er ekki að leyna, að þessi ákvörðun Cassidys setur þáttinn
„Tíu á toppnum" í nokkurn vanda, því að telja má næsta öruggt að
hvaða Cassidy-plata sem er, fari inn á listann á meðan sjónvarpsþætt-
irnir um Partridge-fjölskylduna eru sýndir hér. Hvort lagið á að spila
hér?
Vestmannaeyinga og þjóðar-
heildarinnar og gera hvers
konar fjárhagsráðstafanir í
þessu skyni.
Af þessu er ljóst að sjóðurinn
er eingöngu tengdur eldgosinu
I Vestmannaeyjum og bætir
ekki önnur tjón en þau, sem af
því stafa.
Skrifstofukostnaður Við-
lagasjóðs hefur frá stofnun
hans numið um 4.0 millj. kr„ en
þá er þess að gæta að þessi
kostnaður er að mestu tengdur
umfangsmiklum fram-
kvæmdumr sem sjóðurinn
hefur staðíð fyrir í Vestmanna-
eyjum og við húsbyggingar víða
um land.
Um stjórnarkostnað sjóðsins
er ekki vitað enn. Stjórnin
hefur enn ekki tekið laun og
þau hafa ekki verið ákveðin.
dYramyndir
SNEMMA A
KVÖLDIN
Sveinbjörn Guðbjarnarson,
Laufvangi 11, Hafnarfirði,
spyr:
Er ekki hægt að hafa fræðslu-
þætti um dýr, eins og t.d.
þættina um rjúpuna og snjó-
gæsina, fyrr í sjónvarps-
dagskránni, t.d. strax að
loknum frcttum, svo að skóla-
born hafi tækifæri til að horfa
áþá?
Pétur Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri sjónvarpsins,
svarar:
Þegar talið er, að um sé að
ræða efni, sem sérstaklega
höfði til barna, er yfirleitt
reynt að sýna það snemma
kvöldsins. Hins vegar er þó
reynt að láta framhaldsmynda-
flokka halda föstum sýningar-
tíma og hefur það því áhrif á
röð annars efnis. Hvað þáttinn
um rjúpuna snertir er þvl til að
svara, að nú síðast var verið að
endursýna hann, en hann hafði,
að mig minnir, verið sýndur
fyrr að kvöldinu, þegar hann
var fyrst sýndur.
FRÁGANGUR BLÓMA
FYRIR VETURINN
Hanna Jónsdóttir, Hólmgarði
54, spyr:
Hvernig á að ganga frá
dahlíuhnúðum og garðrósum
sem bezt fyrir veturinn?
Hafliði Jónsson, garðyrkju-
stjóri, svarar:
Of langt mál yrði að gera því
góð skil í þessum þætti og veil
ég því vísa á Skrúðgarðabókina,
sem Garðyrkjufélag Islands gaf
út, um þetta efni og fleira varð-
andi garðrækt. Þar ættu að fást
beztar upplýsingar.
JJJJJJJJJJ
l/JJJ_liJJ-
iJ-JJJJJ
í Bandaríkjunum þessa dagana, samkvæmt
TlU vinsælustu lögin
útreikningum Cas Box:
1 (3) Ramblin’ man.....................................Allman Brothers
2 ( 4) Angie.....................................Rolling Stones
3 (2) Half-breed..........................................Cher
4 (5) Keep on truckin’ ........................Eddie Kendricks
5 (1) Higher ground.............................Stevie Wonder
6 ( 6) Thatlady.................................Isley Brothers
7 ( 9) Midnight train to Georgia ..........Gladys Knight & Pips
8 ( 8) China Grove .............................Doobie Brothers
9 (11) Heartbeat — it’s a lovebeat ............DeFranco Family
10 (10 Free ride............................Edgar Winter Group
Fjölskylduböndin hafa líklega aldrei verið sterkari á listanum en
þessa vikuna: Þrjár hljómsveitir kalla sig „bræður" og ein „fjöl-
skyldu”. Bræðurnir eru Allman-bræður, Isley-bræður og Doobie-
bræður og f jölskyldan er DeFranco-f jölskyldan.