Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.11.1973, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. NÓVEMBER 1973 3 Bartok-konsert á meistaravíólu hjá Sinfóníunni í kvöld ÞRIÐJU tónleikar Sinfónfu- hljómsveitar Islands verða í Há- skólabíói I kvöld. Á efnisskrá eru Don Giovanni-forleikurinn eftir Mozart, Víólukonsert eftir Bóla Bartok og Sinfónía nr. 1 í c-moll eftir Brahms. Stjórnandi verður Okko Kamu, en einleikari Walter Tampler. Stjórnandinn Okko Kamu er finnskur að þjóðerni, og var hann aðeins 2ja ára, er hann byrjaði að læra á fiðlu, en sex ára innritaðist hann í Síbelius-akademíuna og varð þar nemandi Onnis Suhonen, eins af fremstu fiðlukennurum Finnlands. Strax á unglingsárum sínum lék hann i hljómsveitum, og 18 ára að aldri varð hann leið- andi fiðluleikari i einum þekkt- asta kvartett Finnlands. Janhliða fiðlunáminu kynnti hann sér hljómsveitarstjórn og hlaut á sinum tíma fyrstu verðlaun í Karajanhljómsveitarstjórakeppn- inni. Kamu stjórnaði lokatónleik- um Sinfóníuhljómsveitarinnar á siðasta starfsári. Einleikarinn Walter Tampler er Þjóðverji og hóf hann tónlistar- nám sex ára að aldri. Sautján ára gamall fór hann í hljómleika- ferðir um Evrópu með Strup- kvartettinum og siðar varð hann leiðandi víóluleikari Sinfóníu- hljómsveitar Berlínarútvarpsins. Undanfarin ár hefur Walter Tampler leikið með öllum helztu hljómsveitum Evrópu og verið gestur á ýmsum listahátíðum. Tampler leikur á meistarafiðlu, sem bræðurnir Hieronymous og Antonio Amati smíðuðu i kring- um 1620. Dauður lagabókstafur hækki ekki ríkisframlag Ummæli Félagsmála ráðs um framlag til dagheimila SAMKVÆMT nýjum lögum er rikissjóði skylt að leggja 50% til uppbyggingar dagvistunarstofn- ana, en á fjárlögum er nú aðeins gert ráð fyrir 10 millj. kr. í því skyni. Til samanburðar má geta þess að Reykjavíkurborg leggur 60 millj. til uppbyggingar þessara stofnana á þessu ári og á það vafalaust eftir að hækka 1974. Félagsmálaráð Reykjavíkur- borgar gerði af þessu tilefni eftir- farandi samþykkt á fundi sínum 25. október. neytið skv. 16. gr. umræddra laga.“ Til skýringar síðustu málsgrein er rétt að taka fram, að í lögunum segir, að eigi sé heimilt að hefja framkvæmdir fyrr en fé hefur verið veitt í fjárlögum og fyrir liggur skriflegt samþykki menntamálaráðuneytisins. Og segir, að ráðuneytið skuli hafa í þjónustu sinni starfsmann, sem athugi allar umsóknir um húsa- skipan og rekstur dagvistunar- heimila, áður en leyfi er veitt. Meðan ekki hefur verið ráðinn slíkur starfsmaður og ekki veitt fé á fjárlögum, er hætt við að lögin geri ekki annað en draga úr framkvæmdum sveitarfélaganna, og lögin pappírsgagn. Verðum að bjóða ódýrari ferðir utan aðal ferða- mannatímans — segir Jóhann Sigurðsson, forstjóri F.