Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1973 FRÁ 1. UMRÆÐU UM FJARLAGAFRUMVARP SL. ÞRIÐJUDAG Hlutur ríkisútgjalda af þjóðar- framleiðslunni hefur stóraukist Gunnar Thoroddsen fjallaði fyrst í ræðu sinni um greiðslu- jöfnuð ársins 1972, sem upplýs- ingar hefðu komið fram um í fjár- lagaræðu fjármálaráðherra. Sagði hann, að þar sem árið 1972 væri fyrsta heila árið, sem nú- verandi ríkisstjórn hefur setið við völd, hefði þess verið beðið með nokkurri eftirvæntingu að sjá, hvernig afkoma ríkissjóðs yrði á því ári. Eftir að hafa fjallað nokkuð um fjölritaða greinargerð, sem ríkis- stjórnin hefur útbýtt meðal þing- manna, komst Gunnar Thorodd- sen að þeirri niðurstöðu, að hinn raunverulegi greiðslujöfnuður ríkissjóðs fyrir umrætt ár væri 120,5 milljónir króna. Slíkur greiðslujöfnuður væri allt of lítill í þeirri einmuna tíð fyrir atvinnu- vegi og ríkissjóð eins og árið 1972 hefði verið. Þetta næmi einungis 6—7 af þúsundi af tekjum ríkis- sjóðs. A tímum slíks góðæris og vegna hinnar miklu þenslu hefði verið brýn nauðsyn, að ríkissjóð- ur hefði myndarlegan greiðslu- jöfnuð, bæði til að draga úr verð- bólgunni og til að safna í sjóð fyrir hin erfiðu ár, sem jafnan kæmu með nokkru millibili. Næst vék þingmaðurinn að þeirri eindæma hækkun á fjárlög- unum, sem orðið hefði í tfð núver- andi ríkisstjórnar. Síðan sagði hann: „Þegar miða skal fjárlög eða heildarupphæð þeirra, við ein- hverjar aðrar ákveðnar stærðir, þá verður það oftast fyrir, að reynt sé að hafa hliðsjón af þjóð- arframleiðslunni. Svo er um margar þjóðir, að þær telja, að ríkisútgjöldin megi ekki nema, ef vel á að vera, meir en tiltekinni hundraðstölu af þjóðarframleiðsl- unni, þótt mönnum hins vegar gangi erfiðlega að finna þar ákveðna viðmiðun eða ákveðna tölu. Ef litið er á þetta hlutfall hér á landi, áratuginn 1960—1970, þá eru útgjöld ríkis- ins milli 16—19% af þjóðarfram- leiðslunni, að undanskildum tveim árum, erfiðleikaárunum 1967 og 1968, sem þessi tala fór upp i 21 og 22%. A árunum 1972 og 1973 hefur orðið mikil aukning á þjóðarframleiðslunni. Árið 1971 var þjóðarframleiðslan rúmir 53 milljarðar, árið 1972 rúmir 66 milljarðar; nú í ár er hún áætluð rúmir 83 milljarðar. 1974 er þjóðarframleiðslan áætluð 100 milljarðar. Þegar þjóðarfram- leiðslan hefur aukizt svo gífur- lega vegna góðæris og hins övenjuháa verðlags í aðalvið- skiptalöndum okkar, þá hefði það verið eðlilegt, að hundraðshluti rikisútgjaldanna, miðað við þjóð- arframleiðslu, hefði farið lækk- andi, en ekki hækkandi. En það hefur orðið önnur raun á.“ Árin 1960—1970 voru ríkisút- gjöldin 16—19%. En á fyrsta heila ári ríkisstj., 1972, eru út- gjöldin komin upp í 25% af þjóð- arframleiðslunni. Ef við tökum yfirstandandi ár, þá er komið upp í tæp 26%. Varðandi árið 1974 — ef við tökum þessa áætlun urn 100 millj. og fjárlagafrv., eins og það liggur fyrir nú, — þá er þessi tala komin upp í 27.4%. Og ef svo fer, að útgjöldin verða að lokum nærri 30 milljarðar, eins og flest bendir til, þá horfir svo, að þrátt fyrir hina stórfelldu aukningu þjóðar- framleiðslunnar verði ríkisút- gjöldin komin upp í 30% af þjóðarframleiðslunni, — á móti 16—19% á siðasta áratug. Þetta er ákaflega ískyggileg þróun og Gunnar Thoroddsen varhugaverð og brýn nauðsyn fyrir Alþingi að staldra við og athuga, á hvaða leið hið íslenzka þjóðfélag er.“ MÞinCI Erlendar skuldir hafa hækkað um 6 milljarða STEINÞÖR Gestsson vék í upphafi að þeim staðhæfingum fjármálaráðherra í fjárlagaræðu sinni, að nú væri gert meira af þvi en áður að fjármagna ríkisfram- kvæmdir með samtíma tekjum. Steinþór sagði: „Égtel það þó sanni nær, að skuldasöfnun hafi orðið með ólíkindum mikil með því góðæri, sem verið hefur hin síðari ár. Ég hef það fyrir satt, að t.d. hafi erlendar skuldir hækkað, síðan núv. rikisstjórn kom til valda, um u.