Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1973 23 Ingibjörg Jóna Sigur- línadóttir — Minning Fædd G. ágúst 1879 Dáinn 24. október 1973. HINN 24. okt. s.l. lést i hárri elli Ingibjörg Jóna Sigurlínadóttir, Lönguhlíð 19, Reykjavík. Hún hafði verið lögð inn á Borgar- sjúkrahúsið kvöldið áður en hún dó. Um miðjan næsta dag var hún látin. A 94 ára æfi var þetta henn- ar eina sjúkrahúsvist. Ingibjörg var fædd 6.8. 1879 i Fremsthúsum i Neðri-Hjarðardal i Dýrafirði. Ung fluttist hún að Garði I Mýrahreppi með foreldr- um sínum, þeim Sigurlína Kristjánssyni og Margréti Magnúsdóttur og síðar að Ytri- Lambadal i sömu sveit. Hún þótti glæsileg ung stúlka, há, grönn og finleg, dökkhærð með brún augi; Hægt var að sjá það á henni háaldraðri, að hún hafði verií fríðleikskona. Ung að árum giftist hún Arn- finni Jónssyni. Hófu þau búskap í Lambadal og bjuggu þar í 21 ár. Þeim varð 16 barna auðið, þar af komust 10 til fullorðinsára. Að auki ólu þau upp 2 fósturbörn, sem sín eigin. Öll þessi börn auk skyidmenna og aðkomufólks, sem áttu sitt heimiii hjá þeim, meðan þeim entist lif, voru undir þeirra umsjá. Ekki var leitað til sveitar eða aðrir beðnir um aðstoð. Duenaðurinn og sjálfsbjargarvið- leitnin skipuðu öndvegi. Þetta fólk var sjálfu sér nóg með allt og það svo, að til fyrirmyndar þótti. Nægjusemin, reglusemin og það að fá eins mikið úr litlu og frekast var unnt ásamt trúnni á algóðan guð var sá grundvöllur, sem byggt var á. Frá Lambadal fluttust þau að Dröngum í Dýrafirði. Byggðu þau jörðina upp að húsakosti og rækt- un og bjuggu þar í 12 ár. Á þessu tímabili skiptust á skin og skúrir, því 6 af börnum þeirra dóu i æsku. Eitt sinn voru 2 jörðuð saman. Þá bjargaði hin sterka guðstrú þeim yfir þær miklu raunir. Þá var ekki tii sú læknis- hjálp, sem við njótum í dag. Framan af hennar æfi bjuggu Islendingar í moldarhúsum án allra þæginda. Við unga fólkið á Islandi í dag skiljum ekki, hvern ig fólkið komst af, þar sem allt vantaði, er við álítum nauðsynlegt nú til dags. En það komst af og það sem meira er, þetta fólk virðist hafa verið hamingju- samara og sælla á margan hátt en við erum. Árið 1936 verður Auður dóttir þeirra fyrir þeirri þungu raun að missa mann sinn frá 2 ungum dætrum. Tóku þau Ingibjörg Auði til sfn ásamt dætrunum og áttu þau alltaf heimili meðþeim síðan. Ólust dæturnar upp í skjóli þeirra. Árið 1938 bregða þau búi, er Arnfinnur var farinn að kröft- um og fluttust að Þingeyri. Þar bjuggu þau í 8 ár. Árið 1945 fluttust þau með Auði til Reykjavíkur, er hún giftist í annað sinn, Ingvari Brynjólfsyni. Voru þau hjá þeim meðan þeim entist aldur. Arn- finnur andaðist ári síðar. Ar hennar i Reykjavik urðu mörg og góð. Þar naut hún sín vel í skjóli dóttur sinnar og tengda- sonar, sem reyndist henni sem bezti sonur. Heimilið stóð opið öllum systkinahópnum og naut hún þess að fá börnin og barna- börnin til sin og fylgjast með þroska þeirra. Ef erfiðleikar steðjuðu að, var hún hin styrka stoð, sem alltaf kom til hjálpar. Það var slik uppspretta gleði og hamingju i sál hennar, að þeir, sem voru i nærveru hennar smituðust af henni. Ekki þurfti mikið til, að hún hlægi dillandi hlátri. Þannig hélt hún sér, meðan henni entist líf. Hún var óvenju skýrt hugsandi og minnug, jafnt á það, sem var að gerast, og löngu liðna atburði. Öll þau kvæði, ljóð, sögur og alls konar fróðleikur, sem hún kunni skil á, var með ólíkindum. 