Morgunblaðið - 23.10.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.10.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973 Gæslan verður efld fyrir Vestfjörðum A FUNDI í sameinuðu Alþingi I gær kvöddu tveir þingmenn Vest- f jarðakjördæmis, þeir Karvel Pálmason(SFV) og Matthías Bjarnason (S), sér hljóðs utan dagskrár til að spyrja dómsmála- ráðherra, hvað hæft væri f frétt- um um, að breskir togarar fengju óáreittir að stunda veiðar fyrir Vestfjörðum og það jafnvel á friðaða svæðinu. Væru háværar raddir um þetta meðal skip- stjórnarmanna á vestfirskum fiskiskipum, sem veiðar stunduðu á þessum slóðum. Sagðist Ölafur Jóhannesson dómsmálaráðherra hafa aflað sér upplýsinga frá Landhelgis- gæslunni um þetta, og hefði gæslan á þessum stað verið með eðlilegum hætti. Þó væri nú fyrir- hugað að efla gæsluna þarna, þar sem það hefði sýnt sig, að mikill fjöldi erlendra togara væri þarna á veiðum. Þá komu þær upp- lýsingar einnig fram hjá ráð- herranum, að annað hvalveiði- skipið, sem Landhelgisgæslan fær til gæslustarfsins skv. samn- ingum við Hval h/f, væri nú að verða tilbúið til þeirra starfa. Karvel Pálmason vitnaði til við- tals i Morgunblaðinu s.l. sunnu- dag, þar sem vestfirskur skip- stjórnarmaður lét hafa eftir sér þungar ásakanir á hendur Land- helgisgæslunni vegna slælegrar gæslu á miðunum fyrir Vest- fjörðum. Spurði hann dómsmála- ráðherra, hvort Landhelgis- gæslunni hefðu verið gefin fyrir- mæli um að hafast ekki að, og ef svo væri, hverjar væru þá ástæðurnar. Matthfas Bjamason sagðist kveðja sér hljóðs af sama tiiefni og Karvel. Sér væri Ijóst, að land helgismálið væru nú á mjög við- kvæmu stigi og áríðandi, að ekki kæmi til alvarlegra árekstra á miðunum nú. Það hlyti þó að vera AlÞlflGI ALLIR þingmenn Suðurlands- kjördæmis hafa flutt tillögu til þingsályktunar um byggingu skips til Vestmannaeyjaferða. Fyrsti flutningsmaður til- lögunnar er Guðlaugur Gfslason (S), og mun hann því mæla fyrir henni í þinginu. Tillagan er svo- hljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á rfk isstjórnina að ákveða nú þegar að láta byggja nýtt skip til Vest- mannaeyjaferða og leita tilboða f smfði þess á grundvelli tillögu stjórnskipaðrar nefndar um sam- göngumál Vestmannaeyinga, sem fram kemur í álitsgjörð nefndarinnar til samgönguráðu- neytisins.“ Aðrir þingmenn Suðurlands- kjördæmis, sem flytja tillögu þessa með Guðlaugi, eru: Garðar Sigurðsson (Ab), Björn Fr. Björnsson (F), Steinþór Gestsson (S), Ágúst Þorvaldsson (F) og Ingólfur Jónsson (S). Um aðdraganda þessa máls segir svo í greinargerð: „Þingmenn Suðurlandskjör- dæmis fluttu á Alþingi 1972 til- lögu til þingsályktunar um sam- göngumál Vestmannaeyinga. Til- lögunni var vísað til fjárveitinga- lágmarkskrafa, að Bretarnir stunduðu ekki veiðar á þeim veiðisvæðum, sem friðlýst hafa verið fyrir öllum veiðum, svo sem svæðið undan Kögri. Kvaðst þing- maðurinn hafa orðið var við mikla gremju meðal vestfirskra sjómanna vegna þess, að Bret- amir hefðu ekki virt friðunina á þessu svæði að undanförnu. Einnig hefðu verið þarna v- þýskir togarar og einstaka fær- eyskur togari. Olafur Jóhannesson dómsmála- ráðherra sagðist hafa aflað sér skýrslu frá Landhelgisgæslunni vegna þeirra ásakana, sem fram hefðu komið í Morgunblaðsvið- talinu. Lýsti ráðherra því, hvernig gæslunni hefur verið háttað á þessum slóðum að undan- förnu og taldi hana hafa verið með venjulegum hætti. Ólafur Jóhannesson. Einu sinni hefði verið komið að 6 breskum togurum að veiðum á friðaða svæðinu eða þann 16. október s.l. Þeir hefðu þá allir híft inn veiðarfærin, þó að einn hefði gert það með semingi. öllum kvörtunum hefði verið sinnt. Ráðherra sagði, að engir breskir togarar hefðu verið á þessu svæði fyrr