Morgunblaðið - 23.10.1973, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 23.10.1973, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973 13 Magnús Finnsson skýrir frá ferð sinni til Grimsby og Hull „Fyrir Islending geri ég allt ” VIÐRÆÐUM forsætisráðherr- anna í London var lokið og ég settist upp i lest, sem flytja átti mig til Grimsby. Andspænis mér f kiefanum sátu tveir Bret- ar. Þeir lásu kvöldblöðin, þar sem skýrt var frá samkomulag- inu milli Heaths og Olafs Jó- hannessonar. Annar mannanna sagði við hinn: „Hefurðu tekið eftir því, að Heath hefur gert tslendingum nýtt tilboð.“ „Já“, sagði sá er spurður var, en spyr- illinn svaraði: „Böivaður tfkarsonurinn." Ég hugsaði bara mitt, en sagði ekkert. Sjálfsagt voru þetta Grimsby- búar og andrúmsloftið var þá svona slæmt f þessum gamal- gróna fiskibæ. Til Grimsby var ég kominn síða kvölds. Nú var að finna sér hótel. Ég gekk inn á Grimsby Crest Mótel og bað um her- bergi. Afgreiðslustúlkan var afar leið á svipinn — öll her- bergi voru upptekin. En hún reyndi sitt bezta og hringdi á öll hótel bæjarins — öll voru full af gestum. Á þessu hafði ég svo sannarlega ekki átt von í oktöbermánuði. En skýringin var sú, að við Grimsby hefur á síðustu árum risið upp mikill olíuhreinsunariðnaður og laun verkamannanna eru þar það há, að þeir koma frá heimilum sínum til vinnu innan úr landi og búa á hótelum bæjarins, svo og hins samvaxna nágranna- bæjar Cleethorpes. Eg hugsaði, að þetta væri þá góðs viti. Grimsby gat þá ekki verið eins háð fiski og af hefði verið látið, a.m.k. hlyti aðstaða bæjarins að hafa batnað eitthvað upp á síð- kastið, hvað þetta snerti. Nú, en loks fann stúlkan her- bergi í litlu hóteli í Cleethorp- es. Hún gaf mér upp hvar hótel- ið væri og ég þaut þangað. Roskinn maður tók á móti mér. „Nei, góði“, sagði hann, „hingað hefur enginn hringt og ég hef verið við sfmann f allt kvöld. Hótelið mitt er fullbókað og hefur verið lengi. Hér búa verkamenn frá olíuhreinsun- inni.“ Karlinn hringdi í Crest og honum og dömunni, sem virzt hafði svo hjálpleg fór ýmislegt á milli. Loks skellti stúlkan á karlinn. Hvað átti ég nú til bragðs að taka? Ég var að verða úrkula vonar og karlinn bar sig aumlega. Hann átti bara ekkert rúm fyrir mig að sofa í. Nú því ekki að segja til sín og það gerði ég. „Jæja íslendingur," sagði karl- ínn og hleypti brúnum. „Fyrir tslendinga geri ég allt og nú William Henry Jackson: „F>rir Islending geri ég allt.“ \ '&tiíi i íi iii láá ÍlÍl 1 i urimsby. Nær liggur Northern Eagle GY 22, en f jær Ross Lynx GY 626. breyttist viðmötið í einu vet- fangi. Ég var dolfallinn — í sjálfri „óvinaborginni" var Is- lendingur lausnarorðið. „Því miður ég hef ekkert rúm handa þér að sofa í, en þér er velkom- ið að sofa í stofunni f íbúð okk- ar hjónanna. Það fer kannski Fyrsta grein ekki of vel um þig, en ég get ekki boðið betur.