Morgunblaðið - 23.10.1973, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 23.10.1973, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÖBER 1973 17 Baldur Guðlaugsson: Landhelgismálið — Atlantshafs- bandalagið og Haagdómstóllinn TÖLUVERÐUR ágreiningur virðist nú með íslenzku stjórnmálaflokkunum um það hvað ráðið hafi þeirri ákvörðun Breta að kalla herskip sín út fyrir íslenzka fisk- veiðilögsögu. Var það hótun ríkisstjórnar- innar um að slíta stjórnmálasambandi við Breta eða var það þrýstingur annarra aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins? Undirritaður leyfir sér að leggja nokkur orð í belg. ★ Það var áreiðanlega ekki ótti Breta við stjórnmálaslit af okkar hálfu, sem fékk þá til að kveðja herskip sin á brott. Bretar vissu sem var.að stjórnmálaslit kæmu sér miklum mun verr fyrir íslendinga en fyrir þá sjálfa. Þá var öllu fremur ótti annarra aðildarríkja Atlantshafsbanda- lagsins og ef til vill Breta sjálfra við, að stjórnmálaslit myndu auka ýfingar með okkur og samstarfsþjóðum okkar í banda- laginu og lykta meðbrottvísun bandaríska varnarliðsins og jafnvel úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu, sem réð úrslitum um ákvörðun þeirra. ★ Þegar rikisstjórn Ólafs Jóhannessonar settist að völdum sumarið 1971 gerði hún hvort tveggja f senn: að lýsa yfir, að fiskveiðilögsaga Islands yrði færð út f 50 mílur eigi síðar en 1. september 1972 og að varnarsamningurinn við Bandaríkin yrði tekinn til endurskoðunar með það fyrir augum, að vamarliðið hyrfi úr Iandi fyrir lok kjörtímabilsins. Aðspurðir hafa tals- menn rfkisstjórnarinnar ávallt sagt, að hér væri um tvö óskyld og aðskilin mál að ræða og um þau yrði fjallað hvort í sínu lagi. Þetta hafa þvf miður reynzt orðin tóm. Innanlands hefur landheglisdeila okkar við Breta og Vestur-Þjóðverja svo sannarlega verið notuð til að reyna að reka fleyg milli íslands og annarra vestr- -ænna þjóða. Farið hefur verið að með hinni mestu slægð. Alþýðubandalagið lagðist til dæmis gegn því, að við kærðum herskipaihlutun Breta til Atlantshafs- bandalagsins, þar sem um væri að ræða íslenzkt innanríkismál, sem væri banda- laginu óviðkomandi. En á sama tíma reyndi Alþýðubandalagið að gera sér mat úr íhlutun Breta með því að halda því blákalt fram, að íhlutun Breta væri gerð að undirlagi Atlantshafsbandalagsins og skortur á aðgerðum af bandalagsins hálfu (sem þeir mótmæltu í hinu orðinu) væri aðeins enn ein' sönnunin fyrir haldleysi aðildar okkar að bandalaginu og tilgangs- leysi varnarliðsins. Þessi aðferð bar góðan ávöxt á tímabili, meðan tilfinningar voru skynseminni yfirsterkari, enda nutu Al- þýðubandalagsmenn dyggrar aðstoðar ýmissa þeirra ráðamanna hinna stjórnar- flokkanna, er segja það eitt, sem fjöldinn vill heyra. Nú hefur vonandi tekizt að stemma þessa á að ósi. ★ Ut á við hafa landhelgismálið og ör- yggismálin svo sannarlega fléttazt saman. Vissulega hafa stjórnarliðar í orði kveðnu sagt þessi mál ólíkrar náttúru. Engu að síður er deginum ljósara, að rfkisstjórnin hefur notað öryggismál landsins sér til framdráttar f landhelgismálinu. Rfkis- stjórnin var sér meðvitandi um mikilvægi