Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1973
bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bækur...bæki
JÓLA BÓKA VERTÍÐIN
ÍÁR
Utgáfubækur Máls og menningar, Menningarsjóðs
og Bókaklúbbs Suðurnesja
Sigfús Daðason hjá Bókaútgáfu
Máls og menningar sagði blaðinu
hvaða bækur væru væntanlegar
hjá útgáfunni í haust:
Ný skáldsaga eftir Halldór
Stefánsson, og nefnist hún A
færibandi örlaganna. Halldór
hefur hingað til einkum verið ,
þekktur fyrir smásögur sínar, en i
við það form hefur hann lagt
Brynjólfur —stjórnmálaskrif
mikla rækt, og meiri en flestir
aðrir íslenzkir rithöfundar. Kunn-
asta smásaga Halldórs er vafa-
laust „Hernaðarsaga blinda
mannsins".
Þá er væntanlegt Ritgerðarúr-
val eftir Brynjólf Bjarnason, fyrr-
verandi ráðherra. Þetta eru
stjórnmálaritgerðir og ræður frá
árunum 1937 til 1972. Er þetta
Helgi —skáld seinni alda.
allmikið verk, og hefur þetta efni
aldrei birzt á prenti áður.
Ný prentun af leikritaþýðing-
um Helga Hálfdanarsonar. Þýð-
ingar Helga á verkum Williatp
Shakespeare eru löngu viður-
kennd snilldarverk, og birtist hér
apnað bindið, sem fyrst kom út
árið 1955. Er þessi nýja prentun
endurskoðuð og með allmiklum
breytingum.
Síðara bindi Ævisögu Skúla
Thoroddsen eftir Jón Guðnason.
Þetta er meiri háttar sagnfræði-
verk og kom fyrra bindið út árið
1968.
Ný bók eftir Björn Th. Björns-
son listfræðing, nefnist Alda
teikn. Eru þetta þættir af kunn-
um erlendum iistamönnum frá
ýmsum tímabilum.
Vistkreppa eða náttúruvernd
heitir bók eftir Hjörleif Gutt-
ormsson, og fjallar hún eins og
nafnið bendir til um ástandið í
náttúruverndarmálum. Reifar
Hjörleifur viðhorfin og stöðuna
aimennt í þessum efnum, en einn-
ig eru nokkrir kaflar sem sérstak-
lega láta ástandið á Islandi til sin
taka.
Þá eru vænleg Kfnversk Ijóð
frá fyrri öldum þýdd af Helga
Hálfdanarsyni. Eru þetta einkum
Ijóð frá gullöld kínverskrar ljóða-
gerðar, á 8. öld, en ná einnig allt
fram á 15. öld.
Hugsanlega koma fleiri bækur
á markað frá Máli og menningu
Helgi — leikrit Shakespeares og
ljóð Kfnverja.
fyrir jól, en ekki er unnt að skýra
ákveðið frá þeim nú.
Höskuldur Frfmannsson hjá
Bókaútgáfu Menningarsjóðs og
Þjóðvinafélagsins veitti blaðinu
eftirfarandi upplýsingar um þær
bækur, sem koma á markað hjá
útgáfunni nú f ár:
Jón Óskar — sm ásagnasaf n.
Hundrað ár f Þjóðminjasafni
eftir dr. Kristján Eldjárn. Þetta
er Ijósprentuð fjórða útgáfa rits-
ins, en það kom fyrst úr á aldaraf-
mæli Þjóðminjasafnsins 1962.
Efni þess er ítarleg ritgerð um
sögu og þróun safnsins svo og
þættir um einstaka hluti, sem þar
eru varðveittir og myndir af
þeim, ennfremur útdráttur bókar-
innar á ensku. Eru þættirnir
hundrað talsins, einn fyrir hvert
ár, sem safnið hafði starfað til
þess tima, er hún var tekin sam-
an.
Kviður Hómers I — II. Þetta er
ljósprentun af Ilíonskviðu og
Odysseifskviðu í þýðingu Svein-
bjarnar Egilssonar, en Menning-
arsjóður gaf þær út 1948 og 1949.
önnuðust Kristinn heitinn Ar-
mannsson rektor og dr. Jón Gísla-
son útgáfuna og rituðu að henni
ítarlegan formála. Eru Hómers-
kviðurnar hluti af bókaflokki,
sem flytur ýmis úrvalsrit heims-
bókmenntanna. Fyrstu ritin í
þeim bókaflokki eru ,,Fást“ eftir
GÓethe og „Landið týnda,,: (Det
tabte land) eftir Johannes V. Jen-
sen. íslenzkt skáldatal. Þetta er
fyrra bindi af tveimur og hluti af
Alfræðum Menningarsjóðs.
Skáldatalið er samið af Hannesi
Péturssyni og Helga Sæmunds-
syni. Hefst Skáldatalið á árdögum
íslenzkra bókmennta og nær allt
til ársins, sem er að líða. Semur
Hannes þann hluta þess, sem
Björn Th. — listamannaþættir.
f jallar um bókmenntir fyrri alda,
en Helgi hinn hlutami, þar sem
gerð er grein fyrir höfundum og
bókum eftir 1874. Verður í
Skáldatalinu skrár yfir ljóð,
skáldsögur, smásögur og leikrit
þeirra höfunda, sem getið er, en
jafnframt upptalning á bókum og
helztu ritgerðum um skáldskap
þeirra, auk ævisöguágrips.