þ,b. 6 þús. millj. kr„ og ég fæ ekki betur séð en enn sé í fjár- lagafrumvarpi gert ráð fyrir stór- felldum lántökum til fjáröflunar fyrir verklegar framkvæmdir á LARUS Jónsson fjallaði m.a. í ræðu sinni um framlög til skóla- bygginga og sjúkrahúsa og gerði þar samanburð á fjárlögum fyrir árið 1971 og fjárlagafrumvarpinu nú. Fer hér á eftir sá kafli úr ræðu hans, sem um þetta fjallar: „Langminnsta hækkunin á fjár- lagafrumvarpi 1974 frá fjárlögum 1971 er til skólabygginga. Hækkunin nemur 292 millj. kr. eða rúmlega 74%, á sama tíma og byggingarkostnaður hækkar sýni- lega um meira en 100%. Eins og menn rekur minni til, var hafið mikið átak í skólabyggingum vegum ríkisins eðalántökum, sem þarna eru tíundaðar, að upphæð 2728 millj. kr. Að sjálfsögðu er ekki öll sagan sögð, þótt þessi upphæð sé nefnd, þvt að þá eru ótaldar þær fjárhæðir, sem óhjá- kvæmilegt verður að útvega hinum ýmsu fjárfestingarsjóðum að láni umfram þau framlög, sem til þeirra eru ætluð á fjárlögum. Mér þykir óvarlegt að áætla þá lánaþörf mikið undir 5 mill- jörðum kr. og er þá húsnæðislána- kerfið meðtalið." Síðar i ræðu sinni vék Steinþór Gestsson að framkvæmd byggða- stefnunnar. Þá sagði hann: „Ég vitnaði til þess hér áðan, að f athugasemd við fjárlagafrumv. væri sagt, að nýr áfangi væri strjálbýlisins i tíð fyrrverandi ríkisstjórnar, í kjölfar nýrra skólakostnaðarlaga. Þau lög léttu mjög undir með strjálbýlishrepp- um, sem vinna saman að lausn skólamála. Fjarri fer þó því, að alls staðar sé búið að leysa þessi mál til fram- búðar. Hér virðist samt sem áður eiga að skera niður, stefna að beinum samdrætti, því að um 100 millj. skortir á, að unnt sé að gera sér vonir um að halda sama fram- kvæmdamagni i skólabyggingum á landsbyggðinni árið 1974 og gertvar 1971. Fjárveiting til sjúkrahúsa og hafinn í framkvæmd byggða- stefnu. M.a. er talið, að efling stofnlánasjóða atvinnuveganna á síðasta þingi sé veigamikill þáttur í framkvæmd þessarar byggða- stefnu. Rétt er það, að framlög ríkissjóðs til f járfestingarsjóð- anna voru aukin nokkuð á síðasta þingi og hækkaðir skattar til þeirra sumra, til þess að reyna að greiða úr fjárskorti þeirra. en það er fjarri þvi, að sjóðirnir valdi betur sínum verkefnum nú en þeir gerðu áður en vinstri stjórnin kom til valda. T.d. má nefna það um stofnlánadeild landbúnaðarins, árið 1970 var eigið fé deildarinnar 45% af útlánum hennar, en árið 1973 mun eigið ráðstöfunarfé, eftir læknisbústaða, þar með talið til rikisspítala, er áætluð í frumvarp- inu 179 millj. hærri en á fjárlög- um 1971, eða hækkun um 105%. Menn skyldu því ætla, að hér væri nokkurn veginn tryggt svipað framkvæmdamagn og 1971, þótt ljóst sé, að hlutfallslega minni fúlgu af raunverulegum þjóðar- tekjum er ætlað að renna til f ram- kvæmda í heilbrigðismálum samkv. frumvarpinu en 1971. En þegar betur er að gáð, er þó maðkur í þeyrri mysu, ný lög um aukna þátttöku ríkissjóðs i byggingarkostnaði sjúkrahúsa og heilsugæzlustöðva voru afgreidd eflingu deildarinnar á síðasta þingi, vera þvi sem næst 40% af lánaþörfinni. Þetta er ekki gott. En þó er sagan ekki sögð öll I þessum tölum, því að ef litið er til lánsupphæða, t.d. til ibúðarhúsa, þá munu þau núna nema 800 þús. kr. En ef þau ættu að vera hús- byggjendum álíka hagstæð miðað við byggingarkostnað og þau voru 1971, þá þyrftu þau nú að vera 1 millj. til 1.1 millj. kr. Sama máli gegnir um byggingarsjóð ríkisins. Húsnæðismálastjórn þyrfti að hækka lánin um 200—300 þús kr. a.m.k. til þess að þau standist samanburð við þær lánsupphæðir, sem menn fengu árið 1971. Svona fer verðbólgan með fjárfestingarsjóðina." á síðasta þingi, eins og þingmenn muna. Arið 1971 kom því