Morgunblaðið - 23.10.1973, Side 7

Morgunblaðið - 23.10.1973, Side 7
Leiknum milli ísraels og Hol- lands i Evrópumótinu 1973 lauk meS jafntefli 10-10. Hér fer á eftir spil frá þessum leik, þar sem hol- lensku spilararnir voru heppnir að vinna 7 stig. Norður: S Á-K-G-10-6-4 H 9-3 T G-9-8 L D-6 Vestur: S D-8-2 H K-10-4 T Á-10-4 L G-8-7-4 Áustur: S 9-7-5-3 H G-5-2 T 2 L K-10-9-5-3 Suður: > S — H A-D-7-6-5 T K-D-7-6-5-3 L Á-2 Við annað borðið sátu hol- lensku spilararnir N—S og þar opnaði suður á 1 laufi, norður sagði 1 spaða, sem eftir sagnkerfi þeirra segir frá góðum spilum. Félagi norðurs heyrði ekki sögn- ina, hélt að norður hefði sagt 3 spaða, sem er veik sögn, og sagði því pass!! Sagnhafi fékk 11 slagi og 200 fyrir spilið. Við hitt borðið gengu sagnir þannig: Suður Norður 1 H 1 S 3 T 3 S 4 H 5 T Vestur lét út tígul ás og síðan lauf. Sagnhafi drap heima, lét út tígul 5, drap í borði með gosa, tók ás og kóng i spaða, kastaði heima laufi og hjarta, en varð síðar að gefa 2 slagi í hjarta og tapaði 100. Hollensku spilararnir græddu þannig 7 stig á þvi að misskiln- ingur varð milli þeirra við annað borðið. Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur fyrsta fundinn í nýya félagsheimilinu að Baldurgötu 9. miðvikudaginn 24. október kl. 20.30. Handavinnukynning, kaffi o.fl. TILKYNNING Af óviðráðanlegum orsökum er drætti í Vestmannaeyjahapp- drættinu frestaðtil 16. nóvember. Slysavarnadeildin Eykyndill, Björgunarfélag Vestmannaeyja, Akóges-félögin á íslandi. NÝIR BORGARAR t Fæðingarheimili Reykjavfkur- borgar fæddist: Fanneyju Gestsdóttur og Páli Pálmasyni, Leirubakka 20, Reykjavík, sonur þann 14. 10. kl. 04.55. Hann vó rúmar 15 merkur og var 52 sm að lengd. Geirrúnu Marsveinsdóttur og Gunnari Kr. Gunnarssyni, Lindar- braut 6, Seltjarnarnesi, sonur þann 13.10. kl 04.00. Hann vó rúmar 14 merkur og var 53 sm að lengd. Ásdísi Jónsdóttur og Birni Sæv- ari Baldurssyni, Völvufelli 46, Reykjavík, sonur þann 13.10. kl. 20.15. Hann vó tæpar 16 merkur og var 52 sm að lengd. Ingibjörgu Jónes og Ólafi E. Gunnarssyni, Vesturgötu 26, A, Reykjavfk, sonur þann 18.10. kl. ~*04.30. Hann vó rúmar 13 merkur og var 51 sm að lengd. Lárettu Bjarnardóttur og Guðmundi Jónssyni, Gufunesvegi 4, Reykjavík, -sonur 15. 10. kl. 04.00. Hann vó rúmar 9 merkur og var 45 sm að lengd. Þórunn Sigurðardóttur og Gunnari Gunnarssyni, Unnar- braut 28, Seltjarnarnesi, somur 14. 10. kl. 14. 40. Hann vó rúmar 12 merkur og var 50 cm að lengd. Tapað — Fundið Bröndóttur kettlingur með hvitar lappir og brúnt nef er í öskilum. Upplýsingar í_ síma 30819. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973 7 DAGBÓK BARWWA.. Þýtur í skóginum — Eftir Kenneth Grahame 3. kafli — STÓRISKÓGUR Moldvörpuna hafði lengi langað til að kynnast greifingjanum. Ef dæma átti eftir ummælum ann- arra, þá hlaut hann að vera töluvert mikilvæg per- sóna. Enda þótt hann léti sjaldan sjá sig, þá gætti áhrifa hans víða. En í hvert sinn sem moldvarpan minntist á þessa löngun sína, þá eyddi vatnsrottan talinu. „Já, já,“ sagði hún bara. „Greifinginn birtist áreiðanlega einhvern daginn . . . hann kemur alltaf við og við . . . og þá skal ég kynna ykkur. Hann er prýðisnáungi. En hér er ekki aðeins um það að ræða, að taka honum eins og hann er, heldur líka að taka honum, þegar honum þóknast að láta ljós sitt skína.