4 dög- um áður en hún dó fór hún með vísur, þar á meðal þessar vísur, sem Sigurlíni faðir hennar hafði ort til hennar á barnsaldri; Hvar um heiminn finnur fót foldarreimin unga, að þér streymi auðnuhót öll svo gleymist sorgarbót. Þó ég liðinn liggi nár ljúft þig bið ei gleymi treystu guði öll þín ár æfi lifs i heimi. Þá máttu eiga vissa von við nær heiminn skilur, herrans f yrir hæstan son himna veitist friður. Þegar iiún fór á sjúkrahúsið, kvöldið áour en hún dó, bað hún dóttur sína, sem hún hafði átt heimili hjá s.l. 28 ár, að skila kveðju til fólksins síns. Hún vissi, að þetta var hennar hinsta kveðja. Með söknuði og innilegu þakk- iæti kveðjum við hana nú í þeirri sannfæringu, að hún sé nú komin til sælli heimkynna og hafi hitt ástvini sína, sem voru farnir á undan henni. Það var hennar bjargfasta trú, að Kristur hefði búið henni stað, því hann sagði: Sá, sem trúir á mig, mun lifa, þótt hann deyi. Blessuð sé minning hennar. Guðbjörg Eggertsdóttir Karen Guðmundsdóttir. Þorsteinn son, Hellu Þorsteinn Týrfingsson, Ilellu, dó að Vffiisstöðum 22. þ. m. eftir 13 vikna legu. Utför hans fer fram frá Oddakirkju í dag. Þorsteinn var fæddur 28. ápríl 1891 að Tungu í VesturLand- eyjum. Það ár byrjuðu foreldrar hans, Þórdís Þorsteinsdóttir og Tyrfingur Tyrfingsson, búskap í Ártúnum á Rangárvöllum. Var Þorsteinn aðeins 5 vikna, þegar hann flúttist frá Tungu. Þor- steinn ólst upp hjá foreldrum sínum í Artúnum og stundaði þau störf, sem til féllu á stóru heimili f sveit. Auk þess stundaði hann sjóróðra í ýmsum verstöðvum á vetrum, eins og flestir ungir menn gerðu á uppvaxtarárum Þorsteins. Árið 1915 kvæntist Þorsteinn mikilli sæmdarkonu Guðrúnu Pálsdóttur bónda í Bakkakoti á Rangárvöllum. Guðrún fluttist ung að Minna Hofi á Rangárv. og ólst upp hjá hjónunum Sigríði Guðmundsdóttur og Steini Guð- mundssyni. Þorsteinn fór oft viðurkenningarorðum um sína ágætu konu og gerði sér fulla grein fyrir góðvild hennar og dugnaði, ráðdeild og æðruleysi. Vorið, sem Guðrún og Þorsteinn giftust, byrjuðu þau búskap á Helli í Asahreppi og voru þar í 4 ár. Frá Helli fluttu þau að Götu í sama hreppi og bjuggu þ ar í 15 ár. Bæði Hellir og Gata eru nú I eyði, en eru lagðar undir aðrar jarðir. Frá Götu var flutt að nærliggj- andi býli, Rifshalakoti og búið þar f 15 ár. Eftir 34 ára búskap á 3 jörðum fluttu Guðrún og Þor- steinn að Hellu, vorið 1949 og hafa verið þar síðan. Þorsteinn var mikið hraust- menni á yngri árum. Hann var kappsfullur og víkingur til vinnu. Þegar mikið lá við, var hann ótrú- lega afkastamikill. A uppvaxtar- Tgrfings- — Minning árum Þorsteins og einnig á bú- skaparárum hans, reyndi oft á karlmennsku og afkastagetu manna. Þá voru ekki vélar til þess að margfalda afköstin. Þá reyndi á dugnað, þrek og mannlega af- köst. Heyskapartíminn var erfiður við þær aðstæður, sem flestir bjuggu við á þeim tíma. Þá var ræktað land mjög lítið miðað við það, sem nú er. Frá Helli og Götu var allur heyskaDur sóttur i Safarmýri. Var