Keflavíkurflugvallar fyrir varnarkerfi vestrænna ríkja og hefur slegið á þá strengi. Sagt hefur verið berum orðum og þar hefur forsætisráðherra verið í farar- broddi, að framvinda landhelgismálsins og einstakra þátta þess myndi ráða stefnu þjóðarinnar í öryggismálum. Þess hefur þó verið gætt, að taka ekki dýpra í árinni en svo, að bandalagsþjóðir okkar gæfu ekki upp alla von um, að við værum til viðræðu um sameiginlega öryggishags- muni, hefðum við okkar fram í landhelgis- málinu. Það hefur þvf miður gleymzt í hita baráttunnar, að aðild okkar að At- lantshafsbandalaginu og vera vamarliðs- ins eru ekki einungis annarra þjóða vegna. Okkar eigin hagsmunir hafa verið taldir bezt tryggðir með þessum hætti. En nú hefur rikisstjórn Islands einfaldlega sagt við bandalagsþjóðir okkar: Ef við fáum ekki okkar fram í landhelgismálinu, má einu gilda um sameiginlega öryggis- hagsmuni okkar. Hér hefur vissulega verið lagt út á hættulega braut. Ef skipan öryggismála þjóðarinnar á að ráðast af framvindu ann- ars og eðlis ólfks málaflokks, er vá fyrir dyrum. Slíkt má ekki henda, jafnvel þótt það tryggi stundarsigur f landhelgismál- inu. ★ Rfki, stór og smá, freistast eðlilega til að nota þau meðul, sem þau eiga handhæg til að tryggja hagsmuni sína á alþjóðavett- vangi. Okkur hefur nú tekizt að koma brezku vopnavaldi út úr landhelginni. Er það endilega vísbending um, að rétt hafi verið að málum staðið? Ég held ekki. Við höfum að vísu unnið orustu, en striðið er enn óútkljáð. Sá möguleiki virðist ekki fjarri lagi, að Bretar og aðrar bandalags- þjóðir okkar vilji fá eftirgjöf við okkur í landhelgismálinu endurgoldna með bein- um eða óbeinum vilyxðum þess efnis, að varnarstöðin í Keflavfk verði ekki lögð niður. Þvílíkt og annað eins hvarflar áreiðanlega að Heath forsætisráðherra Breta þessa dagana, að maður tali nú ekki um, hversu mjög líkur á slíku aukast, ef Bretar bjóða íslendingum efnahagsaðstoð, eins og lausafregnir herma nú. Hvað ætlar ríkisstjórn íslands að gera undir þeim kringumstæðum? Ætlar hún að nota varnarmálin sem skiptimynt og víkja þannig frá fyrri yfirlýsingum sínum? Eða ætlar hún að leiða hjá sér þau tengsl þessara tveggja stjórnmálaflokka, sem hún hafði sjálf forystu um að skapa, f trausti þess að undan verði látið í land- helgismálinu í þeirri von, að til satnkomu- lags leiði í varnarmálunum? Hvorugur kosturinn er stórmannlegur. Þótt undir- ritaður sé að óbreyttum aðstæðum hlynnt- ur áframhaldandi veru vamarliðsins, vill hann ekki, að dvöl þess sé tryggð með hrossakaupum. Það kann ekki góðri lukku að stýra og getur endað með ósköpum. Þegar framtíðarskipan öryggismála okkar er ráðin, eiga öryggishagsmunir einir að ráða, ekki niðurstöður slíkra viðskipta. ★ Tilgangurinn með ofangreindum Ifnum var ekki að efna til óvinafagnaðar, nú þegar vonandi hillir undir lausn í land- helgismálinu. Ætlunin var einungis að Denda á þann hála fs, sem ríkisstjórnin lagði út á með því að tengja landhelgis- málið svo mjög öryggismálum þjóðarinn- ar, hvað sem líður reglubundnum yfirlýs- Framhald á bls. 30. Jón Þórðarson: Kæru landar. TILEFNI þessa bréfs eru tvær greinar, er birtust f Morgun- blaðinu 27. sept ’73, bls, 10—11 og bls,. 