Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1973
Magnús Finnsson skýrir frá ferð
sinni til Grimsby og Hull
VIÐ togaraskipstjöra frá Hull átti
ég eftir að ræða, Ég hafði sérstak-
an áhuga á að ræða við Richard
Taylor, sem a.m.k fjórum sinnum
hafði verið tekinn fyrir ólöglegar
fiskveiðar við Island á liðnum
árum. Ég hafði áhuga á Taylor,
því að hann hafði m.a. verið
dæmdur í 45 daga varðhald á
Islandi. Ég gerði því ítrekaðar
tilraunir til þess að ná af honum
tali, en allt kom fyrir ekki. Hann
er skipstjóri á nýlegum skuttog-
ara, sem ber nafn skáldsins C.S.
F'orester og skipið átti að sigla
klukkan 12 á hádegi seinni dag-
inn, sem ég dvaldist f Hull.
Ég hringdi á klukkustundar
fresti heim til Taylors, en ávallt
var mér tjáð, að hann myndi
koma innan stundar heim. Loks
lágu skilaboð fyrir mér í síðasta
skiptið, sem ég hringdi og mér var
John C. Lilley, skipstjóri á King-
stom Amber H 326.
tjáð að ég gæti hitt Taylor við
skipshlið um morguninn — áður
en skipið léti Ur höfn. Égæddi því
niður að togaranum, en þar var
enginn skipstjóri og sögðu skip-
verjar að hann myndi sjálfsagt
ekki hoppa um borð, fyrr en rétt í
því að látið yrði úr höfn. Ég beið
því, en gafst að lokum upp, þegar
klukkan var langt gengin í 12, þar
eð ég vissi að Taylor myndi ekki
gefa sér tíma til að ræða við mig.
Ég fór því til vinar míns frá deg-
inum áður, Tom Nielsen og sagði
við hann, að hann yrði að benda
mér á góðan og gegnan skipstjóra,
sem nýlega hefði komið af
íslandsmiðum. „Já, hér er einn
alveg nýkominn í land,“ sagði
sagði Nielsen og kynnti mig fyrir
lágvöxnum og þreknum manni,
dökkum á brún og brá. Þetta var
John C. Iilley, skipstjóri á Kings-
ton Amber H 326. Ég spurði
Lilley, hve lengi hann myndi
verða í landi og sagði hann að
hann myndi fara í 14 daga frí.
„Hvernig er að veiða innan 50
mílna fiskveiðilögsögunnar við
Island í óþökk Islendinga?"
spurði ég.
Lilly dæsti, brosti svo ku-
lítið út í annað munnvikið og
sagði: „Það er mjög slæmt. I
raun óttast maður stöðugt að
varðskip birtist skyndilega. Þetta
er andleg áreynsla og truflar
mann svo sannarlega við veiðarn-
ar. Og ekki veitir skipstjóranum
af að hafa alla athyglina við veið-
arnar. Veiðimöguleikarnir eru
því allmikið skertir". „Hefurðu
misst vörpuna nokkurn tíma?“
spyr ég og nú hristir þessi þrekni
skipstjóri höfuðið. „Nei,“ segir
hann, ég hef verið fjaska heppinn
og aldrei lent í útistöðum við
landhelgizgæzluna — ég hef ekki
einu sinni orðið vitni að neinni
áreitni," og nú brosir Lilley.
Ég spyr nú skipstjöran að þvf,
hvort honum hafi fundizt það rétt
ákvörðun brezku stjórnarinnar,
að senda brezka flotann inn á hin
umdeildu svæði. „Já, það var
hárrétt ákvörðun, því að ef flot-
inn hefði ekki komið, er ég mjög
hræddur um að til einhverra
átaka hefði komið. Hefði'sú raun-
in hefði allt eins getað orðið
manntjón og ég held að allir geti
þakkað forsjóninni fyrir að til svo
alvarlegs ástands kom aldrei." En
hvað finnst þá Lilley um það að
ákveðið hafi verið að draga flot-
ann til baka — og hann svarar:
„Ég er ekki á móti því, því að ég
met allt mikils, sem gert er til
þess að koma á friðsamlegri lausn
þessa deilumáls. Ég vona einlæg-
lega, að unnt verði að ná sam-
komulagi. Þessar þjóðir hafa stað-
ið saman í svo mörg ár, að manni
tekur sárt að svo skyldi fara, sem
raun ber vitni.“
Að lokum sagði Lilley að í raun
væri skipstjöri á Islandsmiðum
ofkeyrður af vinnu, ef hann ætti
að hafa eitthvað upp úr krafsinu.
Skipstjóri getur engum treyst
nema sjálfum sér og hann verður
naumast að vera á vakt allan
sólarhringinn — svo þrúgandi er
ástandið og varðskipin kvað hann
eiga sök á þessu.
Og þá er lokið þessum greinar-
stúfum, sem ég skrifaði eftir för
mína til Grimsby og Hull, „óvina
borganna“, sem mér kom mjög á
óvart, hve vinsamlegar voru.
Aldrei sagði neinn hnjóðsyrði um
Islendinga í þessum borgum,
þvert á móti heyrði ég og fann
skilning á sérstöðu Islendinga.
