Morgunblaðið - 23.10.1973, Blaðsíða 32
l ékkst þú þér
TRDPICANA
■ í morgun9
ÞRIÐJUDAGUR 23. OKTÓBER 1973
Eyjar: Flutt í
nýja sjúkrahúsið
14-1500 Eyjamenn komnir heim
í VIKULOKIN verSur
heilhriííðis- or la*knaþjónuslan í
Vestmannaeyjum flutt í nýja
sjúkrahúsið og verður sú starf-
semi á jarðha*ð hússins. að sögn
Arnar Bjarnarsonar la-knis f Evj-
um.
Reiknað er með, að lokið verði
við sjúkrahúsið að fullu næsta
haust og að þá komi allar
hjúkrunarkonur og læknar til
starfa þar.
Örn sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær. að fleiri iðnaðar-
menn myndi vanta á næstunni til
þess að framkvæmdir kæmust í
fullan gang. Auk þess verður
apótekið fyrst um sinn í sjúkra-
húsinu, en von er á apótekaranum
heim á næstunni. Þá er tækja-
búnaður í sjúkrahúsið óðum að
berast. I vetur verður hjúkrunar-
kona í Eyjum auk Arnar. Um
1400-1500 manns eru nú búnir að
láta skrá sig í Eyjum aftur og fer
stöðugt fjölgandi.
Kona slasaðist
alvarlega
ALVARLEGT umferðarslys varð
á Miklubraut, við Rauðarárstíg,
laust eftir kl. 18:30 f gærkvöldi.
25 ára gömul kona varð fyrir
sendibifreið og kastaðist f götuna.
Hlaut hún mikið höfuðhögg og
var talin hafa höfuðkúpubrotnað.
Var hún flutt meðvitundarlaus á
slysadeild. Skyggni var slæmt og
akstursskilyrði afleit.
Fundur í utanríkis-
nefnd og ríkisstjórn
I DAG kl. 9 hefst fundur í utan-
ríkisnefnd Alþingis. Skv. upplýs-
ingum Þórarins Þórarinssonar,
sem er formaður nefndarinnar,
verða samningaviðræðurnar við
V-Þjóðverja til umræðu á fund-
inum. Ennfremur mun Ólafur Jó-
Tíu yfir-
heyrðir í
fíkniefnamáli
TALSVERT annriki var hjá
fíkniefnadeild lögreglunnar í
Reykjavik um helgina, og voru
alls tíu manns færðir til yfir-
heyrslu vegna handhafnar,
sölu og dreifingar á fíkniefn-
um. Mál þessara tíu aðila voru
öll í tengslum við önnur fíkni-
efnamál, sem eru í rannsókn
hjá ávana- og fíkniefna-
dómstólnum, en það er mjög
einkennandi fyrir fíkniefna-
mál að vera margtvinnuð
saman, og eru yfirleitt margir
aðilar að hverju máli. Undan-
farnar vikur hefur verið mikið
annríki við rannsókn fíkni-
efnamála og stöðugt verið að
koma fram nýjar hliðar á
málunum og komast upp um
aðila að þeim.
hannesson forsætisráðherra
mæta á fundinum, og fara þar
fram umræður um viðræður for-
sætisráðherranna tveggja í
London á dögunum. Að loknum
fundi utanríkisnefndar er boð-
aður fundur í ríkisstjórninni, þar
sem viðhorfin í landhelgisdeil-
unni við Breta verða væntánlega
á dagskrá. Samkomulagsgrund-
völlur sá, sem forsætisráðherra
kom með heim frá London, er enn
til umræðu íþingflokkunum.
Frá samningaviðræðunum milli íslenzku og vestur-þýzku samninganefndanna í ráðherrabústaðnum f gær.
Viðræðurnar
við V-Þjóðverja:
Enn þokaðist
í samkomulagsátt
SAMNINGAVIÐRÆÐUM tslend- verða frestað um nokkrar vikur.
inga og Vestur-Þjóðverja lauk f
gærkvöldi, en gert hafði verið ráð
fyrir, að fundir yrðu áfram í dag.