“ Ég þakkaði manninum með öllum þeim orðum, sem mönnum ber að tjá þakklæti sitt með á enskri tungu og ég hafði á takteinum. „Þetta er nú það minnsta, sem ég get fyrir íslending gert,“ sagði karlinn og náði í teppi og lök til þess að búa um mig í dúnmjúkum hægindasófa heim ilisins. Ég varpaði öndinni léttar. Eg þurfti þó ekki að ganga úti þessa nóttina. Eln forvitni blaðamannsins var vakin. Hvers vegna vildi þessi maður allt fyrir tslending gera? — og við tókum tal sam- an yfir glasi af bjór. Hann sagð- ist heita William Henry Jack- son og vera framkvæmdastjóri hótelsins, sem heitir Devonia Hdtel, og annar aðaleigandi þess. Fyrst vann hann á hótel- inu í 5 ár, unz hann gerðist framkv.stj. þess, en við hótel- rekstur hafði hann verið 11 ár. Þar áður hafði hann verið um áraraðir fiskkaupmaður og í 7 ár í sjóhernum, þ. á m. allt stríðið. Jú, en hvers vegna gerði hann allt fyrir íslending? Hann hafði þessa sögu að segja: „Faðir minn var togarasjó- maður allt sitt líf að meira eða minna leyti. Fyrir rúmlega 40 árum, þegar ég var 9 ára, strandaði togarinn, sem hann var með, við Islandsstrendur. Togarinn hét Sólon. Ahöfnin komst öll við illan leik í land, en þar sem mikil f rostharka var og þeir blautir, þoldu þeir illa kuldann. Einn lézt úr vosbúð og kulda, en seint um síðir fann íslenzk björgunarsveit þá nær dauða en lífi og flutti þá til næsta bæjar. Þeim var bjargað frá bráðum bana og þetta mundi faðir minn meðan hann lifði og hann brýndi fyrir mér, stráknum, að rækist ég ein- hvern tíma á Islending, sem ég gæti hjálpað — þá skyldi ég aldrei hika. Hann hélt því fram, að aðbúnaður og hjúkrun þessa íslenzka fðlkshefði bjargað sér og félögum sínum — þótt marg- ir hefðu kalið illa. Þetta er skýringin á því, að ég nú býð þér sófann minn — því miður get ég ekki boðið betur.“ Og við William Henry Jack- son spjölluðum saman fram eftir nóttu. Auðvitað var um- ræðuefnið landhelgismálið. Það er hjartans mál þeirra í Grims- by, rétt eins og okkar heima á Islandi. Hann sagðist hafa mikla samúð með Islendingum, þótt ekki myndi hann skrifa undir öll þau rök, sem við hefð- um fram að færa — en fisk- vernd og fiskfriðun væri það, sem koma skyldi, og því fyrr sem menn gerðu sér grein fyrir því, því betra. Auðvitað hlyti að vera unnt að koma á jafnvægi i málunum. Fiskifræðingarnir hlytu að geta sagt til um, hvað mætti veiða, án þess að fisk- stofninn biði tjón af. Nei, það ættu engir stjórnmálamenn að koma nærri þessum samning- um, heldur fiskifræðingar og sjómenn. Mennirnir, sem þekktu málið niður í kjölinn. „Hvað veit Lady Tweedsmuir um fisk?“ spurði Jackson, en bætti við: „Með þessu er ég ekki að kasta neinni rýrð á hana. Hún er greind kona, en veit heldur lítið um fisk, er ég hræddur um.“ Og Jackson hélt áfram: „Sjó- mennirnir gera sér grein fyrir alvarleik málsins, a.m.k. hinir rosknu. Þeir muna þá tíð, þegar við Island veiddist stór og vænn þorskur. Nú eru þetta mest- megnis þorskkrýli, sem berast á land. Gallinn við sjómennina er bara sá, að þeir hugsa aldrei til framtiðarinnar. Þeir eru menn líðandi stundar, sem aðeins hugsa um að hafa sem mest upp úr hverri veiðiferð. Fáist ekki stórfiskur, veiða þeir smælkið.