Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÖVEMBER 1973 SAI [3 Al N 1 Ed McBain: I ó hdjorþröm 26 I salarloftinu héngu sex ljósakúplar, sem allir fengu straum frá einum rofa á súlunni næst fatahenginu og þessir ljósa- kúplar slógu nú skjaldborg um salinn og vörðu hann fyrir ágengu myrkrinu. Undarleg þögn ríkti i salnum, þögn biðar. Angelica Gomez sat sem fyrr með krosslagða fætur. Hún var sýnilega óstyrk, því að án afláts sparkaði hún með öðrum fætin- um út í loftið. Blússan féll þétt að þrýstnum barminum. Hún var niðursokkin í eigin hugsanir, ef til vill var hún að brjóta heilann um manninn, er hún hafði skorið á háls, Kassam hét hann og vinir hans hugðu á hefndir; kannski var hún að hugsa um ósveig- janlega verði laganna; máski reik- aði nú hugur hennar heim til litlu eyjarinnar i Karabíska hafinu, þar sem ævinlega skein sól og þar sem hún hafði aðstoðað við að skera sykurreyrinn um uppskeru- tímann, en dreypt drjúgum á romminu að kvöldi dags, undir gítarspili uppi í r rökkurhjúpuð- um hæðunum. Við næsta borð að baki hennar sat ísold in svarta, Virginia Dodge — í svörtum klæðum og svartri kápu og svörtum skóm og með svarta leðurtuðru. Grannir, fölir fætur og grannt, fölt andlit. Blásvört skammbyssan í hend- inni, litlaus vökvi sprengiefnisins á borðinu fyrir framari hana. Hún var einnig taugaóstyrk, þvl að fingur vinstri handar hömruðu án afláts á borðplötunni. Brún augu hennar flögruðu um salinn, eins og tveir valir i leit að bráð, stað- næmdust einatt á ganginum handan vængjahurðarinnar, biðu þess að inn gengi rannsóknarlög- reglumaðurinn, sem sett hafði manninn hennar bak við lás og slá. Bak við hana — á gólfinu við stóran grænan málmskrokk skjalaskápanna lá Alf Miscolo. Meðvitundarlaus greip hann and- ann á lofti, sársaukalogar léku um brjóst hans og höfuð. Miscolo vissi ekki að hann var að deyja. Mis- eolo vissi ekkert. í djúpi meðvit- undarleysisins dreymdi hann, að hann væri aftur orðinn strákur. Hann dreymdi, að hann rogaðist með stafla af blöðum, sem kasta ætti á rosastóran bálköst á miðju stræti. Dreymdi að hann væri hamingjusamur. Cotton Hawes velti þvi fyrir sér, hvort ekki væri farið að hitna í salnum. Um það var erfitt að segja. Svit- inn lak af honum, en hann var stór maður, er ætíð svitnaði undir álagi. Hann hafði annars ekki svitnað tiltakanlega, er hann var fyrst ráðinn sem rannsóknarlög- reglumaður að 30. deild. 30 deild var friðsælt umdæmi og hann hafði, satt að segja, tekið fri með þegjandi þögninni, er hann var fluttur í 87undu. Flutningurinn átti sér stað í júlí og nú var komið fram í október — fjórir auvirði- legir mánuðir liðnir — og hér var hann orðinn hluti af 87undu, gekk til daglegra starfa með hin- um mönnunum, mönnunum sem hann þekkti, og nú var honum sérlega umhugað um velferð eins þessara manna, manns að nafni Steve Carella. Máski hafði aðalvarðstjórinn rétt fyrir sér. Hann misskildi þankagang Byrnes, hélt að Byrn- es væri reiðubúinn að leggja Car ella í sölurar fyrir líf annarra manna í deildinni, og kannski hafði Byrnes rétt fyrir sér. Kannski var það bæði siðferðilega réttmætt og fyllilega eðlilegt að láta Carella ganga beint fram fyrir spúandi kjaft 38unnar. Hawes var samt ekki trúaður á það. Hann hafði komizt að þvi, að 87unda var undarlegt umdæmi og undarleg deild. Hann hafði á sínum tíma tekið flutningum með hreinni ólund, jafnvel fjandskap, fullur fyrirlitningar á fátækra- hverfinu og íbúum