Einar Ágústsson utanrfkisráð-
herra, formaður fslenzku samn-
inganefndarinnar, skýrði Mbl.
frá þvf f gær, að komið hefði í
Ijós, að nauðsynlegt væri að ræða
nokkur atriði samninganna nán-
ar og myndu sérfræðingar gera
það f Re.vkjavík síðar. Akveðinn
tfmi hefði þó enn ekki verið val-
inn til þeirra viðræðna. Mun
samningaviðræðum landanna þvf
„Framhaldsviðræður eru
ákveðnar, en ekki er enn ákveðið,
hvenær þær verða. Það verður
sett upp vinnunefnd til þess að
athuga ýmis atriði, og ég held, að
óhætt sé að segja, að eitthvað hafi
þokazt í áttina," sagði Einar
Ágústsson. Einar sagði, að ljóst
hefði verið á fundinum í gær, að
betra væri að setja sérfræðinga-
nefnd í málin og það myndi ekki
gagna að ræða þau í sjálfum við-
ræðunefndunum. Einar sagði, að
um væri að ræða þessi sömu atriði
og áður hefðu komið fram, svæð-
in. framkvæmdin og skipafjöld-
inn. Sagði Einar, að samningavið-
ræðum yrði frestað af þessum
sökum í nokkrar vikur.
Fundirnir í gær hófust klukkan
11 og stóðu fram undir klukkan
13. Þá var gert hlé á viðræðunum,
og könnuðu báðar samninga-
nefndirnar ýmis atriði hvor í sínu
lagi. Aftur var setzt að samninga-
borðinu í ráðherrabústaðnum um
klukkan 18, og stóð fundurinn í
um eina klukkustund, er ákveðið
var að fresta viðræðum um sinn.
Útvegsmenn styðja til-
lögur Olafs og Heaths
tlTVEGSMENN hafa lýst
stuðningi við tillögurnar, sem
forsætisráðherrar Islands og
Bretlands hafa samþykkt að bera
fram sem bráðabirgðalausn á
fiskveiðideilunni. SI. laugardag
voru haldnir fundir stjórnar og
varastjórnar LIUog formanna út-
vegsmannafélaga víðs vegar um
land og almennur fundur f Félagi
fsl. botnvörpuskipaeigenda, og
fjölluðu þeir um tillögurnar, sem
Ólafur Jóhannesson forsætisráð-
herra hafði kynnt fulltrúum þess-
ara aðila daginn áður.
Á fundinum á vegum LltT var
eftirfarandi ályktun samþykkt
með21 atkvæði gegn einu:
„Fundurinn samþykkir að
mæla með því við ríkisstjórnina,
að hún geri samning um lausn
fiskveiðideilunnar við Breta á
þeim grundvelli, sem nú er fáan-
legur og forsætisráðherra, Ólafur
Jóhannesson, kynnti fulltrúum
L.Í.Ú. áfundi 19. októbers.l."
Á fundi i FlB var eftirfarandi
ályktun samþykkt einróma:
„Almennur fundur í Félagi ísl.
'botnvörpuskipaeigenda, haldinn í
Hafnarhvoli í Reykjavík laugar-
daginn 20. október 1973, lýsir
eindregnum stuðningi við tillögur
þær, sem forsætisráðherrar
íslands og Bretlands hafa orðið
ásáttir um að bera fram sem
bráðabirgðalausn á fiskveiðideil-
unni um tveggja ára skeið.
Telur fundurinn, að með sam-
þykkt tillagna þessara sé afstýrt
hættuástandi, sem gæti, ef það
heldur áfram, leitt til mannskaða
Neytendanefnd
og fjárhagstjóns, sem aldrei yrði
bætt.
Skorar fundurinn á Alþingi að
samþykkja tillögurnar."
Hitaveita í Garðahrepp?
komið á fót
VIÐRÆÐUNEFNDIR Garða-
hrepps og Reykjavíkurborgar
komu saman til fyrsta fundar í
gær til að ræða um samningagerð
um að Hitaveita Reykjavíkur
leggi og reki hitaveitu I Garða-
hreppi. Garðar V. Sigurgeirsson,
sveitarstjóri í Garðahreppi, sagði
í viðtali við Mbl. f gær, að Garða-
hreppur hefði beðið átekta til að
sjá hvort Hafnfirðingar gerðu
samning við Reykjavíkurborg um
hitaveitumál og nú, þegar sá
samningur hefði verið sam-
þykktur, væri spurningin hvort
Garðahreppur gerði sams konar
samning um hitaveituna eða
hvort breytingar yrðu gerðar á
honum.