hlut- fallslega meira fjármagn frá sveitarfélögum til sjúkrahús- bygginga en á árinu 1974, enda voru tekjustofnar sveitarfélaga þá aðrir. Ofan í kaupið hefur legið í loftinu í 2—3 ár, að þessi lagabreyting yrði gerð. Á þessum tíma hafa ýmsir aðilar því beinlínis beðið með framkvæmdir þangað til lögin tækju gildi. Allir, sem til þekkja í heilbrigðismálum landsbyggðarinnar, vita, hve gífurleg verkefni eru þar fram- undan vegna gerbreyttra aðstæðna í læknamálum." Steinþór Gestsson Lárus Jónsson Minni byggingaframkv. við skóla og sjúkrahús Fjárlöginmunu hækkavið kjarasamningana Halldór Blöndal vék í ræðu sinni m.a. að þeim kjarasamning- um, sem nú standa fyrir dyrum milli ríkisins og opinberra starfs- manna. Vék hann í upphafi nokk- uð að þeirri kjaradeilu, sem nú- verandi rikisstjórn átti í við opin- bera starfsmenn síðari hluta árs 1971. Hann sagði síðan: „Svo alvarlegum augum sem starfsmenn ríkisins litu þessa kjaradeilu á sínum tfma, er auð- vitað algerlega út f hött að hugsa sér það, að opinberir starfsmenn muni í dag sætta sig við nokkra kauphækkun, sem er minni held- ur en sú hækkun, sem þeir töldu, að ríkisstjórnin hefði stolið frá sér f árslok 1971, sem er um 14%. Og ef sú eina krafa er tekin til greina, nemur það lækkun um 1.4 milljarði á fjárlagafrumvarpinu. Einungis sá hluti í launakröfum opinberra starfsmanna, sem þeir telja, að ríkisstjórnin hafi stolið af sér með lögbrotum á árinu 1971. I þessu sambandi vil ég minna á, að á árinu 1964 var kveð- inn upp sams konar dómur, þar sem kjaradómur synjaði um 15% launahækkun til opinberra starfs- manna, en ieiðrétting á þvf náðist í kjarasamningum ríkis og bæjar- starfsmanna ári síðar. Ef við tök- um mið af þessu má fullyrða, að opinberir starfsmenn telja sig eiga þetta inni hjá ríkisstjórninni og eru, a.m.k. þeir, sem ég hef talað við, sannfærðir um, að ríkis- stjórnin muni verða við þessu, — ríkisstjórn vinnandi stétta, sem hrósaði sér af því, þegar hún settist í stólana, að hún mundi taka upp miklu nánara og betra samstarf við opinbera starfsmenn en allar ríkisstjórnir, sem áður hefðu setið og lofaði meira að segja opinberum starfsmönnum verkfallsrétti.“ Halldór Blöndal Rýr framlög til framkvæmda á NorðurL vestra Pálmi Jónsson tók til máls við umræðuna um fjárlögin og sagði tilefnið vera orð Karvels Pálma- sonar um. að hlutdeild lands- byggðarinnar í framkvæmdafé rikisins hefði aukizt stórkostlega í tfð núverandi ríkisstjórnar. Sagði hann, að ekki hefðu menn í Norðurlandskjördæmi vestra orðið varir við þessi stakkaskipti. Pálmi nefndi sem dæmi, að í fjárlagafrumvarpinu nú væri varið til hafnarframkvæmda í kjördæminu 7 milljón og 250 þús- und krónum. Einnig mætti neína, að á fjárlögum yfirstandandi árs væru veittar 3 milljónir og 640 þúsund til heilbrigðismála í Norðurlandskjördæmi vestra, á sama tíma og fjárveiting á fjár- lögum til Borgarspítalans í Reykjavík væri 35 milljónir 230 þúsund kr. Kvaðst þingmaðurinn ekki fá séð, að þessi dæmi sönn- uðu, að hlutdeild landsbyggð- arinnar í framkvæmdafé ríkisins á fjárlögum hefði stórkostlega hækkað í tíð núverandi ríkis- stjórnar. Hér var gripið fram í og spurt, hvað væri með skólamálin í kjördæminu. Pálmi sagði það rétt, að Norðurland vestra héldi nokk- urn veginn sínum hlut gagnvart öðrum kjördæmum í landinu í þeim eina framkvæmdalið opin- berra framkvæmda. Og fyrr mætti vera ef svo væri með eitt kjördæmi landsins, að ekki væri hægt að benda á einn lið opin- berra framkvæmda, sem sam- ræmdist nokkurn veginn því, sem gerðist annars staðar. Við þessa umræðu tóku til máls, auk þeirra þingmanna Sjálf- stæðisflokksins, sem getið er hér á síðunni, þeir Bjarni Guðnason og Karvel Pálmason. Pálmi Jónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.