þess, gefið skít í samstarfsmenn sína í rann- ■ J 1" I þýóingu Björns Vignis. sóknarlögreglunni, og stimplað þá sem vonsvikna háðfugla, jafnvel áður en hann hitti þá. En hann hafði komizt að því gagnstæða og það vonum fyrr. Honum hafði lærzt, að fólkið í fátækrahverfinu var líka fólk. Það hafði sömu áhugamál og hann, en Iífið fór um það óblíðari höndum en Hawes hafði nokkru sinni þurft að reyna á lífsleiðinni. Þetta fólk þarfnaðist ástar eins og hann, og það þarfnaðist virð- ingar; fúnir veggir hreysa þess þurftu ekki endilega að varða að rimlabúrum dýra. Þetta hafði Til leigu 600 fm. verzlunar- og iðnaðarhúsnæði við Auðbrekku í Kópavogi. Leigist í heilu lagi eða smærri einingum. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: 1250. Námskeicf í vélritun Ný námskeið eru að hefjast i nýju húsnæði að Suðurlandsbraut 20. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvél- ar. Engin heimavinna. Innritun og upplýsingar eftir kl. 1 í símum 41311 og 21719. Vélritunarskólinn. Þórunn H. Felixdóttir. velvakandi Velvakandi svarar í síma 10- 100 kl. 10.30—11.30, fri mánudegi til föstudags. 0 Um skaðsemi minksins Guðmundur frá Krossi, skrif- ar: „Hvað eru prettir? — Það sem veldur vonbrigðum eðatjóni. Um aldamótin heyrðust oft, að þetta eða hitt stæði á prenti og hlyti því að vera rétt. Einnig, að eitthvað hlyti að vera rétt, fyrst einhver merkur maður, helzt lærður, hefði sagt það. Það var ekki fyrr en sjón og skynjun vöknuðu, að efasemdir vöknuðu, — síðan hafa þær ekki fengið svefnþorn. Hvernig ætli standi á því, þegar lærðir mætismenn. tengdir ýmsum greinum atvinnulífsins, dylja galla, sem geta fylgt fram- kvæmdabreytingum og nýjung- um? Laust fyrir 1930 var oftrættum innflutning búfjár (klaufdýra), en yfirdýralæknir neitaði um inn- flutningsleyfi. Þegar hann dó, var ekki dokað við. 1 byrjun fjórða áratugarins hófst framkvæmd, og i kjölfarið flutu klódýr. Náttúru- fræðingur var andvígur því, nefndi ættflokksnafn dýranna og gaf hátternislýsingu, sem for- ráðamönnum þessa innflutnings likaði ekki. Lýsing hans á eðli og háttum þessara dýra reyndist svo rétt, að eftir rúman áratug var valdsboðið birt — öll þau dýr, sem enn væru lifandi í girðingum skyldu eyðilögð, og heitið verð- iaunum þeim, sem gæti sannað, að hann hefði drepið frjálsræðis- dýr þessa stofns (sýnt af því skottið). Ung afkvæmi „minksins“ eru kölluð „hvolp- ar“, eins og „minkurinn væri“ hundaættar, en við kyngreiningu er karldýrið nefnt „högni“ og kvendýrið Jæða“ eins og við kyn- greiningu katta. Þótt „minkur- inn“ kunni að vera skyldur hreysikettinum, þá er hann áreiðanlega ekki hundaættar, og er því algert tegundarrugl að tala um afkvæmi hanssem „hvolpa“. Sé „minkurinn“ hins vegar kattartegund þá er spurningin, hver sé sú kattaætt, sem aflar sér fæðu jafnt í sjó og vatni sem á þurru landi, eða fer þvert yfir svo straumhörð vötn, að hesti er trauðla fært þar yfir, (Sund kem- ur ekki til greina, því að þá yrði minkurinn að hlíta lögmálum straumsins — líklegt er hins veg- ar talið, að hann hlaupi eftir botninum). 