Garðar sagði, að á árinu 1971
hefðu staðið yfir viðræður Garða-
hrepps við borgina um þessi mál,
samhliða viðræðum Hafnfirðinga
og Kópayogs, og ákveðin samn-
ingsdrög hefðu legið fyrir, en
málið síðan fallið niður vegna
þess, að 7% arðsemi hefði ekki
náðst, þar sem Hitaveitan fékk
ekki umbeðna gjaldskrárhækkun.
Kópavogur hefði síðar gert sinn
samning, en Garðahreppur beðið
til að sjá hvort Hafnarfjörður
næði samningum við borgina, því
að ella kæmi engin aðalæð í
gegnum Garðahrepp.
„Þetta er mikið hagsmunamál
fyrir íbúa hreppsins," sagði
Garðar, „bæði vegna olíuskortsins
í heiminum og hækkaðs olíuverðs
og eins vegna þess aukna hrein-
lætis, sem fylgir hitaveitunni, og
minni eldhættu."
Þá sneri Mbl. sér til Jóhannesar
Zoega, hitaveitustjóra í Reykja-
vík, og spurði hann um fram-
kvæmdir HR I Kópavogi. Sagði
hann, að langt væri komið lagn-
ingu aðalæðar til Köpavogs frá
dælustöð í Breiðholti og lagningu
dreifikerfis í efsta hluta Kópa-
vogs, sérstaklega i nýbyggingar.
Er gert ráð fyrir, að þau fái heita
vatnið um áramótin nk.
Gert er ráð fyrir að ljúka að
mestu lagningu hitaveitunnar í
austurhluta Kópavogs á árinu
1974 og í vesturhlutann 1975, en
tengingum verður þó ekki að
fullu lokið fyrr en 1976. Hita-
veitan hefur þegar tekið yfir
Hitaveitu Kópavogs, sem náði til
um 10% húsa í Kópavogi, og
einnig tengt inn ný hús við Ný-
býlaveginnanverðan.
VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur
komið á fót sérstakri nefnd til
þess að annast málefni neytenda
almennt og vera viðskiptaráðu-
neytinu til ráðgjafar um þau. I
nefnd þessa hafa verið skipuð
samkvæmt tilnefningu Neytenda-
samtakanna: dr. Bjarni Helgason
jarðvegsfræðingur, Guðmundur
Einarsson viðskiptafræðingur og
Garðar Viborg fulltrúi. Frá Kven-
félagasambandi Islands: Frú
Sigríður Haraldsdóttir. Frá
Verzlunarráði Islands: Þorvarður
Elíasson framkvæmdastjóri. Frá
Sambandi ísl. samvinnufélaga:
Frú Anna Snorradóttir. Frá
Félagi ísl. iðnrekenda: Haukur
Eggertsson framkvæmdastjóri.
Formaður nefndarinnar er Björg-
vin Guðmundsson skrifstofustjóri
í viðskiptaráðuneytinu, skipaður
án tilnefningar.
Halldór Vil-
berg látinn
HALLDÓR Vilberg Jóhannsson,
Norðurgötu 16 Akureyri, lézt í
Landspftalanum I gær, en hann
brenndist mjög illa, þegar eldur
kviknaði á heimili hans 19. okt.
s.I. Halldór Vilberg var 27 ára
gamall, ókvæntur.
Skriður á samn-
ingaumleitanir
SAMNINGAFUNDIR um kjara-
samningana standa nú yfir hjá
flestum samtökum launþega. N.k.
fimmtudag verður fyrsti fundur
30 manna nefndar ASl með at-
vinnurekendum.
I gær var fundur hjá sáttasemj-
ara, þar sem rætt var tilboð ríkis-
stjórnarinnar.
Kröfur Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur verða lagðar fram á
félagsfundi n.k. fimmtudag.