„Við gerum okkur grein fyrir því,
hve íslendingar eru háðir fisk-
veiðum,“ var oft sagt. En menn
voru á öndverðum meiði við okk-
ur íslendinga um það, á hvern
hátt bæri að ná takmarkinu, fisk-
vernd og fiskfriðun. Þar Iiggur
hin raunverulega deila, sem allt
snýst um. Kannski lýsti Austin
Laing framkvæmdastjóri Sam-
Frá höfninni f Hull.
„Andleg áreynsla
að veiða
innan fisk-
veiðilögsögunnar’ ’
NÍUNDA
GREIN
bands brezkra togaraeigenda
þessu bezt er hann sagði: „Við
segjum ekki í sjálfu sér, að það sé
rangt af ykkur að færa fiskveiði-
lögsögu ykkar út í 50 100 eða
jafnvel 200 mílur. Deilan stendur
aðeins um það, hvernig tslending-
ar ætla að ná þessu takmarki."
Athugasemd.
I sjöttu grein minni, sem birtist
í blaðinu á sunnudag, urðu þau
mistök, að myndir víxluðust af
viðmælendum mínum tveimur,
sem ég ræddi við. Undir mynd af
Norman Coxon stóð nafnið
George Andrews og öfugt. Þetta
leiðréttist hér með.
-mf.
Stefnir Ólafsson,
Reykjaborg, sextugur
HANN Stefnir í Reykjaborg við
Múlaveg er sextugur í dag! Þetta
hljómar eins og upphrópun og er
það að vísu. En við heyrum engan
lúðraþyt, þvf að þetta er ekki
dagur trómeta og básúna, heldur
venjulegur virkur dagur iðju-
manns í áfangastað.
Stefnir Ölafsson er fæddur
þann 1. nóvember 1913 við
Klapparstíginn hér í Reykjavík, í
húsi Jóns beykis, sem einu sinni
var eg hét svo. Þrem árum síðar,
árið 1916, fluttist hann með for-
eldrum sínum, Ölafi Grímssyni
trésmið og Ingigerði Jónsdóttur,
að Reykjaborg, nýbýli, sem for-
eldrar hans reistu og var þá langt
fjarri allri bæjarbyggð.
Stefnir man margt og kann frá
mörgu að segja. Hann hefur lifað
tvenna tímana, tvær heimsstyrj
aldÍTj influensuna mannskæðu
1918 og byltingatima í atvinnu- og
þjóðlífi, sem orðið hafa á síðustu
áratugum. Hann man fátækt og
umkomuleysi fólks frá fyrri ár-
um. Hann hefur misst tvær
eiginkonur og þess vegna ekki
farið varhluta af sorg og söknuði,
þeim sársauka, sem svo oft hlýtur
að fylgja lífinu.
Stefnir er barn Rvík. sem
einu sinni var lítill bær, en er
nú orðin heil heimsborg. Ungur,
16 og 17 ára, var hann tvo vetur í
vinnumennsku að Bústöðum, en
siðar alltaf heima. Hann tók við
búí af foreldrum sínum, og hefur
búskapur verið ævistarf hans, líf
ogyndi.
Margt er forvitnilegt víðar en í
ranni kóngsins. Mikil fjölbreytni
er í búskaparháttum Stefnis, og
margt spurult bamsaugað hefur
skyggnzt þar um gáttir til að
virða fyrir sér húsdýrin og háttu
þeirra. Og barngóður er Stefnir
og skilningsríkur á eðli þeirra og
hátterni. Og hlýr er hann og um-
burðarlyndur við þessa smávini
sína. Að eðlisfari er hann sérstak-
lega greiðvikinn og hjálpsamur,
og er mér kunnugt um, að í
honum eiga hinir minnstu bræður
tryggan vin með örlátt hjarta,
sem alltaf vill rétta hjálparhönd
þeim, sem bágt eiga og um sárt að
binda. Dýravinur er hann alveg
sérstakur og dýralæknir af Guðs
náð.
Stefnir er einn af hinum dag-
farsprúðu, hljóðu þegnum, sem
unað hafa glaðir við hlutskipti sitt
og hlutverk, óáreitinn mann-
vinur, traustur borgari, sem gefið
hefur meira en hann hefur þegið.
Litla húsið hans Reykjaborg við
Múlaveg, er í dag sem áður
opið vinum hans. Sextugur vill
hann sizt flýja vini sína. HUsið
hans er lágreist, en það hefur
verið kastali hans í 57 ár og þar
eru dyrnar breiðar.
Við, vinir Stefnis, óskum hon-
um í dag allra heilla, gæfu og
gengis á þessum tímamótum í lífi
hans.
Grfmur Grímsson.
Veiðarfæri
brunnu
Á þriðjudagsmorgun kom upp
eldur f gömlu útihúsi að Neðri-
Brunnastöðum á Vatnsleysu-
strönd. Voru geymd þar veiðar-
færi og skemmdust þau talsvert,
m.a. grásleppunet og þorskanet.
Talið er, að kviknað hafi f út frá
rafmagni.
Ekið utan í bíl
Á NlUNDA tímanum á þriðju-
dagsmörgun varð gul Mercedes
Benzfólksbifreið, R-3892, fyrir
tjóni á gatnamótum Hringbrautar
og Hofsvallagötu! Mun bláleit
Fiat-bifreið hafa strokizt utan í
hana og valdið skemmdum neðan
til á vinstri hlið. ökumaður Fiat-
bifreiðarinnar og vitni eru beðin
að hafa samband við lögregluna
vegna þessa.