Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NOVEMBER 1973
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson,
Styrmir Gunnarsson.
Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 1 0 1 00
Auglýsingar Aðalstræti 6, sími 22-4-80
Áskriftargjald 360,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 22,00 kr. eintakið.
Ekki er því að leyna,
að síðan líða tók á feril
vinstri stjórnarinnar, hef-
ur Morgunblaðið gagn-
rýnt Olaf Jóhannesson for-
sætisráðherra talsvert og
þá fyrst og fremst fyrir
undanlátssemi við komm-
únista, en til skamms tfma
hafa þeir öllu ráðið, sem
þeir hafa viljað ráða í ríkis-
stjórninni. Einna gleggst
kom niðurlæging forsætis-
ráðherrans í ljós, þegar
Magnús Kjartansson ákvað
að leggja raflínu frá Eyja-
firði til Skagafjarðar í
blóra við sjónarmið for-
sætisráðherrans. Iðnaðar-
ráðherrann hafði af því
sérstaka nautn að niður-
lægja forsætisráðherrann
með því að ráðskast með
raforkumál hans eigin
kjördæmis, en raunar er
nú komið í ljós, að enginn
veit, hvenær unnt verður
að nota lfnu þessa, né
heldur í hvora áttina raf-
orka verður eftir henni
flutt. Hér er um að ræða
eitt af hneykslismálum
Magnúsar Kjartanssonar í
raforkuframkvæmdum.
Mörg dæmi fleiri mætti
nefna um undanlátssemi
forsætisráðherrans við
kommúnista, en það er
óþarft, því að alþjóð veit,
að Magnús Kjartansson og
Lúðvík Jósepsson hafa
komið því fram, sem þeir
hafa viljað.
Nú segja stuðningsblöð
ríkisstjórnarinnar, að þau
furði sig á því, að Morgun-
blaðið hefur tekið upp
hanzkann fyrir Ólaf
Jóhannesson. Það mál er
þó ofureinfalt. Forsætis-
ráðherrann sýndi það að
lokum, að hann ætlaði ekki
endalaust að láta kommún-
ista ráða ferðinni. Hann
sýndi þann kjark að taka
einn á sig ábyrgð á því að
leitast við að leysa deilu-
mál okkar við Breta. Hann
stóð fast í ístaðinu, þegar
kommúnistar reyndu að
kúga hann og svikust aftan
að honum, er hann kom
heim frá London. Morgun-
blaðið taldi það skyldu sína
og raunar allra þjóðhollra
Islendinga að styrkja for-
sætisráðherrann í barátt-
unni við kommúnista.
Morgunblaðið metur
stjórnmálamenn af störf-
um þeirra og engu öðru.
Það hlaut þess vegna að
gagnrýna forsætisráðherr-
ann, meðan hann hraktist
undan ásókn kommúnista
og stefndi þar með mikil-
vægustu málefnum þjóð-
arinnar í voða, en blaðið
hrósar honum, er hann
loks tekur á sig rögg og
sýnir þann manndóm, sem
þjóðin á að geta krafizt af
æðstu ráðamönnum.
Nú er sagt, að Morgun-
blaðið haldi uppi
hatrömmum árásum á
Einar Ágústsson utanríkis-
ráðherra, og jafnvel talað
um níð í því sambandi.
Blaðið vísar þeim ásök-
unum til föðurhúsanna.
Það á ekkert sökótt við
Einar Ágústsson persónu-
lega, en það er skylda þess
að benda á, að hann stofnar
öryggis- og sjálfstæðismál-
um þjóðarinnar í hreinan
voða með þeim ræfildómi,
sem hann sýnir gagnvart
kommúnistum. Hann
hefur gefið um það ský-
lausar yfirlýsingar, að
varnarmálin beri vandlega
að skoða og engin ákvörð-
un verði tekin um brottför
varnarliðsins, fyrr en sú
athugun hefur farið fram,
og þá af alþingi og engum
öðrum. En nú blaðrar hann
um það, að ákveðið sé, að
varnarliðið eigi að hverfa
af landi brott, þótt athug-
uninni sé ekki lokið og mál-
ið hafi ekki komið fyrir al-
þingi.
Utanríkisráðherra gaf
líka um það yfirlýsingar,
að hann mundi einn fjalla
um varnarmálin, en ekki
hafa samráð við ráðherra-
nefndina svonefndu, þá
Magnús Kjartansson og
Magnús Torfa Ólafsson.
Þetta loforð hefur hann
líka svikið, því að ráðherra-
nefndin hefur margsinnis
komið saman og Magnús
Kjartansson ráðið þar ferð-
inni eins og að líkum lætur.
Einar Ágústsson utan-
rfkisráðherra hefur þannig
hrakizt undan kommúnist-
um og ekkert frumkvæði
haft um það að leitast við
að laða saman ábyrg öfl um
heilbrigða stefnu í varnar-
málunum. Veit hann þó
fullvel, að allir flokkar,
aðrir en kommúnistar,
vilja tryggja öryggi lands-
ins með hæfilegum vörn-
um og allir eru reiðubúnir
til að ræða um endurskoð-
un varnarsamningsins á
þeim grundvelli.
Það er vegna þessa fram-
ferðis utanríkisráðherrans,
sem á hann er deilt, ekki
einungis af Morgunblað-
inu, heldur lýðræðissinn-
um í öllum flokkum, hve
nær sem þeir ræða um
sjálfstæðis- og öryggismál-
in. Og þeirri málefnalegu
gagnrýni verður ekki hætt,
nema utanríkisráðherrann
sjái að sér og feti í fótspor
forsætisráðherrans, taki á
móti kommúnistum og
gangi að þvi verki að ljúka
endurskoðun varnarsamn-
ingsins með þeim hætti, að
öryggi landsins verði
tryggt.