“ Já og kannski er þetta sannleik- ur um sjómenn allra þjóða? Ég spurði Jackson, hvort hann áliti, að Grimsby myndi ekki bera sitt barr, ef íslend- ingar fengju viðurkennda 50 milna fiskveiðilögsögu — en þau rök hefðu heyrzt á meðal samlanda hans. „Jú,“ sagði hann, „en það yrði gifurlegt áfall fyrir bæinn og það tæki hann mörg ár að ná sér. En það er bráðnauðsyn að ná sam- komulagi. Islenzkir og brezkir fiskimenn eru líkir hverjiröðr- um og það er óttalegt að vita til þess að þeir eldi saman grátt silfur." Þegar ég kvaddi Jackson eftir að hafa snætt morgunverð og ég ætlaði að fara að borga, mátti hann ekki til þess hugsa. Hann ætti nú ekki annað eftir, en taka peninga fyrir. Það, sem hann þáði voru aðeins 20 pens eða jafnvirði 40 króna, handa þjónustustúlkunni, sem færði mér morgunverðinn. Þetta voru fyrstu kynni mín af Grimsbybúa. Opið bréf til sveitar- stjórans á Selfossi — frá Inga R. Helgasyni Nokkru eftir að við lukum samningum um Votmúlajarðirnar hinn 22. ágúst s.l. fór ég utan í sumarfrí, en sá og heyrði, þegar ég kom heim, að mikið hefur geng ið á. I tilefni af öllu moldviðrinu langar mig að skrifa þér smábréf, en kýs að hafa það opið, þar sem ég tel, að athugasemdir mínar eigi einnig erindi til annarra en þfn. Ég er lögmaður jarðareiganda og mér ber að gæta hagsmuna hans í hvívetna, enda er ég í þeim sporum bpinber sýslunarmaður. Umbjóðandi minn og fjölskylda hans hafa orðið fyrir fádæma að- kasti og óhróðri I blöðum og á annan hátt, þannig að manni hrýs hugur við. Hann hefur orðið að þola það, að persónulegir hagii hans og skuldamál hafa verið rædd á óskammfeilinn hátt I blöð- um, þar sem einkum hafa skipzt á dylgjur og missagnir. Við Iestur dagblaðanna rak ég augun i eitt atriði, sem vakti furðu mína meira en nokkurt annað, enda hefur það ekki sézt í íslenzkum dagblöðum í áratugi. Trúarskoðanir umbjóðanda míns eru dregnar inn í málið á óviðurkvæmilegan hátt og dylgjað með „annarleg" samskipti hans við fólk i þeim efnum. Ut yfir tekur/þegar bóndi einn, sem sæti á i sýslunefnd Ámessýslu, hefur það eitt til málanna að leggja, þegar sýslunefnd átti að fjalla um það á dögunum, hvort hreppsnefnd Selfosshrepps hefði reist hreppsfélaginu fjárhags- legan hurðarás um öxl með Vot- múlakaupunum, að segja sam- sýslunefndarmönnum sínum, að umbjóðandi minn hefði komið til Magnúsar bónda i Alviðru með þau ,,skilaboð“ frá látnum tengda- föður, að Magnús skyldi selja um- bjóðanda minum Alviðruna á 2 milljónir króna. Hvort tveggja er rangt og ósatt, að umbjóðandi minn hafi falazt eftir Alviðrunni og að hann hafi flutt Magnúsi þvílík skilaboð. Verður á öðrum vettvangi reynt að grafast fyrir um þennan þátt málsins, en skyldi ekki Páli sýslumanni hafa þótt nóg um innlegg sýslu- nefndarmannsins. Ég ætla samt ekki í þessu bréfi að elta ólar við dylgjurnar en vil átelja harðlega, hversu andstæð- ingar kaupsamningsins hafa illa kunnað að virða persónuleg rétt- indi manna og friðhelgi einkalífs- ins. Ennfremur vil ég í þessu bréfi gera athugasemdir við tvö megin- atriði kaupanna, verðið og greiðslukjörin, og rekja stuttlega aðdraganda kaupanna. Samkvæmt kröfu nokkurra skuldareigenda