engjavegurinn langur og oft blautur og erfiður yfirferðar í vætutið. Safarmýri var i þá daga mikið og gott slægju !and. Heyið úr Safarmýri vartalið jafngilda beztu túnagrösum, ef störin náðist græn og vel verkuð. En í Safarmýri var blaut iþá daga og varð vélum vart við komið, þótt til væru vegna bleytu víða í mýr- inni. Þorsteinn hafði engar vélar mestan hluta búskapartímans. Allt varð þvf að vinna með hand- verkfærum. Allt var slegið með orfi og heyið rakað saman með hrífum. Binda varð heyið í bagga og flytja það af teignum langan og vondan veg á hestum. Það var seinlegt og erfitt fyrir menn og hesta. Safarmýri var mjög gras gefin og sannkallað forðabúr fyrr á árum. Eru margar heimildir um það, að menn úr uppsveitum Rangárvallasýslu sóttu heyskap í Safarmýri i uppblásturs-, gras- leysis- og kuldaárum. Eftir að Safarmýri var ræst fram og þurrkuð, breyttist grasið, og sprettan varð minni. Tfmarnir eru breyttir, og nú er nær allur heyskapur tekinn af ræktuðu landi. Safarmýri er nú að mestu notuð til beitar. Otrúleg breyting hefur orðið í þjóðlífinu á tiltölu- lega stuttum tíma. Ræktunin, vél- arnar og tæknin í flestum atvinnugreinum hefir gert Iífs- baráttuna léttbærari, aukið af- köstin og lagt grundvöll að bætt- um hag alls almennings. Vegna aukinna þjóðartekna var mögu- legt að auka samhjálp, tryggja að enginn líði skort og allir megi njóta beztu læknishjálpar. A upp- vaxtar- og búskaparárum Þor- steins Tyrfingssonar var Iffsbar- áttan hörð hér á landi. Þótt hjónin væru samhent, ráðdeildar- söm og dugleg, gat verið erfitt að afla nægilegra matvæla og ann- arra nauðsynja fyrir stóran barnahóp og fjölmennt heimili. Þá var ekkert sjúkrasamlag, engar almannatryggingar eða fjölskyldubætur. Yngri kynslóðin gæti haft gott af þvf að skyggnast inn í fortfðina. Með því ætti hún hægara með að meta að verð- leikum þá, sem störfuðu á liðnum tíma. Guðrún og Þorsteinn voru samhent og fóru vel með þau efni, sem þau höfðu yfir að ráða. Þor- steinn fór vel með búpeninginn og fékk þann arð af búinu, sem bezt mátti vænta. Hestamaður var hann og átti alltaf góða hesta. Þorsteinn var glaður í vinahópi, félagslyndur og vinsæll. Hann kom sér ávallt vel við nágranna sína og aðra sam- ferðarmenn. Börnin voru 15 og eru 10 þeirra á lífi, 7 dætur og 3 synir. Eru þau öll gift og mann- vænleg. Þóra og Bjamhéðinn eru búsett á Hellu, Anna í Hvolsvelli, Sigurður bóndi í Vétleifsholti, Aðalheiður í Litlu-Tungu, Svava á Selfossi, Inga, Sigríður, Ingibjörg og Tyrfingur í Reykjavík. Þorsteinn lét sér mjög annt um börnin, tengdabörnin, barnaböm- in og barnabarnabörnin. Var það friður og mannvænlegur hópur, sem kom oft í heimsókn til gömlu hjónanna. Þær heimsóknir voru til andlegrar hressingar fyrir Guðrúnu og Þorstein og færði yl og birtu inn á heimili þeirra. Með Þorsteini er horfinn virðu- legur fulltrúi eldri kynslóðar- innar. Munu margir geyma góðar endurminningar um mann, sem ávallt gekk æðrulaus til starfs og lauk miklu og góðu dagsverki. Eftirlifandi kohu og ástvinum öllum skal vottuð innileg samúð. Ingólfur Jónsson. Þorsteinn var fæddur 28. apríl 1891 og andaðist að Vífilsstaða- hæli 22. þ. m., eftir langa og erfiða sjúkdómslegu. Foreldrar