en 12. október s.l., og síðan þá hefði stöðugt verið eitt stórt varðskip á þessum slóðum, og núna sfðustu dagana; hefði einnig verið þar eitt lítið Gat hann þess i þessu sambandi,. að nú væri fyrra hvalveiðiskipið, sem fengist frá Hval h/f, að verða tilbúið til gæslustarfanna. Að lokum sagði ráðherra, að fyrirmæli sin til Landhelgisgæsl- unnar væru nú þau sömu og verið nefndar til fyrirgreiðslu, og skilaði nefndin eftirfarandi áliti, sem dagsett er 22. mars það ár: „Alþingi ályktar að fela sam- gönguráðherra að skipa 5 manna nefnd, er gera skal tillögu um það, með hverjum hætti sam- göngur við Vestmannaeyjar verði best tryggðar. Skulu tveir nefndarmenn tilnefndir af bæjar- stjórn Vestmannaeyja, einn af Skipaútgerð rikisins, einn af flug- málastjóra og einn af samgöngu- ráðuneytinu, og skal hann vera formaður nefndarinnar." Tillagan var samþykkt með samhljóða atkvæðum á fundi sameinaðs Alþingis hinn 18. april 1972, og skipaði samgönguráð- herra nefndina í samræmi við ályktun Alþingis með bréfi dags. 24. maf sama ár.“ Nefnd þessi starfaði þá um sumarið og lagði til, að nýtt skip yrði byggt fyrir Vestmannaeyja- ferðir, til farþega- og vöru- flutninga og jafnframt sérhæft til bifreiðaflutninga. Segir í greinar- gerðinni, að málið sé nú komið á lokastig, hvað undirbúning varðar, og eigi nú aðeins eftir að taka ákvörðun um byggingu skipsins og leita tilboða í smfði þess. hefði. Að undanförnu hefði verið reynt að reka togarana út fyrir, og hefði það heppnast f flestum til- vikum. Flestir skildu, að það værí forðast að efna til stórátaka á miðunum þessa dagana, þegar verið væri að ræða bráðabirgða- samkomulag við Breta. Matthfas Bjarnason þakkaði upplýsingar ráðherra og kvaðst fagna því, að gæsla á miðunum yrði nú aukin, svo og skýlausri yfirlýsingu Olafs Jóhannessonar um, að friðaða svæðið yrði varið. Þegar Landhelgisgæslan værí borin svo þungum sökum sem í umræddri blaðagrein, yrði að safna gögnum og athuga, hvað hæft reyndist í þvílíkum ásökun- um. Kvaðst þingmaðurinn mundu gangast fyrir því, að þeir, sem hefðu haft slíkar ásakanir í frammi, sendu dómsmálaráðu- neytinu skýrslu um málið. Karvel Pálmason tók einnig ! GÆR kaus Alþingi fulltrúa á þing Norðurlandaráðs f stað Björns Jónssonar. Var Hannibal Valdimarsson kjörinn. Þá tóku Bragi Sigurjónsson Karvel Pálmason Matthías Bjamason aftur til máls og tók mjög í sama streng og Matthfas um að afla þyrfti upplýsinga um málið. sæti á Alþingi i forföllum Péturs Péturssonar (A). Bragi er fyrsti varamaður landskjörinna Alþýðu- flokksmanna og hefur hann átt sæti á þinginu áður á þessu kjör- tímabili. Ný þingmál K aupstaðarréttin di fyrir Seltjarnar- neshrepp Matthías A. Mathiesen (S) og fjórir aðrir þingmenn hafa flutt frumvarp til laga um kaupstaðar- réttindi til handa Seltjarnar- neshreppi. Er þar gert ráð fyrir, að vúver- andi Seltjamameshreppur verði kaupstaöur og sérstakt lög- sagnarumdæmi, sem heyri undir Reykjaneskjördæmi. Aðrir flutn- ingsmenn eru Jón Skaftason (F), Gils Guðmundsson (Ab), Stefán Gunnlaugsson (A) og Ólafur G. Einarsson (S). Breyting á frum- varpi til orkulaga Stefán Gunnlaugsson (A) legg- ur til að breyting verði gerð á áður framlögðu frumvarpi um breytingu á orkulögum, þannig að sveitarfélög skuli eiga allan rétt til umráða og hagnýtingar jarð- hita á háhitasvæðum, þar sem landareign er í eign sveitarfélags- ins. í frumvarpinu er aðeins gert ráð fyrir að sveitarfélögin eigi forgangsrétt til vinnsluleyfis. Ábúðarlög Ríkisstjórnin leggur fram frum- varp til ábúðarlaga, sem einnig var flutt á síðasta þingi en hlaut þá ekki afgreiðslu. Upplýsingarskylda stjórnvalda Frumvarpið er endurflutt frá síðasta þingi óbreytt. Er það flutt af ríkisstjórninni. Breyting á