Séra Jakob — túlkun Nýja testa-
mentisins.
Skáldatalið verður skreytt fjölda
mynda.
Saga Hlíðarenda f Fljótshlíð
eftir séra Jón Skagan. Þetta er
mikið rit um hið forna og fræga
höfuðból og skiptist í þrjá megin-
hluta. Fyrsti hluti fjallar um bú-
endur á Hliðarenda frá upphafi
til vorra daga, annar hluti um
krikjuna þar og þriðji hluti um
jörðina. AIls hafa setið Hlíðar-
enda 43 ábúendur, svo að vitað sé
með vissu. Meðal þeirra eru marg-
ir frægir menn í Islandssögunni,
enda garðurinn löngum víðkunn-
ur. Þar fæddist Þorlákur biskup
helgi Þórhallsson, en Bjami skáld
Thorarensen ólst þar upp og Þor-
steinn skáld Erlingsson á afbýl-
inu Hlíðarendakoti. Séra Jón
Skagan var lengi prestur á Berg-
þórshvoli í Landeyjum. Hefur
hann unnið að bókinni um Hlíðar-
enda í möre ár.
Ljóð og sagnmál eftir séra Jón
Þorleifsson. Þetta er ný útgáfa af
ljóðum séra Jóns og drögum að
skáldsögu eftir hann, svo og þjóð-
sögunni um Tungustapa og
nokkrum pistlum. Hefur Hannes
Pétursson búið bókina til prent-
unar. Séra Jón Þorleifsson lézt
ungur að árum, en vakti eigi að
síður athygli fyrir skáldskap sinn
þegar í lifanda lífi. Hann sat síð-
ast Ólafsvelli á Skeiðum, en þjón-
aði áður Fljótshlíðarþingum.
Sögur 1940 — 1964 eftir Jón
Óskar. Jón Óskar er sennilega
Hjörleifur — vistkreppan
kunnastur fyrir ljóðagerð, en
hann byrjaði skáldferil sinn með
smásagnasafni og hefur síðan rit-
að skáldsöguna „Leikir í fjör-
unni“. „Sögur" eru heildarsafn af
smásögum höfundar á áraskeið-
inu 1940 — 1964, og hafa sumar
þeirra ekki birzt I bókarformi
fyrri. Sögurnar eru 22 talsins og
hafa sumar þeirra vakið mikla
Helgi Skúli — myndamál Passfu-
sálmanna.
athygli og verið prentaðar I sýnis-
bókum innanlands og utan.
Króski og Skerðir eftir
Cervantes. Þetta er stutt saga eft-
ir hinn heimskunna höfund
verksins um Don Quijote, en Guð-
bergur Bergsson rithöfundur hef-
ur gert þýðinguna úr frummál-
inu, spænsku. Þetta er bráð-
skemmtileg prakkarasaga, og
sumar persónur hennar hafa orð-
ið harla langlífar I bókmenntun-
um.
Raftækni- og Ijósorðasafn II.
Þetta er mikið rit, er flytur tækni-
orðasafn, sem Alþjóðlega raf-
tækninefndin hefur samið, en
Orðanefnd Rafmagnsverkfræð-
ingadeildar Verkfræðingafélags
Islands þýtt á íslenzku. Fylgja
íslenzka orðasafninu þýðingar á
ensku, þýsku ogsænsku.
Um Nýja testamentið eftir séra
Jakob Jónsson. Þetta er rit um
guðfræðilegt efni eins og nafnið
bendir til, en höfundur hef ur Iagt
mikla stund á þessi efni um langt
skeið, enda doktor I guðfræði.
Séra Jakob er og landskunnur
predikari og rithöfundur. I bók
þessari ræðir hann um ýmis þau
sjónarmið, sem fram hafa komið
varðandi túlkun Nýja testa-
mentisins og um einstök kenning-
aratriði. Má gera ráð fyrir, að efni
hennar verði hugleikið öllum,
Hannes — skáld fyrri alda
sem láta sig trúarbrögð og menn-
ingarsögu einhverju skipta.
Eignarhald og ábúð á jörðum í
Suður-Þingeyjarsýslu 1703 —
1930 eftir Björn Teitsson. Þetta
er annað bindi bókaflokksins
Sagnfræðirannsóknir (Studia
historica), en hann er gefinn út af
Menningarsjóði í samvinnu við
Sagnfræðistofnun Háskóla Is-
Hilmar — Suðurnesjamenn „án
fata“.
lands. Höfundurinn er ungur
sagnfræðingur og hefur lagt
mikla vinnu i þetta rit sitt, sem
hefur að geyma merkan fróðleik
um þingeyska sögu.
Myndamál Passfusálmanna eft-
ir Helga Skúla Kjartansson. Þetta
er 32. hefti af Studia Islandica, og
gerir höfundur stílfræðilegar
athuganir á Passfusálmum Hall-
grfms Péturssonar, en þeim er
ætlað að varpa ljósi á tilburð
sálmanna og samband þeirra við
önnur verk.
Bókaklúbbur Suðurnesja gefur
út f haust bók eftir Hilmar Jóns-
son, sem nefnist Fólk án fata og
fjallar f gamansömum tón um
Suðurnes og Suðurnesjamenn.
Ennfremur segir höfundurinn frá
kynnum sínum af ýmsum rithöf-
undum. Bókaklúbburinn hyggst
gefa út fleiri rit svo sem ársrit
sögulegs eðlis um ábðurnes.