DÆMDIR AF VERKUNUM
OG ENGU ÖÐRU
forum jj
world features ^
Eftir Coel Cohen
Leitin að sprengju-
mönnum IRA
SÍÐAN sprengjuherferðin
hófst í Bretlandi, hefur brezka
lögreglan gert margar skyndi-
árásir á heimili manna, sem
hafa tekið virkan þátt í starf-
semi öfgasamtaka. En enginn
hefur verið handtekinn. Eng-
ínn hefur verið eftirlýstur. Lög-
reglan virðist ekki þekkja hóp-
ana, sem bera ábyrgðina á
sprengjutilræðunum.
Skotmörkin gefa enga
ákveðna vísbendingu. Stundum
hefur verið ráðizt á hernaðar-
mannvirki, sern gæti bent til
þess að Provisionalarmur Irska
lýðveldishersins (IRA) stæði
þar á bak við. Stundum hefur
verið ráðizt á opinberar stofn-
anir og fyrirtæki, sem gæti
bent til þess að þar hefðu verið
að verki andstæðingar kapítal-
isma. En stundum hefur verið
ráðizt á járnbrautastöðvar,
verzlanir og skrifstofur. Fyrsta
árásin var gerð í Hampstead,
hverfi vinstri sinnaðra menn-
ingarvita nálægt London.
Nýleg yfirlýsing Provision-
al-IRA varpaði ljósi á sprengju-
herferðina. Þar var hótað
„rústum, eyðileggingum og
þjáningum" í Englandi, ef
Ulster yrði óaðskiljanlegur
hluti Bretlands. Provisional-
armurinn sagði í yfirlýsingu
sinni, sem var gefin út í Dyfl-
inni, að „allar borgir, bæir og
þorp stæðu berskjölduð gagn-
vart borgarskæruhernaði“.
Sprengjufaraldurinn er talinn
vera verk hóps virkra baráttu-
manna, sem eru svo samhentir
að lögreglan getur með engu
móti rofið net þeirra. Sprengju-
herferðin hefur sýnt, að
snrengiur hafa sprungið sam-
tímis í Lundúnum og Mið-Eng
landi, meðal annars i Birming-
ham og Manehester. Þess vegna
telur lögreglan að tveir aðal-
hópar séu að verki — annar í
London og Suður-Englandi,
hinn í Mið- og Norður-Eng
landi.
Undirbúningur sprengjuár-
ásanna hófst snemma í júlí. Fá-
mennur hópur lýðveldissinna,
sern áður höfðu ekki komið við
sögu baráttu Provisional-IRA,
æfði sig í meðferð sprengiefnis
sunnan írsku landamæranna í
County Monaghan. Þessir tveir
hópar hafazt við á öðrum svæð-
um en þeim sem hryðjuverka-
menn hafa venjulega haldið sig
á og hafa ekki staðið í sambandi
við lýðveldissinna, sem vitað er
að búaf London.
Sprengjusérfræðingar telja
að einn maður búi til
sprengjurnar og skilji þær eftir
f öðru húsi. Stuðningsmaður
nær í hverja sprengju og
kemur henni fyrir við skot-
markið og varar við í sima.
Varla er talið, að meira en
fimm menn séu í hvorum hópi.
Þeir starfa sjálfstætt ánþess að
taka við fyrirmælum f’rovisi-
onal-foringja í Dyflinni og Bel-
fast, þar sem nauðsynlegt er
talið, að gæta fyllsta öryggis.
Mennirnir velja skotmörkin
sjálfir og þeir framleiða sjálfir
sprengjurnar og koma þeim
fyrir.
Leynilögreglumenn, sem
hafa rannsakað sprengjutil-
kona sé í Lundúna-hópnum.
Rannsókn lögreglunnar á
sprengjubréfi virtist leiða það í
ljós.
IRA hefur venjulega lagzt
gegn því að færa út sprengju-
herferðina til Englands, þar
sem stuðningur heimamanna
eins og á Norður-Irlandi hefur
verið talinn nauðsynlegur, ekki
sízt til að komast undan og fá
húsaskjól.
En í júlí mun einn helzti for-
ingi Provisionalarmsins, Seam-
us Twomey, hafa haldið því
fram, að þetta atriði skipti
minna máli nú orðið, þar sem
hreyfingin hefði fengið geysi-
mikla reynslu eftir fjögurra ára
blóðuga baráttu á Norður-Ir
landi. En Twomey var handtek-
inn í september, og þar með má
vera, að mennirnir, sem hafa
staðið að sprengjuherferðinni,
hafi misst duglegan leiðtoga
heima fyrir. Að minnsta kosti
hefur sprengjutilræðunum
fækkað. Auk þess veikist stöð-
ugt aðstaða Provisionalarmsins
á Norður-Irlandi. Hann er nú
aðeins talinn skipaður 120
mönnum, en hafði á að skipa
1.000 mönnum þegar hann var
upp á sitt bezta. Þetta getur
leitt til þess að armurinn verði
að takmarka verulega aðgerðir
sinar.
Aðeins 20 þeirra 120 manna,
sem enn eru eftir, eru sagði
vera harðlínumenn. Þeir eru
flestir taldir lítt reyndir og
innan við 21 árs aldur. London
hefur verið valin fyrir skot-
mark, því að Belfast er ekki
Framhald á bls. 19.