fóru Votmúla- jarðirnar á uppboð. Með sam- komulagi við kröfueigendur fékk ég uppboðinu frestað meðan ég væri að reyna að leysa málin með frjálsri sölu jarðanna. Ég leitaði fyrir mér víða. Ég fékk tilboð frá nokkrum Selfyssingum, sem ég nafngreini ekki. Þar á meðal voru menn, sem áhuga höfðu á hrossa- rækt og hestamennsku og sögðust vera í vanda með bithaga fyrir hross sín ekki sízt af þeim ástæð- um, að reykvískir hestamenn hefðu leigt sér bithaga og keypt jarðir í kringum Selfoss í þessu skyni. Tilboðsverð hestamann- anna miðaðist við not þeirra af jörðunum, sem ég varð að hafna af því, að það samrýmdist ekki hugmyndum mínum um verð- mæti jarðanna. Þannig hagar til eins og alþjóð veit núna, að Votmúlajarðirnar eru 256 hektarar að stærð og ná alveg á milli Selfosshrepps og Stokkseyrarhrepps. Nyrzti hluti þeirra, rétt við syðstu byggð á Selfossi niður að Votmúlatún- unum, er um 40 hektarar að stærð og það svæði allt er mjög ákjósan- legt undir byggingarlóðir. Þetta er ekki bara mfn skoðun, heldur er það álit hæfra manna, er ég fékk til að skoða aðstæður. Þessir 40 hektarar eru slétt þurrlendi, þunnt jarðvegslag ofan á hrauni og mjög stutt ofan á fast. Auðvelt er að skipuleggja þetta svæði og þegar tekið er tillit til gatna og hæfilegrar lóðarstærðar fást 375 byggingarlóðir út úr spildunni. Þetta svæði, sem er nokkrum metrum sunnan við Sel- fossbyggð, er að mínu mati mjög verðmætt og byggi ég það á eftir- farandi útreikningi. Þú veist, að fasteignamat venjulegrar bygg- ingarlóðar I íbúðahverfum Sel- fosshrepps er um 150 kr. hver fermetri. Selfosshreppur leigir að sjálfsögðu út sfnar byggingar- lóðir, en þegar bygg- ingarlóðir eru seldar manna á milli, eins og við þekkj- um dæmi til, er söluverð þeirra talsvert fyrir ofan fast- eignamatið. Reiknum þó með 150 kr. á fermetra og að lóðin sé um 800 fermetrar, þá verður heildar- söluverð 375 byggingarlóða á allri spildunni hvorki meira né minna en 45 milljónir króna. Þessar lóðir eru utan hreppamarka Sel- fosshrepps og því enn utan skipu- lags. Augljóst er þó, að það ástand er bara tímaspursmál en það veitir hins vegar eiganda sjálfum rétt til að skipuleggja þetta svæði. Framhjá þessum staðreyndum gat ég ekki gengið f störfum mfnum við að gæta hagsmuna um- bjóðanda míns og leitaði þvf eftir aðilum, sem hugsanlega fengjust til að kaupa þessa spildu með það fyrir augum að nýta hana á næstu árum undir byggingarlóðir. Nokkrir aðilar sýndu málinu á- huga og gerðu mér tilboð, sem samtals hljóðaði upp á 20 mill- jónir króna fyrir alla spilduna eða 50 kr. fyrir fermetrann gegn því að fá að greiða andvirðið á 15 árum útborgunarlaust. Að þessu ætlaði ég að ganga og tala einnig við hestamennina aftur um syðri hluta Votmúlajarðanna og ræktuð tún, sem eru 35 hektarar. Sand- víkurhreppur átti hér forkaups- rétt. Umbjóðandi minn ritaði oddvita Sandvíkurhrepps bréf 29. maí 1973 þar sem hann bað um, að Sandvíkurhreppur félli frá for- kaupsrétti sínum. Oddviti svaraði umbjóðanda mínum skriflega 3. Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.