20. Þó að nokkuð sé um liðið síðan greinarnar birtust þá efast ég ekki um, að ein- hvern reki enn minni til fyrir- sagnanna „Það er góð fjárfest- ing að auglýsa Island" og „Is- land getur tvöfaldað tekjur af ferðamönnum”. Ég vil taka það fram strax, að með þessu bréfi er ekki ætlun- in að henda skft í einn eða neinn nema síður sé. Mig langar aðeins að drepa á fáein atriði varðandi erlenda ferðamenn á Islandi, þó með það í huga, að kynni mín af slíku fólki eru mjög takmörkuð — og í flestum tilvikum góð. Og einnig að þekking mín á ferða- málum landsins almennt er mjög takmörkuð. Eftir að hafa búið innan um steinkastala og glerhallir stórborgarinnar með öllum þeim hávaðaog látum, er slíkum stöðum fylgja — jafn- framt árangurslausum tilraun- um til þess að finna staði, ósnortna mannlegri skipulagn- ingu og lagfæringum, hér á eyj- unni, þá get ég ekki látið hjá líða að gera heiðarlega tilraun til að opna augu einhverra landa fyrir þeirri hættu, sem getur fylgt því, þegar reynt er að auðgast á sinni eigin land- spildu. Eg tel, að Islendingar hafi lifað allþokkalegu lífi án þess að til komi fjöldinn aliur af erlendum ferðamönnum með þá aura, sem af þeim má ná. Landið okkar er ekki stórt, en það er með fádæmum fallegt, hreint og hefur að geyma staði, sem alls ekki er hægt að borga með neinum peningum fyrir að fá augum litið. Island °g erlendir ferða- menn En — það er einnig sannfær- ing min, að þessir staðir verða einskis virði, þegar einhverjir spekúlantar af einni eða ann- arri gerð hafa „virkjað” þá í þágu t.d. ferðamála. Hér á ég við, að komið sé upp viðunandi aðstöðu — öl- og pylsusjoppum, náðhúsum og slfku — þannig, að fært geti talizt að aka fullum langferðabílum af misjafnlega áhugasömum ferðalögum til viðkomandi staða. Eg er áhugamaður um stang- veiðar, eins og fjöldinn allur af góðum íslendingum og get því nefnt dæmi um sorglegar stað- reyndir, er orðið hafa, m.a. vegna þess, að treyst er á er- lenda ferðamenn sem fasta við- skiptavini. Heyra má og lesa, að fyrir fá- einum árum hafi áhugamenn um stangveiði getað notfært sér allflestar ár landsins, er lax hafa að geyma, án þess að borga fyrir það hlægilegt okurverð. Menn gátu fengið að vera í friði með sitt tjald og sina veiðistöng og farið sínar eigin leiðir í flestu. Þessu er lokið. Nú borga menn drjúgan hluta mánaðar- launa fyrir einn til tvo daga, og fá I staðinn það, sem kallað er góð laxveiðiá, og síðan er staðið með skeiðklukku yfir þeim og sérstakur maður hafður í send- ingum til að fylgjast með því, hvort einhversé að svindla. Þessar góðu laxveiðiár eru allar með fegurstu ám landsins — með fullri virðingu fyrir þeim, er ekki hafa hlotið titil- inn ennþá. Ég sé, að í seinni greininni, er vakti þetta bréf mitt upp, er talað um að „miklu meiri mögu- leikar væru á aukningu inark- aðar fyrir silungs- og sjóstanga- veiðar en laxveiðar". Þetta á að sjálfsögðu við markað fyrir er- lenda gesti. Ég gæti vel trúað, að flestir stangveiðiáhugamenn væru sammála þessu. En ég er illa svikinn, ef það er bara ég, sem fæ kaldan hroll við tilhugs- unina