“ Gætir þú ekki boðið honum hingað . . . til kvöld- verðar. . . eða . . .“ „Hann mundi ekki koma,“ sagði rottan, eins og það væri sjálfsagður hlutur. „Greifingjanum er mjög illa við veizluhöld og þess háttar." „Jæja, en hvernig væri að við færum og heim- sæktum hann?“ spurði moldvarpan. „Nei, honum mundi ekki falla það í geð,“ sagði rottan skelfd. „Hann er svo afskaplega feiminn. Hann tæki það áreiðanlega illa upp. Ég hef aldrei þorað að heimsækja hann og þó þekki ég hann vel. Auk þess getum við það ekki af öðrum ástæðum. Það FRAMHALIDSSAGAN kemur ekki til mála, að við förum tii hans, vegna þess að hann á heima inni í miðjum Stóraskógi.“ „Og þó svo sé,“ sagði moldvarpan. „Þú hefur sagt mér það sjálf, að ekkert sé að óttast í Stóraskógi. Manstu þaðekki?“ „Jú, jú,“ sagði rottan dræmt. „En ég held, að ekki sé tímabært, að við förum þangað núna. Ekki einmitt núna. Þetta er löng leið og hann er áreiðanlega ekki heima á þessum tíma árs. Hann kemur einhvern daginn. Bíddu bara róleg.“ Moldvarpan varð að sætta sig við þessi málalok. En aldrei kom greifinginn og hver dagur var öðrum skemmtilegri. Það var ekki fyrr en sumarið var löngu liðið og þær urðu að vera mest innandyra vegna kulda og frosta og ófærðar og áin beljaði með ógurlegum straumþunga fram hjá glugganum þeirra svo allar siglingar voru útilokaðar, að moldvörpunni varð tíðhugsað til greifingjans, sem var einbúi í holu sinni í miðjum Stóraskógi. Á veturna svaf vatnsrottan mikið, fór snemma í háttinn og seint á fætur. Dagurinn varð því stuttur hjá henni. Stundum vann hún við einhver heimilis- störf og auðvitað komu stundum kunningjar til að rabba við hana. Margir urðu til að segja skemmtilegar sögur frá sumrinu og því sem þá hafði gerzt. Sumarið var alltaf svo dásamlegt, þegar litið var til baka. Þá var líf og fjör og litskrúð í náttúrunni. Myndirnar runnu upp fyrir hugskotssjónum, litríkar og heillandi. Hver blómategundin af annarri kepptist við að skreyta umhverfið. Þær spegluðu sig í yfirborði árinnar og kinkuðu kolli. Þá var tími anna og leikja. DRÁTTHAGI BLYANTURINN Smáfólk PEANUTS ( WHATDO.HUI D0AR0UND HEKE AFTER DINNER, CHUCK? /WE U5UALLV luatchtv T0U MEAN V0U DON'T TALK? HOOJ A60UT PLAtfNG CHECKER5 0R S0METHING?0R MAKIN6 FUD6E? ORCATCHING FIREFUE5? OR HOO) AB0UT PUTTING T06ETHER A PUZZLE- OR P0PP1N6 50ME CORN ? D0 T0U HAVE a stamp COLLECTlON ? HOU) AFöUT PAINT5, CHUCK ?ÁLAK0£ OOE C0ULP D0 50ME UATER C0L0R5 ? 1) Hvað gerið þið hér á kvÖIdin, Kalli? — Við horfum venjulega á sjónvarpið. 2) Áttu við, að þið talið ekki saman? Hvað um að tefla skák eða eitthvað? Eða að búa til karamellur? Eða að veiða eld- flugur? 3) Hvað með púsluspil eða poppa? Attu frfmerkjasafn? Hvernig væri að lita, Kalli? Kannski gætum við vatnslitað? 4) (Andvarp)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.