hans voru Tyrfingur Týrfingsson bóndi í Artúnum og siðar i Vetleifsholtsparti og Þór- dis Þorsteinsdóttir kona hans. Arið 1915 hóf Þorsteinn búskap í Vetleifsholtshelli í Asahreppi og bjó þar í 4 ár, en fluttist þá að Götu, og eftir 15 ára búskap þar fluttist hann að Rifshalakoti og bjó þar í önnur 15 ár Þessir bæir voru allir í Vetleifsholtshverfinu. Eftir 34 ára búskap þar brá Þor- steinn búi, árið 1949, og fluttist að Hellu og átti þar heima síðan. Það, sem mest einkenndi bú- skap Þorsteins, var, hvað hann fór vel með allt búfé sitt og hafði mikla ánægju af að umgangast það, enda gerði hann það af um- hyggjusemi og natni. Hestar voru Þorsteini sérstak- lega hugstæðir, enda var hann góður hestamaður og átti jafnan marga góða hesta á búskapar- árum sínum. Eftir að hann fluttist að Hellu átti hann einnig hesta og hafði auk þess nokkurn búskap meðan kraftar entust. Margar ánægjustundir átti Þor- steinn með hestum sínum, hvort sem hann var einn á ferð eða með fleiri. Vakti það oft undrun mína, þegar ég sá til Þorsteins með hesta sína, hvað þeir virtust skilja hann vel og var það raunar gagn- kvæmt. ^ Þorsteinn var einn af stofnendum Hestamannafélags- ins Geysis í Rangárvallasýslu, og hafði félagið nýlega gert hann að heiðursfélaga sinum. Greiðasemi Þorsteins og hjálp- semi við nábúa sína var alveg einstök. Var hann alltaf boðinn og búinn til að rétta þeim hjálpar- hönd, ef á þurfti að halda. Þannig hagaði lengst af til á búskaparárum Þorsteins i Vet- leifsholtshverfinu, að þangað lá ekki bílfær vegur, og þar var ekki sími. Þegar veikindi bar að og Iæknis þurfti að leita, varð að fara langan veg á hestum. Um langt árabil mun læknir tæpast hafa Framhald á bls. 18 1 0. leikvika — leikir 27. okt. 1973. Úrslitaröðin: 2X1—212 — 112 — X22 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 421.500.00 36942 + 2. VINNINGUR: 10 réttir— kr. 12.900.00 7396 7831 15171 1^838 +37010+ 38039 39871 7502 12580 16058 36352 37116 39279 40624 + nafnlaus Kærufrestur er til 19. nóv. kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrif- stofunni. Vinningsupphæðir geta lækkað. ef kærur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 10. leikviku verða póstlagðir eftir 20. növ. Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir greiðsludag vinninga. GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK SJALFSTÆÐISFLOKKSINS flffalfunöur Sjálfstæðiskvennafélagsins Eddu i Kópavogi verður haldinn 1. nóv. kl. 8.30 n.k. f Sjálfstæðishúsinu, Borgarholtsbraut 6. Dagskrá: 1. Venjuieg aðalfundarstörf. 2. Kosnir fulltrúar á landsþing sjálfstæðiskvenna. 3. Önnurmál. 4. Hannyrðaverzlunin Erla verður með sýnikennslu. Stjórnin. VIÐTALSTÍMAR ÞINGMANNA OG VARAÞINGMANNA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS í NORÐURLANDAKJÖR- DÆMI VESTRA. um næstu helgi verða sem hér segir: Siglufjörður. Föstudaginn 2. nóvember kl. 20:30 F Sjálfstæðishúsinu. Gunnar Gislason. alþm., Pálmi Jónsson, alþm. Hofsós. Laugardaginn 3. nóvember kl. 13:00 Gunnar Gíslason, alþm., Pálmi Jónsson, alþm., Sauðárkrókur. Laugardaginn 3. nóvember kl. 16:30 I Sæberg, Aðalgotu 8. Pálmi Jónsson, alþm. fr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.