um, að þetta eigi e.t.v. eftir að verða staðreynd. Ég ef- ast ekki um, að þá geti allmarg- ir farið að ganga frá veiðidót- inu sínu í hinzta sinn. Einnig má lesa úr fyrri grein- inni að „takmörk væru fyrir þvf, hvað hægt væri að selja útlendingum dýr veiðileyfi". Þessu er ég algerlega ósam- mála. Mitt álit er, að það sé nákvæmlega sama, hvaða verð er sett upp. Flestir þeirra út- lendinga, sem koma í dag til að veiða í íslenzkum laxveiðiám, eru hreint ekkert að hugsa um hvað það kostar, einfaldlega vegna þess, að þeim finnst þetta bara ekkert dýrt og þurfa margir hverjir ekkert að hugsa um peninga f þessu sambandi. Nei, kæri félagi, það sem við verðum að hugsa um, auk líð- andi stundar, er börnin okkar og síðar þeirra börn o.s.frv. Eg er ekki svo eigingjam, að mér standi á sama, hvernig umhorfs verður eftir nokkra áratugi. Við verðum að hafa hugfast, að Island er eitt fárra landa, sem í dag geta státað af óspilltri náttúru sinni. Hvernig haldið þið, að málin líti út eftir t.d. 50 ár, ef allt heldur áfram á sama veg, og allar horfur eru á? Ég álít það mikla fásinnu, þegar menn eru að leggja á ráðin um, hvernig hægt sé að „plata" hina og þessa til að heimsækja landið okkar með þvf að framkvæma allsherjar „propaganda" út um allar triss- ur. Réttara væri að eyða fénu til þarfari málefna innanlands eins og t.d. skipulagðrar varnar gegn ferðamönnum næstu ára- tugina. Já, hlæið bara. Það verður e.t.v. of seint eftir 20 ár eða svo. „ísland verður aldrei ferðamannaland á við stærstu evrópsku ferðamannalöndin," las ég einnig í fyrri greininni. Ég vona bara, að þeir íslend- ingar, sem komið hafa á þessa staði, viti hvað ég er að fara, þegar ég skrifa þetta bréf og hjálpist að við að benda hinum á, sem enn hafa ekki haft „gæfu“ til að upplifa herleg- heitin, eftir hverju er að sækj- ast. Kæri landi. Ef þú hefur ekki tekið eftir því, hvað landið okk- ar er stórkostlegt og hvað það er mikils virði fyrir menn að geta komizt í nálægð ósnertrar náttúru, þá vona ég, að það sé vegna þess að þetta er hlutur, sem þú hefur og getur ennþá veitt þér, hvenær sem þér hent- ar bezt, en ekki vegna þess, að þú hafir séð fleiri ljósaskilti við eina götu á einhverjum ferða- manna stað en finnast í allri Reykjavík og/eða að á hinu eða þessu hóteli hafi verið fleiri þjónar fyrir hvern gest en starfandi eru á Hótel Sögu allri. Ég vil ekki gleyma mönnun- um, sem vinna að ferðamálum landsins. Auðvitað gengur þeim gott eitt til. Þeir vilja leyfa sem flestum að upplifa ævintýri í lifi sfnu, — en ég vil nú segja þetta við ykkur, góðu menn — þið vitið greinilega ekki hvað þið eruð að gera löndum ykkar. Að lokum. Bréfið mitt er þeg- ar orðið of langt með e.t.v. of fáum haldbærum rökum fyrir þá, sem „lifa á ferðamönnum”, en hvað um það, ég vona, að enginn sé særður eða taki neitt sérstaklega til sín persónulega sem móðgun, þvf það var ekki ætlunin, en hins vegar væri gaman að vita, hvort ekki er til sá Islendingur, betur ritfær en ég, sem áður hefur séð meinið, og vill láta álit sitt í ljós. Kaupmannahöfn 5.10. ’73. Jón Þörðarson, stud. pharm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.