0 Meindýra- mengun Það er oft talað um lax- og silungsveiði, og hversu mikinn hagnað hún gefi. Þetta innflutta klódýr veiðir í ám og vötnum, og borgar engum fyrir. Það gerir meir, — það veiðir fugla og drep- ur af lyst. Meira að segja álftin er ekki óhult fyrir kjafti marðarins, begar hún stingur hausnum undir væng og mörðurinn er nálægur. Mýkt, snerpa og áræði bregðast ekki. Það er talað um mengun margs konar, svo sem mengun lofts, gróðurs, lands, vatna og sjávar. En hvað um meindýr? Refurinn er oft kallaður dýr- bítur eða bitvargur, enda gerist hann oft aðsópsmikill við sauð- og geitfé, auk þess sem hann er skað- valdur í varplöndum. En er „mörðurinn“ þar óskaðlegri? Marðarnafnið sagði Guðmund- ur Daníelsson, að væri hið íslenzka kynþáttarheiti á minki. Er það af betri þekkingu eða af öðrum ástæðum, að það er ekki notað, heldur innflutta heitið minkur? Eðaætli hafi verið álitið, að marðar-nafnið gæti dregið úr arðsæld eðavinsæld, af því að það er til í bókum sem mannsnafn? Um 1970 er svo aftur farið að leyfa innflutning á þessu dýri. Nú skyldi allt vandað svo vel, að ekkert slyppi lifandi, og auk þess voru hinir nýju merðir með öðrum litblæ og verðmeiri. Svo var eitt gildi ekki lítils virði. Um samræðistima þessara dýra gerðu menn sér vonir um, að hin frjáls- hlaupandi dýr myndu koma heim að marðargirðingunum, og þá mætti ná þeim í þar til gerðar gildrur í tvöfaldri merkingu. Máski hefur eitthvað náðst. En hefur ekki eitthvað sloppið af þeim dýrum, sem hafa verið flutt inn eftir 1970, þótt umráðendur hafi ekki viljað við það kannast? Má það ekki valda mætis- mönnum álitsskugga, að hafa hvatt til einhvers og fengið fram- kvæmt, sem veldur landi og þjóð miska, þó að nokkrir menn í þröngum félagsskap hafi hagnazt um mokkrar krónur? Að flytja þau dýr til landsins, er valda spjöllum á þeim lífverum, sem mönnum hafa verið til gagns og gleði um aldir og landinu til gildisauka, má hiklaust telja til pretta við land og þjóð- Guðmundur frá Krossi.“ 0 Þakkir fyrir grein Huldu Jensdóttur „Fimm barna móðir“ skrifar: „Fimmtudaginn 11. október s.l. skrifaði Hulda Jensdóttir grein, sem hún nefndi „Kona, hver er réttur þinn?“ Þarna finnst mér hafa verið ■rætt um fóstureyðingamálið af heilbrigðri skynsemi og víðsýni. Vil ég lýsa sérstöku þakklæti mínu til Huldu Jensdóttur fyrir greinina. „Fimm barna móðir“.“ I þessu sambandi dettur Vel- vakanda í hug, til athugunar fyrir þá, sem láta þetta mál til sín taka, að í dönskum blöðum er svo til alveg hætt að kalla þá umdeildu aðgerð, sem bindur enda á þróun fósturs, ,,abort“, eins og tiðkazt hefur svo lengi, sem elztu menn muna. Nú heitir þessi aðgerð „svangerskabsafbrydelse", sem útlagzt gæti á islenzku „þungunarrof". 0 Fatageymsla í Tónabæ Guðrún Amadóttir, Glæsibæ 20, hringdi. Hún vildi koma þeirri skoðun sinni á framfæri, að nauð- synlegt væri, að ábyrgð væri tekin á yfirhöfnum gestkomandi ungl- inga í Tónabæ. Nú væri tilhögun með þeim hætti, að hver og einn hengdi yfirhöfn sína upp og tæki ábyrgð á henni sjálfur. Hún sagð- ist vita mörg dæmi þess, að krakk- amir þyrðu ekki að skilja fötin eftir í fatageymslunni, af ótta við að sjá þau ekki framar, heldur tækju þau með sér upp i salinn á efri hæðinni og létu þau liggja þar á stól. Jaguar Jaguar,3,4 1. MK2 árg. 1961 í góðu lagi, er til sölu. Uppl. í síma 10413 eftir kl. 4. Kaupmenn - Kaupfélög Fyrirliggjandi Fallegt úrval Dömuvasaklúta í gjafakössum Kr. Þorvaldsson og Co heilverzlun Grettisgötu 6 símar 24478 24730 Jardýta B T D 8 jarðýta til sölu Upplýsingar í síma 53075 og 43855. Sumarbústadaelgemrur vid Áutavatn sem kynnu að hafa áhuga á að fá rafmagnslögn í bústaði sína, eru vinsamlega beðnir að gera aðvart í einhvern eftirtalinna síma, kl. 13,30 — 16,00. 84422 83111 26877.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.