skiptalögum Stjórnarfrumvarp um breyting- ar á skiptalögunum frá 1878. Er hér um að ræða breytingar á ákvæðunum um niðurröðun skulda í forgangsflokka við opin- ber skipti. Frumvarpið var einnig flutt á síðasta þingi en fékk þá ekki afgreiðslu. Fyrirspurnir Nemendur landsbyggðarinnar Lárus Jónsson (S) spyr menntamálaráðherra, hvað líði framkvæmd þingsályktunar frá 3. apríl s.l. um bætta aðstöðu nem- enda landsbyggðarinnar, sem sækja vilja sérskóla á höfuð- borgarsvæðinu. Vegagerð f Mánárskriðum Eyjólfur Konráð Jónsson (S) spyr samgönguráðherra, hvað líði gerð kostnaðaráætlunar við vega- gerð í Mánárskriðum á Siglu- fjarðarvegi, sem rlkisstjórninni var með þingsályktun á síðasta þingi falið að láta gera. Brúarstæði yfir Dýraf jörð og Önundarfjörð Þorvaldur Garðar Kristjánsson (S) spyr samgönguráðherra eftir- farandi spurninga: 1. Er lokið rannsókn á brúarstæð- um yfir Dýrafjörð og önundar- f jörð, sem veitt var fjármagn tií á árunum 1972 og 1973 samkvæmt vegaáætlun fyrir árin 1972—75? 2. Ef rannsókn er lokið, hver er niðurstaða hennar? 3. Ef rannsókn er ekki lokið, hvar er hún á vegi stödd? Guðlaugur Gíslason o.fl. Byggt verði skip til V estmannaey j afer ða „Landlægur kotungsháttur” A FUNDI sameinaðs þings í gær var á dagskrá fyrirspurn frá Bjarna Guðnasyni (utan f L) til forsætisráðherra um Seðlabanka fslands og hvaða vald viðskiptaráðherra hefði yfir málefnum hans. Ólafur Jóhannesson taldi f svari sfnu, að heimildir ráð- herra tíl beinna afskipta af þeim málum, sem skv. lögum heyrðu undir bankastjórn, væru mjögtakmarkaðar. Fyrirspurn Bjarna var svo- hljóðandi: 1. Hver er stjórnarfarsleg staða Seðlabankans gagnvart ráðherra? 2. Þar sem ráðherra fer með „yfirstjórn" bankans, verður þá ekki að telja það í samræmi við lög, að bakinn þurfi að fá heimild ráðherra, þegar hann ræðst f byggingarframkvæmd- ir, sem munu að öllum líkind- um kosta um 500 milljónir króna? 3. Hefði ráðherra bankamála ekki tök á þvf, sbr. 24. gr. 1. nr. 10/1961, að stöðva byggingar- framkvæmdir Seðlabankans við Arnarhól, ef honum byði svo við að horfa? Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra sagði í svari sínu, að yfirstjórn bankans væri í hönd- um tveggja aðila, ráðherra og þingkjörinnar stjórnar hans. I lögum um bankann væri kveðið á um skiptingu starfa milli þessara aðila. I þeim málum, sem ekki væri kveðið sérstak- lega á um, hver fara skyldi með ákvörðunarvald, væri það í höndum bankastjórnar. Heim- ildir ráðherra til afskipta á þeim sviðum, sem honum væri í lögunum ekki beinlínis ætlað að hafa áhrif á, væru mjög tak- markaðar. Sjálfstæði hlið- stæðra banka og Seðlabankans væri víða erlendis miklu meira en hér. Um 2. tl. fyrirspurnarinnar sagði Ölafur, að ráðherra bankamála hefði hvorki að óbreyttum lögúm né skv. venj- um, heimild til að stöðva bygg- ingarframkvæpidir ríkisbank- anna. 3. tl. fyrirspurnarinnar kvaðst forsætisráðherra ekki treysta sér til að svara, en tók fram, að hann hefði mikla trú á áhrifagetu viðskiptaráðherrans (Lúðvíks), þegar um væri að ræða svið, sem hvorki lög né venjur veittu honum rétt til af- skipta. Ölafur Jóhannesson sagði, að mikilvægt væri að taka bygg- ingarmál hins opinbera til um- ræðu heildstæðara en þessi fyrirspurn gæfi tilefni til. Um það efni sagði ráðherra: „Hér á landi hefur á undanförnum áratugum verið landlægur kot- ungsháttur, sem er opinberum aðilum til skammar." Bjarni Guðnason tók afturtil máls og sagði það sýnilegt, að fengnum þessum svörum ráð- herrans, að endurskoða þyrfti skipan þessara mála, svo að ráð herra bankamála fengi hér meiri áhrif. Taldi Bjarni banka- valdið leika lausum hala. Hannibal í Norðurlanda- ráð - Bragi tekur sæti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.