í. í London SVO virðist sem verulega muni draga úr ferðamannastraumi til Islands á næsta ári vcgna mikilla verðhækkana á allri þjónustu við erlenda ferða- menn. Kemur þetta fram í við- tali, sem Morgunblaðið átti við Jóhann Sigurðsson forstjóra Flugfélags Islands 1 London. Leggur Jóhann til að reynt verði að mæta þessum verð- hækkunum með því að bjóða mun lægra verð á ferðum og þjónustu utan aðal ferða- mannatímans og þar með lengja hann um ieið. — Ef við ætlum okkur að koma ferðamálunum i við- unandi horf, sagði Jóhann Sigurðsson, þá þurfum við að finna ieið til að lengja ferða- mannatímann og ná betri nýt- ingu. Þetta hefur verið vanda- mál fjölmargra landa og þau hafa leyst það á ýmsan hátt, en einkum þó með því að bjóða ódýrari ferðir utan aðal ferða- mannatímans. — A tiltölulega fáum árum höfum við náð að byggja upp talsverðan ferðamálaiðnað á Islandi, en hingað til hefur okkur aðeins tekizt að selja ferðir í júní, júlí og ágúst. Og í fullri hreinskilni má raunar segja, að eina tímabilið, sem nýtist verulega vel er júlímán- uður og fyrri hluti ágústs. Engu að síður á ferðamálaiðnaðurinn um 8% af útflutningsverðmæt- um okkar. Þess vegna er ekki erfitt að ímynda sér hver hlutur ferðamálanna yrði ef okkur tækist að lengja ferða- mannatímann, t.d. í 5 mánuði til að byrja með, og ná viðun- andi nýtingu. — Við höfum reynt að bjóða ferðir til skíðaiðkana um vetrartímann, en það hefur ekki tekizt sem skyldi. Til þess að byggja upp markað fyrir ferðamenn til skíðaiðkana þarf þrennt til, — þ.e. samkeppnis- fært verðlag, góðan útbúnað til skíðaiðkana, og áreiðanlegt skíðafæri með stöðugum og góðum snjó. Sérfræðingar í þessum málum hér í London telja að við séum ekki sam- keppnisfærir í þessum efnum, og því hafa ferðaskrifstofur ekki viljað bjóða þessar ferðir okkar í skiðaferðaáætlunum sínum. — Raunar er það mín skoðun, að okkur muni reynast erfitt að bjóða samkeppnisfærar ferðir til útiveru og íþróttaiðkana á tímanum frá og með október til apríl, og ég tel að við eigum að einbeita okkur að þvf að kynna og bjóða aðstöðu fyrir ráð- stefnuhald og ferðir til hvíldar og heilsubótar á þessum tíma, og einnig rmai og september. — Stórt skref í rétta átt tókum við þegar við buðum hagstæðar ferðir utan aðal- ferðamannatímans árið 1972. Þetta gerðum við í samvinnu við eitt af stærstu hótelunum í Reykjavík og í London var vikuferðin seld á 58 pund. Þetta tókst bærilega, þótt til- boðið hefði ekki komið á mark- aðinn fyrr en í marz. Talsverð- ur fjöldi fólks pantaði raunar samkvæmt tilboðinu í maí og september þetta ár. Við buðum þessa viku á ný nú í ár, og til þess að vinna henni öruggari sess var ákveðið, að verðið yrði óbreytt, þ.e. 58 pund. Þetta var einnig boðið á Norðurlöndun- um og á meginlandi Evrópu. Við seldum nokkur hundruð ferðir, og verður það að teljast ákaflega góður árangur. Þetta er raunar í fyrsta sinn sem okkur hefur að marki tekizt að selja ferðir í mai og september, og vonir stóðu til að hér sé um að ræða grundvöll fyrir fimm mánaða ferðamannatima. — Það þýðir auðvitað ekkert að neita þvi, að verðhækkan- irnar heima á undanförnum árum hafa verið gífurlegar, og þetta hefur dregið úr vexti og viðgangi ferðamálaiðnaðarins, — sérstaklega á þeim árum, sem hækkanirnar námu 20% eða meira. Árið 1972 var mjög gott ár, — líklega okkar bezta ferðamannaár hingað til. Nýt- ing hótelanna í Reykjavík t.d. var mun meiri þá en nú í ár. Ég held að til þess liggi einkum tvær ástæður, — annars vegar verðhækkanir og hins vegar fækkun ferðamanna frá Bret- landi vegna landhelgisdeil- unnar. Verðhækkanirnar, sem nýlega hefur verið tilkynnt um fyrir næsta ár — þ.e. 25% fyrir langferðabíla innanlands, 306 35% fyrir gistingu og allt að 50% fyrir veitingar — munu án nokkurs efa koma niður á flest- um, ef ekki öllum ferðamála- mörkuðum okkar. Það sem veldur mér enn meiri áhyggj- um, er hin mikla hækkun sem verður á vikudvölinni utan aðalferðamannatímans, en hún getur auðveldlega þurrkað út okkar góða árangur á þessu ári. Ef unnt hefði verið að tak- marka hækkanir þessar til að leyfa þessu nýja timabili á ferðamannaalmanaki okkar að koma dálítið betur undir sig fótunum, þá held ég að við Jóhann Sigurðsson myndum geta farið að reiða okkur á viðskiptavini i maí og september. — Sigurjón Ragnarsson, for- maður Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda, hefur vegna viðtals við mig i Vísi um hækkanirnar á næsta ári, beðið mig að sundurliða verðið fyrir vikudvöl okkar utan ferða- mannatimans. Verðið, sem ég kvað vera um 100 pund, er í raun og veru 91,50 pund ef miðað er við dvöl í tveggja manna herbergi, en 107 pund miðað við dvöl i eins manns herbergi. Sundurliðun verðsins er svohljóðandi: Hóteldvöl 48 pund, flugferðir fram og til baka 27 pund, far með rútu frá flugvelli til hótels og til baka 1,50 pund, — alls 76,50 pund nettó. Siðan bætast við 15 pund til ferðaskrifstofa sem selja og auglýsa ferðina i Englandi, — alls 91,50 pund. Fyrir eins manns herbergi taka svo hót- elin 14 pund að auki og umboðs- laun ferðaskrifstofunnar hækka samsvarandi. Slíkar vikudvalir utan ferðamanna- tímans, til annarra áfangastaða í Evrópu, sem boðið er upp á í London, kosta 35—60 pund. Ég hef trú á því, að hefðum við takmarkað verðhækkunina við 70—75 pund, þá hefðum við staðið vel að vígi með upp- byggingu þessara nýju ferða okkar. — Við eigum enn eftir að bæta nýtinguna fyrir júní og seinni hluta ágústs, og ég tel að leiðin til að gera það, sé að bjóða lægra verð fyrir þessar sex vikur en fyrir háferða- mannatímann. Þannig geri ég ráð fyrir þrenns konar verði, sem síðaryrði tvenns konar. — 1 sumar buðum við ferðir sem ekki kostuðu miklu meira en samsvarandi ferðir til hinna Norðurlandanna, þótt í sumum tilfellum værum við um 20 pundum dýrari. Þessi verð- munur verður mun meiri á næsta ári. Til dæmis mun tveggja vikna ferðalag, allt innifalið, kosta um 300 pund til íslands, en hins vegar um 200 pund til Noregs og Finnlands, og 210 pund til Svíþjóðar. Það er enginn vafi á því, að þessi verðmunur, sem nemur allt að 50%, mun án efa hafa áhrif á markaðina hér í Bretlandi. Er 3ja vikna námskeið á við 3ja ára nám? „Félagsmálaráð telur upphæð þá, sem ætluð er til byggingar dagvistunarstofnana samkvæmt frumvarpi til fjárlaga 1974, alls- endis ófullnægjandi og beinir þeim, tilmælum til borgarstjórn- ar Reykjavíkur, að hún vinni að þvi, að rikisframlög til stofnkostn- aðar dagvistunarstofnana verði hækkuð úr 10 milljónum í a,m,k„ 50 milljónir hvað snertir dagvist- unarstofnanir í Reykjavik. Félagsmálaráð telur aukin ríkisframlög til stofnkostnaðar dagvistunarstofnana forsendur þess, að lögin þjóni tilgangi sínum, en verði ekki dauður laga- bókstafur eða til þess fallin að draga úr framkvæmdum á vegum sveitarfélaga og annarra aðila á þessu sviði. Jafnframt telur félagsmálaráð nauðsynlegt að sett verði reglugerð við lög um hlut- deild ríkisins í byggingu og rekstri dagvistunarstofnana og ráðinn starfsmaður við ráðu- Mikil óánægja ríkir nú meðal nemenda Fiskvinnsluskólans vegna fyrirhugaðs námskeiða- halds, um miðjan nóvember, f gæðaeftirliti og ferskfiskmati, en þjálfun í slíku er sett sem skil- yrði fyrir verkstjórn f frystihús- um. Telja nemendurnir, að með þessu námskeiði sé gengið á hlut þeirra, er menn geti þar öðlazt sömu möguleika á starfsstöðum í fiskiðnaðinum og nemendurnir sjálfir öðlast eftir þriggja ára nám við skólann. Fyrrgreint nám- skeið er haldið á vegum Fiskmats rfkisins, en með heimild sjávarút- vegsráðuneytisins. Nemendafélag Fiskvinnsluskól- ans gekkst fyrir fundi um málið meðal nemenda á þriðjudag, og var þar kosin þriggja manna nefnd, sem ganga skyldi á fund sjávarútvegsráðherra og leggja fyrir hann tillögur og kröfur vegna þessa máls, er samþykktar voru á fundinum. I fyrsta lagi er tillaga um, að þau námskeið af þessu tagi, sem haldin verða f framtíðinni, verði á vegum Fiskvinnsluskólans, eins og ráð er fyrir gert í lögum hans. I öðru lagi vilja nemendur skólans fá lögvernduð réttindi fram yfir þá menn, er verða á námskeiði því, er styrinn stendur um. Einnig vildi fundurinn, að könn- uð yrðu viðbrögð ráðherra við þvf, að nemendur skólans hættu i honum í mótmælaskyni við fyrr- greint námskeiðahald. Þá kom fram krafa um, að réttindi til handa þeim mönnum, er sækja hið umdeilda námskeið, verði ein- ungis undanþáguréttindi, ef um einhver réttindi verður að ræða. Einníg lýsti fundurinn yfir furðu sinni á því fyrirkomulagi, að 3ja vikna námskeið skuli veita sömu möguleika á starfsstöðum og nem- endur skólans fá eftir þriggja ára nám, þ.e. möguleika til verk- stjórnar, ferskfiskmats og gæða- eftirlits í frystiiðnaðinum. Nefndin, er kosin var á fund- inum, gekk síðan á fund sjávarút- vegsráðherra i gær og bar fram fyrrgreindar tillögur og kröfur nemenda. Nefndarmenn tjáðu Morgunblaðinu, að „andrúmsloft fundarins hefði verið vinsamlegt" og þeir átt fullum skilningi að mæta hjá sjávarútvegsráðherra. Hét ráðherra þeim, að hann skyldi kanna, hvort ekki væri hægt að færa fyrrgreint nám- skeiðahald inn í Fiskvinnsluskól- ann í samráði við Fiskmat ríkis- ins. I öðru lagi hét ráðherra því að kanna möguleika á, að nemendur skólans fengju lögvernduð rétt- indi að námi loknu, og réttindi þeirra, sem hið umdeilda nám- skeið sækja, yrðu þá aðeins tima- bundin. Þá kvaðst ráðherra skyldu kanna, eftir beztu getu, lög skólans með tilliti til út- breiðslu hans um landið, en sam- kvæmt lögum skólans skal á ár- unum 1972—75 undirbúa stofnun fiskvinnsluskóla á helztu fisk- iðnaðarstöðum úti á landi. A fundi með ráðherra vakti nefndin einnig máls á lánamöguleikum nemenda Fiskvinnsluskólans, sem hefur verið mikið baráttumál nemenda, en hlotið lélegar undir- tektir menntamálaráðherra til þessa. Hét sjávarútvegsráðherra að kanna möguleikann á því, að nemendur skólans gengju inn í lánakerfi námsmanna. Nefndarmennirnir sögðu í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að frekari aðgerðir nemenda í þessu Framhald á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.